Morgunblaðið - 20.03.2012, Page 17

Morgunblaðið - 20.03.2012, Page 17
17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2012 Hjá Gróttu Goðafoss siglir frá Íslandi hlaðinn gámum sem hafa að geyma ýmis verðmæti. Hann kemur við í helstu hafnarborgum Norður-Evrópu áður en hann heldur aftur heim á leið. Árni Sæberg Allt á sitt upphaf. Í samtökunum, Sam- stöðu um „óháð Ísland“ leiddi saman hesta sína þungavigtarfólk í ís- lenskum stjórnmálum um afdráttarlausa and- stöðu við aðild að Efna- hagsbandalaginu og að tryggja fullt sjálfstæði lands og þjóðar í sam- félagi þjóðanna austan hafs og vestan. Það var eining um þessi helstu markmið í lit- ríkum hópi. Þjóðþekktir voru m.a. Steingrímur Hermannsson, Eyjólf- ur Konráð Jónsson, Hjörleifur Gutt- ormsson, Ögmundur Jónasson, flest- ir leiðtogar Kvennalistans nema Ingibjörg Sólrún sem fór gegn þess- um áðurgreindu markmiðum. Meg- inmarkmið „óháðs Íslands“ átti mik- inn hljómgrunn víða um landið. Viðbrögð stjórnmálaflokka voru blendin. Hjörleifur Guttormsson leiddi hugmyndafræði sem bæði í ræðu og riti leiddu til stofnunar Vinstri grænna 6. febrúar 1999. Markmiðið var víðtæk náttúruvernd og afdráttarlaus andstaða við aðild að ESB. Þjóðin eygði bætt lýðræði og VG hlaut 15.115 atkvæði í kosn- ingunum 8. maí 1999 og sex menn kjörna. Í kosningunum 10. maí 2003 hlaut VG 16.129 atkv. og fimm menn kjörna. Árið 2007, 12. maí, 26.136 atkv. og níu menn kjörna. Í kosning- unum 25. apríl 2009 40.580 akv. og 14 menn kjörna. Samstaðan um meginmarkmið var afdráttarlaus og Steingrímur J. Sigfússon var beittur í stjórnar- aðstöðunni frá árinu 1999 og skóp sér mikla tiltrú meðal þjóðarinnar og sinna flokksmanna. Svo var um tíu ára skeið. Stefnuskrá VG var ítarleg fyrir alþingiskosningar 25. apríl 2009. Undir kjörorðunum „Gegn aðild að ESB.“. „Gagnsæi og heiðar- leiki“. „Vegur til fram- tíðar“. „Öflugur land- búnaður“. “Norrænt velferðarsamfélag“ sem m.a. var hnykkt á með heilsíðuauglýsingu 25. apríl 2009 í Frétta- blaðinu. „Í því felst að for- gangsraða í þágu vel- ferðarfjölskyldna og einstaklinga líkt og best hefur tekist til annars staðar á Norð- urlöndum. Þessari stefnu viljum við fá tækifæri til að koma í verk strax á morgun. 500 ný störf í heilbrigð- iskerfinu með endurskipulagningu vegna fjölgunar aldraðra.“ Ofangreint var undirritað eigin hendi af Steingrími J. Sigfússyni, formanni VG, og Katrínu Jakobs- dóttur varaformanni. Niðurstaðan í höndum þeirra varð fækkun um 300 störf á landsbyggðinni. Auglýsingin reyndist lýðskrum. Fjöldafundir sem margar þúsundir sóttu á Vest- fjörðum, Norðurlandi, Austfjörðum og Suðurlandi til að mótmæla niður- skurði á sjúkrastofnunum skiluðu litlu sem engu. Ekki þurfti nema 1,6 milljarða króna til að halda óbreyttri starfsemi allt frá Patreksfirði norð- ur um til Austfjarða. Á sama tíma dældi fjármálaráðherra VG tólf milljörðum króna í Sjóvá, gjaldþrota tryggingafélag án opinbers rök- stuðnings. Það fé hefði dugað vel í heilbrigðismálin. Peningaaustur til aðildarumsóknar að ESB þvert á yfirlýsta stefnu VG er slík heimska að engu tali tekur. Kosning til stjórnlagaþings og síðan kjör stjórn- lagaráðs og kostnaður upp á u.þ.b. 2 milljarða króna er út úr öllu korti þó að tveir landsbyggðarmenn fengju við þetta vinnu. Afskrifaðir voru 14 milljarðar vegna Hörpunnar sem er slík sóun á almennafé að fáheyrt er. Jafnvirði Héðinsfjarðarganga. Forusta VG brást í Magma-málinu. Fjármála- ráðherrann lá á málinu og Svandís Svavarsdóttir lét sér vel líka þrátt fyrir stór orð. Tvennar þjóðarat- kvæðagreiðslur um „Icesave“ (98% höfnuðu lögunum 6. mars 2010, kjör- sókn 62,7%) vöktu fjármálaráð- herrann ekki til meðvitundar á hvaða villigötur hann var kominn. Þingflokkurinn átti að kokgleypa „Icesave“-sullið á hálftíma. Forseti Íslands bjargaði okkur frá því að kyngja þeim beiska bikar og fól þjóðinni að velja sín örlög. Formanni VG, Steingrími J. Sig- fússyni, hefur verið fyrirmunað að taka til umræðu og skoðunar mál einstakra þingmanna í sínum flokki. Það er mikil eftirsjá að Atla Gísla- syni. Atli hefur fært fyrir því rök að Steingrímur hafi samið um það fyrir kosningar 2009 að aðildarumsókn yrði lögð fram til ESB svo að af stjórnasamstarfi gæti orðið við Sam- fylkinguna. Hvers vegna lét Stein- grímur Samfylkinguna lítillækka störf Atla Gíslasonar sem formanns rannsókarnefndar Alþingis, sem gerði ráð fyrir að fjórir ráðherrar kæmu fyrir Landsdóm? Skjaldborg Samfylkingar um ráðherra sína var siðleysi. Steingrímur átti að lýsa yfir stjórnarslitum ef jafnræðisreglan um ábyrgð ráðherra fyrir Lands- dómi yrði ekki virt. Það gerði hann hins vegar ekki. Samfylkingin komst upp með að víkja sínum tveim ráð- herrum frá dómi. Það verður því aldrei leitt í ljós hvort ráðherrar Samfylkingar voru sekir eða sak- lausir. Svo kórónar forsætisráðherra þessa dagana með því að lýsa Geir Haarde saklausan en í hinu orðinu ákærir „heilög Jóhanna“. Er það ekki hlutverk Landsdóms að leiða þetta í ljós? Íslensk lög gera ráð fyr- ir því. Steingrímur formaður reyndist Ásmundi Einari óþægur ljár í þúfu. Í stað þess að laða til samstarfs við þennan unga bráðefnilega stjórn- málamann þá þoldi hann honum ekki afdráttarlausa skoðun gegn aðild að ESB og hvað þá heldur þegar hann varð formaður Heimssýnar. Stein- grímur hefur séð í honum framtíð- arkeppinaut. Jarðfræðingurinn Steingrímur þoldi ekki hugmyndir hagfræðingsins Lilju Mósesdóttur. Þær máttu ekki koma til skoðunar. Steingrímur og Katrín lögðu til í þingflokknum að Jón Bjarnason, ráðherra landbúnaðar og sjávar- útvegs, viki úr ríkisstjórninni til að gera samstarfið liprara og geðþekk- ara forustu ESB. Þá var mælirinn fullur. Átta af 14 fyrrverandi þing- mönnum flokksins buktuðu sig fyrir formanninum og Þráinn „níundi“ óbundinn af kjósendum VG. Stein- grímur formaður hélt hólræðu um vönduð störf Jóns Bjarnasonar í ráðuneytunum, sem verður að skoð- ast sem yfirborðskennd kurteisi. Brottvikning Jóns var ekkert ann- að en vantraust og ofurmat Stein- gríms á sjálfum sér. Steingrímur og Katrín, sem lögðu fram brottvikn- inguna í þingflokknum, létu sig engu varða rösklega 150 stuðningsyfirlýs- ingar valinkunnra félaga VG víða af landinu um áframhaldandi stuðning við ráðherradóm Jóns Bjarnasonar. Í Vestmannaeyjaför fáum dögum seinna taldi Steingrímur málefni sjávarútvegsins ekki eins þroskuð og hann hafði búist við. Steingrímur og Jóhanna höfðu í tíð Jóns Bjarna- sonar hafnað þrennum frumvarps- drögum að stjórnum fiskveiða. Það var aldrei meiningin að Jón Bjarna- son fengi að komast neitt áfram með frumvörpin. Sífellt nudd og hjakk Jóhönnu að Jón Bjarnason yrði að víkja, hann væri fyrir öllu í sjávar- útvegs og Evrópumálum. Þetta var sífellt endurtekið í nokkur misseri af samfylkingarfólki. Steingrímur ákvað að grisja í hjörð kattanna og bæta stirt geðslag „heilagrar Jón- hönnu“. Ég vil ráðleggja Steingrími J. að taka sér ferð norðaustur á Font og ganga hálendið á ný til Reykjaness og hugsa sinn gang og ganga úr skugga um hvort hann á sér nokkra leið til baka úr þeim ógöngum, sem hann er búinn að setja sig í og flokk VG þar sem hann var kjörinn til for- ustu á liðnu hausti með færri at- kvæðum en lýstu sérstökum stuðn- ingi við Jón Bjarnason í dagblaða- auglýsingum. Það er enginn „vegur til framtíðar“ í núverandi ríkis- stjórnarsamstarfi. Það er ekkert „gagnsæi og heiðarleiki“ það er ekk- ert „norrænt velferðarsamfélag“ það er öllum almenningi ljóst. Menn sem verja ekki sín helgustu vé eiga að víkja, þeir hafa misst trúnað og traust fjölmargra félaga sinna og skv. skoðanakönnunum helming kjósenda sinna. Forustan hefur brugðist öllum meginmark- miðum sem Vinstri græn voru stofn- uð til. Það er brýnt að skipta um for- ustu hjá VG og boða til kosninga þegar í haust. Að ári gætum við hreinlega þurrkast út af Alþingi Ís- lendinga. Það er eðlileg lýðræðisleg niðurstaða þegar forustan hefur yfirgefið öll meginmarkmið sem Vinstri græn voru stofnuð til að halda vörð um. Eftir Hörð Ingimarsson » Það er enginn „vegur til framtíðar“ í núverandi ríkisstjórn- arsamstarfi. Það er ekkert „gagnsæi og heiðarleiki“ það er ekk- ert „norrænt velferðar- samfélag“ það er öllum almenningi ljóst. Hörður Ingimarsson Höfundur er einn stofnenda Vinstri grænna. „Skulu orð ekki standa?“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.