Morgunblaðið - 27.03.2012, Page 8

Morgunblaðið - 27.03.2012, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2012 Landsnet býður til opins kynningarfundar um rekstrarumhverfi fyrirtækisins og framtíðarþróun raforkuflutningskerfisins á Hilton Reykjavík Nordica, 2. hæð (salur H-I), fimmtudaginn 29. mars kl. 9:00 - 12:00. Starfsumhverfi Landsnets: Tekjurammi og hlutverk Landsnets í framtíðarskipan orkumála. Geir A. Gunnlaugsson, stjórnarformaður Landsnets. Rekstrarumhverfi Landsnets: Þróun gjaldskrár og framkvæmdir. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets. Þróun flutningskerfis Landsnets: Þjóðhagslegur ávinningur. Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets. Flutningskerfið og umhverfið: Háspennulínur og strengir. Íris Baldursdóttir, deildarstjóri kerfisstjórnar Landsnets. Fundarstjóri: Þorgeir J. Andrésson, skrifstofustjóri Landsnets. Skráning á kynningarfundinn fer fram á heimasíðu Landsnets, www.landsnet.is. Boðið verður upp á morgunhressingu frá kl. 8:30. Allir velkomnir! Opinn kynningarfundur Landsnets Dagskrá: www.landsnet.is Alltaf leggst okkur eitthvað tilþótt skammdegið sé á und- anhaldi.    Þessi frétt var í gær: „LögmaðurSeðlabanka Íslands krefst þess að Héraðsdómur Reykjavíkur vísi frá máli Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, en hann fer þess á leit að úrskurður Kjararáðs um launakjör hans verði ógiltur.    Tekist er á um málið fyrir hér-aðsdómi í dag.    Þrjár ástæður eru fyrir því aðlögmaður Seðlabankans fer fram á frávísun.    Telur hann að ekki beri að stefnaformanni bankaráðs Seðla- bankans til fyrirsvars en frekar þeim ráðherra sem fari með mál- efni Seðlabankans, að krefjast hafi átt þess að fleiri úrskurðir Kjara- ráðs verði ógiltir og að síðustu að íslenska ríkið ætti einnig að vera aðili að málinu, alla vega sem rétt- argæslumaður.“    Þetta eru flottar kröfur hjá lög-manni Seðlabanka Íslands, sem hann hefur vonandi munað að bera undir bankastjórann.    Nú þarf Jóhanna að drífa sig ímál við forsætisráðuneytið, Össur við stækkunarstjóra sinn, Steingrímur við Björn Val, Jóhann- es eftirherma við Guðna Ágústsson, Ólafur við Ragnar og Ásta Ragn- heiður við Alþingi.    Þá væri þetta borð orðið sæmi-lega dekkað og hægt að bjóða mönnum að gjöra svo vel. Már Guðmundsson Þetta er málið STAKSTEINAR Már Guðmundsson Veður víða um heim 26.3., kl. 18.00 Reykjavík 8 skýjað Bolungarvík 8 rigning Akureyri 13 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 8 skýjað Vestmannaeyjar 8 skýjað Nuuk -2 snjókoma Þórshöfn 8 þoka Ósló 16 heiðskírt Kaupmannahöfn 13 heiðskírt Stokkhólmur 12 heiðskírt Helsinki 5 heiðskírt Lúxemborg 18 heiðskírt Brussel 17 heiðskírt Dublin 15 heiðskírt Glasgow 20 heiðskírt London 16 heiðskírt París 21 heiðskírt Amsterdam 15 heiðskírt Hamborg 8 skýjað Berlín 15 heiðskírt Vín 16 léttskýjað Moskva -2 heiðskírt Algarve 20 heiðskírt Madríd 20 heiðskírt Barcelona 17 heiðskírt Mallorca 20 léttskýjað Róm 22 léttskýjað Aþena 20 léttskýjað Winnipeg 5 skýjað Montreal -1 léttskýjað New York 11 heiðskírt Chicago 5 skýjað Orlando 23 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 27. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:02 20:05 ÍSAFJÖRÐUR 7:04 20:13 SIGLUFJÖRÐUR 6:47 19:56 DJÚPIVOGUR 6:31 19:35 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vilji er til að sækja erlent erfðaefni til að bæta ákveðna eiginleika ís- lenska kúastofnsins. Fulltrúar á að- alfundi Landssambands kúabænda samþykktu að óska eftir að gerð verði áætlun um „innskot“ erfðaefnis í þessum tilgangi. Hvatt er til eflingar ræktunar- starfs íslenska kúastofnsins í álykt- un sem samþykkt var samhljóða, eft- ir miklar umræður á aðalfundi LK um helgina. Bent er á ýmsar leiðir í því efni, meðal annars með betri upplýsingagjöf og hvatningu til bænda. Jafnframt fól fundurinn stjórn LK, í samstarfi við stjórn Bænda- samtaka Íslands, að vinna áætlun um innskot annars erfðaefnis í ís- lenska kúastofninn til að hraða erfðaframförum í þeim eiginleikum sem litlar framfarir hafa náðst í en skipta þó kúabændur verulegu máli. Hugmyndin með „innskoti“ er að fá erfðaefni frá öðru vel ræktuðu kúakyni, til dæmis því rauða norska, og blanda því inn í íslenska stofninn í eitt skipti. Sigurður Loftsson, formaður LK, segir að afurðir íslensku kúnna hafi verið að aukast hægt og bítandi með ræktun stofnsins. Hins vegar vanti að styrkja ákveðna þætti sem hafi lágt arfgengi og hafi setið eftir. Nefnir hann þætti sem snúa að vinnu bænda, svo sem spena- og júgur- gerð, mjöltum og frjósemi. „Þetta innskot gerist einu sinni og dreifist smám saman um allan stofn- inn og þynnist síðan út,“ segir Sig- urður. Hann segir að þessi aðferð sé vel þekkt aðferð til að viðhalda litlum stofnum og koma í veg fyrir að þeir úreldist. Hann segir ekki hugsunina að skipta um kúakyn en tekur fram að þeir bændur sem nú eru starfandi ráði ekki ákvörðunum næstu kyn- slóða. „Kynbætur skipta okkur bændur mjög miklu máli til að bæta sam- keppnisstöðu okkar og gera okkur kleift að koma til móts við kröfur um að framleiða vörur á samkeppnis- hæfu verði og halda samt tekjum,“ segir Sigurður. Sama umræða fór fram um við- hald á holdanautastofninum en Sig- urður segir að það þurfi nýtt blóð til að hægt sé að viðhalda honum. Morgunblaðið/Eggert Kýr Kúabændur telja tímabært að fá inn nýtt blóð til að bæta vissa eig- inleika íslenska kúakynsins. Áætlun verður gerð um kynbótastarfið. Vilja „innskot“ í kúastofninn  Kúabændur efla ræktunarstarf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.