Morgunblaðið - 20.03.2012, Page 30

Morgunblaðið - 20.03.2012, Page 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2012 Giacomo Puccini (1858-1924)var meðal síðustu stóruhöfunda óperusögunnarer héldu tryggð við dúr og moll. Þó að sum verk hans væru lituð impressjónískum áhrifum þá svífur hin flæðandi ítalska melódík mest yfir vötnum, og ytri einfaldleiki er jafnan í fyrirrúmi svo minnt getur á sígræn dægurlög; að vísu við óvenju- fágaða orkestrun og hljómabeitingu undir niðri. Að meðtöldu listrænu inntaki og hlýju næmi fyrir mann- legri nánd er því ekki undarlegt að verk eins og La Bohème, Tosca, Ma- dama Butterfly og Turandot skuli enn í dag halda óskertum velli meðal vinsælustu ópera leikhússviða um allan heim. „Bóheimska stúlkan“ hlaut Eld- borgarfrumraun sína á föstudag fyr- ir að vonum uppseldum húsum. Þetta var jafnframt önnur óp- eruuppfærslan í tæpri ársgamalli sögu nýja hljómleikasalarins og lék ugglaust mörgum forvitni á að sjá hvernig til tækist að fenginni frum- reynslu af Töfraflautu Mozarts í fyrra, enda þegar alkunnugt að sal- urinn er ekki hannaður til óp- eruflutnings – sízt hvað sjónrænu hliðina varðar. Það er því ánægjuefni að játa strax hversu sannfærandi „senu- skipti“ náðust nú fram miðað við fyrstu tilraun. Aðallega þökk sé snjallri tvínýtingu á glerveggs- bakgrunni, sem með mismunandi lýsingu var ýmist kamesgluggi séð- ur að innan eða framhlið á veitinga- húsi í latínuhverfi Parísar. Gæfu- muninn gerði samt sú lánsama staðreynd hvað heyrð konsertsal- arins er vel heppnuð til söngs, hvort heldur af sviði, svölum eða salargólfi – líkt og fyrrum tíðkaðist í þrengslum Gamla bíós, en hér með mun betri hljómgun. Annað sem maður tók fljótlega eftir var hvað söngvarar og hljóm- sveit voru nú öllu samstilltari en í Töfraflautunni, jafnt styrkrænt sem í tíma – ólíkt því þegar söngvarar virtust stundum æða fram úr sveit- inni. Þó allir hljóti að hafa lært af fyrri reynslu, má án efa eigna unga hljómsveitarstjóranum mestan heið- ur, og því óhætt að fullyrða að hann vaxi með hverri raun. Svo kláruð sé útlitshliðin supu sögumeðvitaðir óperukerar óneit- anlega hveljur við að sjá hér enn eitt dæmið um róttæka tilfærslu um- hverfis í tíma, líkt og óperuleik- stjórar hafa keppzt við í síauknum mæli síðustu 50 ár, sbr. Makbeð Verdis í amerískum mafíósafansi eða pípuhatts-æsir Chéraus í „Krupp“-hring Wagners. Í stað júlí- byltingarársins 1830 voru búningar hafðir frá ofanverðu Belle époque fagurskeiði um 1910 (Marcello mál- ari var nú orðinn kvikmyndari) og sumt allt til 1958 (plasthúlahringir götusirkussins!) En sem betur fór truflaði það lítt músíkina, og götu- senan við Momus-kaffihúsið var sprellfjörugt sjónarspil með akróba- tík, lúðrasveit o.fl., jafnvel þótt stappaði nærri mörkum holly- woodsks „overkills“. Þess bar að gæta. Því þó að öm- urleg söguumgjörð listaspíranna væri jöfnuð laufléttum gálgahúmor, var atburðakjarni óperunnar vita- skuld rómantísk harmsaga þeirra Rodolfos skálds og Mímíar sauma- konu er lézt úr tæringu í lokin. Tón- ræn hluttekning höfundar er auð- heyrð og áhrifamikil að sama skapi, og verkefni einsöngvara eftir því af- mörkuð. Gissur Páll tók að vísu nokkra misvel heppnaða áhættu í hæðinni, en var almennt hinn ákjósanlegasti Rodolfo með þéttum og kraftmiklum tenór sínum. Mímí Huldu Bjarkar var innileg við hæfi; frábærlega leik- in og sungin þó að röddin mætti að mínum smekk vera ögn fókusaðri. Hinir bóhemarnir þrír, Ágúst, Jó- hann Smári og Hrólfur, voru til fyr- irmyndar góðir í sínum hlutverkum, jafnt í söng sem í líflegum sjónleik, ásamt Herdísi Önnu í blaðskellandi daðurdrósarhlutverki Músettu. Þá var Bergþór oft óviðjafnanlega fynd- inn sem Benoît leigusali og Alc- indoro. Hafi varla séð snöggan blett á ein- söngvurunum, átti það sízt heldur við Óperukórinn er ætti að vera upp- lagður kandídat í alþjóðlega óp- erukórakeppni. Hinn hressi barna- kór í útisenunum var tær og tandurhreinn í hvívetna, fyrir utan krakkana úr lúðrasveitinni er blésu sinn mars af ótíndri fagmennsku. Að öllu meðtöldu: frábær skemmtun og frammistaða, er ætti ef að líkum lætur að eiga inni nokkra viðurkenningu frá erlendum óperu- tímaritum. Táp, fjör og tæring Morgunblaðið/Árni Sæberg Glæsilegt „Að öllu meðtöldu: frábær skemmtun og frammistaða, er ætti ef að líkum lætur að eiga inni nokkra við- urkenningu frá erlendum óperutímaritum,“ segir m.a. í dómi Ríkarðs um La Bohème í Eldborg Hörpu. Óperabbbbn Puccini: La Bohème (1896). Hulda Björk Garðarsdóttir S (Mímí), Gissur Páll Gissurarson T (Rodolfo), Ágúst Ólafs- son Bar. (Marcello), Jóhann Smári Sæv- arsson B (Colline), Bergþór Pálsson Bar. (Benoît / Alcindoro), Hrólfur Sæ- mundsson Bar. (Schaunard) og Herdís Anna Jónasdóttir S (Músetta) ásamt Kór, Barnakór og Hljómsveit íslenzku óperunnar. Hljómsveitarstjórn: Daníel Bjarnason. Leikstjórn: Jamie Hayes. Leikmynd: Will Bowen. Búningar: Fil- ippía I. Elísdóttir. Lýsing: Björn Berg- steinn Guðmundsson. Myndvinnsla: Henrik Linnet. Leikmunir: Stella Sig- urgeirsdóttir. Föstudaginn 16. marz kl. 20 í Eldborg í Hörpu. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Hulda Proppé veltir því fyrir sér í hádegisfyr- irlestri á vegum Sagnfræðinga- félags Íslands í dag hvernig bandarískir sér- fræðingar í mál- efnum Sovétríkj- anna á tímum kalda stríðsins sjá störf sín í sögu- legu, menningarlegu og pólitísku samhengi. Yfirskrift fyrirlesturs- ins er „Mannfræði minninga - end- ursköpun fortíðar í nútíð“. Hann er í fyrirlestraröðinni Hvað eru minningar? og hefst í Þjóðminja- safninu kl. 12.05 í dag. Hulda Proppé er með mastersgráðu í mannfræði. Að mastersnámi loknu vann hún að rannsóknum á kyn- ferði á heimskautasvæðinu með áherslu á stjórnun og nýtingu auð- linda. Hún vann einnig sem sér- fræðingur hjá Sameinuðu þjóð- unum og er að ljúka doktorsnámi í Cambridge. Doktorsverkefnið fjallar um hvernig hugmyndir um óvini verða til og þá sérstaklega hlut valds, þekkingar og pólitíkur í því ferli. Hvernig sérfræð- ingar kalda stríðs- ins líta á störf sín Hulda Proppé Sara og Svanhildur Vilbergsdætur opnuðu sýningu sína, Systrasögur - Lífið í töfraspegli, í Listasafni Ísa- fjarðar, Gamla sjúkrahúsinu, á laugardaginn var. Sýningin kom þangað vestur frá Listasafni ASÍ í Reykjavík, þar sem hún fékk met- aðsókn, en allt að 2000 gestir munu hafa séð hana fyrir sunnan. Á sýningunni eru svokölluð dú- ettmálverk og innsetningar sem þeim tengjast. Verkin vinna syst- urnar saman frá grunni en þær hafa málað saman síðustu ár. Þær bregða upp myndum af sjálfum sér í ýmsum aðstæðum og leita meðal annars fanga í gömlu ævintýr- unum, listasögunni og slúðurpress- unni. Sýningin í Listasafni Ísafjarðar stendur til 21. apríl og er opin frá kl. 13-18 virka daga og kl. 13-16 á laugardögum. Allir eru velkomnir og hvattir til að líta við og skoða ærslafullan myndheim systranna. Í grænni lautu Eitt verkanna á sýningu Söru og Svanhildar á Ísafirði. Systrasögur á striga á Ísafirði Hljómsveitin OC/DC kemur fram á níundu tónleikum jazz- tónleikarað- arinnar á KEX Hostel, Skúla- götu 28, í kvöld, þriðjudag. Hljómsveitin sækir nafnið til hetju frjálsa djassins, þeirra Ornette Coleman og Don Cherry, og flytur frísklegan frjálsdjass eftir Coleman. Hljómsveitina skipa þeir Snorri Sigurðarson á trompet, Steinar Sig- urðarson á altó-saxófón, Valdimar K. Sigurjóns á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og standa í um það bil tvær klukku- stundir. Aðgangur er ókeypis. OC/DC leikur frjálsdjass á KEX Matthías M.D. Hemstock fást hjá okkur L A U G A V E G I 3 2 · S J A D U . I S Komdu og sjáðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.