Morgunblaðið - 14.05.2012, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 14.05.2012, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2012 ÞRÍR FRAKKAR Baldursgötu 14, Reykjavík - Sími: 552 3939 Opið virka daga 11:30 - 14:30 og 18:00 - 22:00 Opið um helgar frá 18:00 - 23:00 frakkar@islandia.is - www.3frakkar.com Í gamla bænum - rétt við hjarta miðborgarinnar ÞRÍR FRAKKAR Café & Restaurant Fersk skata með rjóma- lagaðri sítrónu-dillsósu Frummælendur: Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA. Árni Páll Árnason, alþingismaður. Ólöf Nordal, alþingismaður. Friðrik Már Baldursson, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Umræður og fyrirspurnir. Fundarstjóri: Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Samtök atvinnulífsins telja það brýnasta hagsmunamál Íslendinga að gjaldeyrishöftin verði afnumin sem fyrst þar sem þau valda þjóðinni sífellt meiri skaða. Samtök atvinnulífsins hafa sett fram áætlun um afnám gjaldeyrishafta fyrir árslok. Kynntu þér áætlunina á www.sa.is Skráning á www.sa.is Létt morgunhressing frá kl. 8.00 en fundur hefst kl 8.30 í sal H&I á 2. hæð. Opinn fundur SA á Hilton Reykjavík Nordica miðvikudaginn 16. maí kl. 8.30-10.00 BRÝNASTA HAGSMUNAMÁL ÍSLENDINGA E N N E M M / S ÍA / N M 5 2 3 3 9 Afnám gjaldeyrishafta: VA arkitektar sigruðu í samkeppni um hönnun nýs hjúkrunarheimilis á Ísafirði. Það var tilkynnt við athöfn á föstudag. Á sama tíma var kynnt nafn á nýja heimilið. Það mun heita Eyri. Nafnið á heimilinu er sótt í upphaf byggðar á Eyri í Skutuls- firði. Höfundur þess er Magdalena Sigurðardóttir. Ríkið hefur samið við Ísafjarð- arkaupstað um byggingu og rekstur 30 rýma hjúkrunarheimilis. Það verður fjármagnað með lánum frá Íbúðalánasjóði en ríkið endurgreiðir kostnaðinn með leigu í ákveðinn tíma. Er þetta sama fyrirkomulag og er á byggingu fjölda annarra hjúkr- unarheimila. Hjúkrunaheimilinu Eyri hefur verið valinn staður á lóð sjúkrahúss- ins á Ísafirði og mun verða samstarf um reksturinn. Í umsögn dómnefndar um verð- launatillöguna kemur fram það álit að tillagan beri öll merki um góða innlifun í starfsemi hjúkrunarheim- ilis og staðhætti á Ísafirði og unnið með þá á fallegan hátt með skemmti- legum tilvísunum í elstu hluta bæj- arins. helgi@mbl.is Tölvuteikning/VA arkitektar Eyri Nýja hjúkrunarheimilið verður byggt á lóð sjúkrahússins á Ísafirði. Nýja hjúkrunarheimilið sækir nafn í söguna  VA arkitektar sigruðu í samkeppni um hönnun þrjátíu rýma hjúkrunarheimilisins Eyrar á Ísafirði Stofnun ársins í könnun SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, er Sérstakur saksóknari og er þetta annað árið í röð sem sú stofnun vinnur í flokki stórra stofnana. Landmælingar Íslands voru valdar stofnun ársins í flokki meðalstórra stofnana og Persónuvernd í flokki lítilla stofnana. Hástökkvarinn í ár er Sýslumaðurinn í Borgarnesi, en þann titil hlýtur sú stofnun sem hækkar sig mest á milli ára, segir í frétt frá SFR. Niðurstöður úr könnuninni voru kynntar á föstudag en hún er sam- starfsverkefni VR og SFR með þátttöku ríkisins og í ár var Starfs- mannafélag Reykjavíkurborgar (St. Rv.) einnig með í könnuninni. Tæplega 50 þúsund starfsmenn á almennum og opinberum vinnu- markaði fengu könnunina senda. Starfsmenn borgarinnar gáfu lægri einkunnir Í könnuninni eru mældir þættir á borð við ánægju og stolt, trúverð- ugleika stjórnenda, starfsanda, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjan- leika vinnu, sjálfstæði í starfi og ímynd stofnunar. Tiltölulega litlar breytingar eru á niðurstöðum könnunarinnar frá því í fyrra. Þó má þar sjá örlítið meiri ánægju með bæði starfsöryggi og sveigjanleika í vinnu hjá SFR. Ánægja með laun og trúverðugleiki stjórnenda er þó enn mun minni hjá opinberum starfsmönnum en þeim sem starfa á almennum mark- aði. Í ár fæst í fyrsta sinn sam- anburður við félagsmenn Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar. Ef bornar eru saman einkunnir allra þriggja félaganna má sjá að einkunnir St.Rv. eru lægri á öllum þáttum sem könnunin nær yfir, segir í frétt frá SFR. Nánari upplýsingar um niður- stöður könnunarinnar má finna á www.sfr.is Sérstakur saksóknari stofnun ársins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.