SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Síða 24

SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Síða 24
24 12. febrúar 2012 Mjór er mikils vísir, segirSigrún Klara Hannesdóttir ísamtali við Sunnudags-moggann. „Ég trúði því varla að þetta yrði að veruleika, fyrr en setrið var stofnað á laugardaginn var,“ segir hún um stofnun Barnabókaseturs við Háskólann á Akureyri – þess fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Um er að ræða samstarfsverkefni Há- skólans á Akureyri, Amtsbókasafnsins og Minjasafnsins þar í bæ. Að auki eiga aðild að setrinu Rithöfundasamband Ís- lands, SÍUNG - Samtök barna og ung- lingabókahöfunda og IBBY, Félag fagfólks á skólasöfnum. Margvíslegar rannsóknir Barnabókasetrið er kennt við háskólann en hefur í raun ekki fastan samastað. „Amtsbókasafnið hefur boðið borð og stól fyrir þá sem vilja rannsaka og ráð- herra gaf eina og hálfa milljón til að koma starfseminni af stað,“ segir Sigrún Klara, en Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, var við- stödd stofnunina um síðustu helgi. „Minn draumur er að komið verði upp rannsóknaaðstöðu þar sem verði aðgengi að öllum íslenskum bókum og tímaritum sem gefin hafa verið út fyrir börn, og aðstaða fyrir rannsakendur, bæði þá sem gera kannanir í lestri og þá sem rann- saka bókmenntirnar sjálfar,“ segir Sig- rún Klara. Hún nefnir að víða fari fram rann- sóknir hérlendis, til dæmis á lestri, og hún telji vænlegast að allt slíkt verði undir hatti hins nýja seturs „þannig að menn rói allir í sömu átt, með það að markmiði að íslensk börn verði vel læs og ritmenningin okkar blómstri og dafni. Bókmenntirnar eru okkar eini menningararfur,“ segir hún. „Eigið fé“ Amtsbókasafnsins í Barna- bókasetrinu er einmitt fyrst og fremst bókakosturinn og aðgangur að honum, segir Hólmkell Hreinsson amts- bókavörður. „Hér á að vera til eintak af öllu sem gefið hefur verið út á Íslandi og við leggjum það til í rannsóknarverk- efni. Við höfum unnið mjög að því að hvetja til lestrar, bæði til fróðleiks og skemmtunar, og þess vegna er eðlilegt að við komum að þessu. Við viljum fræða börnin um undraheima bók- arinnar.“ Sigrún Klara fékk hugmyndina að barnabókastofnun strax eftir að hún kom heim úr námi árið 1971 og setti hana fram í grein tveimur árum síðar eftir dvöl í Svenska barnboksinstitutet. Á þessum tíma voru allar barnabækur vitaskuld til á Landsbókasafninu en ekki var hægt að fá þær lánaðar og aðgengi því takmarkað og erfiðara um vik en ella að kynna þær í skólum. „Mér fannst við þurfa nákvæmlega þannig stofnun; þar yrði hægt að sjá all- ar barnabækur sem komið hefðu út á ís- lensku, gamlar og nýjar, mögulegt yrði að leggjast í ýmsar rannsóknir, t.d. hvort einhverjir tískustraumar réðu vali á bókum til þýðinga eða hvort það væri algjörlega tilviljanakennt. Íslenskir barnabókahöfundar áttu undir högg að sækja og ég vildi að bækur þeirra yrðu kynntar kennurum og öðrum sem hefðu með lestur barna að gera, að þeir hefðu aðgang að öllum þessum upplýsingum.“ Dregið hefur úr lestri barna síðustu áratugi og Sigrúnu þótti – og hefur þótt æ síðan – að gera þyrfti barnabókum og lestri þeirra hærra undir höfði en gert var. „Þegar enginn sýndi þessu áhuga fór ég sjálf að safna bókum til að nota í kennslu.“ Við stofnun setursins um síðustu helgi færði Sigrún Klara því einmitt um 1000 barnabækur að gjöf, innlendar og út- lendar, sem hún hafði safnað í gegnum tíðina. Bæði keypti hún markvisst bækur til að nota við kennslu og eignaðist margar á meðan hún skrifaði gagnrýni um barnabækur fyrir Morgunblaðið, en það gerði hún um árabil. Stórt skref stigið Hugmynd hennar fékk aldrei hljóm- grunn, fyrr en Akureyringar létu til skarar skríða nú. „Aldrei reyndist sá grundvöllur fyrir hendi sem ég vildi sjá; ég reyndi að fá Háskóla Íslands til að koma á fót barnabókastofnun, Kenn- Að lesa og lesa list er góð Nærri fjörutíu ára gamall draumur Sigrúnar Klöru Hannesdóttur, fyrrverandi landsbóka- varðar, rættist þegar Barnabókasetrið á Akureyri var stofnað. Þar verður fengist við ýmiss konar rannsóknir á lestri og bókmenntum. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Frá stofnun Barnabókasetursins. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Sigrún Klara Hannesdóttir, fyrrverandi landsbókavörður, sem átti hugmyndina að setrinu. Ljósmynd/Nanna Lind

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.