Morgunblaðið - 27.03.2012, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 27.03.2012, Qupperneq 15
Samhjálp kvenna verður með opinn fræðslufund í húsi Krabbameins- félagsins í Skógarhlíð 8, Reykjavík, í kvöld, 7. mars, kl. 20. Á fundinum ætlar Geir Gunn- laugsson landlæknir að ræða um brjóstapúða í tengslum við upp- byggingu brjósts í kjölfar brott- náms vegna brjóstakrabbameins. Fræðslufundur um brjóstapúða Reuters FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2012 Friðgeir Grímsson, steingervinga- fræðingur, hlaut í byrjun mars styrk, sem nam rúmlega 52 millj- ónum króna, frá austurríska rann- sóknarsjóðnum. Styrkinn fær Friðgeir til rann- sókna á plöntusteingervingum á Grænlandi og Færeyjum sem eru um 65 til 54 milljón ára gamlir og því frá upphafi nýlífsaldar. Friðgeir og samstarfsmenn hans áforma að safna steingervingum á vesturströnd Grænlands yfir sum- artímann og þar verður rannsókn- arteymið selflutt á milli jarð- lagaopna með þyrlu. Segir í tilkynningu, að mögulega gætu niðurstöður sýnt fram á við hvaða gróðurfarsbreytingum má búast á norðurslóðum samfara hlýnandi loftslagi. Fær styrk til steingervingarannsókna Norden.org/Silje Bergum Kinsten Grænland Þorp á vesturströnd Grænlands. Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu sveit- arstjórna Bláskógabyggðar og Hrunamanna- hrepps, Sambands garðyrkjubænda og Sölufélags garðyrkjumanna um að kanna möguleika á að reisa dreifiveitu rafmagns fyrir garðyrkjubændur í þessum sveitarfélögum. Fram kemur í tilkynningu, að áætlun um veituna geri ráð fyrir fjárfestingu fyrir um 460 milljónir króna sem muni borga sig upp á aðeins fimm árum. Hún yrði reist nálægt Flúðum og gæti dreift raf- magni til Laugaráss, Reykholts og Flúða. Segir í tilkynningunni, að garðyrkjan í heild sinni noti um 70 GWst á ári og sé því um að ræða orkusækna græna starfsemi. Þessi áform hafi verið kynnt þingmönnum Suðurkjördæmis á fundi í gærmorgun í garðyrkjustöð- inni að Friðheimum í Bláskógabyggð. Gerðu sveitarstjórnamenn þar grein fyrir þátttöku sveitarfélaganna en tæplega 80% af allri framleiðslu í ylrækt eru á afmörkuðu svæði innan þessara sveitarfélaga. Vilja reisa eigin dreifiveitu rafmagns Hestadagar verða í Reykjavík dag- ana 29. mars til 1. apríl. Laugardagurinn 31. mars verður helgaður hestinum í Ráðhúsi Reykjavíkur og verða hestar og hestamenn áberandi í miðbænum þennan dag. M.a. verður boðið upp á hestateymingar við Ráðhúsið. Um kvöldið verður töltkeppni í Skauta- höllinni í Laugardal og keppt í tölti á ís. Hápunktur laugardagsins er skrúðreið um 150 hesta um mið- borgina. Sunnudagurinn 1. apríl verður helgaður æskulýðnum og munu ungir hestamenn sýna listir sínar í Reiðhöllinni í Víðidal. Það er Landssamband hesta- mannafélaga sem stendur að við- burðinum í samvinnu við Höf- uðborgarstofu, Íslandsstofu og hestamannafélögin á höfuðborg- arsvæðinu. Hestamenn fara að vanda í skrúðreið um miðborgina á laugardag. Hestadagar í Reykjavík Halló Norðurlönd og EURES, evr- ópsk vinnumiðlun, standa fyrir upplýsingafundum fyrir þá sem hyggja á flutning til Norðurlanda. Fundirnir verða í húsnæði Nor- ræna félagsins, Óðinsgötu 7 í Reykjavík. Þeir verða sem hér seg- ir: Fimmtudaginn 29. mars klukkan 18: Að flytja til Danmerkur. Fimmtudaginn 29. mars klukkan 20:30: Að flytja til Noregs. Fimmtudaginn 12. apríl klukkan 18: Að flytja til Svíþjóðar. Fundir um flutning til Norðurlanda Íslensk hönnun í fermingarpakkann Dagskrá: Martha Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri Kreditkorta ehf. setur fundinn. Dr. Daniel Levin: Corporate Governance. The good, the bad and the ugly. Dr. Daniel Levin, sem er svissneskur og bandarískur ríkisborgari hefur góða þekkingu á íslensku samfélagi eftir margvísleg störf fyrir fyrirtæki og stofnanir hér á landi. Dr. Daniel Levin á sæti í stjórn Íslandsbanka og leiðir þar umfangsmikla vinnu bankans við gerð líkans um góða stjórnarhætti og ákvarðanatöku. Dr. Daniel Levin hefur verið ráðgjafi ríkisstjórna og stofnana í mörgum löndum um efnahagsmál og stjórnmál. Hann er með J.D. og Ph.D. gráður í lögum frá the University of Zürich í Sviss sem og LL.M. gráðu í lögum frá Columbia University í New York. Umræður undir stjórn Mörthu Eiríksdóttur með þátttöku dr. Levins, Hreggviðs Jónssonar formanns Viðskiptaráðs, Aðalsteins Leifssonar formanns stjórnar Fjármálaeftirlitsins, og dr. Þórönnu Jónsdóttur framkvæmdastjóra hjá Háskólanum í Reykjavík. Áhugi á góðum stjórnarháttum fer vaxandi. Flestir eru sammála um að góðir stjórnarhættir og skýr ábyrgð leiði til betri langtímaárangurs í rekstri fyrirtækja. Þrátt fyrir góðan vilja er ekki sjálfgefið að fyrirtæki nái að tileinka sér breytt verklag. Á þessum umræðufundi Festu, Viðskiptaráðs og Háskólans í Reykjavík verður leitast við að kafa dýpra og ræða þær hindranir sem standa í vegi árangurs og leiðir til úrbóta. „The good, the bad and the ugly“ Þátttökugjald er 3.900 kr. og er morgunverður innifalinn. Skráning er á: www.opnihaskolinn.is/stjornmennt Fundurinn er haldinn fimmtudaginn 29. mars kl. 8.45 – 10.00 að veitingastaðnum Nauthóli. Umræðufundur um stjórnarhætti Festa er miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Stofnaðilar Festu eru Alcan, Landsbankinn, Landsvirkjun, Íslandsbanki, Síminn og Össur. Markmiðið með starfsemi Festu er að miðla þekkingu og rannsóknum á sviði samfélagsábyrgðar fyrirtækja. Dr. Daniel Levin „Það er náttúrlega alltaf gott að fá ábendingar um það sem betur má fara, það er í sjálfu sér ágætt,“ segir Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir, spurður út í gagnrýni sem fram kom í grein eftir Sigurð Sigurðarson, dýralækni, sem birtist á vef Frétta- blaðs Suðurlands síðastliðinn sunnu- dag en greint var frá gagnrýni Sig- urðar í Morgunblaðinu í gær. Að sögn Halldórs er stöðugt verið að vinna í því að bæta ástand dýra- verndunarmála á Íslandi og segir hann heilmikinn árangur hafa áunn- ist í þeim málum á síðustu árum, t.d. í sambandi við hross úti á landi. „Eft- irlitið er almennt þannig að búfjár- eftirlitsmenn fara um, það eru oft þeir sem t.d. koma ábending- um til héraðs- dýralækna um það sem betur megi fara þegar þeir fara í sitt eft- irlit og síðan koma alls konar ábendingar frá hinum almenna borgara,“ segir Hall- dór og bætir við: „Héraðsdýralækn- ar reyna að bregðast eins hratt við þessu og þeir geta miðað við tak- markaðan mannafla.“ Halldór segist mótmæla fullyrðingum Sigurðar um að eftirlitsaðilar vinni með öguðum og röngum vinnubrögðum og bætir við að Matvælastofnun hafi aldrei tapað máli vegna ágalla á meðferð þess. Halldór tekur hins vegar undir gagnrýni Sigurðar um að sektir í slíkum málum séu of lágar. „Sektir hafa verið lágar og þá kannski í engu samræmi við brotin,“ segir Halldór. Hann telur að verið sé að minnka flækjustig við úrvinnslu dýravernd- unarmála með því að nú liggi fyrir frumvarp til laga um dýravelferð en að sögn hans verða úrvinnsla mála og þvingunaðgerðir markvissari með þeim lögum. skulih@mbl.is Svarar gagnrýni á eftirlit Halldór Runólfsson  Mótmælir fullyrðingum um röng og óöguð vinnubrögð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.