SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Síða 41
8. janúar 2012 41
LÁRÉTT
1. Ungmennafélag speglar haf og eitthvað auka-
lega. (6)
3. Kenning útlima leiðir til áfloga. (11)
7. Plís! Er að sauma. (7)
9. Þekkt ól var auglýst. (9)
11. Líkir umvefja kind sem drapst með séra og
verða fróðlegir. (12)
12. Tal við heimsálfu vegna lands. (7)
13. Bakteríutegundir missa ríkar af agni. (11)
14. Skel er í gælum. (6)
15. Lykt úr tveimur áttum er yfirborðsþekking. (9)
20. Hjá LÍN lést kona með hljóðfæri (8)
22. Ó, sér ruglaðan glæpinn hjá fórnfúsum. (11)
25. Helgur skítur á priki. (5)
26. Sæti um tær og il út af drambi. (9)
28. Öfugsnúinn mælska getur verið vond. (4)
29. Var Kelvin við að uppgötva ekki bleyðuna? (8)
30. Hefur band og fégræðgi (6)
31. Vættur sem felur sig á háalofti. (4)
32. Að bátum óþekktur með einn fer að kröfunni.
(11)
LÓÐRÉTT
1. Lærdómur sem er ekki á niðurleið veldur ves-
eni. (6)
2. Bara til svipaðra. (6)
3. Stór fær manninn og dýrið. (9)
4. Tapa að lokum úr dínamó í upphafi tímabils og
fá sprengiefni í staðinn. (7)
5. Með spili í byr. (9)
6. Varla svæfa kengúru að sögn. (8)
8. Í aflituð ílátin set sjávarfangið. (9)
10. Sítrusávöxtur fullur af steinefnum í föstu haldi.
(9)
16. Lítill hjá ykkur er kippur. (9)
17. Volgur spónn fer á hreyfingu á tímabilinu. (10)
18. Ekki . heldur frekar málalok eða . (11)
19. Fugl sem verður undir nær að skrifa (9)
21. Skepnur og meiri skepnur eru verðmæti. (9)
22. Ó herra, hestur er ekki við góða heilsu. (6)
23. Næ naumlega að vera að koma á staðinn út af
sanngirni. (8)
24. Æ leggi einhvern veginn á slæma. (6)
27. Þjálfa fyrir eitt rand að sögn um un alla tíð. (8)
30. Hefur maður bæn? (5)
Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn
krossgátunnar. Senda skal þátt-
tökuseðilinn í umslagi merktu:
Krossgáta Morgunblaðsins,
Hádegismóum 2, 110 Reykjavík.
Frestur til að skila úrlausn kross-
gátu 8. janúar rennur út á hádegi
13. janúar. Nafn vinningshafans
birtist í Sunnudagsmogganum
15. janúar. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning.
Vinningshafi krossgátunnar 1. janúar er Lilja S.
Jóhannesdóttir, Sólvöllum 11, Akureyri. Hún hlýtur
að launum bókina Eyjan undir sjónum eftir Isabel
Allende. Mál og menning gefur út.
Krossgátuverðlaun
Þau orð sem Hikaru Nakamura,
fremsti skákmaður Bandaríkja-
manna nú um stundir, lét falla í
viðtali við upphaf Lund-
únamótsins á dögunum, að
styrkur Garrís Kasparovs á skák-
sviðinu hefði fyrst og fremst leg-
ið á sviði byrjana og á veldistíma
hans hefði mátt finna stórmeist-
ara sem staðið hefðu honum
framar í miðtafli og endatafli,
gáfu mönnum tilefni til að ætla
að ekki væri allt með felldu í
samskiptum hans við Kasparov
sem þó átti að heita þjálfari hans.
Og þegar heiðursgestur mótins,
nefndur Kasparov, gekk í salinn
án þess að heilsa lærisveini sín-
um sínum fengust grunsemdir
manna staðfestar: að samvinnu
þeirra væri lokið. Skýringin á
þeim slitum var á þá leið að í
upphafi hefðu tveir „menning-
arheimar“ hist og reynt að skilja
hvor annan – en án árangurs.
Þetta með Kasparov er hæpið;
helsti styrkur hans fólst í því
hversu snilldarlega honum tókst
að tengja byrjun skákar við áætl-
un í miðtafli.
Nakamura sem vann Wijk aan
Zee-mótið í ársbyrjun gekk
fremur illa á minningarmótinu
um Tal í Moskvu í nóvember sl.
og talið er að þar hafi soðið upp
úr í samskiptum hans við Kasp-
arov. Hann náði sér hinsvegar
vel á strik í Lundúnum og varð í
2. sæti. Kannski er ekki skrýtið
að Kasparov eigi erfitt með að
botna í Nakamura sem kalla má
einhverskonar „cyber-pönkara“
skákarinnar, hann er hann tíður
gestur á vefsvæði ICC og nýtur
þar mikilla vinsælda, æfir sig
með því að tefla löng hraðská-
keinvígi við öflug skákkforrit,
tapar stundum með núlli en gefst
aldrei upp hvað sem á dynur.
Bandaríkjamönnum líkar það
vel þegar Nakamura er nefndur
sem líklegur heimsmeistari en
skákin hefur þó átt við ímynd-
arvanda að stríða og fær sjaldnast
verðskuldaða umfjöllun því alltaf
skal nafn Bobbys Fischers vera
dregið fram og ekki allt fagurt
sem þar stendur. Samanburður
að öðru leyti er Nakamura einnig
dálítið óhagstæður. Hann varð
Bandaríkjameistari fyrst aðeins 17
ára gamall en Bobby vann titilinn
fyrst 14 ára gamall og síðan í
hvert skipti sem hann tók þátt,
átta sinnum alls.
Á milli jóla og nýárs var var
Nakamura mættur til leiks á
skákmótið í Reggio Emillia á Ítal-
íu og hefur farið hamförum. Sex
skákmenn tefla tvöfalda umferð.
Eftir sex umferðir er staðan
þessi:
1. Nakamura 5 v. (af 6) 2.
Morozeivic 3 ½ v. 3. – 4. Ivant-
sjúk og Giri 3 v. 5. Caruna 2 ½ v.
6. Vitiugov 1 v.
Nikita Vitiugov – Hikaru Na-
kamura
Drottningarbragð
1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Be7 4.
Rf3 Rf6 5. Bf4 O-O 6. e3 Rbd7
Þessi leikur er aftur að komast
í tísku, áður var vinsælast að
leika 6. … c5.
7. Be2 c5 8. cxd5 Rxd5 9. Rxd5
exd5 10. O-O c4 11. b3 Rb6 12.
bxc4 dxc4 13. Dc2 Be6 14. Hab1
Bæði hér og síðar gat hvítur
styrkt stöðu sína á miðborðinu
með framrásinni e3-e4.
14. … Hc8 15. a4 a5 16. Rg5
Bxg5 17. Bxg5 f6 18. Bh4 c3 19.
Bd3 h6 20. Bb5?
Eftir þennan slaka leik á svart-
ur í engum vadræðum, 20. Bg3
eða 20. Hfc1 var betra.
20. … Rd5 21. De4 Dd6 22. Bg3
De7 23. Hbc1 Rb4 24. d5 Rxd5 25.
Hfd1 Hfd8 26. Hd4 f5 27. De5 Df6
28. Dxf6 gxf6 29. h3 Kf7 30. Bc4
Ke7 31. e4
31. … Rf4!
Snaggaralegur leikur og
dæmigerður fyrir Nakamura.
32. Hxd8 Hxc4! 33. Bxf4 Kxd8
34. exf5 Bxf5 35. Be3 c2 36. g4
Be4 37. Bb6 Kd7 38. Bxa5 Hd4!
Hvítur gafst upp, það er engin
vörn við hótuninni 39. … Hd1+.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Nakamura fer hamförum
Skák
Nafn
Heimilisfang
Póstfang
Krossgáta