Morgunblaðið - 20.03.2012, Side 2

Morgunblaðið - 20.03.2012, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Birta Dögg Ingudóttir Andrésdótt- ir, læknanemi á þriðja ári, heim- sækir í þessum mánuði 15 leikskóla í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópa- vogi og er stefnt að því að taka sýni úr um 500 heilbrigðum leikskóla- börnum. Taka á sýnum úr nefkoki tekur 1-2 sekúndur og reynslan sýnir að börnin eru flest uppteknari af límmiðanum sem þau fá í verð- laun en „potinu í nefið“, eins og þau segja gjarnan sjálf. Tilgangurinn er að rannsaka far- aldsfræði pneumókokka og er þetta fjórða árið í röð sem farið er í sömu leikskólana í þessum tilgangi. Einn- ig er með sýnatökunni rannsökuð tilvist bakteríunnar Hemofilus in- fluenza, sem er önnur algengasta bakterían sem veldur eyrnabólgu í börnum, og streptókokka af flokki A, sem valda hálsbólgu. Þá svara foreldrar spurningalista um sýkla- lyfjanotkun og veikindi barnsins síðustu mánuði. Hópur á Landspít- ala og við læknadeild HÍ hefur fengið styrk upp á eina milljón evra til þessara rannsókna. aij@mbl.is Sýni tekin úr um 500 börnum Morgunblaðið/Sigurgeir S. Uppteknari af límmiðanum sem þau fá í verðlaun en „potinu í nefið“ Í þágu vísindanna Birta Dögg Ingudóttir Andrésdóttir tekur sýni á leikskólanum Furugrund í Kópavogi í gær. Mjóum pinna er stungið í gegnum nef og niður í nefkok og tekur sýnatakan eina til tvær sekúndur. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Fram hefur komið að hækkandi bensínverð er farið að hindra fólk í byggðum utan helstu þéttbýlissvæða í að sækja þangað vinnu. Jón Viðar Viðarsson vörubílstjóri býr í Garð- inum en stundar vinnu í Reykjavík, hann fer á milli á eigin fólksbíl. Hann hefur sent sveitarstjóranum í Garði, Ásmundi Friðrikssyni, bréf og bent á að í bæði Noregi og Danmörku er komið til móts við þennan vanda með skattaafslætti sem miðaður er við ekna kílómetra. Danir veita engan afslátt af fyrstu 24 kílómetrunum en síðan afslátt sem getur numið um 50 ísl. krónum á kílómetra. Norðmenn miða við um 70 ísl. kr. á 10.000 ekna km á ári en nokkru minni afslátt sé um lengri akstur að ræða. „Sjálfur ek ég samanlagt um 20 þúsund kílómetra á ári til og frá vinnu, afslátturinn gæti verið t.d. 500-600 þúsund á ári fyrir mig,“ seg- ir Jón Viðar. „Það sem ég legg til er að við myndum fá 50 þúsund krónur á mánuði í skattaafslátt sem myndi nema bensínkostnaðinum eins og staðan er núna. Maður sem skiptir um vinnu og þarf ekki lengur að keyra svona langt verður síðan að gæta þess að láta skattyfirvöld vita af því, annars fær hann skell við næstu álagningu. Í Danmörku veit ég að þetta stuðl- ar að eldsneytissparnaði og minni mengun af því að menn samnýta ferðirnar. Þar er algengt að menn skiptist á um að keyra, annar kannski í sex mánuði, hinn næstu sex mánuði og svo deila þeir með sér af- slættinum. Þetta myndi spara okkur gjaldeyri sem annars færi í kaup á eldsneyti.“ Og hann bendir á að annar þeirra gæti verið atvinnulaus og færi þá af bótum, það færi að borga sig að vinna þegar bensínkostnaður vegna ferða í og úr vinnu lækkaði. Atvinnu- ástand er slæmt á Suðurnesjum sem stendur og lítið um tækifæri. En fólk getur búið t.d. í Garðinum og fengið vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Einnig keyrt nýja Suðurstrandarveginn og fengið vinnu í fiski í Þorlákshöfn, vegalengdin er álíka löng. „Ríkið sparar um þrjár milljónir króna á ári með hverjum sem fer af bótum,“ segir Jón Viðar. „Það er fullt af fólki sem fer ekkert af stað, reynir ekki lengur að vinna svona langt frá heimabyggð. Það er ódýr- ara fyrir það að vera bara heima og væri það reyndar núna fyrir mig.“ Ásmundur Friðriksson segir að- spurður að hann muni leggja erindi Jóns Viðars fyrir sveitarstjórn en ráðuneyti fari með mál af þessu tagi. „Mér finnst það áhugavert að hugsa út fyrir rammann,“ segir hann. „Fólk er að gefast upp, sumir segja upp vinnu í Reykjavík og reyna að finna eitthvað nær. Aðrir flytja nær borginni.“ Tillaga um lægri skatta vegna langrar keyrslu til og frá vinnu Ríkið sparar um þrjár milljónir króna á ári með hverjum sem fer af bótum Jón Viðar Viðarsson Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Nauðungarsala sem Hafnarfjarðarbær hafði krafist á hús- næði sem hýsir félagsheimili Vítisengla var afturkölluð í febrúar eftir að kom í ljós að galli var á kröfu bæjarins. Félagsheimili Vítisengla er við Gjáhellu 5 í Hafnarfirði. Húsið er í iðnaðarhverfi suðvestur af Vallahverfi og í fast- eignaskrá er notkun skráð „iðnaður“. Eigandi þess er fé- lagið H.V. Fjárfestingar. Félagsheimilið er um 200 fer- metrar að stærð og er fasteignamatið tæplega 20 milljónir. Sá hluti Gjáhellu 5 sem Vítisenglar hafa undir sína starf- semi er í eignarhluta 0110, samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum í Hafnarfirði. Skulduðu Hafnarfjarðarbæ 1,2 milljónir króna Nauðungarsala á þessari eign var auglýst 7. september 2011 og var gerðarbeiðandi Hafnarfjarðarbær vegna van- goldinna fasteignagjalda. Skuldin nam 1,2 milljónum króna. Í bókum sýslumanns kemur fram að lokasala á þessari eign hafi farið fram 16. nóvember og hæstbjóðandi hafi verið félag að nafni H.A. MC Iceland með kennitöluna 631109-0980. Fyrirsvarsmaður þess félags var og er lík- lega enn Einar Marteinsson, foringi Vítisengla hér á landi. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að sér- deilis fólskulegri og lítilmannlegri líkamsárás. Þetta uppboðsmál var fellt niður 8. febrúar sl. þegar kom í ljós að galli var á beiðni Hafnarfjarðarbæjar. Málið er hafið að nýju, skv. upplýsingum frá bænum. Afturkölluðu nauðungar- uppboð hjá Vítisenglum Morgunblaðið/Sverrir Almannavarnir Yfirvöld hér á landi vísa dönskum Vít- isenglum frá á landamærunum í febrúar 2002. „Ég vísa því til föðurhúsanna að talað hafi verið niður til allra þeirra sem hlynntir eru nátt- úruvernd. Ég er, eins og sjálfstæð- ismenn almennt, mikill áhugamað- ur um náttúru Ís- lands. Hvorki þú né þín samtök hafa einkarétt á áhuga á náttúruvernd,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, í yfirlýsingu vegna bréfs Náttúruverndarsamtaka Íslands til allra þingmanna, sem Árni Finnsson var skrifaður fyrir. Í bréfinu gagn- rýndu samtökin orð formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins á flokksráðsfundi á laugardag, sem þau segja „árás á þann mikla fjölda fólks sem er hlynnt náttúruvernd og beri vott um vanþekkingu og lítils- virðingu“. „Reyndar vekur það sérstaka at- hygli að þegar meðferð stjórnvalda á málaflokknum er gagnrýnd og nefndir eru öfgamenn í umhverf- ismálum, að þú skulir taka það til þín sérstaklega fyrir hönd samtakanna. Þau hef ég hvergi nefnt á nafn,“ seg- ir Bjarni og telur ásakanir samtak- anna órökstuddar. Ekki einka- réttur á nátt- úruvernd Bjarni Benediktsson Vítisenglar hyggjast falla frá meið- yrðamáli gegn innanríkisráðherra, ríkislögreglustjóra og lögreglustjór- anum á höfuðborgarsvæðinu. For- sprakki samtakanna situr í gæslu- varðhaldi grunaður um alvarlega líkamsárás. Hann stefndi embætt- ismönnunum fyrir þau ummæli að Vítisenglar væru glæpasamtök. Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV í gær. Vítisenglar, eða Hells Angels á Ís- landi, stefndu Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra, Haraldi Johann- essen ríkislögreglustjóra og Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra á höf- uðborgarsvæðinu, fyrir meiðyrði í desember. Stefnan var lögð fram bæði í nafni samtakanna og for- sprakka þeirra, Einars Marteins- sonar. Málið var þingfest í Héraðs- dómi Reykjavíkur hinn 10. janúar og fyrirtökur áttu að vera í dag. Hættir við málsókn Veldu einhverja tíu ávexti á ávaxtamarkaði Krónunnar – fyrst og fre mst ódýr! og þú borgar...

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.