SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Side 44

SunnudagsMogginn - 12.02.2012, Side 44
44 12. febrúar 2012 Andrea Camilleri - The Potter’s Field bbbmn Margir kannst eflaust við bókaröð Andrea Ca- milleri um lögregluforingjann sikileyska Salvo Montalbano, en bækurnar eru nú orðnar nítján. Fjórtán þeirra eru komnar út á ensku og The Potter’s Field, sem kom út á síðasta ári, sú þrett- ánda. Víst eru morð í bókunum, enda reyfarar, en á stundum finnst manni sem þær snúist meira og minna um mat og hádegismaturinn oft helsta þraut dagsins, nú eða það hvað griðkan hafi skil- ið eftir í ísskápnum. Ekki má þó skilja þetta sem einhverja ólund útí matarástríðuna sem einkennir bókina, hún gerir einmitt að verkum að bækurnar eru jafn skemmtilegar og rayun ber vitni, ekki síður en endalausir bíltúrar, sífelldar freistingar holdsins, rannsóknir undir rós og skriffinnskuflækjurnar sem þarf til að miða málum áfram á Ítalíu. Justin Torres - We the Animals bbbbm Þessi bók lætur ekki mikið yfir sér, er ekki ýkja löng en í henni býr sprengikraftur. Hún segir frá fimm manna fjölskyldu, þar sem faðirinn, portó- ríkani, er ístöðulaus flagari, móðirin, hvít, sem átti fyrsta drenginn þegar hún var nánast barn sjálf, ósjálfstæð og óörugg í framandlegu um- hverfi. Drengirnir eru meira og minna sjálfala, dýrslegir í græðgi sinni, tillitslausir og tilætl- unarsamir, siðblindir en þó ástríkir eins og ungra drengja er siður. Þeir rífa og tæta, slást og skemma - ekki af vonsku heldur vegna þess að þeir eru drengir, tápmikil, fjörmikil villidýr. Smám saman kemur í ljós að sá yngsti er annars eðlis en bræðurnir, gáfaðri og gefnari fyrir að hugsa en að gera, en það er fleira sem skilur þá að eins og kemur í ljós í átak- anlegu uppgjöri í lokin. Mögnuð bók um ástina sem bindur fjöl- skyldur saman og ástina sem slítur þær í sundur. Louise Penny - A Trick of the Light bbmnn Bækur Louise Penny gerast í einskonar draumabæ, smábænum Three Pines skammt frá Quebec, sem ferðamanni finnst vera heillandi paradís þegar hann kemur þar fyrst. Smám sam- an áttar hann sig þó á því að í raun hlýtur hann að vera helvíti, ekki síst eftir því sem bókunum um hann fjölgar og þar með morðmálunum. Ekki er bara að í þessum litla bæ búa ótal snillingar í listum og bókmenntum, heldur virðist annar hver maður hafa illt í huga. Lögregluforinginn sem leysir öll morðmálin Gamache, er svo enn einn snillingurinn, vel heima í bókmenntum og listum, eitursnjall og með djúpan skil- ing á mannkyninu. Alla jafna mæli ég ekki með því að menn lesi meira en eina bók eftir Penny, annars er hætt við tilgerðareitrun. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Erlendar bækur Eymundsson 1. Inheritance - Christopher Pa- olini 2. Daughters-in-Law - Joanna Trollope 3. I’ll walk Alone - Mary Higgins Clark 4. The Hunger Games - Suz- anne Collins 5. Clash of King’s - George R.R. Martin 6. Mockingjay - Suzanne Coll- ins 7. Private London - James Pat- terson 8. The Bomber - Liza Marklund 9. Battlefield 3: The Russian - Andy McNab 10. Moonlight in the Morning - Jude Deveraux New York Times 1. Extremely Loud and Incre- dibly Close - Jonathan Safr- an Foer 2. Taken - Robert Crais 3. The Help - Kathryn Stockett 4. The Girl With the Dragon Tattoo - Stieg Larsson 5. One For the Money - Janet Evanovich 6. Private: #1 Suspect - James Patterson & Maxine Paetro 7. The Girl Who Played With Fire - Stieg Larsson 8. Darker After Midnight - Lara Adrian 9. The Girl Who Kicked the Hor- net’s Nest - Stieg Larsson 10. 11/22/63 - Stephen King Waterstone’s 1. Inheritance - Christopher Pa- olini 2. Steve Jobs - Walter Isaacson 3. Diary of a Wimpy Kid: Cabin Fever - Jeff Kinney 4. Before I Go to Sleep - S. J. Watson 5. The House of Silk - Anthony Horowitz 6. Daughters-in-Law - Joanna Trollope 7. Death Comes to Pemberley - P.D. James 8. Jamie’s Great Britain - Jamie Oliver 9. Frozen Planet - Alastair Fot- hergill & Vanessa Berlowitz 10. Gangsta Granny - David Walliams Bóksölulisti Lesbókbækur Pólska ljóðskáldið Wislawa Szymborskalést 2. febrúar síðastliðinn,. 88 að aldri.Hún hlaut Nóbelsverðlaunin 1996 fyrirljóð, sem sænska akademían sagði í rökstuðningi sínum, að drægju fram með írón- ískri nákvæmni „sögulegt og líffræðilegt sam- hengi í brotum af mannlegum raunveruleika“. Í umsögninni er Szymborska ennfremur kölluð „Mozart ljóðlistarinnar“ og sagt að það sé ekki fjarri sanni „þegar horft er til hinnar miklu andagiftar og af hve miklu áreynsluleysi orðin falla á sinn stað. En það gætir einnig nokkurs af reiði Beethovens í skapandi verkum hennar“. Þegar tilkynna átti Szymborsku að hún hlyti verðlaunin, gekk ritara sænsku akademíunnar illa að ná í skáldið, því hún var í sveppatínslu- leiðangri. Og hún vildi helst ekki tala við blaða- menn, en lét loks til leiðast, kvaðst þá ætla að gefa verðlaunaféð til góðgerðarstofnana. Szymborska var vel að öllum verðlaunum komin, því þótt konan væri hógvær og lítið fyrir athygli, þá sendi hún frá sér afar sterk ljóð. Ljóðabækurnar voru eitthvað um tugur talsins en fyrstu ljóðin birtust á prenti strax árið 1945. Þá var hún í háskóla þar sem hún nam pólsku og félagsfræði. Auk þess að yrkja þýddi Szymborska ljóð úr frönsku og skrifaði um bókmenntir. Íslenskir ljóðunnendur vissu vel af Szym- borsku þegar nafn hennar barst um heims- byggðina árið 1996. Árið 1993 birtust þrjú ljóð hennar í athyglisverðu þýðingasafni Geirlaugs Magnússonar, Í andófinu, en í því eru ljóð 12 pólskra nútímaskálda. Geirlaugur bætti um betur þegar hann sendi frá sér safn ljóða eftir hana árið 1999, Endir og upphaf. Og Þóra Jónsdóttir sendi einnig frá sér safn með þýðingum ljóða Szym- borsku, Útópíu, árið 1996. Óhætt er að hvetja lesendur til að kynna sér þessar úrvalsþýðingar. Í samtali við Morgunblaðið sagði Geirlaugur viðureign þýðandans við ljóð Szymborsku vera erfiða glímu. „Ástæðan er þó alls ekki sú að Szymborska sé torskilið skáld, þegar maður les ljóð hennar virðast þau auðskilin. Hún er afar nákvæm og það má svo litlu hnika til að eitthvað tapist. Í ljóðum hennar er hvergi orðum aukið og hún er skemmtilega háðsk án þess að vera há- vær,“ sagði Geirlaugur. Í fréttum af andláti Szymborsku er þess gjarnan getið að hún hafi ekki sent mörg ljóð frá sér um daga, þau voru víst um 350. En gæði skálds mælast ekki í fjölda orða eða kvæða. Gæðin felast í verkunum sem eftir liggja, en Jó- hann Hjálmarsson skáld og þýðandi sagði rétti- lega um Szymborsku hér í blaðinu, að skáld- skapur hennar leyndi á sér og að þessi „síreykjandi kattavinur“ ætti marga leyniþræði. Þetta er ljóðið „Apakettir Brueghels“ í þýðingu Geirlaugs: Draumur minn um stúdentsprófið tveir hlekkjaðir apar við gluggann fyrir utan hoppar himinninn og hafið svamlar í makindum hjá á mannkynssöguprófi stama og svitna annar apinn skoðar mig glottandi hinn virðist sofa meðan þögnin gleypir spurninguna hvíslar hann að mér svari með því að hrista hlekkina Wislawa Szymborska ræðir við lesendur. Í ljóðum hinnar virtu skáldkonu er hvergi orðum aukið. Ljósmynd/Juan de Vojníkov Mozart ljóðanna „Skemmtilega háðsk án þess að vera hávær,“ sagði Geir- laugur Magnússon skáld um pólska Nóbelsverðlaunahaf- ann Wislawa Szymborska. Hún lést í byrjun mánaðarins. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.