Morgunblaðið - 20.03.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.03.2012, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2012 Elsku amma mín hefur kvatt þennan heim. Amma sem alltaf var svo fín og flott, gekk ávallt um bein í baki með nýlagt hárið og vel til höfð. Amma sem kenndi mér að lesa og skrifa, kenndi mér fjöldann allan af bænum, kenndi mér fallegt málfar og að spila svarta Pétur. Amma sem mér þótti endalaust vænt um. Ég á ótrúlega margar og skemmtilegar minningar um elsku ömmu Mæju. Í barnæsku heimsótti ég hana aðra hverja helgi og gisti þá oftar en ekki hjá henni. Allar heimsóknirnar voru keimlíkar enda reglufesta orð sem lýsir ömmu vel. Íbúðin henn- ar ömmu leit alltaf eins út, hver hlutur á sínum stað og allt svo hreint og fínt. Amma byrjaði allt- af á því að bjóða mér eitthvað að borða og gafst ekki upp fyrr en ég þáði eitthvað. Síðan spjölluð- um við smá og svo var tekið í spil. Svarta Pétur og olsen spiluðum við til skiptis. Þegar leið að kvöld- mat fékk ég yfirleitt að ráða hvað yrði á boðstólum og urðu fiskboll- ur í bleikri sósu eða makkarón- ugrautur undantekningarlaust fyrir valinu. Síðan horfðum við á fréttir og aðra þætti og fórum svo upp í rúm um tíuleytið. Þar lásum við blöðin, ég í afaholu og hún í sinni og var amma yfirleitt búin að finna einhverja grein fyrir mig sem hún vildi að ég læsi. Á meðan við lásum blöðin hlustuðum við á kvöldútvarpið. Amma vaknaði alltaf á undan mér og var búin að setja smurt brauð með gúrkum og tómötum á borðið þegar ég kom fram en fyrst þurfti ég að þvo mér um hendurnar sem hún svo þurrkaði vel og vandlega, svo ýtti hún naglaböndunum niður og að lokum fórum við með morg- unbænir. Þó að heimsóknirnar til ömmu væru oft tilbreytingarlitlar voru þær alltaf jafn notalegar. Það var alltaf svo rólegt og gott andrúms- loft hjá henni. Verst þótti okkur ömmu hversu langt var á milli okkar og þegar ég hætti að koma til Keflavíkur frá Hveragerði reglulega aðra hverja helgi fækk- aði samverustundum okkar en við héldum alltaf góðu sambandi, við hringdumst reglulega á og alltaf heimsótti ég hana þegar ég átti leið suður og var þá ávallt leyst út með vasana fulla af góð- gæti fyrir mig eða son minn. Amma fagnaði 85 ára afmæli sínu nokkrum dögum eftir fæð- ingu frumburðar míns. Ég man að ég hugsaði hversu þakklát ég var að hún væri enn á lífi og hann fengi að kynnast henni. Þegar ég sagði honum að amma Mæja væri farin til Guðs spurði hann mig hvað hún væri að gera þar. Ég sagði honum að hún væri eflaust að leika við afa Eyja því eftir 25 ára aðskilnað eru þau nú loks sameinuð á ný og vaka nú saman yfir okkur öllum. Elsku amma mín, ég er svo þakklát fyrir allar stundirnar sem við áttum saman, fyrir allt sem þú kenndir mér og fyrir alla góðvildina sem þú sýndir mér. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kveðja þig áður en þú sofnaðir svefninum langa. Elsku amma, ég ætla að enda þetta á bæninni sem við fórum alltaf saman með áður en við fór- um að sofa: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín ömmustelpa, María Rún Þorsteinsdóttir. Í dag kveðjum við ömmu Maju. Amma ólst upp á Akureyri og var ávallt hlýtt til upprunans. Hún talaði vel um barnæsku sína og skólagöngu og sagði okkur oft frá veru sinni sem vinnukona í Flatey, en þangað var hún send aðeins 12 ára gömul. Lífsviðhorf ömmu endurspegluðust í þessum rótum. Samviskusemi og almenn nýtni voru henni ofarlega í huga. Í upphafi stríðsáranna flutti ungur maður úr Keflavík norður yfir heiðar til að nema rafvirkjun og rafvélavirkjun. Afi Eyji og amma Maja fundu hvort annað – það var ekki aftur snúið. Þau bjuggu ýmist á Akureyri eða Keflavík en fluttust alfarið til Keflavíkur árið 1954. Þegar börnin voru að vaxa úr grasi sá amma um heimilisstörfin á meðan afi Eyji starfaði sem raf- virki. Amma bjó þeim og börn- unum hlýlegt heimili og hafði yndi af því að eiga fallega hluti sem hún passaði vel upp á. Við systkinin eigum margar ánægjulegar minningar um sam- verustundir með ömmu sem munu lifa með okkur áfram. Við minnumst ömmu sem einstak- lega smekklegrar konu. Hún var alltaf vel til höfð og gat ekki hugs- að sér að fara í bæjarferð án þess að skarta hælum og varalit. Þannig arkaði hún um götur Keflavíkur langt fram eftir aldri því bílpróf tók hún aldrei. Við minnumst hennar líka fyr- ir nákvæmni og nýtni, sem lýsti sér til dæmis þannig að þegar hún straujaði skyrturnar hans afa var alltaf eins og hann ætti nýtt eintak í fataskápnum. Það sama átti við um bókhaldsgögnin sem voru sett skipulega í poka og teygjur á alla vegu eftir uppgjör hvers árs. Ef hún hefði mátt velja hefði hún frekar þrifið heilt hús hátt og lágt en fara yfir heimilis- reikningana. Amma starfaði um áraraðir í „messanum“ eins og mötuneyti Varnarliðsins var kallað. Vinnu- staðurinn var fjölmennur og þar átti hún marga góða vinnufélaga. Samstarfskonurnar tóku í spil í pásunni eftir hádegismatinn. Þar var amma í essinu sínu með góð- um vinkonum eins og Möllu og Huldu Agnars sem báðar hafa nú kvatt þennan heim. Konurnar í messanum sem útbjuggu græn- metið, reiddu matinn fram, vöskuðu svo upp og gerðu það faglega. Fyrir okkur ömmubörn- in vakti það áhuga að heimsækja ömmu í vinnuna. Því fylgdi mögu- leiki á að fá að prófa amerískan mat sem ekki stóð til boða í ís- lenskum nýlenduvöruverslunum. Amma spilaði ekki bara í vinnunni. Henni fannst líka skemmtilegt að spila við okkur barnabörnin. Þá var stundum spilaður „Svarti-Pétur“, en eftir að við fullornuðumst spiluðum við líka „Kana“ eins o gamma hafði gert við vinkonurnar í messan- um. Hún sagðist ekkert kunna þetta lengur en þegar hún var komin í gírinn lumaði hún á margra ára reynslu með „póker- andliti“ og við urðum jafnan að játa okkur sigruð. Allt frá því afi kvaddi þennan heim talaði amma ávallt þannig um afa að yfir höfði hans teiknaði hún geislabaug. Það er okkur huggun þegar við kveðjum ömmu að þar sem hún var ávallt trúræk- in erum við sannfærð um að hún er nú komin aftur í faðm afa. Guð geymi þig elsku amma. María, Hafdís, Björg og Guðni. Elsku amma mín er komin til himna. Hún hefur kvatt þessa jörð, ljósið hennar er slokknað. Þessi fallega góða kona var meira en bara amma, hún var vinkona mín, sú besta sem ég hef átt. Ég var ömmu- og afastelpa þegar ég var lítil. Ég var svo lánsöm að eiga heima, mín bernskuár, í hús- inu við hliðina á þeim og gat hlaupið á milli húsa þegar ég vildi. Amma mín var alltaf til staðar. Henni var mikið í mun að hafa heimili sitt fallegt og hafði glöggt auga fyrir fallegum hlut- um. Það var unun að fylgjast með henni, heimili hennar var stór- brotið í augum lítillar stúlku. Hún var snillingur hvort sem það var bakstur, matseld eða þrif, hún kenndi mér handtökin sem ég er afar þakklát fyrir í dag. Þegar hún gekk um götur bæjarins á yngri árum tóku allir eftir henni, hún þekkti alla og heilsaði öllum, hún bar höfuðið hátt og eftir henni var tekið í flottu kápunni og í háhæluðu skónum. Það sem ég elskaði að ganga með henni þegar ég var lítil og halda í höndina á henni. Þá ég hugsaði oft glöð: „Ég á þessa ömmu.“ Hún var dugleg að vera í allskonar nefndum og var aðaláhugamálið að safna fé fyrir hinu og þessu sem vantaði í okkar litla bæ. Margt situr eftir sem fallegar minningar um frá- bæra ömmu. Henni var mikið í mun að kenna okkur bænirnar, hún hætti ekki fyrr en við gátum farið með versin okkar fyrir svefninn. Þetta var svo akkúrat hún amma mín. Ég man að þegar hún var orðin fullorðin og fótaveik vildi hún helst ekki fara í slétt- botna skó því að það var „bara alls ekki hún“, eins og hún orðaði það. Árin liðu, ég varð eldri og tíminn leið hratt. Afi minn Eyi veiktist og eftir langvarandi veikindi kvaddi hann þennan heim og amma var orðin ein. Hún varð aldrei söm, hún elsku amma mín, eftir að afi minn dó. Á hverju kvöldi áður en hún fór að sofa sagði hún alltaf upphátt: „Góða nótt, Eyi minn.“ En lífið hélt áfram og hún flutti á Smáratúnið og undi hag sínum vel þar. En nú síðustu tvö árin í lífi hennar dvaldist hún á Hlév- angi og fékk þar frábæra umönn- un. Hún sagði oft: „Ég get ekki kvartað, það eru allir svo góðir við mig hér.“ Já amma mín hvað var annað hægt, þú hafðir þessa sér- stöku útgeislun. Svo flott og fín. Góð við alla þá sem þú hittir á förnum vegi og gladdir alla þegar þú brostir. Svo ég tali nú ekki um þegar þú settir upp þinn sposka svip. Nú skilur leiðir amma mín, takk fyrir allan kærleikann sem þú gafst mér, Gumma mínum og börnum okkar. Þau eru öll rík af væntumþykju þinni og minning- um um ókomna tíð. Hvíldu í friði, elsku amma mín, þú verður alltaf í hjarta mínu, ég gleymi þér aldrei. Ég ætla að enda þessa löngu sam- verustund okkar hér á jörðinni með því að fara með kvöldversið sem þú kenndir mér og segja upp- hátt: „Góða nótt amma mín, Guð geymi þig og varðveiti.“ Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Þín Ásdís Elva. Elsku besta langamma okkar er dáin og við erum öll svo sorg- mædd. Hún var okkur alltaf svo góð og alltaf að gefa okkur eitt- hvað, knúsa okkur og bjóða upp á alls konar mola úr voða fallegum dósum og skálum. Við erum svo glöð að hafa átt svona fallega og góða langömmu og við söknum hennar sárt. Nú er hún búin að hitta afa Eyja aftur og þá er hún aftur orðin glöð og þau eru saman sæt og fín í himna- ríki. Þú átt og munt alltaf eiga stað í hjarta okkar. Elskulega mamma mín mjúk er alltaf höndin þín tárin þorna sérhvert sinn sem þú strýkur vanga minn. Þegar stór ég orðinn er allt það skal ég launa þér. (Sig. Júl. Jóhannesson) Þín langömmubörn, Thelma Hrund, Halldór Gunnar, Helgi Bergmann, Ragnar Ingi, Elmar Örn, Anna María og Þorsteinn Bergmann. Hinsta kveðja til langömmu Maríu. Að liðnum ævidegi við leggjum, amma kæra, ljúfar, heitar þakkir, sem blóm á þína gröf. Þú áttir göfugt hjarta, er ávallt var að færa, okkur blessun sanna, þá dýru lífsins gjöf. Um unaðsríka bernsku við áttum samfylgd þína, af umhyggju þú hlúðir, að þroska í hreinni sál. Og ljós frá þínum kærleika léstu ætíð skína, á leiðir okkar allra, og skildir barnsins mál. Nú, elskulega amma við þökkum þér af hjarta, Þína góðu leiðsögn, er okkur veittir hér. Hvar ævisporin liggja, við blessum minning bjarta, um bernskustundir glaðar, sem áttum við hjá þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Nú vitum við að þér líður bet- ur, Guð geymi þig. Sævar, Eydís, Hafþór, Thelma Dís, Sædís, Hafsteinn, Andri Fannar, Óttar Atli og Björgvin Nói. Kveðja frá Styrktarfélagi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja Fallin er í valinn merk kona sem skilaði farsælu starfi sem húsmóðir og forystumaður margra verðugra framfaramála. Áhugafólk um heibrigðsmál á Suðurnesjum stofnaði Styrktar- félag Sjúkrahúss Suðurnesja nú Heilbrigðisstofnun Suðrnesja. Markmiðið með stofnun félagsins var að sýna samstöðu Suður- nesjabúa og þrýsta á um stækkun gamla Sjúkrahússins. Mikill áhugi var um eflingu heilbrigðis- þjónustunar á Suðurnesjum, enda voru stofnendur félagsins um eitt þúsund. Á stofnfundinum 16. apríl 1975 var María S. Hermannssdóttir valin til forystu í Styrktarfélagi Sjúkrahúss Suðurnesja en hún var kosin varaformaður í fyrstu stjórn félagsins. Helsta baráttu- mál félagsins var að þrýsta á um stækkun sjúkrahússins og má segja að til þess hafi verið notuð öll meðöl. María var þar alltaf fremst í flokki. Óteljandi voru fundirnir sem efnt var til með ráð- herrum og þingmönnum. Sann- færa þurfti þá sem með fjárveit- ingavaldið fóru um að það væri nauðsynlegt og hagkvæmt að búa betur að öldruðum og sjúkum á Suðurnesjum. Stundum var grip- ið til óhefbundinna aðferða eins og þegar stjórn Styrktarfélags- ins, með Maríu í broddi fylkingar, brá á það ráð að efna til þaulsetu í biðstofu ráðuneytis fjármála til þess að ná eyrum ráðherra. Þaul- setan skilaði árangri og málinu var þokað áfram um eitt mikil- vægt skref. Sannfæra þurfti marga á Suðurnesjum um nauð- syn stækkunarinnar og var það gert með kynningu á málefninu á fundum og í blaðagreinum. Þó að stækkun sjúkrahússins hafi verið aðalbaráttumál og ástæða stofnunar styrktarfélags- ins hefur félagið einnig stutt sjúkrahúsið dyggilega og gerir enn. Sjúkrahúsinu hafa verið gef- in tæki og áhöld til lækninga en tekna hefur verð aflað með útgáfu minningarkorta. Raunvirði tækja sem félagið hefur gefið Sjúkra- húsi og Heilsugæslustöð Suður- nesja skiptir milljónatugum. María var alltaf potturinn og pannan þegar unnið var að fram- gangi heilbrigðismála á Suður- nesjum. Þrautseigja hennar og staðfesta um að réttan og góðan málstað væri að ræða var upppör- vandi fyrir okkur sem störfuðum með henni. Fyrir þetta viljum við félagar hennar sem störfuðum með henni í Styrktarfélagi Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja þakka fyrir hönd Suðurnesjamanna allra. Ég og fjölskylda mín sendum samúðarkveðjur til fjölskyldu Maríu með þökk fyrir allar sam- verustundirnar á liðnum árum. Þorbjörg Pálsdóttir, fomaður. Hverafold 1-3 og Húsgagnahöllinni • Sími 567 0760 Fallegar útfararskreytingar • Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Runni Stúdíóblóm ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, FINNBJÖRG A. JÓNSDÓTTIR, Adda frá Móbergi á Húsavík, sem lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga sunnudaginn 11. mars, verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 24. mars kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á að láta Heilbrigðis- stofnun Þingeyinga njóta þess. Erla Salómonsdóttir, Hjálmar Jóelsson, Hanna Salómonsdóttir, Sigurður Aðalgeirsson, Gunnar Salómonsson, Ingibjörg Steingrímsdóttir, Hulda Salómonsdóttir, Jón Olgeirsson, Gísli Salómonsson, Guðrún Magnúsdóttir, Ásberg Salómonsson, Jóhanna Jónsdóttir, Guðmundur Salómonsson, Fanney Óskarsdóttir, Sævar Salómonsson, Ágústa Ólafsdóttir, Erlendur Salómonsson, Þórdís Njálsdóttir og aðrir ástvinir. ✝ Ástkær eiginkona mín, yndisleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJARNHEIÐUR HANNESDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, andaðist í faðmi fjölskyldu sinnar á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 10. mars. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ragnar Guðmundur Jónasson, Ragnar Gerald Ragnarsson, Guðrún Árnadóttir, Hannes Arnar Ragnarsson, Halldóra S. Lúðvíksdóttir, Jónas Ragnarsson, Ragnhildur Sigurðardóttir, Guðmundur Ingi Ragnarsson, Sigrún Kristjánsdóttir, Hermann Ragnarsson, Hauður H. Stefánsdóttir, Halldór Karl Ragnarsson, Sigurður Vignir Ragnarsson, Valdís I. Steinarsdóttir, Unnar Ragnarsson, María Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, DÓRA GERALDINE EINARSDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 15. mars. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 29. mars kl. 15.00. Börn, tengdabörn og barnabörn. ✝ Maðurinn minn og faðir okkar, MARTIN PETERSEN, Sólheimum 25, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 16. mars. Útförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 23. mars kl. 13.00. Kristín Sigurðardóttir, Ragnar Petersen, Kristín Petersen. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og bróðir, ÁRNI VIGNIR ÞORSTEINSSON, Hjallabraut 11, Þorlákshöfn, lést á Landspítalanum við Hringbraut, deild 12G, að morgni föstudagsins 16. mars. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda, Anna María Hjálmarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.