Morgunblaðið - 27.03.2012, Side 1

Morgunblaðið - 27.03.2012, Side 1
 Reykjavík- urborg hefur fyrir hönd Strætó bs. auglýst eftir tilboðum frá verktökum í akstur al- mennings- vagna á milli Reykjavíkur og Akureyrar annars vegar og hins vegar á milli Ak- ureyrar og Reykjavíkur. Nýtt fyrirkomulag tekur gildi í haust og hefur m.a. í för með sér styttri stopp og styttri aksturstíma, auk nýrra leiða á köflum. Sérleyf- isakstur eins og verið hefur til fjölda ára, fellur þá niður. »6 Með strætó frá Reykjavík til Akureyrar í haust Þ R I Ð J U D A G U R 2 7. M A R S 2 0 1 2  Stofnað 1913  73. tölublað  100. árgangur  WAYNE ROONEY KOM UNITED Í EFSTA SÆTIÐ GEKK 1.000 KÍLÓMETRA Á 42 DÖGUM VILJA TANNBURSTUN Í LEIKSKÓLUM SILFURVEGURINN MÁLÞING 18ENSKI BOLTINN ÍÞRÓTTIR Tannheilsa barna á Íslandi er slæm Hjúkrunarheimili á höfuðborgar- svæðinu hefur farið fram á gjald- þrotaskiptameðferð heimilismanns vegna ógreidds dvalarkostnaðar og verður sú beiðni tekin fyrir fljótlega í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þetta kemur fram í grein sem Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrir- tækja í heilbrigðisþjónustu, ritar í blaðið í dag. „Þetta hljómar ótrúlega en er engu að síður blákaldur veruleiki. Þar að auki er það nú heldur nöturlegt að sá aðili sem hjúkrar og sinnir velferð heimilismannsins skuli einnig vera settur í þá ömur- legu aðstöðu að þurfa að gera skjól- stæðing sinn gjald- þrota,“ segir Gísli Páll. Samkvæmt upp- lýsingum frá Tryggingastofnun ríksins bar manninum, sem fæddur er árið 1943, að greiða 1,3 milljónir kr. vegna ársins 2010 og svo 311.741 krónu á mánuði á yfirstandandi ári eða samtals 3,7 milljónir í ár. Þessi heimilismaður hefur aldrei greitt krónu af þessum kröfum og hefur hjúkrunarheimilið falið innheimtufyr- irtæki að innheimta skuldina. Tapið hvergi bætt Staða málsins nú er sú að búið er að fara fram á gjaldþrotaskiptameðferð en beiðni um gjaldþrot er nauðsynleg til þess að ganga úr skugga um hvort heimilismaðurinn geti greitt þessa kostnaðarhlutdeild. Verði niðurstað- an sú að maðurinn verði úrskurðaður gjaldþrota tapar hjúkrunarheimilið rúmlega fimm milljónum króna og fær það tap hvergi bætt. »20 Heimili biður um gjaldþrot  Íbúi getur ekki greitt dvalarkostnað á hjúkrunarheimili  N1 hækkaði verð sitt á bensíni gær og kostar lítrinn nú 266,50 krónur. Að sögn Magn- úsar Ásgeirs- sonar, inn- kaupastjóra N1, er ástæðan mikil hækkun á heimsmarkaðsverði und- anfarið. „Ég óttast að það hækki enn frekar. Ég sé enga lækkun í augna- blikinu á heimsmarkaðsverðinu, því miður,“ segir hann. kjartan@mbl.is Bensínlítrinn hækk- aði hjá N1 í gær Þórður Clausen Þórðarson, bæjar- lögmaður Kópavogsbæjar, lagði til við Sigrúnu Ágústu Bragadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Líf- eyrissjóðs Kópavogs, að hún hagaði skýrslugjöf sinni fyrir dómi og vitn- isburði fyrir saksóknara, vegna lán- veitingar sjóðsins til Kópavogsbæjar á þann veg, að hún segði að Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogs, hefði „stjórnað öllu ferl- inu“. Þetta kemur fram í hljóðritun á símtali á milli Þórðar og Sigrúnar Ágústu, sem blaðamaður Morg- unblaðsins hefur hlýtt á. Bæjar- lögmaðurinn lýsir stjórnarháttum Gunnars Birgissonar með orðunum „Terror Management“ (hræðslu- stjórnun) og segir bæjarlögmaður- inn við Sigrúnu Ágústu að í þessu felist hennar vörn. Vísaði lögmað- urinn til þess í samtalinu við Sigrúnu Ágústu að Gunnar Birgisson hefði hótað henni brottrekstri úr starfi. Ofangreind hljóðritun hefur nú verið send ríkissaksóknara, en áður hafði endurritun af upptökunni verið send til embættisins. agnes@mbl.is »2 Segir að Gunnar hafi beitt hræðslustjórnun Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Þetta er í fljótu bragði veiðileyfagjald á Vestmannaeyjar upp á 4-4,5 milljarða. Í sjálfu sér er ekkert flókið að lýsa af- leiðingunum. Það verður að óbreyttu ekki stundaður sjáv- arútvegur í núverandi mynd eftir að slíkt frumvarp um veiðigjald hefur tekið gildi. Fyrirtæki leggja einfaldlega upp laupana,“ segir Sigurgeir B. Kristgeirsson, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, um afleiðingar frumvarpsins fyrir greinina. Spurður hvort veiðigjaldið sem lagt er til muni ógna rekstrargrundvelli útgerðarfyrirtækjanna svaraði Stein- grímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra því til að fyrir- tækin hefðu borð fyrir báru til að greiða gjaldið. Munu ekki geta staðið í skilum „Skattlagningin tekur burt allan hagnað og alla greiðslugetu úr fyrirtækjunum og þau munu ekki standa í skilum með afborganir af lánum. Þau geta ekki haldið við tækjum og tólum. Þau fara á hliðina,“ segir Sigurgeir. „Við þurfum náttúrlega að gefa okkur tíma til að skoða frumvarpið og alla þætti þess. Það sem vekur athygli er að veiðileyfagjald er ekki bara lagt á útgerð heldur á fisk- vinnslu líka sem að þýðir auðvitað að útgerðir án fisk- vinnslu verða látnar greiða mjög mikið. Allur tekjuskatt- ur í útgerð mun hverfa við þessa breytingu, hann er nú 20% af hagnaði. Ég hefi reynt í fljótu bragði að átta mig á hvaða áhrif nýja veiðileyfagjaldið hafi haft á útgerðina í landinu árin 2000-2009. Niðurstaðan er sú að veiðileyfagjaldið jafngildir 200% tekjuskatti í stað 20% tekjuskatts nú. Þannig hverfur all- ur ávinningur og hvati af því að reka útgerðarfyrirtæki. Með öðrum orðum verður útgerðin þjóðnýtt í gegnum skattlagningu. Þetta þýðir að það er verið að gera alla útgerð og öll út- gerðarfyrirtæki verðlaus. Og meira en það: Þau munu aldrei geta greitt af lánum sínum. Í mínum huga slær þetta beint inn í bankana og þannig inn í ríkissjóð í gegn- um Landsbankann,“ segir Sigurgeir. „Útgerðin þjóðnýtt“ Morgunblaðið/Golli Sjávarútvegsmál Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir kynna nýju kvótafrumvörpin.  Útgerðarmaður telur frumvarp leiða til fjöldagjaldþrota  Sjávarútvegsráðherra telur útgerðina ráða við veiðigjaldið MFrumvarp um fiskveiðistjórnun 2/4 Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra segir nýju kvótafrum- vörpin um stjórn fiskveiða og veiði- gjöld munu auka jafnræði, at- innufrelsi og nýliðun í greininni. „Hér er um að ræða eitt mikil- vægasta mál ríkisstjórnarinnar. Ég held að það sé óhætt að segja að hér sé á ferðinni mál sem felur í sér miklar kerfisbreytingar í sjávar- útvegi, mál sem á eftir að sæta miklum tíðindum,“ sagði Jóhanna á blaðamannafundi um málið í gær. „Það sem mér finnst mikilvægast í þessum frumvörpum … er að þau fela í sér jafnræði, atvinnufrelsi og nýliðun sem við leggjum mikla áherslu á. Það er verið að opna greinina miklu meira en hefur ver- ið með nýliðun. Það sem skiptir máli er að arðurinn rennur í miklu meiri mæli til þjóðarinnar með þeim tillögum sem hér eru lagðar fram heldur en verið hefur.“ Frumvörpin greiði fyrir nýliðun og auki jafnræði í greininni „Frumvarpið um veiðigjald er eyðilegging á sjávarútveginum. Það er vegna þess að nánast allur hagnaður er tekinn út úr greininni. Þær upplýsingar sem hafa komið frá ríkisstjórninni um að sérstaka veiðigjaldið muni nema 11-13 milljörðum, að með- töldum frádráttarliðum, er röng tala. Talan er nærri 32 milljörðum og það er nánast tíföldun á veiði- gjaldinu,“ segir Adolf Guðmunds- son, formaður LÍÚ. „Það er nánast allur hagnaður tekinn úr greininni.“ „Nánast tíföldun á veiðigjaldinu“ og étur upp hagnaðinn Adolf Guðmundsson Karlmaður á þrítugsaldri lést þeg- ar sendiferðabíll sem hann ók lenti í árekstri við flutningabifreið á Ólafsfjarðarvegi síðdegis í gær. Slysið átti sér stað við Krossa skammt sunnan Dalvíkur. Einn maður var í hvorum bíl og voru þeir fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri. Ökumaður flutningabifreiðarinnar fékk að fara heim að lokinni skoð- un. Lögreglan á Akureyri vinnur að rannsókn málsins í samstarfi við Rannsóknarnefnd umferðarslysa. Banaslys á Ólafs- fjarðarvegi 10

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.