SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Blaðsíða 42
42 29. janúar 2012
Glöggur maður benti mér á „sí-vaxandi misnotkun á hugtak-inu fræði, t.d. þegar mennsegja að eitthvað hafi haft sál-
fræðileg áhrif á einhvern í stað þess að
segja einfaldlega að það hafi haft sálræn
áhrif“. Hann bætti við atriði af sama toga:
„…fólk virðist nánast hætt að tala um að-
ferðir og talar þess í stað í sífellu um að-
ferðafræði, þótt einungis sé verið að vísa
til aðferðar, svo sem við val á frambjóð-
endum: „Sú aðferðafræði sem við not-
uðum var….“ Hér nægir að tala um „að-
ferð“.“
Annar góðkunningi sagði að ég mætti
vekja athygli á sögnunum gæða og
glæða: Kennarinn glæðir áhuga nem-
enda sinna á móðurmálinu; hann gæðir
[ekki: glæðir!] kennslu sína lífi.
Hermann Pálsson prófessor í Edinborg
bar hróður Íslendinga víða um heim með
skrifum sínum á ensku um fornbók-
menntir okkar og ekki síður með þýð-
ingum fornra rita. Hann skrifaði einnig
stórmerk fræðirit á íslensku. Texti hans
var kraftmikill og hrífandi enda tilfinn-
ingin næm fyrir máli og stíl. Í grein sem
birtist í Lesbók Morgunblaðsins þann 15.
febrúar 1992 sagði Hermann meðal ann-
ars:
„Svo telja fróðir meistarar að rit-
smiðum og ræðumönnum sé skylt að
rækja þrjú boðorð framar öllum öðrum:
1. Þú skalt velja þau orð sem hæfa best.
[…]
2. Þú skalt finna hverju orði sem bestan
stað í verkum þínum. […]
3. Þú skalt aldrei nota fleiri orð en þörf
krefur.“
Mig langar að taka dæmi þar sem öll
ofangreind boðorð eru í heiðri höfð; það
er fengið úr minningabók Hannesar Pét-
urssonar, Jarðlag í tímanum.
„Séra Tryggvi var hneigður til ferða-
laga á reiðhestum, og til víndrykkju. Við
skál í hófi nutu menn hrifnir gáfna hans:
andríkis og sönggleði, orðfyndni og víð-
kunnrar hagmælsku. En oft var setið
lengur við en vera skyldi. Sannaðist þá að
öl er annar maður.“
Þessu fylgir síðan átakanleg lýsing á
því andrúmslofti sem ríkti á skagfirsku
prestssetri dagana eftir að víndrykkju
guðsmannsins lauk.
Ef boðorðin, sem Hermann Pálsson til-
tekur, eru ekki virt er hætt við að lesand-
inn þreytist. Hann á erfitt með að fylgja
þræði, áttar sig ekki á inntaki og mark-
miði texta og gefst jafnvel upp í miðjum
klíðum. Þetta hefur hvað eftir annað hent
mig, t.d. við lestur blaðagreina um efna-
hags- og stjórnmál. Ég tek hér örfá nýleg
dæmi og bið lesandann að velta því fyrir
sér hvort stíllinn megi teljast þróttmikill
og gagnorður og tungutak blæbrigðaríkt.
„Veikt Alþingi þýðir veikt lýðræði. Við
þessi áramót væri ekki úr vegi að hver Ís-
lendingur strengdi það heit að leggja sitt
af mörkum til þeirrar nýju hugsunar sem
þarf til að berja í trúnaðarbrestinn. Það
gæti orðið góð pólitísk úrbót.“
„Af sjálfu leiðir að skoða þarf aðra kosti
til samanburðar ef krónan þykir ekki
duga til að veita launafólki öryggi og at-
vinnulífinu samkeppnishæfa stöðu. En
rétt er að íhuga fyrst okkar íslenska
Mammon með því að meta reynsluna af
sjálfstæðum eigin gjaldmiðli og hversu
líklegt er að hann geti svarað framtíð-
arkröfum þjóðarinnar. Forystumenn Al-
þýðusambandsins byrjuðu því um-
ræðuna á réttunni.“
„Andstæðingar frekara samstarfs við
Evrópuþjóðir eru helstu talsmenn þess að
verja krónuna á hverju sem gengur. Þeir
benda réttilega á að sjálfstæð mynt auð-
veldar stjórnvöldum að færa peninga frá
launafólki til útflutningsfyrirtækja. En
reynslan af þeirri ljúfu leið er einmitt
þyrnir í augum talsmanna launafólks.
Hér togast á ólíkir hagsmunir. Þeir eru
eigi að síður jafn íslenskir.“
„Kjarni málsins er sá að málsvarar
krónunnar þurfa að rökstyðja að stjórn-
endur peningamálanna hefðu átt að ráða
við þá markaðskrafta sem léku gjaldmið-
ilinn jafn grátt og raun ber vitni á opnum
alþjóðlegum markaði og með hvaða ráð-
um.“
„Hvaða rök standa til þess að okkur
standi ógn af þeim aga sem myntsamstarf
við Evrópuþjóðirnar gæti leitt til standi
það á annað borð til boða? Stærsti vandi
okkar er ef til vill sá að með áframhald-
andi ráðleysi er ekki víst að við getum
valið neitt annað en endurtekningu á því
sem áður hefur gerst.“
Ég veit ekki af hverju mér komu í hug,
við lestur síðustu klausunnar, orð
mannsins sem sagði eitthvað á þessa leið:
„Það sem aldrei hefur gerst áður getur
alltaf komið fyrir aftur.“ Og hann bætti
við: „Þetta er afleiðingin af því sem koma
skal.“
„Þú skalt…“
’
Hann á erfitt með að
fylgja þræði, áttar sig
ekki á inntaki og
markmiði texta og gefst
jafnvel upp í miðjum klíð-
um.
Tungutak
Baldur Hafstað
bhafstad@hi.is
Málið
El
ín
Es
th
erVoðalega finnst mér oft á tíðum þreytandi og
letjandi að lesa texta, hvort sem það er til gagns eða
gamans, sem er ómarkviss og morandi í útúrdúrum
og málalengingum. Ég hef miklu meiri ánægju af því
að lesa texta sem höfundurinn hefur greinilega haft
fyrir að meitla og slípa í kjarnyrt meistaraverk.
Sem sagt: „Stuttur
texti er góður texti“?
Tja... já.
Tvíræður; óviss, vafasamur;grunsamlegur, tortryggilegur.Þannig skýrir Ensk-íslenskaorðabókin orðið Equivocal,
heitir nýrrar bókar Katrínar Elvarsdóttur
myndlistarmanns. Á kápu bókarinnar
eru rauð sviðstjöld og þegar hún er opn-
uð má sjá röð ljósmyndaverka, alls á
fimmta tuginn, og vissulega er andrúms-
loftið óvisst og grunsamlegt. Áhorfand-
anum er látið eftir að geta í merkingu og
lesa sögu úr ljósmyndunum sem eru
margar teknar í rökkvuðum herbergjum
þar sem horft er út um glugga; glugga-
tjöld eru áberandi sem og glerið, þessi
skil milli heima. Fólk er á nokkrum
myndanna; ung stúlka horfir í augu
áhorfandans, á annarri
mynd snýr kona baki í
okkur á sama stað.
Rautt er áberandi, og
auga ljósmyndarans
gælir við yfirborð
hlutanna. Það er rík
tilfinning fyrir áferð í
þessum óræða mynd-
heimi.
„Ég tók mynd af sjónvarpsherbergi
árið 2007, þar sem sést hlynur úti í garði
fyrir utan gluggann. Þarna er sófi og birt-
an er rauð. Það var upphafið og ég ákvað
að taka fleiri myndir í þessum stíl,“ segir
Katrín. Ljósmyndavélin er hennar miðill.
Hún lauk námi frá Art Institute of Boston
árið 1993 og hefur verið ötul við sýning-
arhald, er ein af listamönnum Gallerí
Ágústs við Baldursgötu. Árið 2005 kom
út bók hennar Mórar-nærvídd með
svarthvítum ljósmyndum teknum á
ódýra Holga-myndavél, móskukenndar
og dularfullar, en á annan hátt en lit-
myndirnar í nýju bókinni sem spruttu út
frá myndinni úr sjónvarpsherberginu.
„Ég fór markvisst að leita að mynd-
efni og vann að þessari myndröð næstu
þrjú árin, hér heima og erlendis.
Ég blanda saman ýmsum stöðum og
þráðurinn spannst um leið og ég myndaði.
Ég var sífellt að mynda og sía réttu mynd-
irnar úr og var að lokum komin með þetta
úrval, hálfgerða sögu, sem hefur ekki
hefðbundið upphaf, miðju og endi. Þetta
er ákveðin stemning.“
Þegar Katrín er spurð að því hverjar
kveikjurnar að þessari röð mynda hafi
verið, svarar hún: „Að vera inni og horfa
út. Ef ég tala aftur um þessa mynd úr
sjónvarpsherberginu, þá tók ég myndina
um sumarnótt, það var bjart úti en
drungalegt inni og sjónarhornið fannst
mér spennandi.“
Skrásetur ekki þekkjanlega staði
Um ljósmyndun Katrínar má segja að hún
sé huglæg og stemningarnar óræðar.
„Jú, ég er ekki að skrásetja þekkjanlega
nafngreinda staði. Ég vil helst ekkert tala
um staðsetninguna, það þvælist bara fyrir
fólki sem sér verkin. Ef ég segi Stykk-
ishólmur þá gæti það spurt hvort þetta
væri rauða húsið þar.“
En hvað um fólkið í myndunum?
„Fólkið hef ég valið sérstaklega inn í
stemninguna sem ég hef í huga og þetta er
allt fólk sem ég þekki. Fjölskylda og vinir.
Fyrir myndirnar í þessu verki hafði ég
valið nokkra einstaklinga að vinna með og
svo langaði mig að mynda aðra á sömu
stöðum í sömu fötum, en á öðrum aldri en
fyrri fyrirsæturnar. Á einni myndini eru
ung stúlka og eldur en í annarri eldri kona
og sami eldur. Í einni mynd sér aftan á
strák úti í skógi en í annarri framan á
mann í skóginum. Þarna birtast ákveðnar
pælingar um tímalínu og spurningar
vakna: er þetta sama fólkið eða annað fólk
á sama stað?“
Áhorfandinn á að fá tilfinningu fyrir
aðstæðum, og spurningunum, þetta er
ekkert sem Katrín vill upplýsa okkur um.
„Þetta á ekki að vera augljóst, frekar
óræðar vísanir. Það er gott ef fólk áttar sig
smám saman á tenginum milli mynda.“
Katrín hefur á síðustu árum haldið sýn-
Tvíræðar,
vafasamar og
tortryggilegar
Um kveikjuna að röð ljósmyndaverka sem birtist
í nýrri bók Katrínar Elvarsdóttur ljósmyndara,
segir hún: „Að vera inni og horfa út.“ Í bókinni
birtist óræður myndheimur og einskonar saga
sem byggist á tilfinningu frekar er röklegri fram-
vindu. Katrín fer sínar leiðir í sköpuninni.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Lesbók