Morgunblaðið - 27.03.2012, Page 36
ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 87. DAGUR ÁRSINS 2012
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Klappaði ekki og gekk út
2. Býr til gettó á landsbyggðinni
3. Eiginkonan segir ákærur ótrúlegar
4. Enn þungt haldinn eftir árás
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Meðimir sveitarinnar tala um árið
2012 sem eina langa afmælisveislu
sem nær hápunkti á glæsilegum af-
mælistónleikum í Eldborgarsal Hörp-
unnar 22. sept. og viku síðar í menn-
ingarhúsinu Hofi, Akureyri.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Nýdönsk fagnar nú
25 ára afmæli sínu
Á tíundu tónleikum djass-
tónleikaraðarinnar á KEX Hostel sem
fara fram í dag kemur
Tropicalia-sveit Kristínar
Bergsdóttur fram. Hóp-
urinn flytur frum-
samið efni í bland
við tónlist með-
lima brasilísku
Tropicalia-
hreyfingarinnar
ásamt annarri
brasilískri tón-
list.
Tropicalia-sveit
Kristínar á Kex
Rokksynir
Íslands í
Botnleðju
munu loks-
ins koma
saman á ný
eftir margra
ára fjarveru
og spila slagara sína á eigin tón-
leikum á tónleikaröðinni Uppvakn-
ingakvöld sem Gaukurinn heldur en
þar munu gamlar sveitir ganga í end-
urnýjun lífdaga. Miðasala á tón-
leikana er þegar hafin á Midi.is.
Endurkomutónleikar
Botnleðju á Gauknum
Á miðvikudag og fimmtudag Vestlæg átt 5-13 m/s. Súld eða
rigning með köflum, en úrkomulítið eystra. Hiti 4 til 8 stig.
Á föstudag Norðanátt og bjartviðri, en él nyrðra og eystra.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Lægir smám saman, fyrst sunnan- og
vestanlands, en áfram hvasst fyrir norðan og austan. Skúrir eða él
sunnan- og vestantil, en þurrt að kalla annars. Hiti víða 2 til 8 stig.
VEÐUR
Íslandsmeistarar Keflavíkur
og nýkrýndir deildarmeist-
arar í körfuknattleik kvenna
standa höllum fæti í úr-
slitakeppninni um Íslands-
meistaratitilinn. Keflavík
hefur tapað tveimur fyrstu
leikjunum við Hauka í und-
anúrslitum, síðasta í gær-
kvöldi, 73:68. Keflavík-
urliðið verður að vinna þrjá
næstu leiki til þess að kom-
ast hjá því að falla úr
keppni. »3
Slæm staða
meistaranna
Jóhann Gunnar Einarsson úr Fram er
leikmaður 20. umferðarinnar í hand-
boltanum hjá Morgunblaðinu. „Það
voru margir búnir að afskrifa okkur
en við erum búnir að koma okkur í þá
stöðu að þetta er algjörlega í okkar
hönd-
um,“
segir
Jóhann
um hreinan
úrslitaleik sem
Fram á fyrir höndum
gegn HK í loka-
umferðinni. »4
„Þetta er algjörlega í
okkar höndum“
Þjálfari gríska knattspyrnuliðsins,
AEK frá Aþenu, hefur neitað ítrekum
óskum frá félagsliði utan Grikklands
um að fá Elfar Frey Helgason að láni.
Svo langt gekk málið á dögunum að
Arnar Grétarsson, yfirmaður knatt-
spyrnumála hjá AEK, hafði samþykkt
tilboð í Elfar þegar þjálfarinn sló í
borðið. Hann sagðist ætla að nýta
krafa Elfar meira á næstunni. »1
Þjálfari AEK neitar að
lána Elfar Frey
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Ingvar P. Guðbjörnsson
ipg@mbl.is
Gríðarleg stemning var á kartöflu-
balli í Þykkvabæ á laugardagskvöld.
Þetta var sjöunda árið sem ballið er
haldið, en það hófst upphaflega í
kjölfar þess að fella varð niður
þorrablót á staðnum vegna lítillar
þátttöku. Í framhaldinu tók hópur
íbúa í Þykkvabæ sig saman og hélt
fyrsta ballið, sem þá hét Gleðiball.
„Síðan hefur verið ósvikin gleði á
Kartöfluballi,“ segja þær Jóhanna
Lilja Þrúðmarsdóttir og Bjarnveig
Jónsdóttir, sem eru meðal þeirra
sem staðið hafa að ballinu frá upp-
hafi.
Fjórfalt fleiri á ballinu en íbúar
Sannarlega má segja að hug-
myndin um ball tileinkað kart-
öflunni, sem Þykkvibær er þekktur
fyrir, hafi slegið í gegn og aðsóknin
er mjög mikil á hverju ári.
Rúmlega 400 manns voru á staðn-
um í ár, en það samsvarar rúmlega
fjórum sinnum þeim fjölda sem býr í
Þykkvabæ og má því segja að það
eitt og sér sé einsdæmi.
Vegna aukinnar aðsóknar í ár
þurfti að bæta við um100 sætum frá
síðasta ári. „Það er mikil aðsókn.
Það hefur verið uppselt öll þessi ár,
nema það fyrsta,“ segir Bjarnveig.
Jóhanna Lilja og Bjarnveig segja
að kartaflan sé stórkostleg til mats-
eldar og sannast það svo um munar
á veisluborðinu þar sem hún er sett
fram í mörgum réttum sem allir eru
heimatilbúnir í Þykkvabænum.
Skemmtiatriði kvöldsins hafa allt-
af verið heimagerð, þar sem góðlát-
legt grín er gert að sveitungum og
samfélagi.
Veislustjóri
var Guðni
Ágústs-
son, fyrr-
verandi
ráðherra,
og fór hann á kostum með skemmti-
sögum úr pólitíkinni og af Þykkbæ-
ingum.
Í nefndinni í ár voru um 20 manns
af svæðinu, en kjarninn er 8 hjón
sem hafa verið með öll árin.
Allur undirbúningur að Kartöflu-
ballinu er í formi sjálfboðavinnu og
ágóðinn af ballinu rennur í einhverri
mynd til samfélagsins í Þykkvabæ,
en á síðustu árum hefur kirkjan m.a.
verið styrkt myndarlega til orgel-
kaupa auk þess sem íþróttahúsið
hefur notið góðvildar með gjöfum á
tækjum og búnaði.
Að loknu borðhaldi og skemmti-
atriðum léku Helgi Björnsson og
Reiðmenn vindanna fyrir dansi sem
stóð fram á nótt og náðist upp mikil
stemning á dansgólfinu.
Ósvikin gleði í Þykkvabænum
Kartöfluball í
Þykkvabæ fór
fram 7. árið í röð
Ljósmynd/Stefán Sveinsson
Kartöflur og hrossakjöt Kartöfluball í Þykkvabæ fór fram um helgina og var metaðsókn á ballið, en rúmlega fjór-
um sinnum fleiri mæta á það en búa í Þykkvabæ. Matarþema er kartöflu- og hrossakjötsréttir í ýmsum útfærslum.
Á Kartöfluballi gæða gestir sér á
veglegu hlaðborði þar sem grunn-
efnið er, auk kartöflunnar, hrossa-
kjöt sem Þykkbæingar eru þekktir
fyrir frá fyrri tíð þegar hrossa-
kjötsát tíðkaðist ekki annars stað-
ar.
Einn þátturinn í því hversu vin-
sælt ballið er orðið er án efa mat-
urinn.
Meðal þess sem boðið
er upp á eru skræður,
sem er sérstakur réttur ættaður úr
Þykkvabæ, úr hrossasíðum.
Þykkbæingar eru einnig rómaðir
fyrir hrossabjúgu og saltað
hrossakjöt, en þeir voru fyrstir að
salta hross í tunnu. Ein hrossa-
afurðin til viðbótar sem vakti ekki
hvað sístar vinsældir er folaldafile.
Í heildina samanstóð hlaðborðið af
26 réttum, þar af voru sjö úr kart-
öflum. Allt grunnhráefnið er úr
Þykkvabæ.
Búa allan mat til á staðnum
HROSSAKJÖT OG KARTÖFLUR Í ÝMSUM ÚTFÆRSLUM
Veisluborðið
var glæsilegt