SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Blaðsíða 4

SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Blaðsíða 4
4 12. febrúar 2012 Námsmenn fínustu háskólanna í Bandaríkjunum, hinna svokölluðu Ivy League-skóla, hafa ekki verið atkvæðamiklir í atvinnmennsku í bandarískum körfu- bolta, þótt finna megi undantekningar á borð við Bill Bradley, sem kom úr Princeton, lék á sínum tíma með New York Knicks og var í liðinu bæði skiptin, sem það varð meistari. Aðeins fjórir NBA-leikmenn hafa komið úr Harvard og Jeremy Lin er sá fyrsti síðan 1953. Leikmaður úr þessum skólum getur auðveldlega farið fram hjá út- sendurum NBA-liðanna, ekki síst vegna þess að keppnin er ekki talin jafnhörð þegar lið þeirra eigast við. Harvard hefur til dæmis ekki komist í úrslita- keppnina í bandaríska háskólaboltanum síðan fyrir miðja síðustu öld. Það þykir því afrek hjá Lin að hafa komist í byrj- unarlið í NBA og bera vitni þrautseigju hans. „Ég held að fólk sé hissa vegna þess að það þekkir hann ekki,“ segir Shirley Lin, móðir nýstirnisins. „Það hafa ekki margir leikmenn komið úr Harvard og asískir Bandaríkjamenn eru ekki margir heldur í deildinni. Segja má að þetta sé saga lítilmagnans, en hann leggur hart að sér.“ Fyrsti leikmaðurinn úr Harvard í hálfa öld Körfuboltaundrin gerast enn. Fyrir vikuvar Jeremy Lin, bakvörður hjá NewYork Knicks, óþekktur með öllu. Nú erekki um annað talað í bandaríska körfuboltanum og hefur hann þó aðeins leikið þrjá leiki. Það er ekkert hefðbundið við Lin. Hann er af as- ískum uppruna. Foreldrar hans fluttu til Bandaríkj- anna frá Taívan á áttunda áratug 20. aldar. Hann er fyrsti leikmaðurinn, sem fæddur er í Bandaríkj- unum af taívönskum eða kínverskum uppruna til að leika í NBA. Aðeins fjórir bandarískir leikmenn af asískum uppruna hafa leikið í deildinni frá upphafi. Lin fékk engin tilboð um að spila körfubolta í há- skóla þótt hann stæði sig vel með menntaskólaliði sínu í Palo Alto og yrði Kaliforníumeistari. Lin fór í Harvard. Í tvígang var hann valinn í úr- valslið fremstu háskóla Bandaríkjanna. Sú frammi- staða dugði honum þó skammt í nýliðavalinu 2010. Ekkert NBA-lið vildi þá líta við Lin. Hann komst þó að hjá Golden State Warriors, lið hans heimabæjar, en sat að mestu leyti á bekknum. Í desember bar hann látinn fara þaðan. Houston Rockets sýndu leikmanninum áhuga, en liðið var ekki tilbúið að bæta honum í leikmannahópinn. Þá lá leiðin til New York. Þar voru þrír bakverðir fyrir og hann sá fjórði í goggunarröðinni. Hann kom inn á, en spilaði stutt og náði ekki að setja mark sit á leik liðsins. Þar til á laugardag fyrir viku. Þá kom Lin inn á af bekknum og átti stjörnuleik, skoraði 25 stig og gaf sjö stoðsendingar þegar Knicks unnu granna sína frá New Jersey 99-92. Tveimur dögum síðar var hann í byrjunarliði í fyrsta sinn á ferli sínum í NBA. Aftur fór hann á kostum, skoraði 28 stig og gaf átta stoðsendingar í 99-88 sigri á Utah Jazz. Það sem meira er, enginn leikmaður í NBA hefur skorað jafn mörg stig og átt jafn margar stoðsendingar í fyrsta leik í byrjunarliði í rúm 30 ár. Síðasti leikmaðurinn til að afreka það var Isiah Thomas, sem á sínum tíma var einn besti bakvörður deildarinnar, í október 1981. Á miðvikudag léku Knicks við Washington Wiz- ards á útivelli. Aftur var Lin í aðalhlutverki hjá Knicks, skoraði 23 stig og gaf 10 stoðsendingar. Frammistaða hans vakti ekki síst athygli vegna þess að í liði andstæðinganna þurfti hann að kljást við John Wall, sem var tekinn fyrstur í nýliðavalinu 2010, árið sem ekkert lið vildi sjá Lin. Wall skoraði 29 stig og var með sex fráköst og má því segja að viðureign bakvarðanna hafi lyktað með jafntefli, en Knicks burstuðu Wizards 107-93. Knicks hafa nú unnið þrjá leiki í röð, sem ekki væri í frásögur færandi ef ekki væri fyrir það að stórstjörnur liðsins, Amar’e Stoudemire og Carmelo Anthony, léku ekki með í neinum þeirra. Þar á undan hafði liðið tapað 11 leikjum af 13 og má segja að með innkomu Lin hafi samtíningur leikmanna orðið að liðsheild. Vitaskuld á eftir að koma í ljós hvort Lin haldi dampi, en hann hefur þó sýnt að full ástæða er til að taka hann alvarlega. Í New York hefur vaknað æði fyrir Lin og nýtt orð, Linsanity, bæst í orðaforðann. Gríðarlegur áhugi hefur kviknað á leikmanninum í Asíu. Var til þess tekið að Wizards urðu að útvega 15 blaðamannapössum meira en venjulega og voru þeir allir fyrir fjölmiðla frá Kína og Taívan. Nýjasta undrið í NBA fékk ekki fastan samning við Knicks fyrr en á þriðjudag. Slík var óvissan um hvort hann ætti framtíð fyrir sér hjá liðinu að hann taldi ekki taka því að festa sér íbúð og hefur gist á sófa í eins herbergis íbúð bróður síns, sem er í tann- læknanámi. Nú getur hann farið að leita sér að íbúð. Jeremy Lin, bakvörður New York Knicks, sem er um 1,90 m á hæð, býr sig undir að troða í leik við Washington á miðvikudag. Reuters Ný stjarna Knicks sýnir enga linkind Jeremy Lin vinnur hug og hjarta New York-búa Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is 30 lið eru í NBA og ekkert þeirra taldi sig hafa not fyrir Jeremy Lin, sem nú hefur slegið í gegn. Reuters „Á meðan við höfum Lin verð- ur allt í lagi,“ skrifaði stuðn- ingsmaður New York Knicks á Twitter þegar tilkynnt var á þriðjudag að Carmelo Anthony yrði frá í tvær vikur vegna meiðsla. Jeremy Lin hefur leikið eins og herforingi í þremur leikjum og strax hefur gripið um sig æði. Jeremy Lin og Carmelo Anthony. Reuters Á meðan við höfum Lin …

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.