SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Blaðsíða 43

SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Blaðsíða 43
12. febrúar 2012 43 Víst er það frábært hvað konum hefur fjölgað meðal Booker-verðlaunahafa eftir að Orange-verðlaunin voru fyrst veitt, en það væri enn frábærara ef það væri ekki aðalfréttin að kona hafi fengið verðlaunin,“ segir Sandi og bendir á að skammt sé síðan birtur var listi í Bret- landi yfir efnilegustu leikara og þar var engin kona og ekki heldur þegar nefnd- ir voru íþróttamenn ársins – nokkuð sem við þekkjum vel til hér á landi. Karlar lesa ekki bækur kvenna Tilgangur bókmenntaverðlauna er fyrst og fremst að vekja athygli á bókum; á þeim bókum sem tilnefndar eru og svo þeim bókum sem hljóta verðlaunin. Sandi Toksvig segir og að það sé til- gangur verðlauna eins og Orange- verðlaunanna, „en þau verða líka von- andi til þess að karl taki upp bók með verðlaunamiða á og hugsi með sér að fyrst hún hafi hlotið verðlaun þá sé óhætt að lesa hana“, segir hún og vísar þá til þess að konur lesi bækur jafnt eftir karla og konur en karlar nánast eingöngu bækur eftir karla. „Í háskól- um kenna menn líka bókmenntir á karllægan hátt, kenna Arthur Conan Doyle, en ekki Agöthu Christe – af hverju ætli það sé? Þegar ég stundaði nám við Cambrigde og lærði listasögu var þar fjallað um impressjónistana, um Van Gogh og Renoir, en aldei Berthe Morisot eða aðrar konur sem voru áhrifamiklar í hreyfingu impressjónism- ans. Það er ekki gott þegar helmingnum af merkustu listamönnunum eða helm- ingnum af helstu rithöfundum er sleppt.“ Eins og getið er taka karlar helst ekki upp bækur eftir konur. Stærstan þátt í því eiga líklega ómeðvitaðir fordómar sem verða til í námi, en líka má nefna kynjaskekkjuna sem er í bókmennta- umfjöllun. Svo kviknar líka sú spurning hvort konur skrifi öðruvísi bækur en karlar – hvort þær skrifi bækur sem karlar kunni ekki að meta. „Kynferði er vonandi sjaldnast það eina sem rithöfundur hefur fram að færa, en það er rétt að karlar og konur hafa ólík sjónarhorn, eins og ég sé til að mynda á því að sonur minn sér heim- inn öðrum augum en dætur mínar. Mér finnst það frábært og mér finnst að við ættum að fagna því að kynin sjái heim- inn ólíkum augum. Ég er því sammála því að konur skrifi öðruvísi bækur en karlar en ég er ekki sammála þeirri skoðun að konur skrifi um heimilið en karlar um heiminn, það eru fordómar sem taka ekki mið af því hvernig bækur konur skrifa. Það má líka geta þess að konur eru ekki eins duglegar við að kynna verk sín og karlar. Ég hef ótal sinnum séð karlmenn fjalla um bækur sínar sem meistaraverk þó þær séu ekki nema miðlungsgóðar, en kona í sömu stöðu er mun varfærnari í mati sínu og gagn- rýnni á eigin verðleika.“ Eitt skref fram, tvö skref aftur Því er gjarna haldið fram að kvenna- baráttu miði fram veginn, að ástandið fari batnandi og sumir segja meira að segja að það fari ört batnandi. Þegar ég ber það undir Sandi að eitthvað hafi áunnist tekur hún undir það, víst sé ástandið betra á mörgum sviðum, en á öðrum sviðum finnst henni þó eins og misrétti aukist frekar en hitt. „Ég starfa talsvert við gamanþætti og uppistand og hef því góða yfirsýn yfir það sem þar er að gerast. Það eru til að mynda enn sjaldséðir kvenkyns grínistar og um þessar mundir er talsvert um unga karlgrínista sem segja mikið af nauðg- unarbröndurum. Það gefur augaleið að konum finnst óþægilegt að sitja undir slíku og þetta sýnir líka vel að því fer fjarri að okkur miði framávið í eðlileg- um samskiptum kynjanna. Það er svo margt sem styður það að rétt sé að halda baráttunni áfram, svo margt sem krefst þess að við séum iðin við að benda á að það sé ekki allt í himnalagi.“ ’ Ég hef ótal sinnum séð karlmenn fjalla um bækur sínar sem meistaraverk þó þær séu ekki nema miðlungsgóðar, en kona í sömu stöðu er mun varfærnari í mati sínu og gagnrýnni á eigin verðleika. Rithöfundurinn, grínistinn og þáttastjórnandinn Sandi Toksvig. Kristín Loftsdóttir: Konan sem fékk spjót í höfuðið 2012 Verðlaunin verða afhent á morgun, en til- nefndar eru: Fagurbókmenntir Oddný Eir Ævarsdóttir: Jarðnæði Sigríður Jónsdóttir: Kanill: Ævintýri og örfá ljóð um kynlíf Steinunn Sigurðardóttir: Jójó Barna- og unglingabækur Bryndís Björgvinsdóttir: Flugan sem stöðvaði stríðið Margrét Örnólfsdóttir: Með heiminn í vas- anum Ragnheiður Gestsdóttir: Gegnum glervegginn Fræðibækur Birna Lárusdóttir: Mannvist - Sýnisbók íslenskra fornleifa Erla Hulda Halldórsdóttir: Nútímans kon- ur - Menntun kvenna og mótun kyngervis á Íslandi 1850-1903 Sigríður Víðis Jónsdóttir: Ríkisfang ekkert - Flóttinn frá Írak á Akranes 2011 Agniezka Nowak og Vala Þórsdóttir: Þankaganga Kristín Steinsdóttir: Ljósa höfuðborgin í Grikklandi) Ingunn Snædal: Komin til að vera, nótttin Þórdís Elva Þorvaldsdóttir: Á mannamáli 2010 Kristín Arngrímsdóttir: Arngrímur apa- skott og fiðlan Margrét Örnólfsdóttir: Aþena (ekki Bækur níu kvenna eru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna 2012, en þau verða afhent á Iðnó á sunnudag. Morgunblaðið/Ómar Orange-verðlaunin voru fyrst veitt 1994, en upphaf þeirra má rekja til þess að 1991 var birtur svonefndur stuttlisti vegna Booker-verðlaunanna bresku og ýmsum hnykkti við að sjá að engin kona var á listanum. Ekki var þó bara að engin koma komst á stuttlistann það árið, heldur áttu konur ekki nema 11% þeirra bóka sem komust á stuttlistann yfirleitt. Hvað verðlaunin varðaði þá höfðu níu konur hreppt verðlaunin í þau 25 skipti sem þau höfðu verið veitt fram að því. Þetta varð til þess að konur sem störfuðu að bóka- útgáfu og kvenrithöfundar settu saman starfshóp til að kanna hvað ylli þessu og sá komst að því að ein helsta ástæðan var að útgefendur lögðu ekki fram bækur kvenna vegna þess að þær myndu hvort eð er ekki vinna. Í framhaldinu ákvað starfshópurinn að koma á fót sérstökum verðlaunum til að vekja athygli á bókmenntum kvenna. Fyrstu verðlaunin voru svo veitt 1996 og þau hlaut Helen Dunmore fyrir bókina A Spell of Winter. Síðustu Orange- verðlaun hlaut Téa Obreht fyrir The Ti- ger’s Wife. Segja má að það hafi þegar borið tals- verðan árangur, enda hafa sex konur hlotið Booker-verðlaunin frá 1991 og sextán karlar. Talsvert er þó óunnið og þá ekki bara í Bretlandi, sem sannast vel á því að þegar bók Jennifer Egan, A Visit from the Goon Squad, fékk bókmennta- verðlaun bandarískra gagnrýnenda 2010 snerust nánast allar fréttir af verðlaun- unum um það að bók Jonathans Fran- zens, Freedom, hefði ekki fengið þau; að Franzen hefði „tapað“, en ekki að Egan hefði „unnið“. Serbnesk-bandaríski rithöfundurinn Téa Obreht hlaut Orange verðlaunin 2011. Reuters Orange- verðlaunin

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.