SunnudagsMogginn - 29.01.2012, Blaðsíða 27
29. janúar 2012 27
heilsufarslegum afleiðingum. Við vitum samt ekki
hvað það er sem veldur því. Er það fitan, eru það
þessir endalausu megrunarkúrar þar sem fólk rokkar
upp og niður í þyngd, er það hreyfingarleysið, eða
það að búa við stöðuga fordóma og óvild samfélagsins
sem hefur að sjálfsögðu áhrif á heilsuna. En þrátt fyr-
ir að það kæmi í ljós að holdafarið sem slíkt hefði or-
sakatengsl við vanheilsu þá breytir það ekki því að
fæstum tekst að grennast til frambúðar. Þá fer þetta
að verða sambærilegt við það að lágvaxið fólk hefur
minni lífslíkur en þeir sem eru hávaxnir og karlar
hafa minni lífslíkur en konur. Við getum ekkert gert
við þessu annað en að reyna að lifa sem bestu lífi. Á
einhverjum tímapunkti verðum við að sætta okkur
við að forsendur okkar til heilbrigðis og langlífis eru
misjafnar en hver og ein manneskja getur gert það
sem í hennar valdi stendur til þess að halda heilsu og
líða vel.“
Megrun er slæm hugmynd
Eins og áður sagði hefur Sigrún í nokkur ár staðið
fyrir megrunarlausa deginum. Nú þegar megr-
unartengdar auglýsingar dynja á okkur í hvívetna
eftir jólahátíðina er ekki úr vegi að spyrja Sigrúnu
hvers vegna megrun sé svona slæm hugmynd?
„Megrun er mjög andstæð því sem líkaminn leitast
við að gera. Líkaminn leitast við að viðhalda jafnvægi
í orkubúskap og holdafari. Alveg eins og hann leitast
við að halda ákveðnu hitastigi og hann bregst við ef
umhverfisaðstæður ógna þessu jafnvægi. Ef þú stekk-
ur út í ískalt vatn reynir líkaminn að bregðast við.
Hann snarkólnar ekki bara og deyr heldur reynir að
lágmarka skaðann og vernda mikilvægustu líffærin en
fórnar kannski því sem minna máli skiptir eins og
fingrum og tám. Það fer í gang ferli til að halda í
okkur lífinu. Það sama gerist þegar líkaminn fær
minni orku en hann þarf á að halda. Hann reynir að
spyrna við fótunum. Það er á endanum ástæða þess
að fólki reynist svo gríðarlega erfitt að léttast til
frambúðar. Flestum tekst að grennast til skamms
tíma og í því felst blekkingin. Þess vegna reynum við
aftur og aftur.
Staðreyndin er samt sú að það eru ekki til neinar
vísindalega staðfestar aðferðir sem hafa borið árangur
til lengri tíma að frátöldum skurðaðgerðum. Þær að-
ferðir sem sagðar eru gagnlegar framkalla í raun ekki
þyngdartap heldur þyngdarsveiflur. Langflestir
þyngjast einfaldlega aftur. Auðvitað er alltaf einhver
sem nær varanlegum árangri en þetta er svolítið eins
og að spila í happdrætti. Það er alltaf einhver sem
vinnur og þess vegna heldur fólk áfram að kaupa
miða en það eru samt flestir sem tapa.
Svo er það að þyngdarsveiflur hafa líka tengsl við
slæmar heilsufarslegar afleiðingar. Flestar af þeim
heilsufarsafleiðingum sem hafa verið tengdar við of-
fitu tengjast líka þyngdarsveiflum. Þá getum við velt
því fyrir okkur hvort heilsufarsvandi feitra sé að ein-
hverju leyti sprottinn af því að það er alltaf verið að
hvetja þennan hóp til að fara í megrun. Þetta er mik-
ilvæg siðferðileg spurning sem hefur ekki fengið
nægilega athygli því við virðumst föst í þeirri hug-
mynd að fita hljóti að vera orsök alls ills. Okkur
finnst fita ógeðsleg. Það er mjög sterkt í okkar sam-
félagi að þetta sé viðbjóður sem beri að útrýma eins
og hverjum öðrum ófögnuði. Annað atriði er að
megrun getur farið út í öfgar og breyst í átröskun.
Það er mjög alvarlegur hlutur og þú getur ekki séð
það fyrir hverjir eiga eftir að enda þar. Þess vegna er
megrun áhættuhegðun alveg eins og að fikta við
áfengi eða vímuefni. Flestir lenda ekki í neinum
vandræðum en það er alltaf ákveðinn hópur sem ger-
ir það.“
Fitufordómar algengir í fjölmiðlaefni
Sigrún hlær hálfgerðum uppgjafarhlátri þegar hún er
spurð að því hvernig við getum komið í veg fyrir að
holdafarsáherslurnar síist hægt og sígandi inn í hug-
arheim barna okkar. „Það er líklegast best að láta þau
horfa eins lítið á sjónvarp og vera eins lítið á netinu
og hægt er. Það er mjög sláandi að sjá hversu algengir
fitubrandarar og skilaboð um útlit eru í barnaefni.
Svo höfum við heilu sjónvarpsseríurnar sem snúast
nær eingöngu um niðurlægingu feitra. Þetta eru
þættir eins og Biggest Looser sem er í raun kennslu-
efni í fituhatri og öfgafullum megrunaraðferðum og
þættir eins og Mike and Molly sem virðist vera ein-
hverskonar tilraun til að hafa feitt fólk sýnilegra í
sjónvarpi en á mjög vafasömum forsendum. Annar
hver brandari snýst um fituna og hve feitt fólk hljóti
að vera matgráðugt og latt. Fitufordómar eru mjög
algengir í fjölmiðlaefni en við erum ekki enn farin að
þekkja þá sem slíka sem gerir ástandið mjög sjúkt.
Við áttum okkur ekki á því hvað það er verið að ala á
mikilli mannfyrirlitningu.“
90% átröskunarsjúklinga eru konur og því hafa
ungar stelpur verið stærsti hluti sjúklingahóps Sig-
rúnar í gegnum tíðina. Hún segir að margar þeirra
reki upphaf veikinda sinna til utanaðkomandi skila-
boða um holdafar. „Sumar stelpurnar tala um að í
byrjun sinna veikinda hafi þær verið að lesa mikið af
megrunarsögum á netinu og horfa á útlitsmiðaða
þætti eins og Americas NextTop Model. Aðrar hafa
kannski verið í íþróttum og fundið fyrir miklum
þrýstingi þar að vera í ákveðinni þyngd og fitna ekki.
Sumar hafa fengið athugasemdir frá þjálfurum,
hjúkrunarfræðingum eða öðrum fagaðilum um að þær
séu farnar að bæta of mikið á sig. Þetta er mjög var-
hugavert því þótt sumar séu sterkar og yppti bara
öxlum þá eru aðrar sem taka þetta mjög alvarlega og
leggja allt í sölurnar til að viðhalda grönnum vexti.
En líkamsdýrkunin er farin að sýna sig mjög mikið
hjá báðum kynjum núna. Óraunhæfar hugmyndir um
útlit eru orðnar mjög algengar. Fólk nánast býst við
fótósjoppuðum líkömum þegar það sér nakta ein-
staklinga sem er auðvitað ekki gott þar sem líkaminn
er náttúrulegt fyrirbæri og ófullkominn sem slíkt.
Þeir sem tileinka sér það viðhorf snemma á ævinni að
líkaminn eigi að líta út eins og myndastytta eiga fátt
annað fyrir höndum en ævilangan pirring og brostnar
vonir.“
En hvað skyldi Sigrúnu finnast um þau heilsuátök
sem hefjast af miklum krafti í ársbyrjun ár hvert.
„Heilsa er svolítið farin að snúst um ímynd heils-
unnar frekar en raunverulegt heilbrigði. Við viljum
öðlast heilbrigt útlit og tengjum heilsu fyrst og
fremst við hreyfingu, mataræði og holdafar en heil-
brigði er líka það að vera glaður, að sofa vel, vera í
góðum samskiptum og nota heilann til skapandi
verka. Við ættum að geta fundið það á eigin skinni
hvort eitthvað er gott fyrir okkur eða ekki. Allt sem
lætur þér líða vel til lengri tíma, eflir þig, styrkir og
gleður er heilsusamlegt. Góð heilsa og vellíðan hald-
ast í hendur. Þess vegna er lítið heilbrigði fólgið í því
að hafa eilíft samviskubit yfir því sem maður borðar
og keppast við að brenna fitu í ræktinni.“
„Það er þessi hugmynd, að
ákveðnir líkamar séu óæski-
legir, sem við, samfélagið í
heild, þurfum að breyta,“ seg-
ir Sigrún Daníelsdóttir.
’
… við erum föst í þeirri hug-
mynd að fita hljóti að vera
orsök alls ills. Okkur finnst
fita ógeðsleg. Það er mjög sterkt í
okkar samfélagi að þetta sé við-
bjóður sem beri að útrýma eins og
hverjum öðrum ófögnuði.“
’
Það varð reyndar stórfellt
hrun sem ógnar heilbrigð-
iskerfinu, en það var ekki
feitu fólki að kenna heldur pen-
ingafólkinu. Við hefðum kannski
betur beint sjónum okkar að vax-
andi peningagræðgi þjóðarinnar
en meintri matgræðgi.“