Morgunblaðið - 27.03.2012, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2012
Svarið við spurningu dagsins
HVAÐ ER Í MATINN?
Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Sími 533 1300 - fylgifiskar@fylgifiskar.is - fylgifiskar.is
Tilbúnir fiskréttir · Ferskur fiskur
Heitur matur í hádeginu · Veisluþjónusta
BAKSVIÐ
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Íslensk stjórnvöld geta bannað
starfsemi Vítisengla og sambæri-
legra vélhjólagengja hér á landi og
þótt ekki sé hægt að fullyrða um úr-
slit ef málinu yrði skotið til Mann-
réttindadómstóls Evrópu er ólíklegt
að dómstóllinn myndi snúa slíku
banni við. Þetta er niðurstaða Elísu
Sóleyjar Magnúsdóttur, meistara-
nema í lögfræði við Háskólann í
Reykjavík.
Í BS-ritgerð sinni í viðskiptalög-
fræði frá Háskólanum á Bifröst,
skrifaði hún um rétt stjórnvalda til
að banna Hells Angels, eða Vítis-
engla, með hliðsjón af félagafrelsi.
Hún leit einnig til lagaheimilda og
reynslu stjórnvalda í Danmörku og
Kanada sem hafa háð harða baráttu
gegn þessum glæpasamtökum svo
árum skiptir.
Tilgangurinn sé löglegur
Í stjórnarskrá Íslands er í 74.
grein ákvæði um félagafrelsi og þar
segir m.a. að menn eigi rétt á að
„stofna félög í sérhverjum löglegum
tilgangi“ án þess að þurfa að sækja
um leyfi til þess. Síðan segir að félag
megi ekki leysa upp með ráðstöfun
stjórnvalds en þó megi banna um
sinn starfsemi félags „sem er talið
hafa ólöglegan tilgang“ en þá verði
að höfða tafarlaust mál gegn félag-
inu til að fá því slitið með dómi.
Í ritgerð sinni bendir Elísa Sóley
á að Vítisenglar hafi verið metnir
sem glæpasamtök af Europol og af
Hæstarétti Kanada. Europol og yfir-
völd í Kanada, Íslandi og Danmörku
hafi komist að þeirri niðurstöðu að
starfsemi samtakanna leiði til aukins
ofbeldis, skipulögðum glæpum fjölgi
og öryggi almennings minnki. Því
verði að telja að tilgangur samtak-
anna sé að starfa í ólöglegum til-
gangi og skilyrði stjórnarskrárinnar
fyrir banni því uppfyllt.
Rétt er að hnykkja á því að ekki
þarf sérstaka lagasetningu til að
banna starfsemi Vítisengla hér á
landi heldur myndi t.d. nægja að
innanríkisráðuneytið gæfi út yfirlýs-
ingu um að slíkt bann væri í gildi en
ráðuneytið yrði jafnframt að höfða
mál gegn samtökunum til að fá
bannið staðfest með dómi.
Ekki matskennt í Danmörku
Elísa Sóley segir að félagafrelsis-
ákvæði dönsku stjórnarskrárinnar
sé að mestu leyti samhljóða ákvæð-
inu í íslensku stjórnarskránni. Mun-
urinn er ekki mikill en þó veigamik-
ill. Í stuttu máli liggur munurinn í
því að í dönsku stjórnarskránni seg-
ir að stofna megi félag í sérhverjum
löglegum tilgangi en þar er ekki að
finna matskennt ákvæði líkt og í
þeirri íslensku, þ.e. að banna megi
félag sem sé „talið hafa ólöglegan til-
gang.“ Í ritgerðinni bendir Elísa
Sóley á að dönsk stjórnvöld hafi árið
1998 látið vinna álitsgerð um hvort
hægt væri að banna samtökin. Álits-
gerðin hafi ekki verið gerð opinber
en niðurstaðan hafi verið sú að bann
myndi ekki standast dönsku stjórn-
arskrána. Í álitsgerð sem gerð var
fyrir íslensk stjórnvöld árið 2010
hafi á hinn bóginn verið komist að
þeirri niðurstöðu að slíkt bann stæð-
ist hér á landi.
Spyrna harkalega við í Kanada
Félagafrelsisákvæði kanadísku
stjórnarskrárinnar býður heldur
ekki upp á mat á því hvort starfsem-
in sé ólögleg, líkt og sú íslenska, og
er það því líkara ákvæðinu í dönsku
stjórnarskránni. Á hinn bóginn er í
kanadísku stjórnarskránni kveðið á
um að menn verði að nýta sér rétt-
indi sín innan ramma laga og réttar
og telur Elísa Sóley að þetta bjóði
upp á nokkurt svigrúm til mats.
Kanadísk stjórnvöld hafa þó ekki
látið reyna á hvort bann við
starfsemi Vítisengla stand-
ist stjórnarskrána en El-
ísa Sóley bendir á að
þau hafa engu að síður
gengið mjög langt í
baráttunni gegn þeim.
Þá hafi sveitarfélög
innan Kanada lagt
bann við að meðlimir
beri merki samtak-
anna.
Skilyrði fyrir banni uppfyllt
Stjórnvöld geta bannað starfsemi Vítisengla á Íslandi Bann stæðist samkvæmt stjórnarskrá
Þrengri heimildir í Danmörku og Kanada Lögregla ytra með víðtækari heimildir til rannsókna
Morgunblaðið/Golli
Skipulag Árið 2005 komst Hæstiréttur Kanada að þeirri niðurstöðu að Vítisenglar væru skipulögð glæpasamtök.
Europol hefur komist að sömu niðurstöðu og íslensk stjórnvöld hafa tekið undir það mat.
Í ritgerð sinni bendir Elísa Sóley
á að lögregluyfirvöld í Kanada
og Danmörku geti beitt forvirk-
um rannsóknarheimildum. Í
Kanada hafi jafnframt verið sett
margvísleg ákvæði í lög sem
beinist sérstaklega gegn skipu-
lögðum glæpasamtökum. Þann-
ig megi þeir sem fremja glæpi
og eru meðlimir í glæpasam-
tökum búast við mun þyngri
dómum fyrir afbrot heldur en ef
þeir eru ekki í slíkum samtökum.
Elísa Sóley telur fulla ástæðu
til að heimila forvirkar rann-
sóknarheimildir hér á landi í
ljósi uppgangs alls kyns glæpa-
hópa.
Hvað varðar bann við samtök-
unum bendir hún á að ógnin af
Vítisenglum stafi ekki síst af
samtökunum sem slíkum. Í
frægum dómi Hæstaréttar Kan-
ada frá 2005 hafi komið fram að
Vítisenglar hafi notað ógnina
sem fólst í því að vera hluti af
stórum samtökum til að gera
ógnunina gegn fórnarlambi sínu
enn áhrifameiri.
Elísa Sóley mun halda fyrir-
lestur um heimild stjórnvalda til
að banna alþjóðleg útlagavél-
hjólasamtök á málþingi Fé-
lagsfræðingafélagsins á Grand
hóteli í fyrramálið. Auk hennar
munu Helgi Gunnlaugsson,
prófessor í félagsfræði, og
Karl Steinar Valsson, yfir-
maður fíkniefnadeildar lög-
reglunnar í Reykjavík, flytja
fyrirlestra. Að því loknu verða
pallborðsumræður.
Meira svig-
rúm lögreglu
ÞYNGRI REFSINGAR
Elísa Sóley
Magnúsdóttir
Siglingastofnun hefur auglýst útboð
á viðhaldsdýpkun í Landeyjahöfn í
sumar. Dýpkunarskipin Skandia og
Perla sinntu þessu verkefni á síðasta
ári og reikna má með að eigendur
þessara skipa bjóði í verkið, auk
mögulega annarra áhugasamra að-
ila.
Um er að ræða dýpkun sem fram-
kvæma á allt að fimm sinnum frá 1.
maí til 15. október nk. Samkvæmt
útboðsgögnum, sem afhent verða frá
og með deginum í dag, er reiknað
með að dæla allt að 70 þúsund rúm-
metrum úr Landeyjahöfn. Áætlaður
kostnaður hjá Siglingastofnun við
verkið verður ekki gefinn upp fyrr
en tilboð verða opnuð 12. apríl nk.
Skandia hefur að mestu leyti sinnt
dýpkun í höfninni en hún getur að-
eins farið fram við tilteknar aðstæð-
ur. Þannig þarf ölduhæð að vera
undir tveimur metrum ef Skandia á
að athafna sig en í tilviki Perlunnar
má ölduhæðin ekki fara yfir einn
metra.
Þess má geta að tilboð í ferjusigl-
ingar í Landeyjahöfn verða opnuð í
dag hjá Vegagerðinni, eftir að nið-
urstöðu útboðs fyrir viku var frestað
vegna formgalla. Þá bárust þrjú til-
boð. bjb@mbl.is
Morgunblaðið/Óli Már Aronsson
Dýpkun Dýpkunarskipið Skandia að störfum í Landeyjahöfn.
Dýpkun í Land-
eyjahöfn boðin út