SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Side 6

SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Side 6
6 12. febrúar 2012 Karl Lagerfeld, einhver áhrifamestifatahönnuður heims, settist í rit-stjórastól fríblaðsins Metro í París ísíðustu viku. Það eru ekki aðeins föt Lagerfelds sem vekja athygli heldur líka orð hans en hann er þekktur fyrir að segja það sem hann hugsar og fara ekki í kringum hlutina. Í blaðinu sem Lagerfeld ritstýrir eru viðtöl og greinar um margar af hans uppáhalds- manneskjum eins og Carine Roitfeld, fyrrver- andi ritstýru franska Vogue, hönnuðinn Haider Ackermann, tónlistarkonuna Florence Welch og nýstirnið Azealiu Banks. Þess má geta að Banks verður með tónleika hérlendis í júní og eins gott að búið er að bóka hana þar sem bless- un Lagerfelds býður yfirleitt upp á frekari vin- sældir. Þrátt fyrir þetta stjörnulið er ekkert viðtal sem vakti eins mikla athygli og það sem var við keisarann sjálfan, eins og Lagerfeld er oft kall- aður. Ummæli hans um söngkonuna Adele (hann notaði f-orðið) hafa farið víða en Lag- erfeld svaraði spurningunni sem var um aðra söngkonu, Lönu del Rey svona: „Ég kýs heldur Adele og Florence Welch. Sem nútímasöngkona er hún ekki slæm. Aðal- málið núna er Adele. Hún er aðeins of feit en hún er með fallegt andlit og undursamlega rödd.“ Netheimar loguðu yfir því að Lagerfeld hefði kallað söngkonuna feita og frétt þessa efnis var mikið lesin á mbl.is. Þar stóð reyndar í fyr- irsögn að Lagerfeld hefði sagt Adele vera „allt- of“ feita sem er ekki rétt. Þessi frétt er sjötta mest lesna frétt vikunnar á þessum vinsælasta vef landsins. Fólk um allan heim var brjálað yfir því að „þessi ljóti gamli kall“ (og þar fram eftir götunum) hefði vogað sér að kalla söngkonuna of feita. Staðreynd málsins er hinsvegar sú að hún er aðeins of feit en er eitthvað að því? Hún er bara engin mjóna eins og svo margar konur sem eru í sviðsljósinu í skemmtanaiðnaðinum. Hún er ekki tilbúin dúkka, stýrð af öðrum á bak við tjöldin heldur semur hún eigin tónlist og hefur vakið athygli fyrir sérstaka rödd sína og einstaklega grípandi lög. Lagerfeld sagði bara sannleikann. Hann sagði líka að hún væri „aðalmálið“ og með „fallegt andlit“ og „und- ursamlega“ rödd. Hann er greinilega mjög hrif- inn af henni en þau ummæli fóru ekki eins hátt. Orðið feit virðist vera það stórt skammaryrði í dag að það trompaði allt hitt. Keisarinn gerist ritstjóri Umdeild ummæli Karls Lagerfelds um Adele Ljóst er að þetta bragð Metro að fá Lagerfeld til að ritstýra einu blaði vakti mikla athygli á dagblaðinu. Vikuspegill Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Lagerfeld gerði margar skemmtilegar teikningar fyrir blaðið. Hér má sjá hann sjálfan, Elísabetu Bretadrottningu og Svínku í Chanel. Karl Lagerfeld er hönnuðurinn á bak við Chanel en hann er líka að fást við margt annað. Það allra nýjasta frá honum er fatalína sem ber einfaldlega nafnið KARL. Hún er sem stendur einvörð- ungu til sölu í hinni þekktu vefverslun NET-A-PORTER.COM. Þar er línunni lýst sem „sígildum miðbæjarfötum“. Þetta eru sem sagt ekki föt fyrir fínar frúr á hádegisfundum heldur töffaraföt fyrir barinn. Fatalínan er greinilega ekki aðeins fyrir þá sem eru hrifnir af fegurðarskyni Lagerfelds og því sem hann stendur fyrir í hönnun heldur einnig fyrir gallharða aðdáendur fatahönnuðarins. Mikið af fötunum sýnir nefnilega vel þekktar útlínur hans en hann er alltaf með sólgleraugu og tagl í hárinu. Grifflurnar eru ómissandi Fötin eru svört, hvít og silfruð. Þarna eru leðurjakkar og leð- urvesti, hálskragar og hælaskór að ógleymdum grifflunum en Lagerfeld sést aldrei án sinna (ekki frekar en Madonna núorð- ið). Fyrir þá sem vilja versla með stæl og sleppa plastpokunum er hægt að kaupa strigapoka með áprentuðu andliti keisarans sjálfs. Glæný fatalína

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.