SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Blaðsíða 18
18 29. janúar 2012
Óhætt er að fullyrða að hannhafi myndað fleiri rík-isstjórnir en nokkur annarÍslendingur. Um þrjátíu tals-
ins á fjörutíu ára tímabili. Samt hefur
Gunnar Geir Vigfússon aldrei tekið þátt í
stjórnmálum, hvað þá verið kjörinn á
þing. Hann styðst heldur ekki við póli-
tískt innsæi þegar hann myndar rík-
isstjórnir heldur bara gömlu góðu Ca-
non-vélina. Gunnar Geir er nefnilega
ljósmyndari.
Gunnar tók við hlutverkinu af föður
sínum, Vigfúsi Sigurgeirssyni ljósmynd-
ara, sem byrjaði að mynda fyrir Stjórn-
arráð Íslands árið 1941. Samtals hafa þeir
feðgar því myndað ríkisstjórnir Íslands í
sjötíu ár. Örfáir aðrir ljósmyndarar hafa
komið að verkinu á þessum tíma, í fjar-
veru þeirra feðga.
Gunnar segir fátt markvert hafa gerst
við myndatökurnar á Bessastöðum, eftir
að ný stjórn er tekin við, enda tilefnið
hátíðlegt. Þó minnist hann þess að Krist-
ján Eldjárn þáverandi forseti hafi beðið
sig að setjast hjá sér þegar búið var að
ljósmynda nýtt ráðuneyti Gunnars Thor-
oddsens varaformanns Sjálfstæðisflokks-
ins árið 1980 við litla hrifningu Geirs
Hallgrímssonar formanns flokksins.
„Jæja, Gunnar minn Geir,“ sagði Krist-
ján. „Það er gott að þú sameinar Sjálf-
stæðisflokkinn í nafni þínu!“
Hann hló við.
Framsýni hjá Sveini
Feðgarnir hafa líka myndað fyrir forseta-
embættið allt frá stofnun lýðveldisins
1944. Vigfús myndaði Svein Björnsson
raunar í ríkisstjóratíð hans þar á undan.
Þeir kynntust árið 1940 í New York þegar
Sveinn var á leið heim til Íslands frá Dan-
mörku.
„Það var mikil framsýni hjá Sveini
Björnssyni að hafa ljósmyndara með sér í
ferðir sínar um landið á fyrstu árunum í
embætti. Myndirnar sem faðir minn tók
eru ekki aðeins einstök heimild um for-
setaembættið, heldur líka lífið í landinu,“
segir Gunnar Geir og sýnir blaðamanni
myndir af prúðbúnum Íslendingum
teknar í opinberum heimsóknum forseta
Íslands í hinar ýmsu byggðir landsins á
fyrstu árum embættisins. „Þetta er ís-
lenska þjóðin í sparifötunum.“
Gunnar segir menn fljótt hafa gert sér
grein fyrir gildi þess að ljósmyndari
fylgdi forseta Íslands og engin breyting
varð á því fyrirkomulagi eftir að Ásgeir
Ásgeirsson tók við embættinu 1952. Vig-
fús myndaði ekki bara innanlands, hann
fór líka fjórum sinnum með Ásgeiri í op-
inberar heimsóknir til útlanda; til Norð-
urlandanna 1954, til Noregs ári síðar,
Kanada 1961 og Bretlands 1963. Gunnar
segir föður sinn hafa haft ánægju af öllum
ferðum en Kanadaferðin hafi staðið upp
úr. „Það var honum ógleymanleg upp-
Hefur myndað
þrjátíu
ríkisstjórnir
Í tæplega sjötíu ára sögu lýðveldisins Íslands
hafa tveir menn séð að mestu um myndatöku
fyrir forsetaembættið og stjórnarráðið, feðgarnir
Vigfús Sigurgeirsson og Gunnar Geir Vigfússon.
Safn þeirra, sem Gunnar og fjölskylda varðveita,
er eðli málsins samkvæmt mikið vöxtum.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Fyrstu forsetahjónin, Sveinn Björnsson og kona hans Georgía Björnsson.
Ljósmynd/Vigfús Sigurgeirsson
Gunnar Geir Vigfússon ljósmyndari kynntist öllum forsetum lýðveldisins og hefur myndað þrjá þá síðustu við margvísleg tækifæri.
Morgunblaðið/Kristinn