Morgunblaðið - 20.03.2012, Side 4

Morgunblaðið - 20.03.2012, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2012 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Fjármálaráðherra dustar rykið af hugmyndum um sölu á ríkiseignum og lagði sl. föstudag fram í ríkisstjórn frumvarp, sem á að marka ramma um sölu eignarhluta og eigenda- stefnu. Fimm ár eru liðin frá seinustu sölu, því eiginleg einkavæðing, eða sala á eignarhlutum í ríkisfyrirtækj- um, hefur ekki farið fram síðan 16,67% hlutur ríkisins í Baðfélagi Mývatnssveitar var seldur árið 2007, eins og rifjað er upp í nýlegri skýrslu starfshóps forsætisráðherra um eignasölu. Til samanburðar þá áttu sér stað 48 sölur á eignarhlutum í rík- isfyrirtækjum á árumum 1992-2007 á vegum framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Afla þarf sjö milljarða á árinu af sölu eigna til að áætlun fjárlaga gangi upp og hefur þá einkum verið horft til þess að ríkið losi um eignarhluti sína í bönkunum en eins og fram kom í Morgunblaðinu um helgina er afar ósennilegt að það muni takast á þessu ári. Bankasýslan telur hyggi- legt að byrja á Íslandsbanka, hugs- anlega á síðari hluta þessa árs, en sala í Arion banka og Landsbankan- um ekki fyrr en á næsta ári. Viðræð- ur hafa ekki verið teknar upp við líf- eyrissjóði um hugsanleg kaup þeirra en innan sjóðanna er litið er svo á að stjórnvöld vilji núna kveikja áhuga þeirra á kaupum í Íslandsbanka, sparisjóðum og Arion banka. Oddný G. Harðardóttir fjármála- ráðherra sagði í samtali við RÚV um helgina að gengi sala ekki eftir yrði horft til arðgreiðslna og sölu á öðrum eignum ríkissjóðs. Ekki kom þó fram hvaða eignir það gætu verið. Á iðn- þingi fyrir helgi nefndi hún þann kost að breyta eignarhaldi á Nýsköpunar- sjóði í þá veru að ríkið myndi selja eða a.m.k. minnka sinn hlut í sjóðn- um og fyrirtæki og e.t.v. lífeyrissjóðir kæmu þar sterk inn. Bókfært virði á eign ríkisins í sjóðnum var 8,6 millj- arðar í árslok 2010. Þetta hefur kom- ið til tals skv. heimildum Morgun- blaðsins en þá eingöngu með að markmiði að söluhagnaðurinn færi í að efla sambærilega starfsemi í ný- sköpun en ekki í að brúa ríkissjóðs- hallann. Stærstu eignarhlutar ríkis- ins eru annars vegar í Landsbankanum, bókfærður á 122 milljarða, og Landsvirkjun, 60 millj- arðar kr. Svigrúmið til sölu er afar takmark- að. Ríkisstjórnin hefur sjálf útilokað sölu í Landsvirkjun, Orkubúi Vest- fjarða og RARIK. Í yfirlýsingu henn- ar um auðlindamál í maí árið 2010 segir: „[...] ekki verður hróflað við eignarhaldi á orkufyrirtækjum sem eru á hendi ríkisins í tíð þessarar rík- isstjórnar.“ Sú hugmynd hefur verið orðuð að ríkið ætti að selja eignarhlut sinn í Isavia ohf. Hann var bókfærður á tæpa fimm milljarða í lok árs 2010. Ekkert hefur þó verið staðfest um að þetta sé í bígerð enda á Isavia það sammerkt með RÚV og RARIK að bannað er í sérlögum að selja eign- arhluti í þessum félögum. Hugsanlega verður reynt að flýta sölu eignarhluta í Landsneti en það er dótturfélag orkufyrirtækjanna og söluandvirðið rennur því ekki í rík- iskassann. Rykið dustað af söluhugmyndum  Fáir kostir og ríkisstjórnin útilokaði sölu í orkufyrirtækjum „Ég veit ekki hvað við eigum að gera. Það er svo langt niður á höfn hjá okkur og ekki kemur nein flugvél hingað. Við getum því ekki flogið út með ruslið og heldur ekki siglt með það og við viljum helst ekki keyra með það vegna þess að það er svo mikil mengun að þessu,“ segir Eygló aðspurð út í næstu skref og bætir við: „Það liggur fyrir að ef við lokum brennslunni þarf ég að finna hálfa milljón á mánuði til að rétta RARIK og fyrir sveitarfélag sem er á hvín- andi kúpunni er það bara hægara sagt en gert.“ Eygló kallar eftir því að tekið sé heildstætt á sorpmálum á Íslandi. „Allt Suðurland er í bölvuðu tjóni með sorpmálin sín og það er stærðarinnar urðunarstöð uppi í Mosfellsbæ og einnig á Norðurlandi. Viljum við þetta? Viljum við fara aft- ur í stóra ruslahauga? Er það um- hverfisvænt?“ segir Eygló. Gagnrýna sorp- eyðingarstefnu stjórnvalda  Breytingar auka útgjöld bæjarbúa Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sorpbrennsla Vestmannaeyjarbær skoðar að senda rusl til Suðurnesja. Skúli Hansen skulih@mbl.is Samkvæmt nýlegum breytingum á reglugerð um brennslu úrgangs hafa sérákvæði um starfandi sorp- brennslustöðvar verið felld úr gildi. „Það sem okkur þykir grátlegast í þessu er það að geta ekki lengur framleitt rafmagn fyrir Vestmanna- eyinga úr þessu hráefni sem til fell- ur,“ segir Elliði Vignisson, bæjar- stjóri í Eyjum, og bendir á að í staðinn muni bærinn þurfa að flytja inn svartolíu til brennslu. Hann efast um að slík brennsla reynist umhverf- isvænni kostur. „Mér finnst ríkja ákveðin hreintrúarstefna í umhverf- ismálum: það er aldrei staldrað við og heildaráhrifin skoðuð heldur gengur þetta út á einhvers konar umhverfistöffaramennsku,“ segir Elliði. Að sögn hans hefur bærinn verið í viðræðum við sorpbrennslu- stöðvar bæði í Svíþjóð sem og á Suð- urnesjum um að bærinn flytji sorp sitt þangað til brennslu. Óháð því muni bærinn leita réttar síns í mál- inu. Skelfileg staða „Hún er skelfileg, það er nú þann- ig,“ segir Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, spurð út í stöðuna hjá hreppnum í kjölfar reglugerðarbreytingarinnar. Að sögn Eyglóar sér sveitarstjórn Skaftárhrepps ekki fram á að geta haldið áfram rekstri sorpbrennslu- stöðvarinnar á Kirkjubæjarklaustri. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Tíminn sem Alþingi hefur til að af- greiða nokkur stórmál er orðinn af- ar stuttur, aðeins fimm vinnudagar fram að mánaðamótum. Bæði Sam- fylkingin og VG hafa lagt mikla áherslu á að afgreiða tillögur um breytingar á fiskveiðistjórnunar- kerfinu, einnig þarf að ná niður- stöðu um stjórnarskrármálið og rammaáætlun. Loks má nefna sölu á ríkiseignum en í fjárlögum er gert ráð fyrir sjö milljarða tekjum af sölu. Þingflokksfundir voru á Alþingi í gær. Magnús Orri Schram, formað- ur þingflokks Samfylkingarinnar, sagði að fjallað hefði verið meðal annars um frumvarp ráðherra um sölu ríkiseigna en sagðist ekki geta skýrt nánar frá tillögum þess efnis að sinni. Áfram væri stefnt að því að leggja kvóta- frumvarp sjávar- útvegsráðherra fyrir þingið fyrir mánaðamót, unn- ið væri ötullega að því að klára þessi mál. „Við leggjum ofuráherslu á að ljúka þessum málum fyrir vorið,“ sagði Magnús. „Stjórnarskrármálið er á dagskrá stjórnskipunar- og eft- irlitsnefndar þingsins á morgun [í dag] og þar er unnið samkvæmt áætlun. Nefndin er búin að taka við hugmyndum stjórnlagaráðs og við- brögðum við þeim og fjallað verður um þau á fundi nefndarinnar. Við stefnum að því að geta borið tillög- urnar undir þjóðina samfara for- setakosningum í sumar.“ Borin undir þjóðina  Stjórnarflokkarnir hyggjast láta kjósa um stjórnarskrá Stórmál tefjast » Dregist hefur að koma nýju stjórnarfrumvarpi um kvótann á koppinn. » Steingrímur J. Sigfússon sagði þegar hann tók við mál- inu af Jóni Bjarnasyni um ára- mótin að þetta starf þyrfti ekki að taka langan tíma. Magnús Orri Schram Að óbreyttu gæti ríkið fengið í sinn hlut mjög háar fjárhæðir í arð- greiðslur af eignarhlutum sínum. Bent var á í Morgunblaðinu sl. laug- ardag að ef eiginfjárhlutfall bankanna yrði lækkað t.d. niður í 9% myndi ríkið geta hirt tugmilljarða hagnað. Í skýrslu starfshóps forsætisráðherra um eignasölu segir að hafa beri í huga hverju fyrirtækin geti skilað verði þau áfram í eigu ríkisins. Ef ríkið nyti t.d. ekki nema 5% arðsemi af bók- færðri eign sinni upp á 234 milljarða kr. fengi það um 12 milljarða kr. í arðgreiðslur á ári. Til samanburðar fékk ríkið 51 milljarð í arðgreiðslur vegna eignarhluta sinna í hluta- og sameignarfélögum 2010. Í skýrslu GAMMA fyrir Landsvirkjun kom fram að tekjur ríkisins af arðgreiðslum hennar gætu orðið 30-112 milljarðar kr. á hverju ári í framtíðinni. Tugmilljarða hagnaður 234 MILLJARÐA EIGN RÍKISINS á þriðjudögum ÚT ÚR SKÁPNUM „Kom óvart út úr skápnum.“ - Anna Pála. Fyrsta heiðlóan á þessu vori vappar nú á heimatúninu við bæinn Ytri-Hólm í Hvalfjarðarsveit, sunnan við bæjarmörk Akraness. Og í þetta skipti er sönnun fyr- ir hendi og enginn starri að leiða menn á villigötur: ljósmynd af fuglinum birtist á vef Skessuhorns í gær. Erling Þór Pálsson hafnsögumaður býr á Áshamri, rétt hjá Ytra-Hólmi, og var hann á gangi með hundana sína tvo skammt frá bænum þegar hann sá lóuna í gær. Hann hringdi í ljósmyndara Skessuhorns til að geta fært sönnur á mál sitt. Erling segist ekki vera neinn fuglaáhugamaður. „Ég hef þó sérstaklega mikinn áhuga á rjúpum á aðfangadag,“ segir hann hlæjandi. „Mér fannst annars skrítið þegar þeir voru að gera grín að þessu með lóuna á Suðurlandi, að starri gæti munað eftir lóu síðan í fyrrasumar,“ sagði Erling. „Mér hefur verið sagt að þeir séu ekkert voðalega minn- isgóðir, það sem þeir heyri detti fljótt úr þeim.“ kjon@mbl.is Lóan er enginn starri Lóan er komin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.