Morgunblaðið - 27.03.2012, Síða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2012
Pöntunarsími 512 6800 • www.dorma.is • OPIÐ Virka daga frá kl. 10-18, Lau frá kl. 11-17 og sun frá kl. 13-16
Holtagörðum
FRÁBÆR
KAUP
•
STÆRÐ 120X200
Fermingar-
tilboð
kr. 78.900,-
Sterkur
botn
Gegnheilar
viðarlappir
100%
bómullaráklæði
Svæðaskipt
pokagormakerfi
Frábærar
kantstyrkingar
12 mán. vaxt
alaus
greiðsludreifi
ng á
fermingarrúm
um*
Komdu núna!
Glæsileg fermingartilboð á
120 og 140 cm Nature‘s Rest.
Hlífðardýna fylgir
Full verslun af glæsilegum fermingartilboðum!
* 0% vextir en viðskiptavinur
greiðir 3,5% lántökugjald.
Óskhyggja var
að ætla að ísland
kæmist upp úr
efnahagskrepp-
unni á nokkrum
misserum. Og þó
deila megi um
hraða er verið að
vinna að þeim
vanda sem Ísland
stendur frammi
fyrir. Þetta sagði Már Guðmunds-
son seðlabankastjóri á fundi efna-
hags- og viðskiptanefndar Alþingis
í gærmorgun.
Már benti á að atvinnuvega-
fjárfesting hafi aukist í fyrra og
meira en Seðlabankinn bjóst við.
Hún sé enn fyrir neðan sögulegt
meðaltal en líta verði til þess að
ekki er um að ræða venjulegt ár-
ferði. Hann sagði Seðlabankann
reka öðruvísi stefnu en seðlabankar
annarra landa í kringum okkur
vegna þess að Ísland sé í öðruvísi
aðstæðum. Ef verðbólgumark-
miðum væri náð gæti Seðlabankinn
leyft meiri slaka í hagkerfinu.
Már sagði peningastefnuna ekki
geta stýrt langtímaatvinnuleysi, til
þess þurfi mun fleira. „Eitt vaxta-
tæki getur bara svo lítið,“ sagði
Már og bætti við að fjárfestingu
þurfi.
Eitt vaxta-
tæki getur
svo lítið
Langtíma-
atvinnuleysi
Már Guðmundsson
Samkvæmt áætlunum Icelandair
Group er gert ráð fyrir að velta fé-
lagsins á árinu 2012 muni aukast um
10% frá árinu 2011 og nema 105
milljörðum króna. Að sögn Boga
Nils Bogasonar, framkvæmdastjóra
fjármála Icelandair Group, er áætl-
uð aukning komin til bæði vegna
nýrra leiða eins og til Denver í
Bandaríkjunum og síðan vegna auk-
innar tíðni á leiðum sem fyrir voru.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu í
gær kom einnig fram að EBITDA
félagsins er áætluð 11,0-12,0 millj-
arðar króna en það er aukning frá
árinu áður en EBITDAN var 10,4
milljarðar 2011. „EBITDU-hlutfallið
er samt ekki að aukast,“ segir Bogi.
„Þetta er bara í samræmi við aukið
umfang. Og við vorum líka með
hærri EBITDU árið 2010 en olíu-
verðið hefur áhrif til lækkunar á
árinu.“
Arður greiddur út
Aðalfundur Icelandair Group hf.
var haldinn síðastliðinn föstudag og
þar var samþykkt að greiða arð til
hluthafa að fjárhæð 800 milljónir
króna sem er 16% af nafnverði
hlutafjár og 20,3% af hagnaði félags-
ins sem var 3.934 milljónir á síðasta
ári.
Á fundinum kom einnig fram að
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri
Icelandair Group, var með 41,7 millj-
ónir króna í laun í fyrra frá félaginu,
Bogi var með 33,3 milljónir.
Sigurður Helgason, stjórnarfor-
maður Icelandair Group, fékk
greiddar 3,8 milljónir króna frá Ice-
landair í fyrra en aðrir stjórnarmenn
voru með rúmar tvær milljónir.
Einn nýr stjórnarmaður var kos-
inn í stjórnina, Ásthildur Margrét
Otharsdóttir. Einnig var samþykkt
að hækka laun stjórnarmanna upp í
250.000 krónur á mánuði og að for-
maður hennar fái 500.000 á mánuði.
borkur@mbl.is
Veltuaukning hjá Icelandair
10% áætluð veltuaukning hjá Ice-
landair Forstjórinn með 41,7 milljónir
Morgunblaðið/Golli
Forstjórinn Aðalfundur Icelandair
Group var haldinn á föstudaginn.
● Hagnaður Horns, fjárfestingarfélags
Landsbankans, nam 10,3 milljörðum
króna á síðasta ári en hafði verið 6,5
milljarðar árið 2010. Eigið fé nam í árs-
lok 23,6 milljörðum króna. Arðsemi eig-
in fjár var 41,5%.
Horn greiddi á árinu eins og und-
anfarin ár arð til eiganda síns, eign-
arhaldsfélags Landsbankans ehf.
Greiðsla til eigandans á árinu nam 19
milljörðum króna, annars vegar með
arðgreiðslu að fjárhæð 10 milljarðar
króna og hins vegar keypti Horn eigin
bréf fyrir 9 milljarða króna.
Hagnaður Horns var
10,3 milljarðar króna
● Breska lág-
gjaldaflugfélagið
easyJet gerir
áfram ráð fyrir að
félagið verði rekið
með tapi en af-
koman verði betri
en áður var talið.
EasyJet byrjar að
fljúga til Íslands í
dag.
Samkvæmt upplýsingum frá easyJet
er gert ráð fyrir að tap félagsins fyrir
skatta verði 110-120 milljónir punda,
22-24 milljarðar króna, á fyrstu sex
mánuðum rekstrarársins.
Áætlar minna tap
● Á morgun fer fram annað gjaldeyris-
útboð ársins hjá Seðlabanka Íslands
sem er liður í afnámi gjaldeyrishafta
hér á landi. Um er að ræða þrjú útboð,
þar sem bankinn kallar einnig eftir til-
boðum frá aðilum sem vilja selja krónur
gegn greiðslu í reiðufé í erlendum gjald-
eyri. Alls stefnir Seðlabankinn að því að
kaupa 100 milljónir evra í gjaldeyris-
útboðunum tveimur, og í krónu-
kaupaútboðinu stefnir hann að því að
selja evrur fyrir sem nemur 25 mö.kr.
Gjaldeyrisútboð SÍ
Stuttar fréttir…
!"# $% " &'( )* '$*
+,-./0
,11./
+,-.-0
,,.23,
,+.45-
+3.5/2
+/3.5+
+.0,0-
+42.5/
+-5.+4
+,-.-0
,11.54
+,5.1,
,,.023
,,.12+
+3.534
+/4.+
+.0/1+
+40./+
+-5.--
,,4.,54,
+,-.40
,1+.,3
+,5./4
,,.-+2
,,.+1-
+3.322
+/4.24
+.0/2-
+40.34
+-3.+/
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Á síðasta ári var kaupmáttur ráð-
stöfunartekna – heildartekjur heim-
ilisins eftir skatta að meðtöldum fé-
lagslegum greiðslum – hjá öllum
tekjuhópum sambærilegur við það
sem hann var árið 2004. Að sama
skapi dreifðust tekjur landsmanna
jafnar árið 2011 heldur en þær hafa
gert áður í lífskjararannsókn Hag-
stofunnar sem hófst árið 2004.
Fram kemur í rannsókn Hagstof-
unnar að bilið milli tekjuhópa hefur
minnkað umtalsvert frá árinu 2009
og er tekjuhæsti fimmtungurinn nú
með 3,3 sinnum hærri tekjur en sá
lægsti. Til samanburðar var hlutfall-
ið 4,2 árið 2009. Þannig mældist Gini
stuðullinn, sem sýnir hvernig heild-
arráðstöfunartekjur í hagkerfinu
dreifast á milli landsmanna, 23,6 stig
árið 2011 en fór hæst í 29,6 árið 2009.
Sú þróun þarf hins vegar ekki að
koma mikið á óvart þegar hafðar eru
í huga þær efnahagshremmingar
sem Ísland hefur gengið í gegnum
frá hruni bankakerfisins 2008. Tekj-
urnar hafa því jafnast í þá átt að þær
hafa dregist saman í öllum hópum.
Á árunum 2004 til 2009 jókst
kaupmáttur hjá öllum hópum, en
hlutfallslega langmest í tekjuhæsta
fimmtungnum. Kaupmáttur tekju-
hæsta fimmtungsins dróst að auki
mun meira saman heldur en hjá öðr-
um á árunum 2010 og 2011. Meðal-
ráðstöfunartekjur þess hóps voru
tæplega 740 þúsund 2009, sé miðað
við fast verðlag ársins 2010, en
tveimur árum síðar höfðu tekjurnar
hins vegar dregist saman um 266
þúsund krónur og voru að meðaltali
474.100 krónur. Meðaltekjur þess
fimmtungs sem hefur lægstu tekj-
urnar í samfélaginu minnkuðu um 32
þúsund á sama tímabili og mældust
143.200 krónur á liðnu ári.
Kaupmáttur landans
svipaður og 2004
Ráðstöfunartekjur Íslendinga minni, en jöfnuður meiri
Meðalráðstöfunartekjur í tekjufimmtungum
á verðlagi ársins 2010
Heimild: Hagstofa Íslands
800 þús.
700 þús.
600 þús.
500 þús.
400 þús.
300 þús.
200 þús.
100 þús.
0 þús.
2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011
Hæsti fimmtungur Mið fimmtungur Lægsti fimmtungur
Tekjur dragast saman,
jöfnuður eykst
» Jöfnuður hefur ekki mælst
meiri frá árinu 2004
» Ráðstöfunartekjur á svip-
uðum slóðum og 2004
» Kaupmáttur tekjuhæsta
fimmtungsins dregist hlutfalls-
lega langmest saman frá 2009