Morgunblaðið - 27.03.2012, Síða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2012
Á hjúkrunarheim-
ilum landsins dvelja
rúmlega 2.300 manns.
Þar fá heimilismenn
alla þá þjónustu, að-
stoð og umönnun sem
hver og einn þarfnast.
Fyrir þessa þjónustu
greiðir Trygg-
ingastofnun ríkisins
daggjöld sem velferð-
arráðherra ákveður
einhliða. Þau nema í ár um 22.000
krónum á sólarhring fyrir hvern
heimilismann. Samkvæmt lögum
ber heimilismönnum að greiða
hluta af þessum dvalarkostnaði og
sér Tryggingastofnun ríkisins um
að reikna út hversu mikið hverjum
og einum ber að greiða. En TR inn-
heimtir þetta ekki, heldur sendir
hverju hjúkrunarheimili upplýs-
ingar um hvað viðkomandi heimili
þarf að innheimta hjá hverjum og
einum heimilismanni. Það er síðan
á ábyrgð stjórnenda heimilisins að
ná að innheimta þessa kostn-
aðarhlutdeild hvers heimilismanns.
Heimilismaðurinn hefur ekkert um
það að segja hvaða fjárhæð honum
beri að greiða né hvaða þjónustu
hann fær fyrir það sem hann greið-
ir fyrir. TR lækkar síðan framlagið/
daggjaldið til hjúkrunarheimilisins
um samsvarandi upphæð þannig að
heildartekjur þess eru þær sömu,
fyrir alla heimilismenn. Nái heim-
ilið ekki að innheimta hlutdeild
heimilismannsins ber það tjónið og
TR vísar allri ábyrgð á þessari inn-
heimtu til hjúkrunarheimilanna.
Heimilismaður
settur í gjaldþrot
Ég veit þess dæmi að eitt heimili
á höfuðborgarsvæðinu hefur reynt
að innheimta þessa kostn-
aðarhlutdeild hjá heimilismanni
sem er fæddur 1943. Samkvæmt
upplýsingum frá TR bar honum að
greiða 1,3 milljónir króna vegna
ársins 2010 og svo 311.741 krónu á
mánuði á yfirstandandi ári eða
samtals 3,7 milljónir í ár. Þessi
heimilismaður hefur aldrei greitt
krónu af þessum kröfum og hefur
hjúkrunarheimilið falið innheimtu-
fyrirtæki að innheimta þessa skuld.
Staða málsins nú er að búið er að
fara fram á gjaldþrotaskipta-
meðferð heimilismannsins og verð-
ur sú beiðni tekin fyrir fljótlega í
héraðsdómi Reykjavíkur. Beiðni
um gjaldþrot er nauðsynleg til þess
að ganga úr skugga um hvort heim-
ilismaðurinn geti greitt þessa
kostnaðarhlutdeild. Verði nið-
urstaðan sú að viðkomandi heim-
ilismaður verði úrskurðaður gjald-
þrota þá tapar þetta
hjúkrunarheimili rúm-
lega fimm milljónum
króna og fær það tap
hvergi bætt. Þetta
hljómar ótrúlega en er
engu að síður blákald-
ur veruleiki. Þar að
auki er það nú heldur
nöturlegt að sá aðili
sem hjúkrar og sinnir
velferð heimilismanns-
ins skuli einnig vera
settur í þá ömurlegu
aðstöðu að þurfa að
gera skjólstæðing sinn gjaldþrota.
Síðan er það auðvitað álitamál
hvort og þá hversu mikinn hluta
dvalarkostnaðar heimilismenn
hjúkrunarheimila eiga að greiða.
En það er pólitík og bíður sú um-
ræða seinni tíma.
Orð og efndir
Á haustþingi 2007 fór fram um-
ræða um fyrirhugaða sameiningu
félags- og tryggingamálaráðuneytis
og heilbrigðisráðuneytis. Þar sagði
Jóhanna Sigurðardóttir þáverandi
félagsmálaráðherra: „Ég mun láta
skoða hvort ekki sé rétt að end-
urmeta greiðslufyrirkomulag
þeirra sem dveljast á hvers kyns
þjónustustofnunum aldraðra þann-
ig að horfið verði frá fyrirkomulagi
svokallaðra vasapeninga yfir í eðli-
legt greiðslufyrirkomulag. Mér
hafa borist fréttir af því að þar sé
víða pottur brotinn og þetta vil ég
skoða sérstaklega. Við hljótum að
geta endurmetið á hverjum tíma
hvort endilega eigi að halda í úrelt
fyrirkomulag sem fólkið sjálft er
ósátt við. Ég á einkum við að gerð-
ar verði ráðstafanir þannig að líf-
eyrisþegar sem kjósa að búa á
stofnun haldi í meira mæli fjár-
hagslegu sjálfstæði sínu.“ Ég eft-
irlæt lesendum Morgunblaðsins að
meta í ljósi ofangreinds hvort þá-
verandi félagsmálaráðherra og nú-
verandi forsætisráðherra hafi stað-
ið við það sem hún sagði haustið
2007.
Gjaldþrota á
hjúkrunarheimili
Eftir Gísla
Pál Pálsson
» Það er heldur nöt-
urlegt að sá aðili
sem hjúkrar og sinnir
velferð heimilismanns-
ins skuli einnig vera
settur í þá ömurlegu að-
stöðu að þurfa að gera
skjólstæðing sinn gjald-
þrota.
Gísli Páll Pálsson
Höfundur er forstjóri og
formaður Samtaka fyrirtækja
í heilbrigðisþjónustu.
Stefna bóluefnafas-
ismans gengur út á
það að reyna að kom-
ast hjá því að veita
upplýsingar um inni-
hald, alvarlegar auka-
verkanir er geta fylgt
bóluefnum, því að að-
alatriðið hjá honum er
ekki að fræða heldur
að hræða fólk í bólu-
setningu. Fólk gerir
sér oftast nær ekki
grein fyrir því að það fæðist inn í
þennan fasisma, rétt eins og fiskur
sem fæðist í óhreinu vatni sem veit
ekki að til er eitthvað betra annars
staðar. Þegar fólk fer að efast um
ágæti bóluefna eða vegna þess að
það hefur frétt eitthvað annað frá
læknum erlendis, þá kemur upp
þessi höfnun og mótlæti frá yf-
irvöldum.
Staðan hér í þessum málum sker
sig út frá öðrum þjóðum þar sem
hér er ekki til einn einasti bækl-
ingur yfir eitt einasta bóluefni, þar
sem að tilgangurinn er greinilega
til þess fallinn að almenningur
tengi ekki hugsanlegar aukaverk-
anir við bóluefnin. Ef fjölskylda
ákveður að hafna bólusetningu fyrir
barnið sitt, þá eru mikla líkur fyrir
því að sú fjölskylda verði kærð til
Barnaverndarnefndar, þrátt fyrir
að bólusetningar eigi að vera frjáls-
ar. Því að Barnaverndarnefnd hér
hlýðir nefnilega í einu og öllu fyr-
irskipunum heilbrigðisyfirvalda rétt
eins og hvert annað vélmenni án
þess að spyrja, þessum bóluefnafas-
isma fékk hún Ragga móðir Ellu
Dísar að kynnast eftirminnilega.
Óánægjan kemur
upp aftur og aftur
Um leið og einhver vogar sér að
gagnrýna þessi vafasömu bóluefni,
kemur upp þessi óánægja hjá viss-
um aðilum innan heilbrigðisgeirans,
eða þar sem menn hafa haft svo
mikið fyrir því að halda upplýs-
ingum frá stjórnmálamönnum og
almenningi um innihald, reynslu-
sögu og aukaverkanir svo að hægt
væri að bæta við fleiri bólusetn-
ingum. Bóluefnafasisminn leyfir
ekki neina gagnrýni, og um leið og
einhver vogar sér að
minnast á að 14 börn
hafi látist eftir bólu-
setningu með Synflo-
rix-bóluefninu í klín-
ískum rannsóknum
hrópa þeir um leið,
þetta eru „upphróp-
anir“ (Fréttablaðið 27.
des. sl.) Öllu er svarað
svona, þrátt fyrir að
það hafi verið dæmt í
málinu fórnarlömbum í
vil og bóluefnafyr-
irtækinu GlaxsoSmit-
hKline í óhag
(whale.to/drugs/gsk.html). Allt er
þetta gert svona hér svo hægt sé að
notast við þessi sömu ósannindi
áfram, eða, að „alvarlegar auka-
verkanir ekki þekktar“ (landlaekn-
ir.is). Eins og gefur að skilja þá er
bóluefnafasisminn mikill hér á landi
þar sem hér eru auk þess notaðar
lygar til fá fólk í bólusetningu með
börn sín.
Áróðri beitt til að
viðhalda ósannindum
Bóluefnafasisminn gengur út á
það að auglýsa óörugg bóluefni sem
örugg, eða rétt eins og gert var
með svínaflensubóluefnið er leyfi
var veitt fyrir eingöngu undir far-
sóttar kringumstæðum (eða ’aut-
horised under Exceptional’) hjá
Lyfjastofnun Evrópu. Nú og einnig
í leiðbeiningunum frá framleiðand-
anum kemur það skýrt fram að
ekkert af upplýsingum (eða „No
data“) eru til yfir notkun bóluefn-
isins á barnshafandi konum, og
ekkert af upplýsingum (eða „No
data“) eru til yfir notkun á bóluefn-
inu á börnum yngri en 18 ára. Tak-
markaðar upplýsingar („limited
data“) yfir notkun bóluefnisins á 60
ára og eldri. Hér á landi var hins
vegar bóluefnið auglýst öruggt í öll-
um helstu fjölmiðlum. Í erlendum
fjölmiðlum þá kröfðust belgískir
læknar afsagnar dr. Marc Van
Ranst yfir því að hafa logið að allri
þjóðinni að svínaflensubóluefnið
væri öruggt (whale.to/vaccine/
belgian1.html).
Afneitunum beitt með
óábyrgum fullyrðingum
Á síðastliðnu ári þá birtist í DV.
umfjöllun er höfð var eftir Berg-
lindi Dúnu er grunaði að drómasýk-
in (narcolepsy) tengdist bólusetn-
ingunni (11. janúar 2011), en þeir
Haraldur Briem, Þórólfur Guðna-
son og Pétur Lúðvíksson reyndu að
draga úr því strax með því að segja
í Fréttablaðinu, að „… ólíklegt er
að bólusetning gegn svínainflúensu
tengist á nokkurn hátt drómasýki“.
Nú og í þessari sömu grein, að
„… á árinu 2010 varð vart við tals-
verða aukningu í sjúkdómnum …
en einnig sást aukinn fjöldi á Ís-
landi“ (Fréttablaðið 2. feb. 2011).
Í grein þeirra Haraldar og Þór-
ólfs hinn 27. desember sl. kveður
svo við annan tón í Fréttablaðinu,
að drómasýki hafi „ekki sést á Ís-
landi“. og ekki í öðrum löndum en í
Finnlandi og Svíþjóð er tengdist
bólusetningu með Pandemrix. Þeg-
ar erlendis var vitað um 31 tilfelli í
Frakklandi, 17 í Noregi, 26 í Þýska-
landi, 3 í Sviss, 4 í Hollandi og 30 í
Írlandi eftir bólusetningu með Pan-
demrix. Samanlagt í Svíþjóð og
Finnlandi höfðu komið upp 185 til-
felli eftir bólusetningu, en stjórn-
völd í báðum þessum löndum kom-
ust að því að bóluefnið væri
valdurinn af drómasýki og ákváðu
að greiða þessum fórnarlömbum.
Satt best að segja þá hafa menn
ekki neina hugmynd um hvað mörg
tilfelli eiga eftir að verða tilkynnt.
Með allt þetta í huga og svo þessa
sérstöku afneitun sem þekkist hér
eins og td. í máli hennar Ellu Dísar
og bara öllu hvað varðar skaðsemi
taugaeiturefna (neurotoxin) í bólu-
efnum, þá verður manni ljóst að
hér stendur aldrei til biðjast afsök-
unar og hvað þá greiða fólki sjúkra-
bætur eftir bólusetningu. Því að
ekki er hægt að ætlast til að fá
sjúkrabætur þar sem yfirvöld hafa
fullyrt og eru á því að bóluefnin séu
örugg, ekki satt?
Bóluefnafasisminn
Eftir Þorstein Sch.
Thorsteinsson
Þorsteinn Sch.
Thorsteinsson
» Bóluefnafasisminn
gengur út á það að
auglýsa óörugg bóluefni
sem örugg...
Höfundur er formaður Samstarfs-
nefndar trúfélaga fyrir heimsfriði og
meðlimur í félagi áhugamanna um
bólusetningar.
Þrátt fyrir ítarlegan greinarflokk
hefur Morgunblaðinu ekki ennþá
tekist að koma með aðalatriðin varð-
andi áhrif á villta laxastofninn í
Þjórsá. Mikilvægast er að horfa á líf-
ríki árinnar, magn og gæði á fæðu,
súrefni, dreifingu næringarefna og
fjölmargar aðrar forsendur fyrir
framleiðslugetu árinnar. Við mat á
afföllum verður að taka á öllum líf-
ríkisþáttum allan líftíma fiskistofn-
anna, á öllum búsvæðum vatnasviðs-
ins. Niðurstaða vísindamanna sem
um árabil hafa stundað rannsóknir í
ánum, sem Landsvirkjun vísar til, er
að umræddar stíflugerðir í Neðri-
Þjórsá rýri vistkerfið og dragi úr
seiðaframleiðslu um 81-89%. Áætl-
anir Landsvirkjunar um aðeins 5%
skerðingu eru bara bull og út-
úrsnúningur. Tillögur þeirra um að
kaupa megi netahlunnindi og bæta
þannig fyrir verulega skert vistkerfi
standast ekki líffræðilega. Sú aðgerð
myndi að sjálfsögðu bæta stangveið-
ina fyrsta árið, en hún bætir ekki
skerðinguna á sjálfu vistkerfinu og
brýtur auk þess í bága við gildandi
lög, sbr. 9. grein laga um lax- og sil-
ungsveiði nr. 61 frá 2006.
Með sömu röksemdarfærslu
mætti halda því fram að útgáfu-
kostnaður Morgunblaðsins væri
kostnaður við prentun á blaðinu
nóttina fyrir útkomu þess. Annað
skipti ekki máli.
ORRI VIGFÚSSON,
formaður NASF, verndarsjóðs
villtra laxastofna.
Neðri Þjórsá –
Aðalatriði málsins
Frá Orra Vigfússyni
Bréf til blaðsins
Smáralind | Hverafold 1-3 | 511 1710 | svanhvit@svanhvit.is | svanhvit.is
ÞAÐ KOSTAR LÍKA AÐ ÞVO SJÁLFUR!
LÁTTU OKKUR SJÁ UM ÞÍNAR SKYRTUR.
Efnalaug - Þvottahús
330 KR. SKYRTAN
hreinsuð og pressuð
-ef komið er með fleiri en 3 í einu
Fullt verð 580 kr.