Morgunblaðið - 20.03.2012, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.03.2012, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2012 Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Hljómsveitin The Vintage Caravan vann hljómsveitarkeppnina Global Battle Of The Bands en til úrslita kepptu ásamt sigurvegurunum Alchemia, I Need Pills To Sleep, Trust The Lies, Morning After Youth og My Brother Is Pale. „Mér datt aldrei í hug að við myndum vinna keppnina og við vorum eiginlega mest hissa á því sjálfir að vinna,“ segir Óskar Logi Ágústsson, gítarleikari Vintage Caravan. Að hans sögn var keppn- in mjög hörð enda margar góðar hljómsveitir að keppa um fyrsta sætið. „Morning After Youth voru frábærir og fleiri hljómsveitir eins og t.d. Mammoth stóðu sig vel.“ Óskar segir að keppnir eins og þessi séu alltaf skemmtilegar en það sé öðruvísi að spila í keppni en á hefðbundnum tónleikum. „Mér fannst ég ekki spila jafn vel í keppnum, sérstaklega í sóló- köflum, og á t.d. tónleikum. Keppnir eins og þessi eru aðeins fyrir utan það svæði sem mér líður best í og það getur haft áhrif á tónlistina.“ Þrátt fyrir það var Óskar valinn gítarleikari Músíktil- rauna árið 2009 og nú er hann og hljómsveit hans á leiðinni til Rúm- eníu að keppa til úrslita fyrir hönd Íslands. Vintage Caravan hefur spilað saman frá 2006 með nokkrum breytingum þó. Árið 2009 tók hljómsveitin síðan þátt í Músíktil- raunum og lenti í þriðja sæti ásamt því að Óskar Logi var val- inn gítarleikari keppninnar það ár- ið. Klassískt rokk síðan 2006 Við spilum mest klassískt rokk með smáprogressive rokk áhrifum eða prog rokk. Músíktilraunir komu okkur líka á kortið og við höfum verið að spila nokkuð, bæði á hátíðum og skemmtistöðum eftir það. Þá gáfum við út plötuna Vin- tage Caravan sem fékk fínar við- tökur.“ Ákvörðun strákanna að taka þátt í forkeppni Global Battle Of The Bands hér heima segir Óskar fyrst og fremst hafa komið til af því að þeir hafi ekki spilað mikið saman undanfarið og var farið að langa að koma fram aftur. Í keppninni þurfa hljómsveitir að spila frumsamin lög og margar hljómsveitir semja lög sérstaklega fyrir keppnina. Óskar segir að þeir hafi ekki samið lög sér- staklega fyrir forkeppnina heldur valið þrjú af sínum bestu lögum. „Við fórum í keppnina með þrjú af okkar vinsælustu lögum. Við sjáum svo til hvað við gerum fyrir aðalkeppnina í Rúmeníu,“ segir Óskar og útilokar ekki að þá muni þeir flytja ný lög. Vintage Caravan sigraði í baráttu bandanna  Fara til Rúmeníu í sumar og keppa í úrslitakeppninni Ljósmynd/Sara Rut Sigurvegaranir Strákarnir í Vintage Caravan spila klassískt rokk og blús og hafa gert síðan 2006 þegar hljómsveitin var stofnuð. Sjónvarpstöð Oprah Winfrey sem fór í loftið í byrjun árs árið 2011 hefur hætt við fram- leiðslu og sýningu spjallþáttar Rosie O’Don- nell eftir aðeins fimm mánuði fyrir það að ná ekki að draga áhorfendur að skjánum. Fyrsti þátturinn fór vel af stað og var hátt í hálf milljón manna sem horfði á þáttinn í október. Síðan þá hefur fjarað verulega undan þætt- inum og undir það síðasta var áhorfið ekki nema um 200.000 sem þykir ekki nægilega gott til að réttlæta áframhaldandi tökur á honum. Rosie O’Donnell segist þó ekki ósátt við Oprah Winfrey. „Það er alltaf erfitt að vinna upp áhorf og sérstaklega á nýrri sjón- varpsstöð. Ég vildi óska að þátturinn hefði heppnast betur og fengið betri móttökur frá áhorfendum en svo var ekki og því ætla ég að snúa aftur til New York,“ sagði Rosie. Oprah Winfrey rekur Rosie O’Donnell zzzzz Sjónvarp Winfrey segir Rosie hafa gert sitt besta. Sena klassík kynnir í samstarfi við The Royal Opera House og The Royal Ballet beina út- sendingu frá London á fimmtudaginn kl. 19:15 á ballettinum Rómeo og Júlía. Rómeó og Júlía er fyrsti ballettinn sem Kenneth MacMillan samdi í fullri lengd, en hann var frumsýndur árið 1965. Frá þeim tíma má segja að Rómeó og Júlía sé hálfgert kenni- mark á The Royal Ballet, en verkið hefur ver- ið sett upp út um allan heim og verið feiki- vinsælt. Þess má geta að verkið hefur verið sett upp yfir 400 sinnum af The Royal Ballet. Bein útsending verður frá sýningunni í Há- skólabíó og gefest því íslenskum áhugamönn- um einstakt tækifæri til að sjá þessa sýningu með lítilli fyrirhöfn. Það er Federico Bonelli sem fer með hlutverk Rómeó og Lauren Cuthbertson með hlutverk Júlíu. Rómeo og Júlía í beinni nú á fimmtudaginn Konuglegur ballet Federico Bonelli túlkar hlut- verk Rómeós í uppfærslu The Royal Ballet í London. Hópur spænskra listunnenda, sem voru hér í helgarferð, var ánægður með upplifunina. Þeim þótti merki- legt að stórar sýningar á verkum tveggja af þeirra kunnustu lista- mönnum væru í helstu söfnum Reykjavíkur; voru á leið á opnun á verkum hins nýlátna Tapies á Kjar- valsstöðum og búin að sjá sýningu Santiagos Sierras í Hafnarhúsinu. Þar rákust spænsku gestirnir á annan listunnanda, Yoko Ono, og ræddi hún við þá. Þau heimsóttu líka sýninguna Skjól í Listasafni ASÍ og sáu La Bohemé í Hörpu. Morgunblaðið/Ómar Yoko ræddi við menningartúrista blurb.com  Frá höfundi Death at a Funeral.Frábær gamanmynd með sótsvörtum húmor FRÁBÆR ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA VANESSA HUDGENS, MICHAEL CAINE OG DWAYNE „THE ROCK“ JOHNSON TRYGGJA ÓSTÖÐVANDI BÍÓSKEMMTUN MÖGNUÐ ÞRÍVÍDD Time  Movieline  Myndin sem hefur setið síðustu 3 vikur á toppnum í Bretlandi og notið gríðarlega vinsælda í USA. Ein besta draugamynd síðari ára EGILSHÖLL 16 16 L 7 7 ÁLFABAKKA 10 7 7 7 7 12 12 VIP 16 16 16 16 KEFLAVÍK 12 AKUREYRI PROJECT X kl. 6 - 8 - 10:10 2D PROJECT X VIP kl. 6 - 8 - 10:10 2D JOHN CARTER kl. 5:20 - 8 - 10:40 3D JOHN CARTER kl. 10:10 2D THE WOMAN IN BLACK kl. 8 - 10:10 2D JOURNEY 2 kl. 5:50 2D A FEW BEST MEN kl. 8 - 10:30 2D HUGO Með texta kl. 5:30 - 8 2D CONTRABAND kl. 5:50 2D L L 7 7 7 16 KRINGLUNNI 16 16 16 PROJECT X kl. 8 - 10:10 2D JOHN CARTER kl. 5:20 - 8 - 10:10 3D THE WOMAN IN BLACK kl. 8 - 10:10 2D JOURNEY 2 3D kl. 5:50 3D BEAUTY & THE BEAST - 3D M/ ísl. Tali kl. 6 3D PROJECT X kl. 5:50 - 8 - 10:10 2D JOHN CARTER kl. 5:10 - 8 - 10:10 3D JOURNEY 2 kl. 5:50 - 8 3D THE WOMAN IN BLACK kl. 8 - 10:10 2D FRÍÐA OG DÝRIÐ m/ísl tali kl. 6 3D 7 12 12 SELFOSS JOHN CARTER kl. 5:20 - 8 - 10:40 A FEW BEST MEN kl. 6 THIS MEANS WAR kl. 8 - 10:20 PROJECT X kl. 8 2D JOHN CARTER kl. 10 3D A FEW BEST MEN kl. 8 - 10 2D PROJECT X kl. 8 2D SVARTUR Á LEIK kl. 10:10 2D A FEW BEST MEN kl. 8 - 10:10 2D SKRÍMSLI Í PARÍS ísl tali kl. 6 2D JOHN CARTER kl. 5:30 2D FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS. SÝND Í 2D OG 3D PLEASANT SURPRISE - C.B, JOBLO.COM  - New York Times  - Time Out New York  - Miami Herald  MÖGNUÐ ÆVINTÝRAMYND Í 3D „Hin brjálæðislega fyndna Project X er málið. Hún fer alla leið er auk þess kærulaus og tilbúin í fjörið. Hverjum líkar ekki við það?“ Rolling Stone Geðveikt grín í geggjuðustu partýmynd allra tíma! vinsælasta myndin í heiminum í dag Tri ehf. Suðurlandsbraut 32 104 Reykjavík www.tri.is Verslunin er opin: Alla virka daga kl. 09:00-18:00 Laugardaga kl. 10:00-16:00 Barnahjól í miklu úrvali TEAM KID 200 GIRL Verð: 49.990 kr. TEAM KID 160 BOY Verð 39.990 kr. TEAM KID 160 GIRL Verð 39.990 kr. TEAM KID 240 GIRL Verð: 59.990 kr. TEAM KID 260 TEAMLINE Verð: 69.990 kr. 16“ 16“ 20“ 24“ 26“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.