Morgunblaðið - 27.03.2012, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 27.03.2012, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2012 Vorvindar glaðir Þessir kátu krakkar hoppuðu og skoppuðu í rokinu í gær þegar fótboltalið HK og Breiðabliks leiddu saman hesta sína á gervigrasvelli við knattspyrnuhöllina Kórinn í Kópavogi. RAX Í Morgunblaðinu 12. mars sl. birtist grein eft- ir Ólínu Þorvarð- ardóttur alþingismann Norðvesturkjördæmis með fyrirsögninni: „Dýrafjarðargöng brýn- asta framkvæmdin.“ Greinin er ágætis lýs- ing á meginmarkmiðum samgönguáætlunar sem snúast meðal annars um öruggar, hagkvæmar, sjálfbærar og greiðar samgöngur. Ólína rekur upp úr áætluninni að forgangsröðun fram- kvæmda taki mið af þörfum einstakra svæða fyrir bættar samgöngur, stefnt sé að því að efla sveitarfélög og styrkja þau. Hún ræðir líka um gerð jarð- ganga til að leysa af hólmi erfiða fjall- vegi. Allt er þetta rétt og um þetta er ekki deilt á Alþingi – allavega vona ég ekki. Norðfjarðargöng eða Dýrafjarðargöng Það er hinsvegar misskilningur þegar Ólína segir að Dýrafjarðargöng séu og hafi verið framar í fram- kvæmdaröð heldur en önnur jarð- göng, til að mynda Norðfjarðargöng. Þingmaðurinn veit mæta vel hvað stendur í samþykktum samgöngu- áætlunum undanfarinna ára, að þetta stenst ekki. Í viðauka við samgönguáætlun sem undirritaður lagði fram á Alþingi 2008 og var samþykktur, var gert ráð fyrir að framkvæmdir við Norðfjarðargöng hæfust 2009. Veittar voru í það verk 600 mkr. árið 2009 og 1.700 mkr. árið 2010. Í sömu áætlun var sagt að stefnt væri að því að framkvæmdir við Dýra- fjarðargöng hæfust árið 2010. Veittar voru í það verk 100 mkr. árið 2009 og 900 mkr. árið 2010. Sem sagt, Norð- fjarðargöngum var raðað framar en Dýrafjarðargöngum og sú forgangs- röðun var samþykkt á Alþingi um vor- ið 2009. Í samgönguáætlun fyrir árin 2009- 2012 (gildandi áætlun) sem líka var samþykkt á Alþingi, kemur þetta enn skýrar fram. Þá eru veittar til Norð- fjarðarganga 220 mkr. árið 2011 og 1.174 mkr. nú árið 2012. En til Dýrafjarðarganga ein- ungis 20 mkr. árið 2012 til undirbúnings. Þetta er vegna þess að í gildandi samgöngu- áætlun var höfuðáhersla lögð á Vestfjarðaveg 60, þ.e. kaflann frá Eiði við Vattarfjörð og vestur fyrir Þverá í Kjálkafirði, alls um 16 km. Fjárveit- ing í þessa framkvæmd var 600 mkr. árið 2011 og 1.072 mkr. nú í ár. Þess vegna er einmitt núna verið að opna tilboð í þennan 16 km langa kafla sem unninn verður á næstu þremur árum. Af þessu sést að framkvæmdir við Norðfjarðargöng áttu að hefjast fyrr en við Dýrafjarðargöng, enda er fram- kvæmdin talsvert brýnni. Rétt er að minna á að jarðgöngin í Oddsskarði eru í um 600 m hæð yfir sjávarmáli og mjög brattar brekkur og vinkilbeygjur á leiðinni að göngunum. Auk þess eru þau einbreið og með blindhæð. Þessu eru þrír sveitarstjórar á Vest- fjörðum sammála og hafa ályktað um það Norðfjarðargöngum til stuðnings. Það er mikilvæg stuðningsyfirlýsing, og sýnir sanngirni þeirra og þekkingu á mjög erfiðum samgöngum um Odd- skarðsgöng. Ég styð þá í forgangsframkvæmd- unum á sunnanverðum Vestfjörðum á áður nefndum vegarköflum, enda unn- ið eftir þeirri forgangsröðun sem Vest- firðingar hafa lýst stuðningi við. Dýra- fjarðargöng styð ég líka þegar að þeim kemur, eftir hinar miklu og brýnu framkvæmdir á sunnanverðum Vest- fjörðum sem eru að byrja – loksins. Eftir Kristján L. Möller » Framkvæmdir við Norðfjarðargöng áttu að hefjast fyrr en við Dýrafjarðargöng, enda er framkvæmdin talsvert brýnni. Kristján Möller Höfundur er alþingismaður og fyrr- verandi samgönguráðherra. Alþingi setti Norð- fjarðargöng í forgang Guðmundur Karl Jónsson, far- andverkamaður, skrif- ar grein í Morg- unblaðið 24. mars undir fyrirsögninni, „Árás Ögmundar á Vestfirðinga“. Í grein- inni segir Guðmundur Karl að ég vilji fara svokallaða Hálsaleið á Vestfjarðavegi 60, þvert á vilja heimamanna. Vísar hann í fjölmenna fundi á Vest- fjörðum þar sem ég kynnti þessa hugmynd sl. sumar, en svo illa hafi henni verið tekið að „600 manns gengu út af fundinum sem ráherr- ann hélt vestur á Patreksfirði“. Í hraðagír Allt er þetta rétt. Mér fannst vissulega að langhyggilegasti kost- urinn miðað við allar aðstæður, fjár- hag ríkissjóðs og þörfina á að hraða framkvæmdum væri svokölluð Hálsaleið, að bæta vegina yfir Hjallaháls og Ódrjúgsháls og setja þá framkvæmd í sérstakan hraða- gír. Það var niðurstaða mín eftir ít- arlega umræðu um þessi mál í fyrrasumar þar sem allir hlutaða- eigandi komu að samræðuborði. Sumir vildu þvera firði, margir vildu þvera og fara hina umdeildu Teigs- skógarleið í vestanverðum Þorska- firði, aðrir í þveranir sem jafnframt byðu upp á að virkja sjávarföllin. En eftir hin afgerandi viðbrögð, sem tillögur mínar fengu á Vest- fjöðrum ákvað ég að endurskoða af- stöðu mína. Eftir sem áður fannst mér hálsaleiðin bestur kostur við núverandi aðstæður en var þó jafn- framt staðráðinn í að ganga ekki gegn eindreginni andstöðu íbúanna á svæðinu. Málin skýrð á Alþingi Miðvikudaginn 9. nóvember síð- astliðinn efndi Eyrún Ingibjörg Sig- þórsdóttir, sveitarstjóri á Tálkna- firði, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, til sérstakrar umræðu á Alþingi um þetta málefni. Í þeirri umræðu vék ég fyrst að vegagerð vestar á suðurfjörðunum, á vegkaflanum frá Eiði við Vatt- arfjörð að Þverá í Kjálkafirði: „Þessi kafli [… mun] kosta um 3 milljarða kr., milljarður á ári hverju. Í öðru lagi standa eftir vegabætur í Gufudals- sveit. Þar hafa deil- urnar verið mestar. Við fengum fulltrúa frá Háskólanum á Ak- ureyri auk nátt- úrufræðinga, fulltrúa frá Skipulagsstofnun, sveitarfélögunum og nánast öllum sem að þessum málum hafa komið og þeir sögðu að það lægi á að hraða framkvæmdum. Það sem helst hefur staðið í mönnum eru vegirnir yfir hálsana, Hjallaháls og Ódrjúgsháls. Ég setti fram þá tillögu að við for- gangsröðuðum í framkvæmdaröð- inni á annan hátt, létum vegaum- bætur á þeim kafla sem ég vék að fyrst bíða og færum fyrst í að laga hálsana eins og Vegagerðin telur að sé gerlegt að gera. Þessu höfnuðu sveitarstjórnarmenn á svæðinu al- gerlega, tóku algerlega út af borð- inu, og ég mun hlusta á það. Þeir vilja að við könnum nánar mögu- leika á láglendisvegi … Nákvæm- lega það erum við að gera. Þá eru ýmsir kostir mögulegir. Mögulegt er að fara í gegnum Hjallahálsinn, Vegagerðin mun kanna það og gera rannsóknir á möguleika á göngum. Það er líka mögulegt að fara í þver- anir fjarða. Það er mjög umdeilt að vísu en margir hafa viljað fara þá leið. Mér finnst hún alveg koma til greina og vissulega þarf að skoða hana. Það verk er þegar hafið af hálfu Vegagerðarinnar. Þar koma ýmsir kostir til greina, t.d. þverun á Þorskafirðinum utarlega og komast þannig yfir á Skálanesið. Síðan er sá kostur sem menn hafa talað fyrir í Reykhólasveit, að fara með veginn þaðan og yfir á Skálanes og nota tækifærið í leiðinni og gera sjáv- arfallsvirkjun. Sá hængur er á að það er gríðarlega dýr framkvæmd, talin kosta um 13 milljarða kr. og við höfum ekki efni á svo dýrri framkvæmd á allra næstu árum. En einnig þetta vil ég skoða. Með öðr- um orðum, ég hef óskað eftir því við Vegagerðina að hún skoði alla þessa láglendiskosti … Hér kallar fyrrver- andi samgönguráðherra úr sal, leið B, sem er hin umdeilda leið um Teigsskóg. Nei. Ég tel að sú leið sé algerlega út úr kortinu, einfaldlega vegna þess að þar með kasta menn fé á glæ. Það mundi kosta okkur, og við erum búin að ganga úr skugga um það, áralangt jag og dýr mála- ferli sem auk þess væru mjög áhættusöm því að það væri mjög lík- legt, eins og kom út úr þessu sam- ráði þar sem við hlustuðum á nátt- úrufræðinga, Skipulagsstofnun, umhverfisráðuneyti og fjölmarga aðra aðila, að þeir sem mundu vilja fara þá leið mundu tapa málinu. Frá minni hálfu er sú leið út úr kortinu en þær leiðir aðrar og tillögur sem hv. þingmaður setti fram er allar verið að skoða.“ Göng og þveranir í athugun Þetta var inntakið í umræðunni á Alþingi í nóvember síðastliðnum. Og þannig var frá málavöxtum greint í fjölmiðlum. Ég hefði haldið að þetta væri nokkuð skýrt. Fallið var frá því að endurraða í forgangsröð vega- framkvæmda á Vestfjarðavegi 60 eins og ég hafði lagt til, Hálsarnir og Teigsskógur voru teknir út af vinnsluborðinu en göng og mögu- legar þveranir settar í athugun. Með öðrum orðum, nú er reynt að finna ásættanlega málamiðlun eftir að allir helstu málsaðilar hafa talað út. Í lokin leyfi ég mér að bera af mér þá sök að ég vilji rýra hlut Vestfirðinga. Þvert á móti hef ég lagt áherslu á að hlutfallslega mest fé til nýframkvæmda í vegagerð renni til Vestfjarða enda samgöngur þar verstar í landinu – en fara nú sem betur fer batnandi. Vestfirð- ingar eru sem betur fer ekki vina- lausir. Eftir Ögmund Jónasson » Þvert á móti hef ég lagt áherslu á að hlutfallslega mest fé til nýframkvæmda í vega- gerð renni til Vestfjarða enda samgöngur þar verstar í landinu … Ögmundur Jónasson Höfundur er innanríkisráðherra. Vinur Vestfjarða

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.