SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Side 39
8. janúar 2012 39
Alltaf er það nú jafnhressandi að detta inn í nýtt ár. Hrasa blótandi á nýársnótt í einhverjum snjó-skaflinum og fárast yfir því að engir séu leigubíl-arnir á ferðinni.
Finnast allt ómögulegt og illa fyrir sér komið en átta sig svo
á því þar sem maður liggur marflatur í köldum snjónum og
mænir upp í himininn, að það er fjarska gott að finna fyrir
sínum eigin líkamshita.
Fantafín forréttindi að vera með heitt blóð rennandi um
æðarnar. Spretta upp eins og stálfjöður með kvakandi öndina
í hálsinum og fagna frosti og funa.
Eitt eilífðar sprelllifandi smáblóm, alls ekki með titrandi tár
og langt því frá að deyja.
Hlaupandi eins og hind yfir allar ísilagðar hindranir, hróp-
andi áramótaheit um að galopna
faðminn, hjartað og hausinn á nýja
árinu.
Af því enginn veit hvaða dag
hann vaknar steindauður.
Full ástæða til að fagna því að fá
að taka þátt í ævintýrinu stóra sem
lífið er.
Kirkjugarðarnir eru jú fullir af
fólki sem vildi svo gjarnan fá að búa
í líkömum okkar lifenda. Og þeim
er slétt sama þótt það séu einhver
aukakíló á þessum lifandi líkömum, eða eitthvað úr lagi geng-
ið.
Þeir sem fengju að lifa í annað sinn gerðu efalítið meira af
því að eiga í nánum samskiptum við annað fólk.
Á nýja árinu ættu því allir sem eru svo ljónheppnir að vera
lifandi að snerta meira og oftar annað ljónheppið fólk.
Húðin sem líkamar okkar mannfólks eru íklæddir virðist
nefnilega vera sköpuð til að láta strjúka sér.
Henni líður best þegar hún er þétt upp við aðra húð.
Heitt og hlýtt.
Nánd.
Þeir sem hafa kannski safnað einhverju umframummáli á
sína líkama yfir hátíðirnar og langar að losa sig við eitthvað
ættu hiklaust að taka skemmtilegustu líkamsræktina fram yf-
ir aðrar á árinu nýkomna:
Njóta ásta.
Ríða eins og rófulausir hundar.
Hvaða nafni sem við nefnum það, þá fjúka þær fljótt kalorí-
urnar þegar fólk svitnar við þessa iðju sem okkur er öllum svo
eðlislægt að viðhafa í tíma og ótíma.
Og elska með ástríðu frá dýpstu hjartarótum, ekki gleyma
því. Sálin, hausinn og hugsanirnar, allt út í djúpu laugina.
Óttalaust. Vissulega er þó nokkur hætta á hjartasárum, en
betra er að blæða en að sleppa því að lifa til fulls.
Upp með hendur, niður með brækur.
Það er ekkert annað en hugleysi að þora ekki að lifa.
Hvað sagði ekki meistari Megas:
Sitjandi krákur þær svelta, segja þeir sem vita gerst.
Og þeir fullyrða líka feimnislaust að þær sem fljúgi þrífist
best.
Tökum flugið
’
Það er
ekkert
annað en
hugleysi að
þora ekki að lifa
til fulls.
Stigið í
vænginn
Kristín Heiða
khk@mbl.is
haldsnám ytra. Var að námi loknu m.a. biskupsritari, kennari,
fræðslumálastjóri og enn síðar bankastjóri.
Fyrir kosningar haustið 1923 leituðu framsóknarmenn í Vestur-
Ísafjarðarsýslu að fulltrúa sem væri verðugur fulltrúi þeirra á þingi,
en sýslan var þá einmenningskjördæmi. Þeim flaug nafn Ásgeirs í
hug, og hann gaf kost á sér. Ásgeir fékk góða kosningu og var fulltrúi
Vestur-Ísfirðinga á þingi upp frá því; fyrst sem þingmaður Fram-
sóknarflokksins, um hríð utan flokka en síðar þingmaður Alþýðu-
flokks. Árið 1932 var stuðningur við ríkisstjórn Framsóknarflokksins
undir forsæti Tryggva Þórhallssonar brostinn. Stjórnin náði ekki að
koma fjárlögum í gegn og Sjálfstæðis- og Alþýðuflokkur vildu gera
breytingar á kjördæmaskipan. Tryggvi fól því Ásgeiri mági sínum að
mynda stjórn sem honum og tókst. Ásgeir var forsætisráðherra í
miðri heimskreppunni, það er frá 1932 til 1934.
Fljótt var litið til Ásgeirs sem forsetaefnis. Í forsetakosningum 1952
bauð hann sig fram og sigraði keppinauta sína tvo, þá Gísla Sveins-
son og Bjarna Jónsson dómkirkjuprest, sem var beinlínis frambjóð-
andi ríkisstjórnarinnar. Ásgeir sat á Bessastöðum til 1968 í forsetatíð
sem ekki verður rifjuð upp hér. En gagnorður var Tryggvi Ófeigsson
er hann sagði að Ásgeiri látnum árið 1972 að hann hefði verið maður
alþjóðar. Minntist hann í því sambandi ferðar þeirra um Húnavatns-
sýslur. „Á ferð sinni um Vatnsdal varð á vegi farlama gamalmenni
honum alls ókunnugt. Forsetabíllinn var stöðvaður og leyst úr erf-
iðleikum þess sem studdist við stafi sína. Það voru snögg umskipti.
Nokkuð skammt var á ákvörðunarstað. En í samræðum voru allir
jafnir – aðeins íslenzka flaggið gaf til kynna hver væri á ferð.“
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is
’
En í samræð-
um voru allir
jafnir – að-
eins íslenzka flaggið
gaf til kynna hver
væri á ferð
menn þá betur, vatnsgreiddum viðskiptafræðingi
í jakkafötum með bindi eða Duff McKagan – ein-
um úr hópnum.
Þetta skynjaði McKagan og fyrir vikið hefur
hann sett á laggirnar fyrirtæki, Meridian Rock,
sem sérhæfir sig í fjármálaráðgjöf fyrir rokkara og
rokkhljómsveitir. Meðeigandi hans er gamall
bankamaður, Andy Bottomley, sem einnig hefur
sérhæft sig á þessu sviði.
Velgengni ekki sjálfgefin
McKagan segir vandann að stórum hluta í því
fólginn að menn taki velgengni sem sjálfsögðum
hlut. Þegar þeir slái í gegn og geri þrútna útgáfu-
samninga gefi þeir sér að fé muni streyma inn um
ókomna tíð. Þannig er það sjaldnast. Að mati
McKagans veita umboðsmenn og lögmenn rokk-
urum sjaldnast nægilegt aðhald – hvetja þá jafn-
vel frekar til að gefa í. Næsta plata verði hvort eð
er miklu stærri. Þetta segir hann þá gera vegna
þess að úrtölumenn séu gjarnan látnir taka pok-
ann sinn. Þau geta verið bólgin, egóin. Skyndilega
er svo allt fé á þrotum. Hvað þá?
McKagan segir Meridian Rock líta á það sem
hlutverk sitt að breyta þessu – veita skjólstæð-
ingum sínum heiðarlega ráðgjöf og búa í haginn.
Stoðirnar eru þrjár: Ráðvendni (þ.e. að svíkja
menn ekki); gagnsæi og fræðsla.
Sumsé, uppbygging en ekki niðurrif.
Andlitið datt af starfsfólki Walmart-
verslunar í Norður-Karólínu í Banda-
ríkjunum á dögunum þegar maður
nokkur dró upp milljón dala seðil til
að greiða fyrir vörur sem hann hugð-
ist kaupa í búðinni. Reikningurinn
hljóðaði upp á 476 dali. Starfsfólkið
kannaðist ekki við svo verðmæta
seðla og þegar maðurinn fullyrti að
seðillinn væri ósvikinn var lögregla
kvödd á vettvang. Ósagt skal látið hvort maðurinn hef-
ur verið undir áhrifum frá smásögu Marks Twains, 25
milljón dala seðlinum, en hitt er víst að verðmætasti
seðillinn í umferð í Bandaríkjunum er 100 dalir. Fram til
1969 voru prentaðir seðlar allt að 10.000 dölum.
Dró upp milljón dali
Maðurinn var
ekki með neina
smáseðla á sér.
Dómari í Flórída í Bandaríkjunum
skellti upp úr og sló sér á lær þeg-
ar fyrir hann kom ungur maður sem
gefið var að sök að hafa reynt að
múta lögreglumanninum sem
hugðist handtaka hann fyrir að
vera með fíkniefni í fórum sínum
með tveimur miðum á lokaleik
ruðningsliðsins Miami Dolphins á
leiktíðinni í NFL gegn New York
Jets, að því er fram kemur í dagblaðinu Palm Beach
Post. „Hefurðu séð Dolphins leika nýverið?“ spurði
dómarinn. „Það er ekki nokkur maður á leiðinni á
þennan leik.“ Mannsins bíður nú dómur fyrir vörslu
fíkniefna, hótanir og tilraun til að múta löggæslunni.
Aumar mútur
Lítið hefur geng-
ið hjá Dolphins.
’
Hættir þú ekki strax að
drekka verður þú allur
innan mánaðar!
Guns N’ Roses á gullaldarárunum. Duff McKagan er annar frá hægri.