SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Síða 30
30 12. febrúar 2012
U
mræðurnar um lífeyrissjóðina
sýna í smækkaðri mynd
vanda þjóðarinnar í uppgjör-
inu eftir hrun. Nú er hægt að
ná athygli fólks á það löngu úrelta kerfi,
sem við lýði er í yfirstjórn sjóðanna, þ.e.
að stjórnir þeirra langflestra eru skipaðar
af stjórnum félaga vinnuveitenda og laun-
þega í stað þess að sjóðfélagar kjósi þær
sjálfir í beinni kosningu. Til þess að koma
til móts við þann augljósa veikleika leggur
nefndin, sem skýrsluna samdi, til að einn
eða tveir stjórnarmenn verði kosnir beinni
kosningu. Af hverju ekki allir?
Aðrir segja: Ekki hefur þeim sjóðum
farnast betur, þar sem stjórnir eru kosnar
beinni kosningu. Eru það rök fyrir því að
halda gamla kerfinu? Auðvitað ekki. Í
þeim sjóðum geta þó sjóðfélagar staðið
augliti til auglitis við þá, sem kjörnir voru í
stjórn, og þeir krafðir skýringa.
Það er skiljanlegt að lífeyrissjóðirnir hafi
viljað láta vinna slíka skýrslu en veikleiki
hennar er sá, að hún er gerð að frumkvæði
og á vegum sjóðanna sjálfra. Skýrt dæmi
um það er vandi nefndarinnar að skýra
litla umfjöllun um svonefndar boðsferðir.
Það dugar lítt að vísa til þess að sjóðirnir
hafi sjálfir verið búnir að setja sér nýjar
reglur um slíkar ferðir áður en nefndin var
skipuð. Á árunum fyrir hrun var mikið
talað í fjölmiðlaheiminum um þær ferðir.
Ítrekuðum spurningum til sjóðanna um
þær var aldrei svarað með fullnægjandi
hætti.
En það er svo annað mál, að þeir sem
spurðu, þ.e. fjölmiðlarnir, kunna að hafa
búið í glerhúsi. Hver er munurinn á því að
lífeyrissjóður sendi starfsmann sinn til út-
landa á kostnað banka til þess að kynnast
nýrri starfsemi og kaupir hlutabréf í
bankanum í kjölfarið eða að fjölmiðill
sendi blaðamann jafnvel í sömu boðsferð,
sem fjallar um þá starfsemi í sínum fjöl-
miðli, sem getur haft áhrif á það að hinn
almenni borgari kaupi hlutabréf í bank-
anum? Það er stigsmunur en ekki eðl-
ismunur. Og slíkar „kynnisferðir“ skila
lítilli raunverulegri þekkingu, sem ekki er
hægt að afla með öðrum hætti.
Hvernig eiga þessir sjóðir að taka „fag-
legar“ ákvarðanir? Þeir geta samið við
banka eða annað fjármálafyrirtæki um
ráðgjöf. Er hægt að leita annað eftir svo-
nefndri faglegri ráðgjöf? Var það „fagleg“
ráðgjöf, þegar starfsmenn banka hringdu í
gamalt fólk, sem átti sparifé á sparisjóðs-
bók, og hvöttu það til að færa peningana
yfir í peningamarkaðssjóði á vegum bank-
ans, sem svo töpuðust í hruninu? Starfs-
maðurinn fékk þóknun fyrir ef það tókst.
Var það „fagleg“ ráðgjöf? Hver var staðan
ef starfsmaður lífeyrissjóðs með háskóla-
menntun í viðskiptafræðum „greindi“
ákveðin fyrirtæki og lagði svo til að sjóð-
urinn keypti hlutabréf í þeim? Kannski var
einhver forstjóranna skólabróðir viðkom-
andi starfsmanns úr viðskiptafræðideild
HÍ. Kannski frændi hans eða mágur.
Kannski flokksbróðir. Er það alveg öruggt
að slíkar ráðleggingar hafi verið „fagleg-
ar“? Vafalaust hafa þær verið það í sumum
tilvikum en hæpið að það hafi átt við allt-
af.
Í þessu návígi er fólgin grundvallarskýr-
ing á því að hrunið varð. Við erum sam-
félag, sem var lokað um aldir og fór fyrst
að opnast í heimsstyrjöldinni síðari. Í
þessu lokaða samfélagi hafa þróazt svo
flókin ættartengsl, fjölskyldutengsl, vina-
tengsl, kunningjatengsl, skólasystk-
inatengsl og hagsmunatengsl, að það
flækist fyrir okkur við hvert fótmál. Ná
lögin um landsdóm utan um þennan
vanda? Er hægt að krossfesta einn mann
fyrir þessa djúpstæðu meinsemd íslenzks
samfélags?
Í umræðum um lífeyrissjóðina hefur
verið vinsælt að tala um að þetta og hitt sé
ljóst, þegar horft er í baksýnisspegilinn.
Dugar það sem syndaaflausn? Af hverju
rýmkaði Alþingi stöðugt heimildir lífeyr-
issjóðanna til að kaupa hlutabréf? Það hef-
ur enginn þingmaðurinn upplýst en lík-
legt má telja, að forráðamenn
lífeyrissjóðanna hafi óskað eftir því, og
ekki er ósennilegt að þeir, sem höfðu
hagsmuni af því að lífeyrissjóðirnir keyptu
meira af hlutabréfum, hafi lagt þar hönd á
plóginn. Andmælti einhver þingmaður?
Hvað heitir þetta? Í útlöndum er þetta
kallað „lobbíismi“ sem á íslenzku heitir
hagsmunagæzla. Í útlöndum eru fyrirtæki,
sem sérhæfa sig á þessu sviði og velta
milljörðum. Þetta er áhrifamesta atvinnu-
greinin í Washington D.C. Hvernig væri að
alþingismenn gengju á undan með góðu
fordæmi og viðurkenndu þetta?
En svo áfram sé horft í baksýnisspeg-
ilinn hljóta margir lífeyrissjóðamenn að
hafa hrokkið við veturinn 2006, þegar
„litla“ bankakreppan skall á. En það skal
viðurkennt að það var auðvelt að trúa því
um vorið og sumarið, þegar fréttir bárust
um vel heppnuð viðbrögð bankanna við
þeim vanda að þeim hefði tekizt að leysa
hann. Öðru mál gegndi, þegar fréttir bár-
ust á miðju sumri 2007 um húsnæðis-
lánavafningana í Bandaríkjunum. Á ör-
skömmum tíma þornuðu fjármála-
markaðir upp. Þar var enga peninga að
hafa.
Þá höfðu margir áhyggjur af því, að
sumir íslenzku bankanna mundu ekki
ráða við endurfjármögnun lána sinna á
síðari hluta árs 2008. Þó stóðu vonir til
þess að söfnun innlána í erlendum útibú-
um mundi draga úr þeim vanda. Þegar
„run“ kom á banka í Bretlandi haustið
2007 fór hins vegar um menn í fjár-
málaheiminum. Hvað gerðist þá á skrif-
stofum lífeyrissjóðanna á Íslandi?
Umræðurnar um lífeyrissjóðina eru þörf
áminning um, að uppgjörinu í framhald-
inu af hruninu er ekki lokið. Kannski er
það rétt að byrja. Skýrsla um sparisjóðina
og fall þeirra á eftir að vekja miklar um-
ræður og þá ekki síður þær lagabreyt-
ingar, sem urðu til þess að stofnfjáreig-
endur, sem í mörgum tilvikum höfðu
verið sérvaldir, högnuðust mjög. Margt
var líkt með því og ákvörðun um frjálst
framsal kvótans.
Umræðurnar um lífeyrissjóðina
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Tveir menn brutust inn í Norskaríkislistasafnið í miðborg Óslóarí bítið á þessum degi fyrir átjánárum og stálu einu merkasta
málverki sögunnar, Ópinu eftir Edvard
Munch. Þjófarnir reistu stiga til vinstri við
aðalinngang safnsins, brutu glugga,
skriðu inn og voru horfnir á brott með
myndina innan fimmtíu sekúndna. Þjófn-
aðurinn var festur á filmu af eftirlits-
myndavél utan á safninu en þjófarnir
þekktust ekki. Viðvörunarbjöllur fóru í
gang og næturvörður í húsinu gerði lög-
reglu þegar í stað viðvart en þjófarnir voru
á bak og burt þegar hún mætti á staðinn
örfáum mínútum síðar. Þeir skildu eftir
stigann og vírtöng sem hafði verið notuð
til að losa myndina af veggnum.
Munch málaði Ópið árið 1893, raunar
málaði hann nokkrar útgáfur af verkinu
en það var að flestra mati besta útgáfan
sem stolið var frá ríkislistasafninu.
Í tilefni vetrarólympíuleikanna sem
hófust í Lillehammer síðar sama dag hélt
ríkislistasafnið í fyrsta sinn heildarsýn-
ingu á verkum Munchs og var Ópið fært
niður á fyrstu hæð safnsins en það hafði
áður verið til sýnis á annarri hæðinni.
Menn gerðu sér grein fyrir því að áhætta
væri í því fólgin að færa verkið en hún var
tekin með það fyrir augum að gera sýn-
inguna sem aðgengilegasta fyrir almenn-
ing. Öryggisvörðum var fjölgað og
myndavélar settar upp á framhlið hússins,
á hinn bóginn var ekki myndavél í sýn-
ingarsalnum sjálfum.
Húsbændum í safninu – og norsku
þjóðinni allri – var að vonum brugðið og
hafði forstöðumaðurinn, Knut Berg, á orði
að útilokað væri að meta málverkið til
fjár. „En þetta er verðmætasta verk Nor-
egs og frægasta verk Munchs. Það er von-
laust að koma því í verð.“ Ríkislistasafnið
var harðlega gagnrýnt úr ýmsum áttum
fyrir slælega öryggisgæslu.
Fljótlega lýsti norskur öfgahópur, sem
var andvígur fóstureyðingum, þjófn-
aðinum á hendur sér en lögregla tók hóp-
inn ekki trúanlegan. Í mars 1994 barst
safninu bréf þar sem krafist var andvirðis
122 milljóna íslenskra króna lausnargjalds
á núvirði. Stjórn safnsins neitaði að borga
enda voru áhöld um hvort hinir raun-
verulegu þjófar væru á ferð.
Í maí 1994 bar leynileg aðgerð lögreglu
árangur og Ópið fannst ólaskað í litlu
sjávarplássi í nágrenni Óslóar, þar sem
Munch málaði mörg af sínum helstu verk-
um. Í janúar 1996 voru fjórir menn fundn-
ir sekir um aðild að málinu og hlutu
dóma. Annar þjófanna, sem stálu verkinu,
Pål Enger, sem afplánað hefur sinn dóm,
starfar nú sem listaverkasali og hefur
meðal annars verslað með verk eftir Edv-
ard Munch – löglega fengin.
orri@mbl.is
Ópinu
stolið
Ópið eftir Edvard Munch er eitt af þekktustu málverkum í heimi.
Reuters
’
Viðvörunarbjöllur
fóru í gang og næt-
urvörður í húsinu
gerði lögreglu þegar í stað
viðvart en þjófarnir voru á
bak og burt þegar hún
mætti á staðinn örfáum
mínútum síðar.
Á þessum degi
12. febrúar 1994