SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Síða 33

SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Síða 33
12. febrúar 2012 33 um endum og í miðjunni, svo að hann má ekki mein gera síðan, þótt hann hafi nokkrum sinnum látið sjá sig undan illum veðrum. Menn, sem eru á lífi, hafa sagt mér, að eitthvert skrímsl hafi sést í vatns- ósnum um 1870 … Ormurinn er svo langur, að hann nær eftir endilöngu vatninu, en vegna þess að hann er fastur á haus og hala og um miðjuna, þá getur hann varla sýnt sig öðruvísi en að skjóta kryppu upp úr vatn- inu. Og það mun hann hafa gert við og við fram á þessa öld. En engar sögur fara af því hvenær hann muni losna.“ Þessi skýringarsögn er til í ýmsum út- gáfum og var meðal annars um 1680 heim- færð upp á Lagarfljótið. Einnig þar er nú búið að koma ólum á fantinn sem lét öllu verr en áðurnefndur bróðir hans syðra, var farinn að „granda mönnum og skepnum sem yfir fljótið fóru“ og stundum „teygðist hann upp á fljótsbakkana og gaus eitri óg- urlega“ en ekki er ljóst hvort Guðmundur Arason (1160-1237) biskup, tveir galdra- menn af Finnmörku í Noregi eða ónefnt kraftaskáld sáu þar um að lesa honum pist- ilinn. Einnig eru sagnir um vatnaorm í Kleif- arvatni á Reykjanesskaga (svartur að lit og 30-40 m langur), í Hvítá í Borgarfirði (risa- vaxinn), í Hvítá í Árnessýslu (skræpóttur og ógnarstór), í Hvalvatni á Botnsheiði (rönd- óttur, með höfuð líkt og á ketti), í Skaftá í Vestur-Skaftafellssýslu (marglitur og stór), í Skjálfandafljóti, Hvammsfirði og víðar. Og eflaust mætti líka telja hér með orminn í Papey sem fór þaðan inn í Hamarsfjörð. Og þann í Surtshelli. Hjátrúargrillur? Sveinn Pálsson (1762-1840), læknir og nátt- úrufræðingur, sá einhverjar ókindur í Þverá í Rangárvallasýslu sumarið 1797, þrjár eða fjórar saman. Í Ferðabók sinni – en það var eins konar dagbók um athuganir hans um náttúru, land og þjóð, var skrifuð á dönsku og ekki þýdd og prentuð á íslensku fyrr en 1945 – , kveðst hann hafa heyrt þúsundir sagna um kynjadýr í ám og vötnum, en ekki gefið þeim neinn gaum fyrr en hann sá þetta sjálfur. Og að lokum spyr hann: „Eiga menn að skella skollaeyrum við öllu slíku sem heilaspuna og hjátrúargrillum?“ Um miðja 20. öldina hóf fransk- belgískur maður, Bernard Heuvelmans (1916-2001), doktor í náttúrufræði, að rannsaka gamlar frásagnir um „sjóorminn ógurlega“, öðru nafni „sæslönguna miklu“, fletti í gegnum heimildir kynslóðanna og stóð í bréfaskriftum við þálifandi fólk, sem hafði frá einhverju um málið að segja, út frá persónulegri reynslu. Þegar upp var staðið, var hann búinn að finna 587 atburði eða dæmi, þar sem aðalsöguhetjan var eitthvert kynjadýr, sem viðkomendur ekki þekktu úr dýrafánu heimsins. Öllu því, sem hann taldi eiga sér eðlilegar orsakir eða skýringar (að menn hafi einfaldlega séð risasmokk- fisk, eða þá einhverjar sjaldgæfar en þekkt- ar hvala- eða fisktegundir, en þannig var í 121 tilviki), kastaði hann burt, en annað flokkaði hann eftir ákveðnum reglum. Af- rakstur leitar sinnar gaf hann svo út á bók árið 1965. Og niðurstöðurnar voru í stuttu máli þær, að allt frá árinu 1639 til 1966 hefðu sést a.m.k. níu risastórar sjáv- ardýrategundir – þá, sem nú, gjörsamlega óþekktar vísindunum. Þrjár tegundanna vill hann meina að eigi, eða hafi átt allt fram á síðustu öld, heim- kynni í Norður-Atlantshafi. Eina þeirra kallar hann risaotur og telur vera dýrið á bak við hinn norska sjóorm, er löngum hef- ur sést við Noregsstrendur, og er í rituðum heimildum þó aðallega nefndur á 18. og 19. öld. Á umræddu rannsóknartímabili áttu 13 lýsingar örugglega við hann og aðrar 15 frá- sagnir að öllum líkindum. Annarri tegund- inni er gefið heitið marghnýfill og er álitið að þar sé um að ræða hval; 39 frásagnir áttu við hann, og 26 aðrar sennilega. Og sú þriðja er marhestur; í 37 tilvikum átti lýs- ingin örugglega við hann, og í 34 líklega. Bernard Heuvelmans, sem var í þessu sambandi talsmaður heilbrigðrar efa- hyggju, sem er bæði andstæð bernskri trú- girni og svo þeim sem vísa öllum und- arlegum fregnum frá sér sem hjátrú, er einn af forvígismönnum þeirrar und- irgreinar dýrafræðinnar sem á íslensku hefur verið nefnd duldýrafræði, á ensku cryptozoology. Með orðum Wikipeda fæst hún við „dýr sem ekki er sannað að séu til eða dýr sem stöku sinnum berast fregnir af en teljast þó útdauð“. Nýjar dýrategundir Hér er líka vert að nefna að um aldamótin 1900 þóttust náttúrufræðingar vissir um, að engin ný stór dýr ættu eftir að uppgötv- ast á þessari plánetu, þau væru nú öll fundin og skráð. En litlu síðar bar ókapann í Saír í Mið-Afríku (áður Kongó) fyrir augu vestrænna manna í fyrsta sinn; hann er klaufdýr og skyldur gíraffanum. Þetta var árið 1901. Eftir það kom fjallagórillan í Rú- anda árið 1902, svo villisvínstegund nokk- ur í Kenía, 1904, síðan komodódrekinn í Indónesíu, 1912. Eftir það nautgripategund ein í Kambódíu, 1937, bláfiskurinn við Suður-Afríku, 1938, oft kallaður „stein- gervingurinn lifandi“, og árið 1975 önnur villisvínstegund og nú í Paragvæ í Suður- Ameríku. Innfæddir íbúar þessara landa höfðu vitað um skepnurnar í margar aldir og sagt aðkomnum vísindamönnum frá, en að þeim var hlegið eða öllu vísað á bug sem rugli og þvættingi. Og árið 1976 upp- götvaðist ný tegund djúpsjávarhákarls, sem talinn er geta orðið 5,5 m langur. Síð- an þá hafa einungis 54 sést eða náðst. Listinn er töluvert lengri. Og sumar þeirra tæplega 90 hvalateg- unda, sem fræðimenn hafa lýst, sem kallað er, eru ekki þekktar nema af örfáum strandreknum eintökum, og í einhverjum tilvikum er ekki nema á lýsingum sjón- arvotta einna að byggja; þær hafa m.ö.o. aldrei komið á land. Einkum á þetta við um Mesoplodon-ættkvíslina, eða snjáldrana. Flestir þeirra uppgötvuðust t.d. ekki fyrr en á 20. öld. Er talið næsta víst að fleiri gerðir þeirra leynist í regindjúpum heims- hafanna, stærstan partinn ókönnuðum, og muni dúkka upp á næstu árum. Og annað dæmi um það hversu skammt hvalafræðin eru á veg komin, er að árið 1995 náðist á Kyrrahafi ljósmynd af einhverjum hval, sem menn hafa ekki nokkurn grun um hver er, annað en að honum svipar til and- arnefju. Við þetta má bæta, að á árunum 1991- 2004 fundust yfir 50 nýjar tegundir botn- dýra í kringum Ísland. Og eitthvað hefur bæst við síðan þá. Og 17. desember 2008 mátti lesa þetta á Bbl.is, haft eftir Ruv.is: „Vísindamenn hafa fundið um 1000 óþekktar tegundir dýra og plantna í lítt rannsökuðum frumskógum við Mekong- fljótið í Víetnam og fimm nágrannaríkjum. Þetta er einhver mesti tegundafjöldi nýrra tegunda sem greindur hefur verið á seinni tímum. Samkvæmt nýrri skýrslu samtakanna World Wildlife Fund hafa vísindamenn nú fundið 1068 nýjar tegundir í rannsókn- arverkefni sem enn stendur. Þessar teg- undir eru: 519 nýjar plöntutegundir, 278 nýjar tegundir fiska, 88 tegundir froska, 88 nýjar tegundir köngulóa, 46 nýjar eðluteg- undir, 22 tegundir snáka, 15 nýjar tegundir spendýra, fjórar nýjar fuglategundir, fjórar nýjar skjaldbökutegundir og tvær sala- möndru- og körtutegundir. Meðal þessara nýju tegunda sem fundist hafa er tegund klettarottu með íkornaskott sem haldið var að hefði dáið út fyrir ellefu milljónum ára, stór skær grænn högg- ormur, risakönguló þar sem bilið milli lappanna er yfir eitt fet og drekafjölfætla sem beitir blásýru sér til varnar. Í sumum tilfellum hafa menn uppgötvað tegundir sem eru ekki í samræmi við aðrar þekktar tegundir.“ Af þessu má ljóst vera, að Homo sapiens telur sig oft vita meira en hann í raun gerir, og því lítil ástæða fyrir hann að belgja sig, eins og því miður er samt allt of algengt. Þegar upp er staðið á hann nefnilega eft- ir að læra svo ótal margt. lega er á ferðinni. Sumir álíta að þetta kunni að vera fornaldareðlur sem vís- indamenn hafa þó talið vera útdauðar, aðrir leita svara í dultrúnni og svo eru þeir til sem eru með enn aðrar hugmyndir. Fleiri vatnaormar Jósafat Jónasson (1875-1966), sem fékkst við ritstörf undir dulnefninu Steinn Dofri, festi á blað um aldamótin 1900 upphaf ormsins í Skorradalsvatni í Borgarfirði, ef til vill eftir gömlum munnmælum. Frá- sögn hans er á þessa leið: „Um miðja 15. öld bjó auðugur bóndi í Hvammi í Skorradal. Hann var kvæntur og átti eina dóttur, sem Ingibjörg hét. Þess er getið, að Ingibjörg átti gullhring er faðir hennar hafði gefið henni. Hún geymdi hringinn mjög vandlega í tréeski einu, og var hann hin mesta gersemi. Hún hafði heyrt þess getið, að gull mundi vaxa mjög, ef ormur væri lagður á það, og eftir eitt ár væri gullið orðið að miklum fjársjóði, þótt það væri aðeins eitt lítið fingurgull, þá er ormurinn var á það lagður. Vildi hún nú reyna hvort sannleikur fylgdi þessum sög- um. Tekur hún því brekkusnigil og lætur hann í eskið hjá gullinu og hyggur nú að láta það vaxa. Að nokkrum dögum liðnum fer hún svo til fatakistu sinnar og sér þá, að lokið er sprungið af eskinu, og er orm- urinn þá svo ógurlegur að sjá, að hún þorir víst eigi að taka upp eskið og skellir kist- unni þegar í lás. Lætur síðan taka kistuna og fær húskarl föður síns til að róa með hana út á Skorradalsvatn, og sökkvir hann kistunni þar niður, er hann hyggur að dýpst muni vera vatnið. Hafði nú bónda- dóttir eigi not gullsins síðan, og er hún úr sögunni. Eftir þennan atburð þóttust Skorrdælir verða varir við einhverja ófreskju í vatninu og þorðu nú ekki að fara til silungsveiða út á vatnið, svo sem venja hafði verið; menn þóttust jafnvel sjá skrímslið af landi og sögðu að oftast kæmu upp einstakir hlutar þess, svo sem haus- inn, halinn eða miðjan. Stundum þóttust menn sjá svarta rák eða háan hrygg eftir endilöngu vatninu, og var það ormurinn. Var þessi sýn oft séð um miðja daga, og þótti jafnan sem illt veður eða einhver ill tíðindi mundu á eftir koma. Sagt er að skrímsl þetta hafi sést fyrir pláguna 1495 og svo fyrir stórubólu 1707. Aldrei kvað þó jafn mikið að þessu eins og á dögum Hall- gríms Péturssonar [1614-1674], því eftir sögn var skrímslið þá um nokkurn tíma svo hamrammt, að mönnum þótti við bú- ið, að það mundi granda byggðunum þar í grennd. Skorrdælir fóru því á fund Hall- gríms prests í Saurbæ, og báðu að hann af- stýrði þessum ófögnuði með bænagjörð, eða hann kvæði eitthvað kraftgott yfir orminum, svo að hann léti sér segjast að liggja kyrr. Hallgrímur prestur gerði sem þeir beiddu og kvað orminn niður á báð-

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.