SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Page 34

SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Page 34
34 12. febrúar 2012 Pálína er úr Gnúpverjahreppi enGuðrún Agla úr Reykjavík.Báðar eru tvítugar, kynntust íKvennaskólanum, útskrifuðust þaðan sem stúdentar síðastliðið vor og lögðu upp í mikla ferð nú í ársbyrjun. Þær komu til Parísar um síðustu helgi eftir rúman mánuð í Tógó, voru í frönsku höfuðborginni þegar Sunnudagsmogginn sló á þráðinn, ætluðu áleiðis til Taílands nú um helgina og koma ekki aftur heim til Íslands fyrr en í vor. Ætla fyrst að skoða sig um í Asíu og síðan í Bandaríkj- unum. Spes-barnaþorpin Ástæða þess að þær dvöldu í Tógó er í raun sú að afabróðir Pálínu, Njörður P. Njarðvík, er einn stofnenda Spes á Ís- landi, sem reka barnaþorp í landinu og Njörður fer sjálfur utan og dvelur þar í nokkrar vikur á hverju ári. „Ég spurði Njörð einhvern tíma að því hvort ég mætti fara og kynnast starfinu hjá Spes þegar ég væri búin með skólann og honum leist strax mjög vel á það. Það var svo heldur ekkert mál þegar vinkona mín vildi fá að koma líka. Við fórum út með Nirði og hann var með okkur fyrstu tvær vikurnar,“ segir Pálína. Pálína og Guðrún Agla voru fyrsta hálfa mánuðinn í Lomé, þá 10 daga í Kpalime og þá aðra 10 daga í Lomé. Til að búa sig undir ferðina til Tógó fór Pálína sem au-pair til Parísar í haust; ekki síst til að þjálfa sig í frönskunni, en það fagra tungumál er einmitt hið op- inbera í þessari gömlu, frönsku nýlendu. Afríka er jafnan töluvert í fréttum, oft vegna hungursneyða eða annarra hörm- unga, og Guðrún Agla segir skrýtið að koma í fyrsta skipti á stað sem hún hafði heyrt mikið um en þó ekki skynjað al- mennilega hvernig væri. Mikil upplifun „Njörður sagði okkur í flugvélinni að enginn kæmi óbreyttur frá Afríku,“ segir Pálína og þær staðfesta í kór að það séu engar ýkjur. „Við biðum spenntar eftir breytingunni, en hún varð öðruvísi en maður hélt kannski. Eftir um það bil tvær vikur áttuðum við okkur á því að við vorum farnar að elska börnin næstum því eins og þau væru okkar eigin,“ segir Guðrún Agla. Það var mikil upplifun að koma til landsins, eins og nærri má geta. „Okkur fannst þetta allt mjög skrýtið fyrst en það var ótrúlega fljótt að venjast; geitur og hænur á vappi hvar sem var, fimm manns á sama mótorhjólinu og konur með mikil þyngsli á höfðinu. Flestar báru meira á höfðinu en við gætum haldið á tvær saman!“ Pálína nefnir að þegar þær Guðrún Agla voru sendar að kaupa 12 eins og hálfs lítra flöskur af vatni ætlaði konan sem seldi þeim varninginn að skella kass- anum á höfuðið á Pálínu. „Ég sagðist ekki vilja það og þá hló hún að mér; þótti fá- ránlegt að ég ætlaði að dröslast með kass- ann í höndunum!“ Þær segja sláandi að upplifa hve mikill munur sé á tækifærum fólks til að koma sér áfram í lífinu. Eftir dvöl í Tógó sé ljóst hve mikil forréttindi það séu að fæðast í landi eins og okkar. „Að fá að hafa val- kost í lífinu, að fá að læra það sem maður vill, og það að kynnast eigin fjölskyldu. Þetta eru ekki sjálfsagðir hlutir. Heima á Íslandi getur fólk gert hvað sem það vill; auðvitað er það undir hverjum og einum komið en allir hafa tækifæri til að fara í háskóla eða gera hvað annað sem þá langar til að gera. Í Tógó hefur fólk ekkert val.“ Svo einfalt er það. Þær urðu varar við mikla fátækt. „Sums staðar sá maður „hús“ úr fjórum spýtum þar sem voru engir veggir og fólk svaf á moldargólfi. Og þegar við keyrðum í gegnum sveitirnar frá Kpalime reyndi fólk að selja okkar dauðar skógarrottur. Þetta fólk hefur engin tækifæri en reyndi að selja það sem það hafði.“ Þær skynjuðu líka meðan á dvölinni í Tógó stóð hve fólk er nægjusamt. „Við getum lært að endurmeta lífið á svona stað. Krakkarnir eiga varla neitt en eru samt lífsglaðir og yndislegir, syngja mik- ið og eru ánægðir. Við gleymum okkur oft í hlutum sem skipta ekki máli eins og í hvaða fötum maður á að vera!“ Sama má segja um matinn. „Ef maður er svangur þá borðar maður það sem er í boði þótt það sé ekki girnilegt. Maturinn í Tógó er yfirleitt mjög góður en ef stór biti af rótum er það eina sem er í boði þá borðar maður hann. Það er hollt fyrir Ís- lendinga að upplifa svona.“ Í Tógó er mikið um kolvetna- ríkan mat; hrísgrjón, núðlur, maís og brauð, svo fáein dæmi séu nefnd. Hvíti maðurinn er afar sjaldséður á götum borgarinnar Lomé við sjóinn en þær hittu nokkra slíka bakpokaferða- langa í Kpalime, sem er töluvert inni í landi. „Hvítar stelpur eru eins og lottó- miðar; karlar voru rosalega áhugasamir um okkur á götum úti og margir spurðu strax hvort við vildum giftast þeim! Það gæti verið þeirra leið til að komast í burtu.“ Heimamenn bera samt sem áður mikla virðingu fyrir hvítu fólki og vilja allt fyrir það gera. Einn daginn ákváðu þær vinkonur að koma við á stað þar sem hægt var að fara á netið. „Það var reyndar versta net sög- unnar, en það er aukaatriði. Á leiðinni þangað eignuðumst við nýjan vin, Ali, sem var virkilega fínn 18 ára strákur. Við sögðumst ætla á netið en hann benti okk- ur á að allt væri lokað á sunnudögum. Svo rakst hann á karlinn sem vinnur þarna og sagði hvað okkur langaði til að gera og sá hinn sami hjólaði í flýti heim til sín að ná í lykil.“ Hálftíma seinna kom hann kófsveittur til baka, opnaði og ræsti tölvubúnaðinn, sem tók dágóða stund, sérstaklega fyrir íslensku stúlkurnar. Rólegir í tíðinni Pálína og Guðrún Agla segja að þótt Tó- góbúar eigi klukkur og miði tímann við þær fari þeir ekki endilega eftir þeim! „Okkur var sagt að ganga með börnunum í skólann klukkan sjö á morgnana. Við mættum eins og stundvísir Íslendingar þegar klukkuna vantaði fimm mínútur í en þá voru krakkarnir löngu farnir, höfðu farið korter fyrir! Morguninn eftir ætluðum við ekki að gera sömu mistökin og mættum korter fyrir sjö. Þá þurftum við að bíða í tuttugu mínútur því þennan daginn fóru þau fimm mínútur yfir.“ Þeim var sagt að ná í krakkana klukkan hálfellefu. „Þegar við komum í skólann settumst við á tré og biðum í fjörutíu mínútur. Krakkarnir eru nefnilega ekki búnir í skólanum fyrr en hálftólf!“ Þær segjast aldar upp við að láta tíma ekki fara til spillis. „Við klárum þau verk sem þarf að gera fljótt og vel og gerum svo næstu verk eða fáum okkur frí. Hér er fólk aldrei í kappi við tímann. Þvotta- konunni finnst ekkert að því að hengja þvottinn upp fjórum sinnum. Henni finnst líka mjög eðlilegt að nota nýþveg- Enginn snýr óbreyttur frá Afríku Vinkonurnar Pálína Axelsdóttir Njarðvík og Guðrún Agla Egilsdóttir ákváðu að skoða heim- inn eftir stúdentspróf. Síðustu vikur voru þær í Afríkuríkinu Tógó til þess að kynna sér starfsemi barnaþorpa Spes og segja dvölina mikla reynslu. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Pálína Axelsdóttir Norðfjörð og inn- fædd stelpa í Tógó. Guðrún Agla Egilsdóttir ásamt einum strákanna í barnaþorpi Spes í Tógó.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.