Morgunblaðið - 20.03.2012, Síða 15

Morgunblaðið - 20.03.2012, Síða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2012 BJÓÐUM NOKKRAR GERÐI R AF FERMINGARBORÐUM. Fjölbreyttir réttir smáréttabo rðanna okkar henta bæði í hádegis- og kvöldveislur. Steikarhlaðborðin eru alltaf vinsæl, sérstak- lega ef um kvöldveislu er að ræða. Bjóðum upp á tvær gerðir kaffihlaðb orða, en einnig er í boði að panta einstaka h luta úr þeim. t.d Kaffisnittur, fermingartertur. Pinnahlaðborð eru þægileg og slá hvenær s em er í gegn. Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is æðisleg veislan verður Fermingar - Góð ferm ingar- veisla lifi r lengi TapasSmáréttir Kalt borð Pinn amatur SÚPA BRAUÐ OG SMÁRÉTT IR Hádegisveisla á milli kl 12 - 14 Verð frá kr. 2.070 TAPASVEISLA 9 RÉTTIR Síðdegisveisla 16 -19 Verð frá kr. 2.990 TERTU OG TAPASBORÐ. Miðdegisveisla 13 - 15 Verð frá kr. 2.896 STEIKARBORÐ Kvöldveisla 17 - 20 Verð frá kr. 3.031 FERMINGARKAFFIHLAÐBO RÐ Miðegisveisla 14 - 17 Verð frá kr. 1.966 LÉTTIR FORRÉTTIR OG STEIKARBORÐ Verð frá kr. 3.420 PINNAMATUR Miðdegisveisla 14-17 Verð frá kr. 2.340 KALT HLAÐBORÐ FISKRÉTTIR Verð frá kr. 4.398 Karl Blöndal kbl@mbl.is Vopnaður maður réðst inn í gyðinga- skóla í borginni Toulouse í Frakk- landi í gærmorgun og skaut fjóra menn til bana, þrítugan trúar- bragðakennara, tvö börn hans og eitt barn til viðbótar. Maðurinn skaut kennarann fyrir utan skólann. Þegar byssan, sem hann notaði fyrst, stóð á sér dró hann aðra fram, fór inn á skólalóðina og hóf skothríð á allt sem fyrir varð, bæði fullorðna og börn, að sögn Michels Valets, saksóknara í Toulouse. Nicolas Sarkozy Frakklands- forseti sagði að árásin væri „þjóðar- harmleikur“ og gerðu bæði hann og Francois Hollande, forsetafram- bjóðandi sósíalista, hlé á kosninga- baráttu sinni. Sarkozy og Hollande héldu báðir til Toulouse til að heim- sækja skólann og sýna samstöðu með fjölskyldum fórnarlambanna og samfélagi gyðinga á staðnum. Morðinginn kom að skólanum á öflugri skellinöðru eða vélhjóli. Þetta er þriðja skotárásin á þessum slóðum á rúmri viku. 11. mars var fallhlífarhermaður skotinn til bana í Toulouse og 15. mars voru þrír fall- hlífarhermenn skotnir við hrað- banka skammt frá herbúðum sínum í Montauban, sem er 46 km frá Tou- louse. Tveir létu lífið og einn særðist alvarlega. Franska lögreglan sagði í gær að sama byssan hefði verið not- uð í árásnum þremur og sama stolna vélhjólið hefði í öllum tilvikum verið notað til að flýja af vettvangi. „Okkur finnast vera sláandi lík- indi með aðferðunum, sem notaðar voru, en verðum að bíða niðurstöðu lögreglurannsóknarinnar,“ sagði Sarkozy. „Þeim, sem þetta gerði, skal vera ljóst að allt verður gert til að draga hann til ábyrgðar.“ Börnin, sem létust í árásinni, voru þriggja, sex og tíu ára. Þá særðist 17 ára drengur og er í lífshættu. Fórnarlömbin í árásunum tilheyra öll minnihlutahópum. Börnin og kennarinn, sem voru myrt í gær, voru gyðingar. Hermennirnir, sem létu lífið, voru frá Norður-Afríku og hermaðurinn, sem liggur á sjúkra- húsi, úr Karíbahafinu. Myrti þrjú börn og kennara í árás á gyðingaskóla í Toulouse  Þrjár morðárásir á átta dögum og sama skotvopnið notað í þeim öllum Reuters Ódæðisverk Maður fylgir brott nemanda við Ozar Hatorah-skólann í Tou- louse eftir að vopnaður maður skaut þrjú börn og kennara til bana í gær. Sex manns urðu fyrir snjóflóði, sem féll við fjallið Sorbmegaisa í Troms í Noregi síðdegis í gær. Svisslendingi var bjargað og mun hann ekki vera mikið slasaður. Fimm eru látnir, fjórir Svisslendingar og einn Frakki, að því er kemur fram á heimasíðu norska dagblaðsins Aftenposten. Astrid Nilsen hjá lögreglunni í Tromsø sagði við fréttastofuna AFP að björgunarmenn hefðu getað áttað sig á hvar fimm væru grafnir í snjó út frá senditækjum, sem þeir höfðu á sér. Fólkið, sem varð fyrir snjóflóðinu, var á ferð í tólf manna hópi. Þeir, sem sluppu við snjóflóðið, létu yfirvöld vita af slysinu. Tæpum tveimur tímum eftir að flóðið féll var lögregla komin á vett- vang með leitarhund. Í frétta- tilkynningu frá norskum yfirvöldum sagði að 30 manns hefðu verið í leitarhópnum. Sjúkraþyrla var send frá háskóla- sjúkrahúsinu í Tromsø. Einnig var beðið um hunda og þyrlur frá norska hernum. Hópurinn var í um 1.000 metra hæð. Talið er að hann hafi verið á skíðum þar sem torfært var fyrir vélsleða á þessum slóðum. Ekki var talið að þar væri mikil snjóflóða- hætta. Bratt er þar sem hópurinn var, en vegur mun vera skammt frá. Fimm létust í snjóflóði  Einn bjargaðist er flóð féll í Noregi AFP Björgun Maðurinn sem bjargaðist var fluttur til Tromsø á sjúkrahús. Skotbardagi braust út í Damaskus í gær og sögðu fréttastofur að um hefði verið að ræða hörðustu átökin í höfuðborg Sýrlands frá því að upp- reisnin gegn Bashar al-Assad, for- seta landsins, hófst fyrir ári. Átökin voru mest í hverfinu al- Mezze þar sem eru byggingar ör- yggissveita. Hverfið hefur verið vettvangur mótmæla gegn stjórn- inni. Sögðu vitni að heyra hefði mátt skothvelli og sprengingar í fyrrinótt, en allt hefði verið með kyrrum kjör- um þegar leið á morguninn. Hópur sérfræðinga á vegum Kofis Annans, friðarerindreka Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins, kom til Sýrlands í gær til að fylgja eftir tillögum hans um vopnahlé og eftirlit. Annan kom til Sýrlands fyrr í mánuðinum og það veltur á árangri sérfræðinganna hvort hann fer þangað á ný. Rússar skoruðu í gær á Sýrlandsforseta að samþykkja strax vopnahlé. AFP Átök Sýrlenskur skæruliði úr Frjálsa sýrlenska hernum stillir sér upp á hesti í þorpinu al-Shatouria skammt frá landamærum Tyrklands. Harðir skotbar- dagar í Damaskus Morðin í Frakk- landi í gær hafa verið fordæmd víða um heim. Benjamin Net- anyahu, forseti Ísraels, sagði verknaðinn „fyr- irlitlegt morð á gyðingum“ og bætti við að ekki væri hægt að útiloka að gyð- ingahatur byggi að baki. Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, fordæmdi verknaðinn sem og Páfagarður. „Gyðingahatur og ofbeldi gegn stofnunum gyðinga eða fólki af gyðingatrú á engan stað í Evrópu og fyrir það ber að refsa af hörku,“ sagði Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands, í yf- irlýsingu. „Fyrirlitlegt morð á gyðingum“ MORÐIN FORDÆMD VÍÐA UM HEIM Benjamin Netanyahu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.