Morgunblaðið - 14.05.2012, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2012
BAKSVIÐ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Ekkert verður af rannsóknarbor-
unum vegna fyrirhugaðrar Hval-
árvirkjunar í Ófeigsfirði í sumar,
að sögn Gunnars G. Magnússonar,
eins þriggja eigenda VesturVerks
sem hyggst reisa virkjunina.
Ástæðan er töf á afgreiðslu Al-
þingis á þingsályktunartillögu um
rammaáætlun.
Til stóð að rannsaka í sumar
bergið á virkjunarstaðnum en
gera þarf um 9 km jarðgöng vegna
virkjunarinnar. Gunnar segir
þessar rannsóknir nauðsynlegar
til þess að vita hvort yfirhöfuð sé
forsenda til þess að halda áfram
með virkjunaráformin.
„Nú er komið langt fram á vor
og ekkert hægt að gera úr þessu í
sumar,“ segir Gunnar. „Til þess að
komast þarna upp á hálendið með
bor verðum við að vera komnir yf-
ir Hvalá fyrir miðjan maí. Svo
kemstu ekki með nokkur tæki yfir
Hvalá fyrr en í ágúst og þá er
komið haust á þessum slóðum.“
Byggingin tekur 4-5 ár
Gert er ráð fyrir að orkugeta
Hvalárvirkjunar verði um 35 MW
með 7.400 klst. nýtingartíma á ári
og 280 GWh orkuframleiðslu á ári.
Forathugun sem gerð var á kostn-
aði við virkjunina á verðlagi í febr-
úar 2007 gerði ráð fyrir að hún
kostaði þá rúma 11 milljarða og
var þá reiknað með viðbótarmiðl-
un frá Eyvindarfjarðarvatni.
Reiknað er með að bygging virkj-
unarinnar taki 4-5 ár.
VesturVerk gerði samning við
Gamma um fjármögnun jarðfræði-
rannsóknanna, sem kosta nokkur
hundruð milljónir. Gunnar segir
að í ársbyrjun hafi fjárfestar verið
jákvæðir fyrir þátttöku en samn-
ingurinn um fjármögnun rann-
sóknanna rann út í mars síðast-
liðnum.
Ekki tekið tillit til aðstæðna
Fyrirhuguð virkjun í Ófeigsfirði
er langt frá byggð og dreifineti
Landsnets fyrir raforku. Gunnar
segir að á árum áður hafi dreifi-
netið verið byggt fyrir sameigin-
lega sjóði landsmanna en með til-
komu Landsnets eigi virkjanir að
greiða tengikostnað við dreifinet-
ið. Hann segir að þegar þetta kerfi
var búið til hafi ekki verið tekið
tillit til aðstæðna á Vestfjörðum
eða Norðausturlandi. Þetta fyrir-
komulag hafi gert það illmögulegt
fyrir Vestfirðinga að virkja hjá sér
til þess að selja rafmagn inn á
dreifikerfið. Þá er Hvalárvirkjun
ekki stór og það gerir tenginguna
enn óhagkvæmari.
„Þjóðin á öll að sitja við sama
borð hvað varðar raforku. Við hér
á Vestfjörðum búum meira og
minna við raforkuleysi eða flökt-
andi ljós því spennan er upp og
niður árið um kring. Meira að
segja um hásumar,“ segir Gunnar.
Upphaflega var hugmyndin að
leiða rafmagn frá virkjuninni til
Ísafjarðar eða suður í Geiradal
þar sem það myndi tengjast dreif-
ineti Landsnets. Tenging í Geira-
dal er ódýrari og það er sú leið
sem VesturVerk mundi frekar
fara en með því væri raforka á
Vestfjörðum ekki tryggð.
Iðnaður nær virkjuninni
„Ef við eigum að borga tengi-
kostnaðinn þá viljum við helst ekki
tengjast. Þá nýtist þetta ekki
nokkrum manni nema við finnum
einhvern iðnað sem getur nýtt
þetta nær virkjuninni,“ segir
Gunnar. Hann segir ljóst að virkj-
unin beri ekki sjálf tengikostnað
við dreifikerfið eða Ísafjörð. Því er
VesturVerk að leita annarra leiða
til að nýta rafmagnið. Gunnar
kveðst vera bjartsýnn á að af
virkjuninni verði, en þetta sé
spurning um tíma.
Engar boranir í Ófeigsfirði í ár
Morgunblaðið/RAX
Rannsóknir vegna Hvalárvirkjunar tefjast vegna seinagangs við afgreiðslu Alþingis á rammaáætlun
Einn eigenda Vesturverks segir að virkjunin beri ekki sjálf tengikostnað við dreifikerfið eða Ísafjörð
Hvalárfoss Gert er ráð fyrir að orkugeta virkjunarinnarverði um 35 MW með 7.400 klst. nýtingartíma á ári og 280 GWh orkuframleiðslu..
Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði er annar tveggja virkj-
anakosta vatnsafls sem lenda í orkunýtingarflokki
samkvæmt þingsályktunartillögu um rammaáætlun. Í
rökstuðningi segir að þetta hafi verið eini virkj-
unarkosturinn á Vestfjörðum sem metinn var af öllum
faghópum og að virkjun á Vestfjörðum skipti miklu
máli fyrir orkuöryggi þar.
Stjórn Náttúruverndarsamtaka Vestfjarða sam-
þykkti umsögn um drög að rammaáætlun 7. nóvember
síðastliðinn. Þar segir m.a. að samtökin séu ekki þeirr-
ar skoðunar að færa beri Hvalárvirkjun í verndarflokk.
Þau telja að ekki verði veruleg umhverfisspjöll á
gróðri, dýraríki o.fl. umfram það sem kunni að verða á
afmörkuðum virkjunarstað.
„Þótt Náttúruverndarsamtök Vestfjarða geri sér
grein fyrir að allar virkjanir vatnsfalla hafi áhrif á um-
hverfið telja þau að græn orka sé jafnframt mikilvæg
fyrir íbúa á Vestfjörðum,“ segir í samþykktinni. Sam-
tökin leggja ríka áherslu á að reynt verði að fella fram-
kvæmdirnar við virkjunina sem best inn í landslagið.
Það kveður við annan tón í umsögn Náttúruvernd-
arsamtaka Íslands um þingsályktunartillöguna. Þau
segja það gegna furðu „að Hvalárvirkjun hafi verið
sett í nýtingarflokk með tilheyrandi háspennulínum,
stöðvarhúsum og uppistöðulóni. Ófeigsfjörður er róm-
aður fyrir náttúrufegurð og að mati Náttúruvernd-
arsamtaka Íslands væri það glapræði að ráðast þar inn
með jarðýtum og dýnamíti. Hvalárfoss er eitt af djásn-
um Vestfjarða og Ófeigsfjörður er dyrnar að friðland-
inu á Hornströndum“.
Vatnsaflsvirkjun í orkunýtingarflokki
HVALÁRVIRKJUN Í ÓFEIGSFIRÐI
Virkjunarkostur Göngufólk á leið yfir Hvalá.
Þingmenn Hreyf-
ingarinnar, þau
Birgitta Jóns-
dóttir, Margrét
Tryggvadóttir og
Þór Saari, fund-
uðu með Jóhönnu
Sigurðardóttur,
forsætisráðherra,
og Steingrími J.
Sigfússyni, efna-
hags- og við-
skiptaráðherra, um stjórnarskrár-
málið í Ráðherrabústaðnum í gær.
Að sögn Þórs Saari var fundurinn
stuttur en á honum hafi Steingrímur
og Jóhnana leitað eftir stuðningi
þingmanna Hreyfingarinnar í
tengslum við stjórnarskrármálið.
Hann segir ríkisstjórnina geta
treyst á stuðning Hreyfingarinnar
við málið. „Við erum ekki komin í
ríkisstjórn,“ sagði Þór við mbl.is í
gær en ríkisstjórnin átti einnig lang-
an fund í Ráðherrabústaðnum um
fjárlög næsta árs. „Okkur er nú ekki
boðið að því borði,“ sagði Þór.
Fundur ríkisstjórnarinnar tók um
það bil sjö klukkustundir. Hefð-
bundnir fundir hennar eru á þriðju-
dögum og föstudögum. Stefnt er að
því að hefja umræður um stjórnar-
skrármálið á Alþingi nk. miðviku-
dag.
Hreyfingin mætti til fund-
ar í ráðherrabústaðnum
Þór Saari
Blönduós | Í gær bankaði vor-
hret á glugga landsmanna sem
flestir létu það sem vind um eyru
þjóta en fuglar himinsins sem
eiga allt sitt undir uppátækjum
veðuraflanna máttu hafa sig alla
við.
Gæsahúðin, sem setur svip sinn
á þá sem eru í tilfinningalegu
uppnámi eða glíma við kulda-
hroll, kemur sér vonandi vel fyr-
ir þessa gæs sem setur óhikað
stefnuna mót norðanáttinni og
snjókomunni sem henni fylgdi.
Vonandi setur þetta áhlaup
veðursins úr norðri ekki svip
sinn á varp fugla og laufgun
trjáa og lætur undan síga sem
allra fyrst.
Gæsahúðin kemur sér vel
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson