Morgunblaðið - 20.03.2012, Síða 36

Morgunblaðið - 20.03.2012, Síða 36
ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 80. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Kvörtun frá Mourinho hjálpaði … 2. Hef lært að lifa með áföllunum 3. Reykjanesbraut lokuð vegna slyss 4. Sáttur við endurgreiðslur frá … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Breski tónlistarmaðurinn og plötu- snúðurinn Blawan spilar í útgáfu- partíi veggspjaldabókarinnar Takta- brot á Faktorý laugardaginn 24. mars næstkomandi. Ásamt Blawan koma fram plötusnúðar breakbeat.is. Rísandi danstónlist- arstjarna á Faktorý  Baldur Ragn- arsson, meðlimur Skálmaldar og Ljótu hálfvitanna, hefur vakið athygli fyrir metnaðar- fullan mottuvöxt á Fésbókinni. Baldur hefur nú safnað 135.000 krónum í Mottumarssöfnuninni og er á leiðinni til Kaupmannahafnar á vegum WOW en nafn hans var dregið úr potti dug- mikilla safnara á Rás 2. Mottumeistarinn Baldur Ragnarsson  Sérstök frumsýning á 15. kafl- anum í „Skrítnum stelpum“ fer fram í Bíó Paradís á föstudaginn. Enski titillinn er „The Weird Girls Project – Episode 15: Beauty is only skin deep“ og það er Kitty von Sometime sem er höfundur og leikstjóri. Verkið er ádeila á vaxandi líkams- breytingar og lýta- aðgerðir hjá kven- fólki. Skrítnar stelpur í Bíó Paradís á föstudaginn Á miðvikudag Suðvestlæg átt, 8-13 m/s og slydda eða rigning með köflum S- og V-lands. Úrkomulítið NA-til. Hiti 0 til 5 stig. Á fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag Suðlæg átt og víða væta, en þurrt að kalla á NA-landi. Hlýtt í veðri. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlæg átt, 3-10 m/s og úrkomulítið en austlægari og rigning sunnanlands síðdegis. Hiti 0 til 7 stig. VEÐUR Keflvíkingar léku ÍR-inga grátt í úrvalsdeild karla í körfubolta í gærkvöldi og unnu þá með 32 stiga mun. ÍR-ingar eru þar með úr leik í baráttunni um sæti í úr- slitakeppninni og Tindastóll er jafnframt öruggur áfram. Litlu munaði að Valur ynni fyrsta sigurinn á tíma- bilinu en Þór í Þor- lákshöfn slapp fyrir horn og vann að lokum. »4 ÍR úr leik eftir skell í Keflavík Akureyringar fóru á kostum gegn FH Haukar urðu fyrstir til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni um Ís- landsmeistaratitil karla í hand- bolta þegar þeir unnu HK örugg- lega í Digranesi í gærkvöldi. Haukar eru með tveggja stiga forystu þegar tveimur umferðum er ólokið. Varnarleikurinn og markvarslan voru aðalsmerki Haukanna. »2-3 Haukar fyrstir í úrslitakeppnina ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Að minnsta kosti 15 eyruglur og nokkrar branduglur hafa sést í Laugardalnum í Reykjavík und- anfarnar vikur. Eyruglur sáust fyrst hérlendis fyrir rúmum áratug en branduglur hafa verið hér lengi auk þess sem snæuglur má sjá af og til. Þorsteinn Sigurðsson gengur reglulega með hundinn Pjakk um Laugardalinn og um helgina rakst hann á branduglu á staur skammt frá Sunnuveginum. Nokkrum dög- um áður hafði hann séð aðra uglu í blómabeði við Þvottalaugarnar. „Hún var sallaróleg, mjög nálægt göngustígnum,“ segir Þorsteinn um brandugluna og bætir við að hún hafi fylgst vel með hundinum úr nokkurra metra fjarlægð. „Þau horfðust í augu og það var mjög skondið að fylgjast með þeim.“ Hópsálir og einfarar Hannes Hafsteinsson, garðyrkju- fræðingur í Laugardal og fugla- áhugamaður, hefur fylgst grannt með uglunum. Hann segir að í jan- úar sl. hafi sést 18 uglur í dalnum og þar af að minnsta kosti 15 eyruglur. Hann segir þekkt erlendis að eyr- uglur haldi hópinn og hann hafi til dæmis heyrt af um 300 fuglum á sama náttstaðnum í Hollandi. Branduglurnar séu meiri einfarar. Þótt eyrugla hafi sennilega byrjað að verpa hérlendis 2001 hefur hún ekki sést reglulega. Hannes seg- ir að svo virðist sem sæmilegur stofn hafi byggst upp og síðan hafi þessi hópur á leið til vetr- arstöðva í Evrópu bæst við í haust. Því megi ætla að ugl- urnar sem hafi sést í vetur séu blanda af íslenskum og erlendum eyruglum. 1977 hafi sést um 20 uglur en frá því í haust hafi sést á milli 40 og 50 fuglar. Þar af hafi fimm sést í Vest- mannaeyjum, nokkrir á Norðurlandi og aðrir á Austurlandi fyrir utan uglur á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. „Það er kominn varps- tofn, það er alveg greinilegt,“ segir hann. Nægt fæði Hannes segir að hann og fleiri hafi fundið eyruglur í varpi á a.m.k. 10 stöðum í fyrrasumar. Það sé þekkt erlendis að eyruglan sé vanmetin enda eigi hún auðvelt með að fela sig í skógum, þar sem fæðan sé m.a. hagamýs. Í Laugardalnum hafi hún étið þresti og það sjáist að ugla hafi verið á ferð en ekki smyrill því eyr- uglan klippi af þeim vængina. Uglum fjölgar víða um land  Branduglur og eyruglur víða í Laugardalnum Ljósmynd/Þorsteinn Sigurðsson Brandugla í Laugardal Eyrun eru minni en á eyruglu og augun eru gul en eyrugla er með appelsínugul augu. Branduglur hafa verpt á Íslandi að staðaldri frá því snemma á síð- ustu öld. Snæugla er flækingsfugl hérlendis og eyruglur eru ný- lega farnar að verpa hérna. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur segir að uglur séu úti um allt og bendir á að margar eyruglur hafi komið til landsins í haust sem leið. Töluvert hafi líka sést af þeim á Hjaltlandi og í Fær- eyjum á sama tíma. Engin skýring sé á þessu en uglur hafi komið í göngum áður, t.d. 1974-1975 og 1981-1982. Eyruglur hafa verið hér í rúman áratug en fyrsta hreiðrið fannst 2003. Í fyrrasumar hafi hreið- urleit hafist og nokkur pör hafi fundist á Suðurlandi, en talið sé að 10-20 eyruglupör verpi hérlendis og 300-500 branduglu- pör. Eyruglan sækir í sig veðrið UGLUM FJÖLGAR JAFNT OG ÞÉTT Á ÍSLANDI Eyrugla Akureyringar fóru á kostum gegn Ís- landsmeisturum FH í handknattleik í gærkvöldi og voru með tíu marka for- skot skömmu fyrir leikslok en unnu þá að lokum 30:26. Bar- áttan um sæti í úr- slitakeppninni er geysilega tvísýn þar sem fimm lið, FH, Ak- ureyri, HK, Fram og Valur, bítast um þrjú sæti í tveimur síðustu umferð- unum. »2-3

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.