SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Blaðsíða 38
38 29. janúar 2012 Margar þær ljósmyndir sem Ólafur K. Magnússon tók urðustaðfesting á veruleikanum. Voru margbrotnar í einfald-leika sínum og myndmálið bókstaflega greyptist inn íhuga og vitund þjóðarinnar. Í þessu sambandi má nefna mynd úr Lækjargötu í Reykjavík sem tekin var árið 1976. Kunnugleg hús, bílar á ferðinni og borgarskáldið bíður eftir grænum karli gang- brautarljóssins. Virðulegur að sjá; í frakka, með hatt og tösku undir hendi Með hverju í? Hvað er í pokanum? Svo orti skáldið sem hér er umfjöllunarefni; Tómas Guðmundsson. Aðeins sex dagar voru liðnir af nýrri öld þegar Tómas var í heiminn borinn. Hann var fæddur 6. janúar 1901 að bænum Syðri-Brú í Gríms- nesi þar sem hann ólst upp og bjó fram á unglingsár. Þá lá leið hans í borgina; en Tómas nam fyrst við Menntaskólann í Reykjavík og síðar lagadeild HÍ. Var um skeið starfsmaður á Hagstofunni en lengst hafði Tómas viðurværi sitt af skáldskap og bókmenntum. Var Tómas bæði afbragðsgott ljóðskáld og ekki síður hagur á óbundið mál og á mörgum heimilum eru bækur þeirra Tómasar og Sverris Kristjánssonar, Ís-Skáldið Tómas á gangi í Lækjargötu og bíður eftir grænum karli gangbrautarljóssins. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Myndasafnið 1976 Meðan íslenzk tunga er töluð Þegar þrasssveitin Anthrax limaði gamlasöngvarann, Joey Belladonna, aftur innfyrir Big Four-tónleikaferðina með Metal-lica, Megadeth og Slayer sumarið 2010 lifnaði yfir flösufeykjum vítt og breitt um heiminn. Gullaldarliðið var hér um bil komið saman á ný. Einn vantaði þó, gítarleikarann Dan Spitz. Engu tauti varð við hann komið enda hefur hann haslað sér völl á nýjum vettvangi, sérhæfir sig nú í smíði eðalúra. Eftir tólf ár í eldlínunni með Anthrax gerðist gít- arinn Dan Spitz leiður árið 1995. Hann yfirgaf því sveitina og reri á glæný mið. Ritaði sig inn í nám í úrsmíði við Bulova-skólann í Bandaríkjunum. Spitz mændi ekki í gaupnir sér í Bulova, lauk þriggja ára námi á helmingi styttri tíma og sló í leiðinni meira en hálfrar aldar gamalt met. „Ég áttaði mig fljótt á því að ég hafði engu minni ástríðu til úrsmíði en tónlistar,“ segir Spitz á heimasíðu sinni, spitz- watch.com. Stórkostleg upplifun í Sviss Hann var ekki hættur, í kjölfarið bauðst Spitz styrkur til náms í einum virtasta úrsmíðaskóla í heimi, WOSTEP í Sviss, en sá ágæti skóli tekur að- eins inn tíu nemendur á ári og standa dyrnar þeim opnar allan sólarhringinn – allt árið um kring. Spitz segir dvölina í skólanum hafa verið stórkostlega upplifun, þar hafi hann lagt nótt við dag til að búa til listaverk. „Það var dásamlegt að geta gefið hand- verkinu lausan tauminn óháð fé og tíma.“ Að námi loknu var Spitz ráðinn til starfa sem sér- fræðingur hjá hinu virta fyrirtæki Chopard sem eingöngu framleiðir eðalúr. Höfuðstöðvar Chopard eru í Sviss en Spitz starfaði á verkstæði fyrirtækisins í New York. Eftir eitt ár hjá Chopard söðlaði Spitz um, að þrá- beiðni gömlu félaganna, og gekk aftur til liðs við Anthrax árið 2005. Túraði með sveitinni í tvö ár. Af því tilefni þurfti hann að endurnýja hljóðfærakost sinn en Spitz hafði gefið alla gítarana sína til góð- gerðarmála og meira að segja rifið stereógræjurnar úr bílnum. Enda þótt Spitz hefði yndi af því að dusta rykið af gömlu riffunum togaði úrsmíðin áfram í hann. Það fór því svo að hann yfirgaf Antrax aftur tveimur ár- um síðar – í miklu bróðerni. „Ég er ekki viss um að menn geri sér almennt grein fyrir því en Danny er kominn í hóp fremstu úrsmiða í heimi. Það eru því- líkir eðalgripir sem hann smíðar,“ sagði hinn gít- arleikarinn, Scott Ian. Undanfarin ár hefur Spitz meðal annars unnið fyrir lúxusvörumerkið Leviev, sem er í eigu ríkasta manns Ísraels, Levs Levievs, og einbeitt sér að eigin úrsmíði, SpitzWatch. Þar er hvergi slegið af kröf- um. Spitz hefur einnig lagt sitt af mörkum til að eyða fordómum gagnvart einhverfu en hann á fjögurra ára gamla tvíbura, með eiginkonu sinni, Candi, sem greindir hafa verið með einhverfu. Enda þótt Anthrax-árin séu að baki heldur Spitz sér ennþá við efnið með eigin hljómsveit en í henni er með- al annarra Peter Baltes, fyrr- verandi bassaleikari þýska málmbandsins Accept. Óhætt er að segja að Dan Spitz hafi farið úr málminum í málminn, gamli Anthrax-liðinn lagði gítarinn á hilluna og sneri sér að úrsmíði. Þá fékk Spitz, sem lifir afar heilsu- samlegu lífi, kransæðastíflu fyrir hálfu þriðja ári. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Dan Spitz í essinu sínu með gítarinn. Skálmar milli málma Frægð og furður

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.