Morgunblaðið - 20.03.2012, Side 11

Morgunblaðið - 20.03.2012, Side 11
Alsæll hjólagarpur Hér er Kristín í Pódalnum á hjólaleiðinni frá Feneyjum til Flórens sumarið 2008. Feneyjum og hjólað til Flórens, þá er hjólað eftir sléttunum og sú leið er laus við allar brekkur, öll leiðin er á jafnsléttu. Síðan er gist í lokin í tvær nætur í Flórens. Þriðja ferð- in og sú nýjasta liggur frá Flórens til Rómar, þá hjólum við í gegnum Toscana og Umbriahéruð. Það er ofboðslega falleg leið, og svo end- um við á tveimur dögum í sjálfri Róm.“ Borin virðing fyrir hjólafólki á Ítalíu Kristín segir að allar ferðirnar þrjár séu fyrir hvern sem er, fólk þurfi ekki að vera í rosalega góðu hjólaformi til að geta verið með. „Meðalaldurinn er milli fimmtugs og sextugs og vissulega er fólk í sæmilegu formi, en þetta er ekki hugsað fyrir hjólagarpa sem vilja komast á milli staða á sem stystum tíma. Ég legg mikla áherslu á að fara hægt og njóta þess að vera til. Njóta ferðarinnar, enda er stór- kostlegt að hjóla eftir ítölskum sveitum, vínakrar og ávaxtarækt, gamalt fólk situr fyrir utan hús sín og vinkar okkur. Það er líka auð- velt að hjóla á Ítalíu af því þar er borin virðing fyrir hjólafólki, allir víkja vel fyrir okkur.“ Og auðvitað er ekki hægt að vera á Ítalíu án þess að njóta alls þess góða sem hún hefur upp á að bjóða í vín og mat. „Í Bolzano- ferðinni er alltaf vínsmökkun og hópurinn fer ævinlega saman út að borða á kvöldin og þá er farið á dæmigerða ítalska veitingastaði. Þetta eru lúxuferðir, farangurinn er fluttur fyrir okkur á milli hótela, þannig að varla þarf að hafa neitt á hjólinu nema sólarvörn og mynda- vél.“ Hjólað um Fjallabak nyrðra Kristín hefur ekki aðeins hjól- að í útlandinu, hún er líka liðtæk á hjólinu hér heima á Fróni. „Þegar ég var grunnskólakennari þá hjól- aði ég á hverju hausti í fimmtán ár með níunda bekk Smáraskóla leið- ina sem kölluð er Fjallabak nyrðra. Þetta eru hundrað kílómetrar og alvöru hjólaleið, miklar brekkur og miklar ár. Það er vissulega frábært að hjóla á Ítalíu í sól og hita um- vafinn ávaxtalykt, en það er líka stórkostleg upplifun að hjóla um íslenskt hálendi, í misgóðum veðr- um.“ Heilsar árlega upp á Hattfell og Einhyrning Kristín stundar líka göngu- ferðir og hún hefur gengið Laug- veginn á hverju sumri undanfarin tuttugu ár. „Mér finnst skemmti- legra að fara sömu leiðina aftur og aftur, því þá getur maður notið þess svo vel að vera á göngunni, þetta verður einhverskonar ganga inn á við. Og mig langar alltaf til að hitta þau aftur Hattfell, Ein- hyrning og öll hin fjöllin, heilsa upp á þau eins gamla góða vini,“ segir Kristín og bætir við að sér finnst hjólaferðir hafa það framyfir gönguferðir að á hjólinu hafi hún meira tækifæri til að vera ein, þó hún sé hluti af hóp. Hver og einn geti upplifað fyrir sig þegar hann er á baki hjólfáksins. Fákur Þessi er tilbúinn í ferð. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2012 Lengsta hjólreiðakeppni sem haldin hefur verið á Íslandi fer fram dag- ana 19.-21. júní. Þá verður hjólað hringinn í kringum Ísland eftir þjóðveginum (með Hvalfirði) en fjórir hjólarar verða í hverju liði auk bílstjóra. Reiknað er með að keppnin taki um 48 klst. og há- markstími er 72 klst. Það er flug- félagið WOW sem er helsti styrkt- araðili keppninnar og gefur að auki sigurvegurum flugmiða í verðlaun. Settur verður upp sérstakur áheitavefur fyrir keppnina og munu Barnaheill Save the Children njóta góðs af áheitum og framlögum. Reiknað er með að þátttökugjald verði 50 þúsund á lið en 250 þús- und fyrir sérmerkt fyrirtækjalið og renna umframgreiðslur til Barna- heilla. Árið 2001 var hjólað til Egils- staða með fjóra í liði og árið 2009 var hjólað til Akureyrar með tvo í liði, hvor tveggja keppnin í tengslum við Landsmót UMFÍ. Nú er ætlunin að gera þessa keppni að árlegum viðburði og má búast við að hjólreiðafólk erlendis sýni henni áhuga enda einstakt að hjóla í tvo sólarhringa í dagsbirtu. Þessar upplýsingar er að finna á vefsíð- unni www.hfr.is og þar má fylgjast nánar með gangi mála og dagskrá keppninnar sem gæti breyst þegar nær dregur. Lengsta hjólreiðakeppni á Íslandi Morgunblaðið/Árni Sæberg Hjólatúr Lengsta hjólreiðakeppni sem hér hefur verið haldin fer fram í sumar. Hjólað í tvo sólarhringa Svalaskjól -sælureitur innan seilingar Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 28 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Frábært skjól gegn vindi og regni Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.