Morgunblaðið - 27.03.2012, Síða 30

Morgunblaðið - 27.03.2012, Síða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2012 Það geta allir þóst vera alvar-legir en það getur enginnþóst vera fyndinn,“ erbæði góð og sönn setning. Jón Gnarr hefur fyrir löngu sannað að hann getur verið mjög fyndinn og hann hefur svo sem ekki hikað við að vera alvarlegur og einlægur heldur. Húmor snýst að stórum hluta um að setja hlutina í óvænt samhengi og Jón Gnarr hefur oft kallað fram bros og hlátur – og líka reiði – með því að dansa á mörkum þess leyfilega en þar eru margir bestu grínistarnir óþreytandi við að vinna ný lönd. Húmorinn í Hótel Volkswagen er á slíkum jaðri að jafnvel gagnrýn- andi er á jarðsprengjusvæði við að lýsa efni leikverksins, hvað þá að leggja út af því. Þarna er gert grín að hommapari sem er að reyna að eignast barn. Gefin er innsýn í mýkri hlið fjöldamorðingja og skopast að barni sem krefst stöðugrar athygli. Og vissulega er maður teymdur út í að hlæja að hlutum sem ósæmilegt er að finnast fyndnir. Eins og að horfa á mann öskra á barn og niður- lægja það fullkomlega. Kunnuglegar aðstæður sem þróast út í hið óleyfi- lega. Verkið hefst á því að feðgarnir Pálmi og Siggi litli leita ásjár á Hot- el Volkswagen vegna þess að bíllinn þeirra, sem er af gerðinni Simca Tal- bot, hefur geispað golunni. Svenni hótelstjóri er bifvélavirki og tekur að sér að gera við bílinn. Hann er fljótur að sjá að þetta er vatnskass- inn en það gengur illa að gera við svo þeir feðgar ílendast. Á hótelinu er einnig SS foringi sem er að bíða eftir því að geta flúið land og tveir herra- menn, hvar af annar er í kjól, sem eru að reyna að geta barn saman. Sviðinu í Borgarleikhúsinu er breytt í þessari sýningu þannig að áhorfendur eru bæði fyrir framan það og aftan og þurfa leikarar að leika í báðar áttir. Þetta hefur í för með sér að í einhverjum tilvikum náði maður textanum ekki fyllilega – nokkuð sem sjálfsagt er afar erfitt að koma í veg fyrir að gerist. Persónurnar í Hótel Volkswagen eru settar fram sem hálfgerðar pappírsfígúrur og látnar takast á og tala um fáránlega hluti. Til þess að þetta verði verulega spennandi finnst mér hér vanta meiri dýpt og pælingar, áhugaverðari framvindu og efnivið og meira að segja jafnvel líka fyndni. Seinni hluti verksins er slakari en sá fyrri og niðurlagið virk- aði á mig sem hálfgerð uppgjöf eða skyndilokun. Eitthvað sem hægt er að hlæja að í útvarpsþætti þar sem maður veit að efninu var skellt sam- an kvöldinu áður en gengur ekki í leikverki eftir atvinnumann, á aðal- sviði í atvinnuleikhúsi. Hægt er þó að tína til ýmislegt já- kvætt um verkið. Samtöl eru þjál og eðlileg. Gert er grín að margs konar meðvirkni. Hæðst er hárfínt að með- förnum alkóhólistum og sjálfhverfni þeirra og virkum alkóhólistum og sjálfslygum þeirra. Einnig má sjá vísun í hrunið og uppgjör okkar við það í því hvernig SS foringinn er af- greiddur af meðbræðrum sínum á Hótel Volkswagen. Almennt sýnir uppfærsla verksins að hér hefur gott fagfólk lagt sig fram. Laufléttur og áhyggjulaus húmor er í mörgum atriðum, sem er til mikils sóma, því sýnileg áreynsla er eitt af því sem drepur fyndni. Leikmyndin er látlaus og skemmti- legt – rauð tjöld marka sviðið vinstra og hægra megin og sviðið sjálft er anddyri hótels, bar og matsalur. Tjöldin rauðu undirstrika kannski að Hótel Volkswagen er til í hugar- heimum og vísar þaðan til sam- félagsins sem við lifum í. Leikararnir eru hver öðrum betri í hlutverkum sínum. Hallgrímur Ólafsson er skemmtilegur í gervi drýldins, gamals hippa og neyslu- hróks sem hefur fundið sér lítið herradæmi. Hann þurfti ekki annað en að ganga til að ná fram hlátri og maður hló líka bara að því hvernig hann bar fram orðin. Þorsteinn Gunnarsson lék sitt hlutverk mjög vel og var sannfærandi sem gamall SS maður á flótta. Bergur Þór Ing- ólfsson var pottþéttur frústreraður pabbi. Dóra Jóhannsdóttir lék Sigga litla mjög vel. Halldór Gylfason og Jörundur Ragnarson voru flott hom- mapar. Hundarnir voru heldur dauf- legir og manni fannst á mörkunum að vera með þá miðað við vægi þeirra í sýningunni. Sama má segja um nektarsenu sem virðist eiginlega bara vera þarna til að vera þarna. Tónlistin sem ég varð aðallega var við í skiptingum á milli atriða var há- vær og ágeng. Ég náði ekki alveg tengingu hennar við verkið og gat eiginlega hvorki séð að hún ynni með því eða á móti. Hótel Volkswagen bbbnn Hótel Volkswagen eftir Jón Gnarr Leikarar: Hallgrímur Ólafsson, Þor- steinn Gunnarsson, Bergur Þór Ingólfs- son, Dóra Jóhannsdóttir, Halldór Gylfa- son, Jörundur Ragnarsson. Leikmynd: Halla Gunnarsdóttir, búningar: Eva Vala Guðjónsdóttir, lýsing: Þórður Orri Pét- ursson, tónlist: Davíð Þór Jónsson, leik- stjórn: Benedikt Erlingsson. Stóra svið Borgarleikhússins, 24. mars 2012 SIGURÐUR G. VALGEIRSSON LEIKLIST Dansað á mörkum þess leyfilega Faglegt „Almennt sýnir uppfærsla verksins að hér hefur gott fagfólk lagt sig fram,“ segir m.a. í leikdómi Sigurðar um Hótel Volkswagen. Kvikmyndin Song of Love (1947), eða Ástaróður eins og hún var nefnd á íslensku þegar hún var sýnd í Gamla bíói árið 1948, verður sýnd á vegum Kvikmyndasafns Ís- lands í Bæjarbíói í kvöld, þriðjudag, klukkan 20.00 og aftur á laug- ardaginn kemur klukkan 16.00. Þessa kunna stórmynd fjallar um tónskáldið Robert Schumann og konu hans, píanósnillinginn Klöru Wieck Schumann. Í myndinni eru leikin mörg kunn verk eftir Schu- manns, Brahms og Liszt. Með aðal- hlutverk fara Katherine Hepburn, Paul Henreid og Robert Walker. Ástaróður með Hepburn í Bæjarbíói Aðalleikararnir Henreid, Hepburn og Walker leika tónlistarfólkið. „Röggvarfeldurinn, flík og ábreiða, í fortíð og nútíð“ nefnist hádegisfyrirlestur sem Hildur Há- konardóttir heldur í Þjóðminja- safni Íslands í dag kl. 12.05. Þar mun hún rekja upphaf feldarins, blómatíð og afdrif. „Röggvarfeldir hafa fylgt mannkyninu frá örófi alda. Þetta er ofin ullarflík sem verður til áður en við förum að sníða til fötin. Hann er í raun og veru gervisauðskinn, en mun mýkri og meðfærilegri en skinn- flíkur,“ segir Hildur. Að sögn Hildar telja sagnfræð- ingar að röggvarfeldir hafi verið aðalútflutningsvara Íslendinga á þjóðveldisöld, en að vaðmálið hafi leyst feldina af hólmi í kringum 1100. „Feldurinn er ein af grunn- gerðum fatnaðar og því lífseigur. Raunar má enn finna afleiddar gerðir hans í nokkrum löndum,“ segir Hildur og bendir sem dæmi á að hægt sé að kaupa röggvarfeldi á uppboðsvefjum á netinu. Aðspurð hvernig áhugi hennar á röggvarfeldum sé tilkominn segir Hildur að Björn Th. Björnsson list- fræðingur hafi sagt svo skemmti- lega frá bæði feldinum og kljá- steinavefstaðnum þegar hann kenndi henni textílsögu í Mynd- lista- og handíðaskólanum fyrir um fimmtíu árum. „Hann sáði þarna fræi sem loks hafði tækifæri til að blómstra þegar ég hætti að vinna og ég lét það eftir mér að prófa að vefa röggvarfeld,“ segir Hildur og tekur fram að í gömlum lagatext- um sé hægt að finna upplýsingar um stærð og gerð feldarins, en feldirnir voru utanyfirflíkur sem ofnar voru í stærðinni einn sinnum tveir metrar og einvörðungu born- ir af karlmönnum. Að sögn Hildar hefur áhuginn á kljásteinavefstaðnum aukist í mörgum löndum undanfarið sam- fara því að konur hafa snúið sér í auknum mæli að rannsóknum á fornum vefnaði og textílfræðum. Við rannsóknir sínar á röggvar- feldinum hefur Hildur unnið í ná- inni samvinnu við konur frá Nor- egi og Hjaltlandseyjum sem búa yfir þekkingu á verklaginu sem til þarf til að vefa slíkan feld. silja@mbl.is Gervisauðskinn Hildur í röggv- arfeldi sem hún óf sjálf. Röggvarfeldur í fortíð og nútíð  Hádegisfyrir- lestur í Þjóðminja- safni Íslands Baritónsöngv- arinn Ágúst Ólafsson og pí- anóleikarinn Ant- onía Hevesi freista þess að tæla áheyrendur sína á hádeg- istónleikum Ís- lensku óperunnar í Hörpu undir yf- irskriftinni „Tælingarsöngvar“. Tónleikarnir fara fram í Norður- ljósum og taka um hálftíma í flutn- ingi, en þeir hefjast kl. 12.15. Ágúst og Antonía munu flytja serenöður og mansöngva eftir W.A. Mozart, Doni- zetti, Schubert og Tsjaíkovskí. Ágúst syngur um þessar mundir eitt aðalhlutverkanna í uppfærslu Ís- lensku óperunnar á La Bohème, hlutverk Marcello, og hefur hann hlotið góða dóma fyrir frammistöðu sína í hlutverkinu. Antoníu Hevesi þarf tæpast að kynna, en hún er fastráðinn píanóleikari Íslensku óp- erunnar. Líkt og áður á hádegistónleikum Íslensku óperunnar er aðgangur ókeypis. Tónleikagestir geta keypt sér hressingu fyrir og eftir tónleika og þannig nælt sér í andlega og lík- amlega næringu í einu og sama há- degishléinu. Tælingarsöngvar á hádegistónleikum Ágúst Ólafsson Járnskortur getur verið ein ástæðan Vandaðar bætiefnablöndur úr lífrænni ræktun, fyrir börn og fullorðna. Þreytt og slöpp? Nánar á heilsa.is Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum. • Einkenni járnsskorts geta verið t.d. mæði, þreyta svimi, kulsækni, hjartsláttaróregla og höfuðverkur. • Floradix og Floravital hjálpa fólki til að viðhalda góðri heilsu og heilbrigði. • Blandan byggist upp á fljótandi lífrænu járni, sérvöldum jurtum, ávaxta djús og blöndu af c- og b-vítamíni, til að auka járnbúskap líkamans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.