SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Blaðsíða 40

SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Blaðsíða 40
40 29. janúar 2012 Lífsstíll Kerti Nú er kerta- tíminn alveg í hámarki. Einna best finnst mér við veturinn sú kósístemn- ing. Á heim- ilinu er sér- stök kertahilla sem ég safna í jafnt og þétt. Hún ilmar vel því þar er að finna ilmkerti í bland við önnur. Á ferðum mínum um ókunn höf hef ég gjarnan kippt með mér einu og einu vellyktandi. Samt bara litlu svo það passi í töskuna. Ætli þetta sé ekki næstum því það eina sem ég sakna við veturinn á sumrin. Ekki sakna ég kuldans í það minnsta mjög mikið. Eða að þurfa að skafa af bílnum. (Tuð, tuð, ég veit.) Kveikjum eld, strax í kveld og ornum okkur við fallegt kertaljós. New Girl Það er alltaf jafngaman að uppgötva nýja þætti. Ég uppgötv- aði einn slík- an í vikunni. Hann heitir New Girl og fjallar um hressa og fyndna unga stúlku sem einbeitir sér að því að hafa gaman af lífinu. Eft- ir að hafa hætt með kærastanum flytur hún inn með þremur gaurum og sambúðin er skrautleg á köfl- um. Einn af þessum þáttum sem erfitt er að horfa á nema tvo eða jafnvel þrjá í einu. Mæli með þessu til afþreyingar nú í vetr- arhreti og snjó. Í minni fjölskyldu ríkir sú hefð, ef hefð mættikalla, að láta hvert annað vita sé framundanferð í búðina stóru gulu og bláu. Þangað ernefnilega ansi langt að fara úr vesturbænum og ekki leggjandi í slíka „sveitaferð“ eftir tveimur glösum eða servíettupakka. Þó að maður kippi slíku auðvitað gjarnan með í leiðinni. Alveg síðan í gamla daga hefur viss spenna ríkt yfir ferðum í þetta mikla undraland. Land þar sem hægt er að finna óteljandi lausnir fyrir heimilið á alveg hreint ágætu verði. Meira að segja í dag þegar gengið er ekkert til að hrópa húrra yfir. Það er líka svo snið- ugt að geta keypt t.d. einn stóran bókaskáp og raðað svo endalaust inn í hann boxum og hólfum eftir þörf. Nú er ég alveg hætt að fara í boltalandið en minnir að það hafi verið sport á sínum tíma. Síðan komu unglingsárin og þá þurfti maður að eignast sófa fyrir vinina. Auðvitað var hann keypt- ur í búðinni góðu. Í dag dettur mér ekkert annað í hug en búðin góða þegar huga skal að húsgagna- kaupum. Hvers vegna líka að kaupa sófaborð á 25.000 þegar maður getur fengið það á 4.900? Jú, jú, kannski fær maður aðeins meiri gæði fyrir pen- inginn. En í bili er mér sama. Hingað til hefur ekk- ert bilað úr búðinni góðu. Blái stofusófinn hefur staðið sína plikt með prýði í ein fjögur ár og frá- leggsborðin þrjú eru enn næstum sem ný. Þrátt fyrir polla af ýmiss konar partídrykkjum. Síðast fór ég í búðina góðu keyrandi á Saab. Það held ég að sænskir vinir mínir verði ánægðir að heyra það. Gula og bláa undralandið Í undralandinu sænska er hægt að ímynda sér að maður búi þar, svo heimilislegt er það. Undralandið góða sem byggði frændi vor Svíi. Með einni góðri „sveitaferð“ má redda heimilinu. Lífið og tilveran María Ólafsdóttir maria@mbl.is Morgunblaðið/Sigurgeir S. Kistan Mikilvægt er að hugsa vel um hárið á þessum kalda árstíma svo og all- an ársins hring auðvitað. Hér er góð uppskrift að banana- og hunangsnær- ingu úr bók Arndísar Sig- urðardóttur, Náttúruleg fegurð, útgefandi Bóka- félagið. Banana- og hunangsnæring ½ banani 1 tsk hunang 4 msk nýmjólk glerskál sturtuhetta eða plastpoki handklæði Aðferð Stappið bananann í mauk og blandið svo hunanginu vel saman við. Bleytið hárið með volgu vatni og nuddið næringunni í allt hárið. Setjið svo sturtuhettu yfir hárið, ef þið eigi hana en annars virkar plastpoki ágætlega líka, og loks handklæði yfir það. Leyfið þessu að vera í hárinu í 1 klukkutíma og þvoið svo vel úr með sjampói. Notist samdægurs. Vítamínrík og mýkjandi heimatilbúin hárnæring Kryddaðu tilveruna Margar kryddtegundir eru tald- ar hafa kynferðislega örvandi áhrif. Kardimomma er vel þekkt fyrir rómantísk áhrif. Negull er örvandi en um leið ró- andi fyrir taugarnar. Svört piparkorn örva blóð- rennsli. Kanill örvar bæði og róar sam- tímis. Kóríander róar taugar og örvar þrá. Múskat örvar kynhvötina. Úr bókinni 1001 Leið til að slaka á, Susannah Marriott, Salka. Það er um að gera að nota vonda veðrið um helgina til þess að kíkja í eldhússkápinn. Kannski áttu þar eitthvað af þessu kryddi og þá er bara að búa til rjúkandi góða ástargrýtu. Negul er líka hægt að stinga í eins og eina app- elsínu og hafa á fallegum diski í svefnherberginu. Það er um að gera að nota bara hugmynda- flugið til að krydda rómantíkina dálítið og gefa henni margvíslegt ólíkt og gott bragð. Munum að hlúa að ástinni og rómantíkinni nú í kulda og trekki. Ekki veitir af að halda hjartanu heitu þegar svo hráslagalegt er úti. Logandi rómans

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.