Morgunblaðið - 14.05.2012, Qupperneq 11
Ljósmynd/Guðmundur Páll Ólafsson
Listakona í fjörunni Hér er Salóme að vefa í fjörunni með ólgandi brimið allt í kring. Myndin var tekin árið 1975.
Bjó í húsi án rafmagns
og rennandi vatns
Salóme hefur áður haldið til úti í
Flatey til að vinna að listinni, hún
gerði það líka á áttunda áratugnum.
„Ég á fjölda vina sem ýmist búa úti í
Flatey allt árið eða eru þar hluta úr
ári. Hafið er allt í kringum mig þegar
ég er þarna, maður rétt stendur upp
úr á steini. Það getur verið dásam-
legt að vera í Flatey en líka krefj-
andi. Ég bjó þar eitt sinn í rúmt ár í
húsi þar sem var ekkert rafmagn og
ekki rennandi vatn, og það tók svolít-
ið á yfir veturinn. Nálægð fólksins í
svona litlu samfélagi hefur bæði kosti
og galla. Allir þekkja alla og allir vita
allt um alla, þótt þeir sjái ekki alla.“
Salóme er þekkt fyrir að nota hinn
ólíkasta efnivið í vefnaði sínum og
sækir hún sumt í sjóinn, til dæmis
þang. Annað sækir hún til dýranna,
en hún hefur verið óspar á að nota
óunna ull af íslenskum sauðkindum í
verkum sínum.
Vill brjótast úr víddum
„Ég byrjaði strax á þessu í upp-
hafi ferils míns þegar ég fór til Flat-
eyjar árið 1975. Þangið þarf að með-
höndla á sérstakan hátt svo það haldi
sér, ég baða það upp úr ýmsum vökv-
um svo það brotni ekki eða skemm-
ist,“ segir Salóme og bætir við að hún
hafi unnið með vefnaðinn á allan
mögulegan hátt, meðal annars gert
skúlptúra.
„Þá lét ég smíða fyrir mig í
smiðju einhvern grip sem ég óf svo
beint á. Mér finnst skemmtilegast að
hafa verkin ekki flöt. Mér finnst
kominn tími til að brjótast út úr því
og fara út í þriðju eða fjórðu víddina.“
Salóme segist lifa sig inn í sögu
einhvers þegar hún vinnur verkin sín
og hún eyðir oft löngum tíma í að
teikna þau upp.
Hvít og lágfætt kind
Íslensku ullina notar Salóme
eins og hún kemur af skepnunni. „Ég
hef átt mínar uppáhaldskindur úti í
Flatey og sú sem gaf mér bestu ull-
ina var hún Bansa, sem var mjög
spök og skemmtileg kind. Hún var
hvít og lágfætt og af henni fékk ég
mjög góða og fallega ull sem er í
mörgum teppum frá mér. Því miður
drukknaði hún í vondu veðri þegar
flæddi yfir sker þar sem hún var
ásamt fleiri kindum. En þegar ég var
í Flatey síðastliðið sumar fékk ég ull
af kindum sem ég þekki ekki per-
sónulega, en þær eru í eigu vinkonu
minnar sem er bóndi í Flatey.“ Að
lokum er vert að geta þess að Yrsa,
dóttir Salóme, vinnur nú að heimild-
armynd um móður sína.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2012
Ýmislegt er framundan hjá Fugla-
vernd á þessu vori og snemmsumars.
Fyrst ber að nefna rjúpnatalningu í
Krossanesborgum við Akureyri um
miðjan maí en dagsetning fer eftir
veðri og vindum. Er talningin sam-
vinnuverkefni með Náttúru-
fræðistofnun Íslands. Þeir sem vilja
taka þátt eða fylgjast með talningu
setji sig í samband við Sverri Thor-
stensen í síma 4611604/8653297
eða með pósti á netfangið sth@ak-
mennt.is.
Rjúpan er eini villti hænsnfuglinn
sem finnst hér á landi. Hún skiptir lit-
um eftir árstíðum, er hvít á veturna
og brúnflikrótt á sumrin, hún er því
alltaf í felubúningi. Enda er rjúpan
aðalbráð fálkans. Á vorin eru karr-
arnir mjög áberandi, þar sem þeir
stilla sér ropandi upp á hóla og hæðir
og verja óðal sitt gegn öðrum körr-
um. Varpkjörlendi rjúpunnar er mó-
lendi, kjarr og gróin hraun frá fjöru til
fjalls. Fæða rjúpunnar er úr jurtarík-
inu, svo sem ber, reklar og brum af
víði og birki og laufblöð.
Næst ber að nefna fuglaskoðun í
Friðlandi við Flóa hinn 19. maí kl.
10.00. Verður Fuglavernd í samvinnu
við sveitarfélagið Árborg með leið-
sögn í Fuglafriðlandinu við ósa Ölfus-
ár. Gott er að mæta með kíki og
fuglahandbækur en Jóhann Óli Hilm-
arsson mun leiða gönguna.
Loks má nefna dagsferð á Snæ-
fellsnesið hinn 9. júní og stendur
skráning nú yfir í þá fuglaskoð-
unarferð. Lagt verður af stað úr bæn-
um kl. 9.00 og ekið í Borgarfjörð og
horft til brandanda við ósa Andakíls-
ár. Síðan er haldið á Snæfellsnesið,
skoðaðar tjarnirnar í Staðarsveit og
svo Torfavatn, Vatnsholtsvatn og
Lýsuvatn. Arnarstapi heimsóttur og
Saxhólsbjarg – aðgengilegasta fugla-
bjarg landsins þar sem allar tegundir
svartfugla verpa og einnig topp-
skarfur, fýll og ryta. Oft sjást háhyrn-
ingar og aðrir hvalir úti fyrir, send-
lingar og rjúpur ofan brúna. Nánari
upplýsingar má sjá á fuglavernd.is.
Rjúpnatalning í Krossanesborgun
Ljósmynd/Björn Arnarson
Glæsileg Rjúpa í sumarbúningi. Áætlað er að telja rjúpur nú um miðjan maí.
Ropandi uppi á hólum og hæðum