Morgunblaðið - 20.03.2012, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 20.03.2012, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2012 fyrsta skipti. Geert segir að ferð- inni hafi verið heitið að veitinga- skálanum Jöklaseli, sem er við jað- ar Skálafellsjökuls. Hann segir að um sjöleytið, þegar þeir sendu neyðarmerkið, hafi þeir verið um 15 kílómetra frá áfangastað en þar sem byrjað hefði að snjóa og hvessa hefðu þeir ákveðið að stoppa og koma sér fyrir í tjaldinu. Stuttu eftir að þeir höfðu tjaldað brotnuðu súlurnar í tjaldinu og því þurftu þeir sjálfir að halda því uppi. Það varð þó fljótt of erfitt og þá kölluðu þeir eftir hjálp. Hárrétt ákvörðun Björgunarsveitin og þyrla Land- helgigæslunar fundu þá um tveimur til þremur tímum seinna en þeir fundust þegar ljósgeislar frá þyrl- unni og sleðamönnum mættust samtímis á tjaldinu sem þeir voru í. Geert segir að björgunarsveitar- mennirnir hafi sagt að sending neyðarboðans hafi verið hárrétt ákvörðun, sú besta sem þeir hafi getað tekið við þessar aðstæður. Það var samdóma álit þeirra björg- unarsveitarmanna sem fóru upp á jökulinn á sleðum að Belgarnir hefðu ekki lifað nóttina af á jökl- inum vegna þess kulda sem var þar en með vindkælingu var um 35 stiga frost á því svæði þar sem þeir fundust. Þeir félagar munu verða hér á landi þar til næsta föstudag en segj- ast þó ekki ætla að gera aðra atlögu að jöklinum. Þeir ætli að ferðast um Austurland og heimsækja svo Bláa lónið áður en þeir yfirgefa landið. Geert segist vera ánægður með hvernig fór og þakklátur björgun- arsveitunum sem hann segir „ein- stakar“. Ætla ekki að reyna við jökulinn aftur  Eru þakklátir björgunarsveitunum og segja þær einstakar Ljósmynd/Sigurjón Pétursson Hólpnir Félagarnir frá Belgíu, þeir Geert De Smedt og Wim Vennerman voru sóttir af þyrlu Landhelgisgæslunnar ofan af Vatnajökli á laugardaginn. VIÐTAL Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is „Við erum óskaplega þakklátir, þeir komu tveimur til þremur klukku- stundum eftir að við sendum neyð- arboðin. Við áttum von á að þurfa að bíða miklu lengur,“ segir Geert De Smedt, annar Belganna sem lentu í vandræðum uppi á Vatna- jökli síðastliðið laugardagskvöld. Þeir sendu neyðarmerki um sjöleyt- ið og þyrla Landhelgisgæslunnar og hópur frá Björgunarsveit Horna- fjarðar fór eftir þeim. Tjaldið sem mennirnir voru í hafði rifnað og þar sem mjög kalt var á svæðinu og hvasst þá sáu þeir ekkert annað í stöðunni en að kalla eftir hjálp. Þeim varð ekki meint af en þeir voru þó orðnir frekar kaldir og nokkuð þrekaðir þegar hjálp barst. Þeir hafa dvalið á Hornafirði síðan á laugardaginn. Veðrið snarversnaði Geert og félagi hans, Wilm Ven- neman, lögðu af stað upp á jökulinn á sunnudaginn fyrir viku en þeir létu vita af sér áður en þeir lögðu af stað og björgunarsveitin vissi því af þeim uppi á jöklinum. Þeir lögðu af stað frá Snæfelli á skíðum og gengu um 10-15 kílómetra á dag, með vindinn í fangið mestallan tímann. Geert er reyndur útivistarmaður og hefur farið fjölmargar jöklaferð- ir en þetta er í fimmta skipti sem hann kemur til Íslands. Venneman er hins vegar að sækja landið heim í Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „Það er gríðarlegur áhugi á gisti- og veitingahúsum sem eru vel rek- in og eru í miðbænum og laða að ferðamenn,“ segir Sverrir Einar Eiríksson, sölufulltrúi hjá fast- eignasölunni Domus Nova. Nýlega auglýsti fasteignasalan gistiheimilið Loka á Lokastíg í mið- borg Reykjavíkur og hafa þegar yf- ir tuttugu aðilar sett sig í samband vegna þessa. „Þeir gistihúseigendur sem ég hef talað við segjast hafa tekið her- bergi sem þeir hafa haft á lang- tímaleigu yfir veturinn og fært þau yfir í leigu til ferðamanna.“ Ferðamönnum hefur fjölgað mikið á Íslandi undanfarið. Þannig kom til dæmis metfjöldi ferða- manna til landsins í janúar og fjölg- aði þeim um rúm 17 prósent á milli ára. Miklir vaxtarmöguleikar Þá hafa margir þegar sett sig í samband við fasteignasöluna vegna veitingastaða í miðbænum sem auglýstir voru til sölu um helgina. „Það er gríðarlega mikill áhugi. Ég er eiginlega alveg undrandi. Það virðist vera mikill áhugi á öllu sem viðkemur þjónustu við ferða- menn,“ segir Sverrir. Það séu bæði fjárfestar og fólk vant veitingahúsarekstri sem hafi sett sig í samband við fasteignasöl- una vegna eignanna. Alls er um fjóra veitingastaði að ræða. Einn þeirra er rótgróinn í miðbænum en hinir þrír eru reknir undir sama nafni á höfuðborgarsvæðinu. Algengt er að veitingastaðir sem ganga illa gangi kaupum og sölum ótt og títt en Sverrir segir að allir veitingastaðirnir sem auglýstir voru hafi verið í eigu sömu að- ilanna í allt að áratug. Þeir hafi verið vel reknir og skilað hagnaði frá upphafi. „Ég hef almennt ekki þá tilfinn- ingu að veitingastaðir séu í vand- ræðum. Nú eru miklir vaxtarmögu- leikar í samræmi við fjölgun ferðamanna,“ segir hann. Margir vilja eignast gisti- og veitingahús í miðbænum Morgunblaðið/Eggert Túristar Ferðamönnum hefur fjölgað mikið á Íslandi og margir hafa áhuga á rekstri gistiheimila og veitingahúsa í miðbænum til þess að njóta ávaxtanna af stríðari ferðamannastraumi. Margir hafa spurt um staði sem eru til sölu.  Vaxtarmöguleikar sagðir fylgja fjölgun ferðamanna Mikil fjölgun útkalla hefur orðið hjá þyrlu Landhelgisgæslunnar og hjá björgunarsveitum, að sögn Jónasar Guðmundssonar, verkefnastjóra hjá Landsbjörg. Segir hann að slæmt veðurfar það sem af er vetri skýri að mestu þessa aukningu en erlend- ir ferðamenn koma við sögu í stórum hluta útkalla. Hann segir þó ekki koma til greina að farið verði að rukka fyrir björgun vegna aukins kostnaðar og að það hafi ekki einu sinni komið til umræðu. „Það er hætta á því að ef sett verða á gjöld fyrir útkall þá dragi fólk það lengur að kalla eftir hjálp og það getur náttúrulega verið stór- hættulegt,“ segir Jónas. Hann segir að björgunarsveitir á Nýja-Sjálandi hafi tekið upp þannig fyrirkomulag og að reynslan þar sé ekki góð. Fólk kalli síður eftir hjálp og það leiði til þess að verkefnin verði oft erfiðari og hættulegri og einnig hefur borið á því að fólk kalli eftir hjálp kunn- ingja í stað þess að kalla á björg- unarsveitir. Þá geti það gerst að kunningjarnir lendi í vandræðum í leiðinni því þeir séu ekki með réttan útbúnað né þekkingu og það leiði af sér stærri og flóknari verkefni fyrir björgunarsveitir. „Þetta kerfi verður náttúrulega að virka þannig að fólk kalli eftir aðstoð ef það er í hættu, eða telur sig vera í hættu, án þess að það þurfi að óttast það að fá reikning upp á tugi milljóna eftir að því er bjargað,“ segir Jónas. Meiri kraftur í fjáröflun „Við höfum ekkert verið að pæla í kostnaði við útköll, tökum þessar tölur ekki einu sinni saman. Það sem skiptir máli í þessu er að bjarga fólki og þess vegna horfum við aldrei á þessi mál út frá kostn- aðarhliðinni,“ segir Jónas. Björgunarsveitirnar eru eig- inlega í eigu þjóðarinnar og þær munu áfram verða reknar fyrir framlög frá henni að mestu leyti. „Vissulega finnum við fyrir aukn- um kostnaði. Bensínið er nátt- úrulega mjög dýrt og einnig eru varahlutir orðnir dýrari. Við finn- um alveg fyrir því að við þurfum að eyða miklum meiri tíma í fjáröflun en áður og að fólk getur ekki gefið jafn mikið, sem er alveg skiljanlegt miðað við ástandið,“ segir Jónas og bætir við að björgunarsveitirnar muni halda áfram að reka sína starfsemi með sama sniði og þá sér- staklega með sölu á Neyðarkall- inum og flugeldum um áramótin Til stendur að setja aukinn kraft í þessa vinnu. saevar@mbl.is Spáum ekki í kostnaðinum  Björgunargjald ekki inni í myndinni Morgunblaðið/Árni Sæberg Útköll Veturinn hefur verið harður. Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Í skipulagstillögu sem nú er til með- ferðar hjá nefndum og ráðum Kópa- vogsbæjar er gert ráð fyrir tveimur nýjum hringtorgum við Dalveg en áður hafði aðeins verið gert ráð fyrir einu. Annað hringtorgið verður við Sorpu en hitt til móts við Dalveg 18 og 24. Umferðarskipulag við Dalveg hef- ur lengi verið í endurskoðun og lík- lega engin vanþörf á. Í uppdrætti frá 2005 er lagt til að útbúið verði hring- torg til móts við hús númer 24 og 26 við Dalveg. Torgið fært vestar Í tillögu sem var lögð fyrir um- hverfis- og samgöngunefnd í byrjun mánaðarins var sett fram ný tillaga að breytingum á Dalvegi. Í henni er gert ráð fyrir tveimur hringtorgum. Samkvæmt nýju tillögunni er horfið frá því að útbúa hringtorg við hús númer 24 og 26 og þess í stað lagt til að torgið verði nokkru vestar, við Dalveg 18 og 24. Þá er í tillögunni gert ráð fyrir öðru nýju hringtorgi á Dalvegi, til móts við Sorpu, en eldri tillaga gerði ekki ráð fyrir hringtorgi á þessum stað. Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs Kópavogsbæjar, segir að tillögugerðin sé á byrjunar- reit. Eftir sé að fjalla um hana í stjórnkerfi bæjarsins. Í tillögunni er gert ráð fyrir óslitn- um umferðareyjum á milli hring- torganna. Steingrímur segir að hringtorgið við Sorpu sé m.a. til að rjúfa eyjuna til að auðvelda umferð. Varðstjóri í lögreglunni í Kópa- vogi, sem er til húsa að Dalvegi 18, gagnrýndi tillöguna harðlega og benti á að eyjan myndi torvelda neyðarakstur lögreglu. Steingrímur segir að komið verði til móts við athugasemdir lögreglu með því að opna eyjuna fyrir for- gangsakstri lögreglu. „Og þeir voru mjög sáttir við það,“ segir hann. Tillaga að breyttu skipulagi á Dalvegi Breytingar skv. tillögu Tillaga frá 2005 Færðir stígar Loftmyndir ehf. Dalv egur Rey kjan esb r. Digranesv. Bæta við hring- torgi á Dalvegi  Taka mið af athugasemdum lögreglu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.