Morgunblaðið - 20.03.2012, Page 8

Morgunblaðið - 20.03.2012, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2012 Gunnar Rögnvaldsson skrifarpunkta um þróunina á evru- svæðinu:    Þrír kerfislegamikilvægir bankar Austurríkis þjóðnýttir. Gjaldeyrishöft innleidd af seðla- banka Austurríkis. Allir evrubankar Írlands gjaldþrota.    Grikkland þjóðargjaldþrota og51 prósent atvinnuleysi hjá ungu fólki.    Portúgal og Spánn í þurrð áþriðja ári, með 23 prósent at- vinnuleysi Ítalía sekkur áfram og lekur úr sér yfir herra G1.    Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn eysog eys myntsvæðið.    Fjórir banka-neyðarpakkar íDanmörku og sá fimmti í smíð- um þrátt fyrir ERM II. Maastrichtsáttmálinn rústir ein- ar á 20 ára afmæli sínu.    Fjármálaleg borgarastyrjöldhefur geisað innvortis á evru- svæðinu frá 2008. Gengi evru leyft að hækka um 100 prósent frá 2001-2008. Þýskaland rústar sig til reiði og ræður nú í Evrópu.    Aldrei hefur eins áhrifamikiðfyrirbæri og evra verið blásið út í Evrópu síðan Adolf heitinn sprengdi Evrópuöryggið með Braun-hárþurrku konu sinnar.“    Það er von að Jóhanna segi aðtími sinn og evrunnar sé loks- ins kominn. Gunnar Rögnvaldsson Gengur bara vel STAKSTEINAR Veður víða um heim 19.3., kl. 18.00 Reykjavík 3 rigning Bolungarvík 4 skýjað Akureyri 5 skýjað Kirkjubæjarkl. 3 skýjað Vestmannaeyjar 3 rigning Nuuk -10 snjókoma Þórshöfn 9 skúrir Ósló 7 heiðskírt Kaupmannahöfn 7 heiðskírt Stokkhólmur 2 heiðskírt Helsinki 2 skýjað Lúxemborg 8 léttskýjað Brussel 11 léttskýjað Dublin 12 skýjað Glasgow 10 skýjað London 12 heiðskírt París 11 léttskýjað Amsterdam 8 léttskýjað Hamborg 8 léttskýjað Berlín 10 heiðskírt Vín 12 skýjað Moskva 2 alskýjað Algarve 17 heiðskírt Madríd 13 léttskýjað Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 13 léttskýjað Róm 16 léttskýjað Aþena 16 heiðskírt Winnipeg 21 skýjað Montreal 17 léttskýjað New York 20 heiðskírt Chicago 20 alskýjað Orlando 25 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 20. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:27 19:45 ÍSAFJÖRÐUR 7:31 19:50 SIGLUFJÖRÐUR 7:14 19:33 DJÚPIVOGUR 6:56 19:14 Borgarverðir taka brátt til starfa en um er að ræða færanlegt vettvangs- teymi sérfræðinga sem mun þjón- usta utangarðsfólk í Reykjavík. Þeim er ætlað að aðstoða fólk sem á í erfiðleikum vegna vímuefnafíknar og/eða geðsjúkdóma og lendir í að- stæðum á almannafæri sem það ræður ekki við eða veldur öðrum ónæði, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Borgarverðir munu aðstoða við- komandi við að komast í viðeigandi skjól eða kalla eftir annarri aðstoð eftir þörfum. Þá munu þeir sinna forvarnar- og leitarstarfi til að koma í veg fyrir að þessir einstaklingar lendi í erfiðleikum með sjálfa sig eða valdi ónæði á almannafæri. Velferðarsvið leggur til tvö stöðu- gildi fagaðila í verkefnið og Lög- reglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu leggur til eitt stöðugildi lögreglu- manns. Velferðarsvið mun tryggja samstarf við Hjálpræðisherinn á Ís- landi sem rekur dagsetur fyrir ut- angarðsfólk, Rauða kross Íslands vegna heilsubílsins Frú Ragnheiðar, Gistiskýlið í Reykjavík, nætur- athvarf fyrir heimilislausa karla, Konukot, athvarf fyrir heimilis- lausar konur, og önnur úrræði sér- staklega ætluð utangarðsfólki. Erindi sem berast til borgarvarða verða skráð og kortlagðar ástæður útkalla og hvernig brugðist er við. Morgunblaðið/Ómar Miðborgin Borgarverðir aðstoða fólk sem á í erfiðleikum. Borgar- verðir taka til starfa  Þjónusta utan- garðsfólk í Reykjavík Búseta aldraðra Ráðstefnan verður haldin á Grand hóteli miðvikudaginn 21. mars kl. 13:30 - 16:00 AÐGANGUR ÓKEYPIS FRUMMÆLENDUR: Bolli Þór Bollason, skrifstofustjóri í velferðarráðuneyti Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmdastjóri dvalarheimilis aldraðra Borgarnesi Hrefna Sigurðardóttir, forstjóri hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar Tryggvi Friðjónsson, framkvæmdastjóri Sjálfsbjörg Fundarstjóri: Þóra Arnórsdóttir, fjölmiðlakona Setning: Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu Að loknum framsöguerindum verða pallborðsumræður - framtíðarfyrirkomulag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.