Morgunblaðið - 27.03.2012, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2012
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Hlýtt hefur verið á Austur- og Norðurlandi undan-
farið. Eftir hádegi í gær mældist t.d. 18,2°C hiti á
Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði, 17,6°C á Seyðisfirði,
17,5°C á Fáskrúðsfirði, 15,8°C í Neskaupstað og
15,2°C hiti á Akureyri.
Trausti Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Ís-
lands, kvaðst ekki geta útilokað að hitamet marsmán-
aðar yrði slegið að þessu sinni og að það gæti legið
nærri því. Hann benti á að mánuðurinn væri ekki bú-
inn og álitamál hvort það gerði kuldakast undir lok
mánaðarins eða ekki.
Mestur hiti í mars hingað til mældist á sjálfvirkri
veðurstöð á Eskifirði árið 2000 en þá mældist þar
18,8°C hiti. Á Sandi í Aðaldal mældist 18,3°C hiti árið
1948 og er það hitamet á mannaðri veðurstöð.
Það sem af var marsmánuði til og með gærdeginum
var meðalhiti orðinn 3,3°C yfir meðallagi árin 1961-90
á Akureyri og tæpum tveimur stigum yfir meðallagi
sömu ár í Reykjavík. Meðalhiti árin 1961-90 var
+0,4°C í Reykjavík en -2,1°C á Akureyri.
Trausti sagði að mars hefði að þessu sinni verið sér-
staklega hlýr á Norður- og Austurlandi. Marsmánuðir
hafa áður verið hlýir og má nefna marsmánuði árin
2003, 2004 og 2005 þegar þeir voru hlýir þrjú ár í röð.
Síðasta áratug hafa marsmánuðir verið mun hlýrri á
Akureyri en þeir voru að meðaltali á árunum 1961-90.
Meðalhitinn á Akureyri var yfir frostmarki fyrrnefnd
þrjú ár á þessari öld líkt og 2007 og 2010.
Nokkuð hvasst hefur verið það sem af er mán-
uðinum. Trausti taldi ólíklegt að slegin hefðu verið
met hvað vindinn varðaði því lítið hefði verið tilkynnt
um foktjón.
Hlýtt hefur verið í 1.200 til 1.300 metra hæð yfir
Norðausturlandi og einkum austanlands. Trausti
skrifaði um það í bloggi að um hádegi á sunnudaginn
var hefði mættishiti mælst 18 stig í mælingu frá Egils-
staðaflugvelli. Mættishiti er sá hiti sem mældist væri
loftið dregið niður að sjávarmáli. Sérstök skilyrði þarf
til þess að þetta hlýja loft leiti niður og ekki líklegt að
það gerist nema þar sem er snjólaust, vindur fellur af
fjöllum og þar sem sólin hjálpar til.
Morgunblaðið/Skapti
Sól á Akureyri Gott veður var á Akureyri í gær – sól og hlýtt, en töluverður sunnanvindur. Börn á leikskól-
anum Pálmholti skoðuðu tíkina Furu sem átti þar leið hjá þegar Guðrún Birgisdóttir var að viðra tíkina.
Hlýindi í mars
Hiti yfir meðallagi það sem af er mars í Reykjavík og á
Akureyri Yfir 18°C á veðurstöð í Vopnafirði í gær
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
„Þessar gjaldtökuhugmyndir eru
miklu skárri en þær sem við höfum
séð áður og byggjast á skynsamlegri
hugsun en frumvarp Jóns Bjarna-
sonar. Ég hef hins vegar áhyggjur af
því að umfangið í fyrstu umferð sé of
mikið og að ákveðin fyrirtæki eigi
ekki eftir að lifa það af,“ segir Daði
Már Kristófersson, dósent í hag-
fræði við Háskóla Íslands.
Hann vann greinargerð um nýja
kvótafrumvarpið að beiðni sjávar-
útvegsráðuneytisins ásamt Þóroddi
Bjarnasyni, prófessor í félagsfræði
við Háskólann á Akureyri, um áhrif
frumvarpsins á sjávarbyggðir og
sjávarútvegsfyrirtæki.
Niðurstaða hans var sú að hækk-
un veiðigjalds væri sá einstaki þátt-
ur frumvarpsins sem hefði mest
áhrif á útgerðir og að það mundi
kippa stoðum undan skuldsettari út-
gerðarfyrirtækjum þó að önnur
gætu hæglega tekist á við það.
Hann gerir athugasemdir við
ýmsa þætti frumvarpsins. Við mat á
sérstöku veiðigjaldi sé engin tilraun
gerð til að meta veginn fjármagns-
kostnað í rekstri útgerðanna og mat
á fjármagnsþörf fiskvinnslunnar sé
ósanngjarnt. Þá eigi veiðigjaldið að
meðaltali eftir að vera hærra en 70%
ef renta útgerðarinnar verður ein-
hvern tímann neikvæð þar sem ekki
sé gert ráð fyrir að hægt sé að draga
neikvæða rentu eins árs frá rentu
þess næsta.
„Ef þetta er ekki gert þarf að
lækka rentugjaldshlutfallið í góðu
árunum ef þú ætlar ekki að skilja út-
gerðina eftir rentulausa. Þá hætta
menn bara að standa í þessu og
hvatinn til fjárfestinga hverfur,“
segir Daði Már.
Skortir langtímastöðugleika
Í þeim hluta greinargerðarinnar
sem fjallar um áhrif á sjávarbyggðir
skrifar Þóroddur að byggðaaðgerðir
frumvarpsins séu ólíklegar til þess
að ná þeim markmiðum sem stefnt
sé að. Fyrst og fremst skorti upp á
langtímastöðugleika sem geti skap-
að grundvöll fyrir uppbyggingu at-
vinnulífs í byggðunum.
Sjávarbyggðirnar séu of margar
til þess að umfangsmikil útgerð sé
rekin í þeim öllum og því þurfi að
skilgreina skýrt stærri atvinnusvæði
þar sem sjávarútvegur sé mikil-
vægur burðarás atvinnulífs.
Ekki sé skynsamlegt að minnka
byggðakvóta um helming þar sem
búast megi við umhleypingum á
næstu árum á meðan útgerðirnar
lagi sig að breyttum aðstæðum og
stjórnvöld þurfi svigrúm til að verja
hagsmuni brothættustu byggðarlag-
anna til skemmri tíma.
Frumvarpið of
umfangsmikið
Ólíklegt að byggðamarkmiðin náist
Gjaldtökuhugmyndir skárri en áður
Þóroddur
Bjarnason
Daði Már
Kristófersson
Agnes Bragdóttir
agnes@mbl.is
Fyrrverandi framkvæmdastjóri Lífeyris-
sjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar, Sigrún
Ágústa Bragadóttir, hefur, samkvæmt upp-
lýsingum Morgunblaðsins, átt í samskiptum
við bæjarlögmann Kópavogs, Þórð Clausen
Þórðarson, þar sem hann lagði til við hana
með hvaða hætti hún gæfi skýrslu fyrir dómi
og svaraði til við yfirheyrslur, vegna lánveit-
inga sjóðsins til Kópavogsbæjar.
Þegar Morgunblaðið náði tali af Sigrúnu
Ágústu í gær vildi hún ekkert um málið
segja. „Málið er nú í höndum saksóknara og
lögmaður minn fer með málið fyrir mína
hönd,“ sagði Sigrún Ágústa.
„Stjórnaði öllu ferlinu“
Samkvæmt hljóðupptöku af símtali á milli
Þórðar Clausen Þórðarsonar og Sigrúnar
Ágústu, sem blaðamaður Morgunblaðsins
hlýddi á í gær, lagði Þórður Clausen Þórð-
arson, bæjarlögmaður Kópavogsbæjar, til
við Sigrúnu að hún léti það koma skýrt fram
í vitnisburði sínum að sá sem „stjórnar öllu
ferlinu (við lánveitingu sjóðsins til Kópa-
vogsbæjar – innskot blm.) er Gunnar Birg-
isson.“ Jafnframt kemur fram í hljóðupptök-
unni að bæjarlögmaður Kópavogs notar
orðin „Terror Management“ þegar hann vís-
ar til stjórnunarhátta Gunnars Birgissonar,
og þar vísar hann til þess að Gunnar hafi
hótað Sigrúnu Ágústu brottrekstri. „Þetta
er vörn þín í málinu,“ segir Þórður Clausen
Þórðarson orðrétt í hljóðupptökunni.
Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins
hittust lögmenn sexmenninganna sem
ákærðir eru á fundi, fyrir nokkru og þar
mun niðurstaðan hafa orðið sú að enginn
þeirra taldi rétt eða fært að notast við þá
málsvörn sem bæjarlögmaðurinn hefði lagt
til.
Hljóðupptaka til ríkissaksóknara
Fyrir skemmstu var Vikan með viðtal við
Sigrúnu Ágústu, þar sem hún rekur mála-
vöxtu þessa þriggja ára gamla máls nokkuð
nákvæmlega. Þar kemur á hinn bóginn ekki
fram að það hafi verið bæjarlögmaður Kópa-
vogs sem lagði að henni að hagræða vitn-
isburði sínum.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins
hafði Sigrún Ágústa þegar í stað samband
við lögmann sinn eftir samskiptin við bæj-
arlögmanninn og greindi honum frá efni
samtalsins við Þórð og lögmaður Sigrúnar
hafði þá þegar samband við ríkissaksóknara.
Hljóðritunin að samtali Sigrúnar Ágústu
og Þórðar hefur nú verið send ríkissaksókn-
ara en áður hafði samtalið verið ritað upp og
sent til saksóknara.
Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins
var Sigrúnu Ágústu ofboðið að lögmaður
bæjarins skyldi beita slíkum vinnubrögðum í
málinu og því hafði hún samband við lög-
mann sinn og hann svo áfram við ríkissak-
sóknara.
Sigrún Ágústa hafi einfaldlega talið að
vara bæri ríkissaksóknara við um það hvaða
vinnubrögðum væri verið að beita í málinu.
Þórður Clausen Þórðarson, bæjarlögmað-
ur Kópavogs, vildi ekkert um málið segja
þegar Morgunblaðið náði tali af honum í
gærkvöldi.
Reyndi að hafa áhrif á vitnisburð
Bæjarlögmaður Kópavogs ráðlagði fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópa-
vogs að bera vitni um að Gunnar Birgisson hefði stjórnað lánveitingum sjóðsins til Kópavogsbæjar
Morgunblaðið/Ómar
„Rammaáætlun er ennþá til afgreiðslu í þingflokkunum. Það bara gafst
ekki tími til að ræða hana [í gær] því við vorum að ganga frá fiskveiði-
stjórnunarfrumvarpinu. Við höfum tíma til föstudags og við munum ná
því,“ segir Magnús Orri Schram, þingflokksformaður Samfylkingarinnar,
um rammaáætlun um flokkun virkjunarkosta.
Hann segir að næsti fundur hjá þingflokki Samfylkingarinnar verði á
morgun og málið verði rætt þar. Þrátt fyrir að stjórnarflokkarnir hafi ekki
verið sammála um í hvaða flokk nokkrir virkjunarkostir eigi að fara segist
Magnús Orri fullviss um að áætlunin verði lögð fyrir þingið í vikunni.
„Rammaáætlun um orkunýtingu verður lögð fyrir á þessu vorþingi og þá
höfum við tíma til föstudags. Það mun ganga eftir,“ segir hann.
Rammaáætlun afgreidd í vikunni