Morgunblaðið - 27.03.2012, Page 13

Morgunblaðið - 27.03.2012, Page 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2012 Sveitarstjórn Reykhólahrepps hef- ur veitt Vegagerðinni fram- kvæmdaleyfi vegna lagningar Vestfjarðavegar nr. 60, á milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði. Verkið hefur verið boðið út og verða tilboð opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Sveitarstjórn vísar í umsókn Vegagerðarinnar og matsskýrslu um framkvæmdina, við samþykkt framkvæmdaleyfisins. Sveitar- stjóra var falið að auglýsa niður- stöðuna. Framkvæmdaleyfið er kæranlegt til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála. Umræddur vegur er tæplega 16 km langur. Er hann um 8 km styttri en núverandi vegur, ekki síst vegna þverunar Mjóafjarðar og Kjálkafjarðar. Útboðið þurfti að kynna á Evr- ópska efnahagssvæðinu enda er það eitt stærsta útboð fram- kvæmda hjá Vegagerðinni í ár. helgi@mbl.is Leyfi til fram- kvæmda  Tilboð í veginn um Múlasveit opnuð í dag Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Vegagerð Framkvæmdir við Vest- fjarðaveg í Múlasveit hefjast senn. „Ég hef ekki haft heilladísirnar með mér, fyrr en nú. Stundum hefur þú meðbyrinn og stundum ekki,“ segir Sigurbjörn Bárðarson, sem sigraði í gæðingaskeiði á móti Meistaradeild- arinnar í hestaíþróttum sem fram fór ’a Ármóti um helgina. Sig- urbjörn keppir fyrir lið Lýsis og reið Flosa frá Keldudal. Sigurbjörn er einn sigursælasti knapi landsins. Hann hefur meðal annars sigrað þrisvar í einstaklings- keppni meistaradeildarinnar og hef- ur enginn leikið það eftir. Stigasöfnunin hefur hins vegar gengið illa á mótum vetrarins. „Ég hef verið óheppinn og stundum klúðrað sjálfur og get engum öðrum kennt um,“ segir Sigurbjörn. Sig- urinn í gæðingaskeiðinu og 4. sætið í 150 metra skeiði kemur honum hins vegar upp í fjórða sætið í stiga- keppninni. Hann er með 32 stig og á enn möguleika á sigri. Artemesia Bertus, Hrímni, á Dyn- fara frá Steinnesi varð í öðru sæti í gæðingaskeiðinu og Viðar Ingólfs- son, Hrímni, á Má frá Feti í þriðja sæti. Elvar Þormarsson, Spónn.is, á Blossa frá Skammbeinsstöðum sigr- aði í 150 metra skeiði, Eyjólfur Þor- steinsson, Lýsi, og Vera frá Þór- oddsstöðum voru næstfljótust og Sigurður Vignir Matthíasson, Gang- hestum / Málningu, á Birtingi frá Selá, þriðju. helgi@mbl.is Heilladísirnar loksins með Morgunblaðið/Eyþór Skeið Sigurbjörn Bárðarson og Flosi frá Keldudal hafa unnið marga sigra.  Sigurbjörn Bárðarson sigraði í gæðingaskeiði í Meist- aradeildinni  Á enn möguleika á sigri í mótaröðinni Enginn málflutn- ingur verður í Hæstarétti í þess- ari viku né næstu tvær vikur þar á eftir. Hefðbundin dagskrá hefst því ekki hjá réttinum fyrr en 16. apríl nk. Er þetta vegna anna dómara og páskanna. Þorsteinn I. Jónsson, skrif- stofustjóri Hæstaréttar, segir að sök- um meðferðar máls Alþingis á hend- ur Geir H. Haarde fyrir Landsdómi hafi ekki nema um helmingur dómara verið við störf hjá Hæstarétti síðustu vikurnar. Því hafi kærumál safnast saman hjá réttinum, en það eru mál sem áður dreifðust á tólf dómara en hafa að undanförnu dreifst á sex dómara. „Þar af leiðandi var ákveðið að hafa ekki málflutning í þessari viku, meðal annars til að geta grynnkað á þessum bunka. Auk þess eru tveir dómarar fjarverandi vegna annarra embættis- anna.“ Kærumál hlaðast upp

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.