Morgunblaðið - 20.03.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.03.2012, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2012 Jón Björnsson, sálfræðingur og rithöfundur, er 65 ára í dag.Hann segir að þar sem sér finnist þetta ekki vera neitt stór-afmæli þá ætli hann ekkert að halda neitt sérstaklega upp á daginn. Hann ætlar þó samt að fá fjölskylduna í kaffi í dag. „Ég hef ekkert fundið fyrir því að eldast hingað til. Núna finn ég samt smá að aldurinn er að hellast yfir mig, en það er aðallega út af því að ég sé hvað það er miklu meira af fólki sem er yngra en ég sjálfur en það var áður. Sú var tíðin að flestir voru eldri en ég en það hefur snúist við núna í seinni tíð,“ segir Jón um það hvað honum finnist um það að vera eldast. Hann segist þó telja að það muni líða töluverður tími þar til að hann geti farið að kalla sig gamlan. Jón er lærður sálfræðingur en hann hefur einnig skrifað nokkr- ar bækur. Þar á meðal má nefna Af örlögum mannanna sem kom út árið 1991 og Með skör járntjaldsins sem kom út árið 2008. Jón var lengi félagsmálastjóri hjá Akureyrarbæ og einnig var hann í nokkur ár sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg. Síðustu ellefu ár hefur hann tekið sér margt fyrir hendur. Hann hefur til að mynda verið í nokkrum útvarpsþáttum, skrifað bækur og tekið að sér fjöldann allan af einstökum verkefnum. Jón segist ferðast mjög mikið og vonar að aldurinn komi ekki í veg fyrir að hann geti ferðast um allan heim. Jón Björnsson er 65 ára í dag Morgunblaðið/Ómar Tímamót Jón Björnsson á von á fjölskyldunni í kaffi í dag. Telur sig ekki gamlan ennþá B rynja fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp, í Fossvoginum. Hún var í Fossvogsskóla og síð- an í Réttarholtsskóla, stundaði nám við Menntaskólann við Sund og lauk þaðan stúdentsprófi sem dux 1992. Brynja stundaði nám í sálfræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan BA- prófi árið 1997. Hún lauk síðan MA-prófi í heilsu- sálfræði við Kent Háskóla árið 2000 en lokaverkefni hennar fjallaði um vinnustreitu. Í framhaldi stundaði hún rannsóknanám í vinnu- og heilsusálfræðielti og lauk dokt- orsprófi við Kent Háskóla árið 2004. Fjallar doktorsritgerð hennar um einelti á vinnustað og áhrif eineltis á líðan þolenda. Brynja var au pair á Spáni árið 1992-93, starfaði á BUGL, Barna- og unglingsgeðdeild Landspítalans, eft- ir BA-námið 1998-99, kenndi við Kent Háskóla um skeið og var auk þess í rannsóknarstöðu við háskól- ann samhliða doktorsnáminu. Nú rannsóknasérfræðingur hjá Capacent Gallup Eftir heimkomuna hóf Brynja störf hjá ParX, 2004, þar sem hún Brynja Bragadóttir 40 ára Ræktar garðinn og fjöl- skylduna í Fossvoginum Rómantík Hjónin Brynja og Ragn- ar, uppá klædd, á góðri kvöldstund. Ferðaþreyta Brynja og Ragnar með Ingu Björk og Valgerði í borg í Belgíu. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Þórdís Þórðardóttir hefur varið doktorsritgerð sína „Menn- ingarlæsi - Hlutverk barnaefnis í uppeldi og menntun telpna og drengja í tveimur leikskólum“ við uppeldis- og mennt- unarfræðideild Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Um er að ræða blandaða rannsókn á menningarlæsi elstu barnanna í tveimur leikskólum í Reykjavík. Menningarlæsi leikskólabarna er sú þekking á barnaefni sem gagnaðist börnunum sem tóku þátt í rannsókninni til virkar þátttöku í samræðum, leik og skapandi starfi í leikskólunum og færði þeim jafnframt virðingarsess í jafningjahópnum. Markmiðið með rannsókninni var að skapa nýja þekkingu á hlutverki barna- efnis í uppeldi og menntun íslenskra leikskólabarna sem gæti gagnast leik- skólakennurum til að draga úr menningar- og félagslegri mismunun í leik- skólum. Doktor í uppeldisfræðum Reykjavík Þórarinn fæddist 3. mars. Hann vó 4.020 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Steinunn Anna Kjartansdóttir og Hallbjörn Magn- ússon. Nýir borgarar Akranes Ethan Agnar fæddist 15. ágúst kl. 11.47. Hann vó 3.520 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Valey Benediktsdóttir og Stephen John Watt. Nýir borgarar SMIÐJUVEGI 10 (GRÆN GATA) | 200 KÓPAVOGI | SÍMI 414 8400 / 414 8409 | HEXA.IS | HEXA@HEXA.IS SÉRHÆFT FYRIRTÆKI Í STARFSMANNAFATNAÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.