SunnudagsMogginn - 08.01.2012, Blaðsíða 45
8. janúar 2012 45
Nú veit ég ekki, kærilesandi, hvort þúheldur lista yfir þærbækur sem þú lest
yfir árið og reyndar veit ég ekki
hvort þú lest eitthvað yfirleitt
annað en þennan pistil. Sú ágæta
bókasíða The Millions, sú besta
og fróðlegasta sem ég hef rekist á
á vafri mínu um netið, sjá them-
illions.com, tekur saman lista
yfir þær bækur sem fólk hefur
lesið á árinu og hefur gert síðast-
liðin átta ár. Tilgangur listans er
ekki að finna bestu bækur ársins
heldur frekar sá að fá lesendur til
að segja frá því hvað þeir eru að
lesa og benda þannig á bækur.
Þetta ár sendu fleiri inn lista en
nokkru sinni, 72 þátttakendur
og nefndu 214 bækur, 139 skáld-
sögur, 68 bækur almenns eðlis, 5
ljóðabækur og 2 teiknimynda-
sögur. Moby Dick var elsta bókin
en nokkrar bókanna komu út á
þessu ári.
Það er eðli góðra bóka að vekja
sömu áhrif hjá lesandanum hve-
nær sem þær eru lesnar. Fyrir
vikið gefur það jafn mikla gleði
að lesa söguna Mikkjáll frá Kol-
beinsbrú eftir Heinrich von
Kleist, sem út kom 1711 (á ís-
lensku 1950), og Gestakomur í
Sauðlauksdal eftir Sölva Björn
Sigurðsson. Það skýrir og hvers
vegna svo fáar bækur koma fyrir
oftar en einu sinni á listunum
sem birtiir eru á vefsetri The
Millions; þrjár bækur voru á
þremur listum - Train Dreams
eftir Denis Johnson, Suicide eftir
Edouard Levé og 1Q84 eftir Ha-
ruki Murakami – og sjö bækur
voru á tveimur listum. Þetta
verður að teljast eðlileg dreifing í
ljósi þess að vestan hafs koma út
nærfellt 300.000 nýir titlar á
hverju ári og 200.000 í Bretlandi
(sem skarast eðlilega að tals-
verðu leyti). Hér á landi koma út
um 1.800 titlar á ári og líklegt og
eðlilegt að val manna yrði álíka
fjölskrúðugt tæki einhver saman
slíkan lista.
Hvað ertu að lesa?
’
Tilgangur
listans er ekki
að finna bestu
bækur ársins heldur
frekar sá að fá les-
endur til að segja frá
því hvað þeir eru að
lesa.
Orðanna
hljóðan
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Í
bók sinni Hamingjulönd
veltir bandaríski blaðamað-
urinn Eric Weiner því fyrir
sér hvaða ástæður liggi því
til grundvallar að þegnar sumra
þjóða eru heilt yfir hamingju-
samir á meðan þegnar annarra
eru það ekki.Í þessum tilgangi
leggur hann land undir fót,
heimsækir ólíka flóru þjóða víða
um heim og spjallar við íbúa,
bæði gestkomandi og innfædda,
allt í þeim tilgangi að fá innsýn í
ástæður hamingju fólks á staðn-
um - eða skorti þar á. Slík yf-
irferð er áhugaverð hugmynd í
sjálfu sér, en sérstaklega er gam-
an að glugga í bókina þar eð Ís-
land er eitt hinna tíu landa sem
Weiner sækir heim.
Weiner er skemmtilegur höf-
undur að lesa og stíllinn hæfir
efninu ljómandi vel. Þá ber að
hrósa þýðand fyrir lipurlega
snaraðan texta. Weiner er New
York-búi af Woody Allen-
skólanum; ólundarseggur að eig-
in sögn, tortrygginn á allt sem
fyrir verður og skemmtilega
kaldhæðinn gagnvart öllu sem
vera skal, ekki síst sjálfum sér. Sú
nálgun hæfir viðfangsefninu því
auðséð er að Weiner tekur eigin
rannsóknarvinnu mátulega al-
varlega. Með annars konar úr-
vinnslu er hætt við að bókin
fengið á sig vellulegan sjálfs-
hjálparblæ og það hefði auðvitað
gert út af skemmtanagildið og
bókina sjálfa í kjölfarið.
Heimsreisan sjálf, um tíu ólík
lönd og um leið mismunandi
hamingjusöm, er býsna
skemmtileg aflestrar. Höfundur
hefur leikinn í Hollandi, nánar
tiltekið í Rotterdam, en þar er að
finna merkilega stofnun sem
kallast Alþjóðahamingjugagna-
grunnurinn - The World Data-
base of Happiness. Þar glöggvar
Weiner sig á því hvernig upp-
röðun þjóða heims er háttað á
hamingjukvarðanum, og svo er
lagt í hann.
Sem fyr segir er Weiner lipur
penni og meinhæðinn, og því lík-
legt að þegnar sumra þjóða kunni
honum takmarkaðar þakkir fyrir
skrifin. Þannig birtast Svisslend-
ingar lesendum sem dæmalaust
tilþrifalitlir karakterar, húmors-
lausar mélkisur sem gera ekkert
til að raska ró hversdagsleikans.
Að hans sögn lifa þeir fyrir logn-
molluna. Þó eru þeir með ham-
ingjusömustu þjóðum. Þá fær
Moldóva hroðalega útreið sem
ömurlegur áfangastaður, fullur af
óhamingjusömu fólki. Íslenski
kaflinn er skemmtilegur aflestrar
og líklegt að hérlendir lesendur
kannist við flest sem þar ber fyrir
augu. Indlandskaflinn er einna
sístur, helst til yfirborðskenndur
og fátt bitastætt þar að fá.
Ályktanir þær sem Weiner
dregur af heimsóknum sínum,
þ.e. hvaða ástæður liggja að baki
hamingju tiltekinnar þjóðar eða
óhamingju, eru í flestum til-
fellum trúverðugar og rökréttar.
Hitt verður að taka með í reikn-
inginn að ekki verður rýnt af
neinni dýpt í þjóðarsál hér eða
þar með því að dvelja vikutíma í
tilteknu landi og spjalla þar við
þrjár til fimm manneskjur. En
hið glögga gestsauga kemst þó
iðulega vel frá verkefninu. Til að
mynda er kaflinn um Katar ákaf-
lega fróðlegur þeim sem ekki
þekkja til. Landið er lítið en er að
drukkna í fjárhagslegri velsæld
sökum gríðarlegra olíu- og gas-
birgða sem það ræður yfir. Kat-
arar eru þó ekkert áberandi
hamingjusamir og ræður höf-
undurinn að það sé vegna þess að
landið á sér litla sögu og af-
skaplega takmarkaða menningu.
Listaverkin sem prýða gallerýin
eru á heimsmælikvarða en öll eru
þau aðkeypt. Það er ekki nema
hálf öld síðan íbúar Katar eigruðu
um sandana með úlfalda í taumi.
Í dag er höfuðborgin Doha eins
og Las Vegas á sterum. Aftur á
móti eru íbúar Bútan flestir fá-
tækir, eða öllu heldur nægju-
samir, því þeir eru flestir býsna
hamingjusamir. Íslendingar eru
að vanda í hópi hamingjusöm-
ustu þjóða, mestanpartinn af því
hér á landi reddast alltaf allt, og
maður (og áfengur drykkur) er
manns gaman. Skammdegið bít-
ur vitaskuld ekki á mörlandann
því við eigum okkur rífandi
menningu, landlæga listhneigð
og andans frjósemi, bókmennta-
sögu og hvaðeina.
Niðurstaðan er líka vitræn
nokk; engin ein forskrift er til að
hamingjusamri þjóð og for-
sendur eru mismunandi frá landi
til lands. Enda er Weiner fyrstur
til að viðurkenna (og minnir á
það reglulega) að rannsókn hans
er ekki vísindaleg heldur gerð á
forsendum forvitninnar. Bókin
veitir fyrir bragðið ákveðnar
hugmyndir í stað þess að varpa
fram fullyrðingum í fúlustu al-
vöru og henni ber að taka sem
slíkri. Þannig er hún líka bráð-
skemmtileg aflestrar og fróðleg
um leið.
Heimsreisa í hamingjuleit
Bækur
Hamingjulönd bbbmn
Eftir Eric Weiner. Jóhann Axel And-
ersen íslenskaði. 329 bls. Orms-
tunga gefur út.
Bandaríski blaðamaðurinn Eric
Weiner leitaði hamingjulanda.
Jón Agnar Ólason
Costa-bókmenntaverðlaunin
voru afhent í vikunni. Þar kom á
óvart að Booker-verðlaunahaf-
inn Julian Barnes varð að lúta í
lægra haldi fyrir Andrew Miller
sem hlaut verðlaun fyrir skáld-
söguna Pure. Af öðrum verð-
launum má nefna að besta
barnabók var Blood Red Road
eftir Moira Young, besta frum-
raun Tiny Sunbirds Far Away
eftir Christie Watson, besta
ljóðabók The Bees eftir lárvið-
arskáldið Carol Ann Duffy og
besta ævisagan Now All Roads
Leads to France eftir Matthew
Hollis. Úr þessu safni verður svo
valin ein bók 24. janúar.
Veitt Costa-verðlaun
LISTASAFN ÍSLANDS
Söfn • Setur • Sýningar
ÞÁ OG NÚ
22.9.-31.12. 2011
Í AFBYGGINGU
Libia Castro & Ólafur Ólafsson
13.1. - 19.2 2012
SÚPUBARINN, 2. hæð
Hollt og gott í hádeginu!
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600,
OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga.
Allir velkomnir! www.listasafn.is
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ
Þúsund ár - fjölbreytt verk úr safneign Listasafns Íslands
frá 19. öld til nútímans. Fyrsti áfangi nýrrar grunnsýningar
um þróun íslenskrar myndlistar.
„Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“
Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar,
undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar.
Sýningin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri.
Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna.
Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir.
Listsýning Eddu Heiðrúnar Backman.
Munnmáluð vatnslitaverk og olíumálverk.
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík
Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Fjölbreyttar sýningar:
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
Hjálmar R. Bárðarson í svarthvítu
Þetta er allt sama tóbakið!
Spennandi safnbúð og Kaffitár
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið þriðjudaga-sunnudaga kl. 11-17. Lokað á mánudögum
Kyrralíf
Sýning á kyrralífsmyndum
eftir íslenska listamenn
Pleaser
Harpa Björnsdóttir
Opið 12-17
fimmtudaga 12-21
lokað þriðjudaga
www.hafnarborg.is
sími 585 5790
- Aðgangur ókeypis
HLUTIRNIR OKKAR
(9.6.2011 – 4.3.2012)
HVÍT JÓL
(28.10.2011 – 15.1.2012)
Opið alla daga
nema mán. kl. 12-17.
Verslunin KRAUM í anddyri.
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is