SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Blaðsíða 40

SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Blaðsíða 40
40 12. febrúar 2012 Lífsstíll Ég á bolla heima sem ég heldmikið upp á. Hann er merkturbestu systur í heimi. Skreyt-ingin á bollanum sýnir syst- urina hampandi verðlaunagrip. Litli bróðir var bara smástýri þegar hann gaf mér þennan bolla. Ég tek því sem svo að honum finnist ég sæmileg systir miðað við þetta. Bollann nota ég sérstaklega mikið um helgar. Þá er eins og bætist sjálfkrafa í hann te. Svo brosi ég stundum með sjálfri mér og hugsa hvað þetta hafi nú verið fallegt af brósa litla. Hann keypti líka einu sinni kjól á mig í útlöndum. Þá var hann svona 10 ára rúmlega. Átti krumpaðan fimm dollara seðil í vasanum og ætlaði að kaupa eitthvað handa mér, sem ekki var með í þessari tilteknu utan- landsferð. Þá voru hlutirnir ekki ódýrir í Ammmeríku heldur kostuðu hreint ekki neitt. Kannski lánaði einhver honum smá en kjólinn keypti hann alla vega. Hann smellpassaði og ég notaði hann nokkrum sinnum sem sparikjól. Af þessum ágæta bróður mínum er líka mynd heima. Hún hangir enn í forstof- unni. Við köllum hann Gandhi á góðum degi. Enda hangir hann þarna á veggnum og fylgist með því sem fram fer. Einu sinni ætlaði ég að skipta myndinni út fyr- ir annað. Þá fékk bróðir minn frekjukast og hélt nú ekki. Svo hann fékk að hanga áfram og hangir enn. Í dönsku kaupæði en þó á sænskri ferju keypti ég fyrstu gjöfina handa bróður mínum áður en hann fæddist. Það var lít- ill bangsi sem hægt var að klemma t.d. á vögguna. Gott ef ég prjónaði ekki á hann húfu líka. Minnir það endilega. Daginn sem hann fæddist fékk ég líka frí á kóræfingu. Það er ógleymanlegt og mér fannst ég mjög heppin. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Það tel ég alveg satt. Bróðir minn er meira að segja búinn að redda mér núna. Þar sem ég sit andlaus í vinnunni og hefur tekist að skrifa heila grein. Bara um hann. Elsku systir, þín grein bíður síns tíma. Ljósmyndir/norden.org ’ Af þessum ágæta bróður mínum er líka mynd heima. Hún hangir enn í forstof- unni. Við köllum hann Gandhi á góðum degi. Bróðir Gandhi á vegg Lífið og tilveran María Ólafsdóttir maria@mbl.is Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Bróðir minn á sérstakt heiðurssæti á heim- ilinu. Mynd af honum hangir í forstofunni eins og þjóðhöfðingja. Þetta er mín síða svo ég geri það sem ég vil. Ef mig langar að skrifa ást- arljóð til Johnnys Depps geri ég það. Það myndi hljóma nokkurn veginn svona: Ó Johnny þú ert fagur og klár, góðar tennur og frábært hár, horft hef ég á þig í fjöldamörg ár, yfir þér hlegið og fellt nokkur tár. Líklegast myndi ástarljóð þetta aldrei berast leikaranum góða. Svo að í staðinn tileinka ég honum þennan ramma hér í staðinn. Í bíóheiminum stóra hefur Johnny Depp aldrei brugðist mér. Á hann er gott að horfa og hann kann líka að leika. Þetta tvennt fer ekki alltaf saman. Aðdáun mín byrjaði með Don Juan DeMarco. Unglingsstúlkum hefði auðvit- að átt að banna að horfa á þessa mynd. Svo mikið kiknaði maður í hnjánum. Ekki má heldur gleyma What’s eating Gilbert Grape og alls ekki Benny & Joon. Hún sýndi manni að ástin var til alls staðar. Líka hjá „furðufuglum“ og mikið var það nú gott að vita. Svo liðu árin og Johnny hélt áfram að sanna sig. Þeg- ar honum tókst að leika hálfgerðan geðsjúkling í Secret Window en samt vera sjarmerandi eignaðist hann hjarta mitt allt. Í byrjun kvikmyndarinnar Rum Diary, sem ég horfði á fyrir skemmstu, brá mér nokkuð. Þetta er í eina skiptið sem ég hef ekki séð glitta í blikið góða í augunum á Johnny. Kar- akterinn hans var með blóðsprungið auga. Mér leist ekkert á þetta. En fljótt var „skipt um peru“ og þá var Johnny aftur kominn í lag. Lék vel og var heillandi. Ég ætla að gá hvort ég er ekki örugglega búin að sjá allar myndir með honum. Þá get ég með sanni sagt að hann leiki alltaf vel og sé sætur um leið. Sama hvort hann er sjóræningi eða vel greiddur töffari. Reuters Johnny er bæði fagur og klár Kryddaður kaffiskrúbbur Fjarlægir dauðar húðfrumur, gefur raka og yndislega kryddaða lykt. 4 msk. sykur 1 tsk. kakóduft (bökunarkakó) 2 tsk. malað kaffi kanil- og engiferduft, að smekk 2 msk. möndluolía glerskál Blandið öllu nema olíunni vel saman í skál. Hellið olíunni svo hægt og rólega saman við þangað til þið fáið þykka og mjúka áferð á skrúbbinn. Nuddið rólega á hend- ur með hringlaga hreyfingum. Skolið svo með volgu vatni og þurrkið vel á eftir. Úr bókinni Náttúruleg fegurð, Arndís Sigurðardóttir, Bóka- félagið. Það er fínt að nota helgina til að prófa að gera sinn eigin skrúbb. Æfingin skapar meist- arann í þessu sem og öðru. Svo getur þú smám saman bætt við það sem þú býrð til og búið til þína eigin snyrtistofu heima fyrir. Það er ekki slæmt að fara í langt og gott bað og láta þreytuna líða úr sér með góðan maska í hárinu og andlitinu. Skrúbba sig síðan og bera á sig heimagert krem. Upp- skriftir má finna í bók Arndísar. Kaffiskrúbbur

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.