Morgunblaðið - 14.05.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2012
Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is
E-60
Klassísk hönnun frá 1960
Hægt að velja um lit og áferð að
eigin vali
Verð frá kr. 24.300Íslensk hönnun og framleiðsla
H
a
u
ku
r
0
9
b
.1
1
Guðni Halldórsson
lögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Haukur Halldórsson hdl.
haukur@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
lögg. verðbr.- og fasteignasali,
brynhildur@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Jens Ingólfsson
rekstrarhagfræðingur,
jens@kontakt.is
Sigurður A.
Þóroddsson hrl.
sigurdur@kontakt.is
Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta.
Skráning á www.kontakt.is
• Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í
tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar.
Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is.
• Glæsilegt húsnæði á góðum stað í Reykjavík, hentar vel sem 100 herbergja
hótel. Sjá nánar á www.kontakt.is.
• Heildverslun með vinsælar snyrtivörur fyrir fagfólk. Ársvelta 60 mkr.
Góð afkoma.
• Rótgróið gólfefnafyrirtæki í mjög góðum rekstri. Ársvelta 200 mkr.
EBITDA 20 mkr.
• Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki með matvörur. Ársvelta 330 mkr.
• Stálsmiðja sem framleiðir staðlaðar vörur fyrir sjávarútveg. Stöðug velta og
vel tækjum búið. Hægt að flytja hvert á land sem er og hentar vel sem viðbót
við starfandi vélsmiðju.
• Rótgróið bakarí með nokkrar verslanir.
• Verslun í Kringlunni með vinsælar sérvörur. Góð afkoma.
• Glæsilegur veitingastaður á besta stað í Reykjavík. Góð velta og afkoma.
• Heildverslun með vinsælar sérvörur. Ársvelta 70 mkr. EBITDA 15 mkr.
• Stórt þjónustufyrirtæki í ræstingum. Traustir viðskiptavinir og góð afkoma.
• Mjög spennandi innflutningsfyrirtæki með vörur fyrir kæliiðnaðinn.
FRÉTTASKÝRING
Heimir Snær Guðmundsson
heimirs@mbl.is
Grískir stjórnmálamenn skiptust á
harðorðum yfirlýsingum í kjölfar til-
rauna til stjórnarmyndunar í landinu
um helgina. Þessi tíðindi þykja ýta
undir þann möguleika að forseti
landsins boði til nýrra kosninga. Ef
ný stjórn hefur ekki verið mynduð
þegar þing kemur saman á fimmtu-
dag verður boðað til nýrra kosninga í
júní.
Karolos Papoulias forseti kallaði
um helgina leiðtoga þriggja stærstu
stjórnmálaflokka landsins til fundar
við sig. Í kosningunum fyrir viku refs-
uðu kjósendur stærri flokkunum og
minni flokkar fengu aukinn stuðning.
Í kjölfarið lét forsetinn hafa eftir sér
að hann vonaðist til þess að koma á
ríkisstjórn einingar og bætti við að
ástandið í Grikklandi væri mjög erf-
itt.
Eftir fund forsetans með leiðtog-
unum þremur var leiðtogi gríska
vinstri flokksins Syriza, Alexis Tsip-
ras, ómyrkur í máli og gaf í skyn að
flokkurinn hefði ekki áhuga á að
starfa með hinum tveimur flokkun-
um, mið-hægriflokknum Nýju lýð-
ræði og jafnaðarmönnum í Pasok-
flokknum.
Ósætti um björgunaraðgerðir
Flokkur Tsipras lagði í kosninga-
baráttunni áherslu á að hafna öllum
lánveitingum frá ESB og Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum og hlaut næst-
mest fylgi allra flokka. Tsipras gaf
um helgina í skyn að í stjórnarmynd-
unarviðræðunum væri Nýtt lýðræði
ásamt Pasok að reyna að lokka Syriza
í samstarf á forsendum sem gengju
gegn fyrrnefndum kosningaloforðum
Tsipras hélt áfram og gaf í skyn að
tveir áðurnefndu flokkarnir ætluðu
að mynda stjórn með öðrum litlum
flokki, Vinstri demókrötum sem klufu
sig úr Syriza árið 2010. „Þessir þrír
flokkar hafa 168 sæti saman og þar
með meirihluta. Þeir geta því haldið
áfram. Þeir eru að reyna þvinga okk-
ur til samstarfs sem er ekki raun-
hæft,“ segir Tsipras um stjórnar-
myndunarviðræðurnar. Vinstri
demókratar neita að hafa samþykkt
að styðja samsteypustjórn án Syriza
og saka Tsipras um óheiðarleika og
lygar.
Evangelos Venizelos, leiðtogi sósí-
alistanna í Pasok, sagði eftir fundinn
með forsetanum að flokkur hans
myndi gera allt sem í þeirra valdi
stæði til að mynda starfhæfa ríkis-
stjórn en væru þrátt fyrir það tilbúnir
í nýjar kosningar ef slíkt reyndist
nauðsynlegt.
Antonis Samaras, leiðtogi mið-
hægri demókrata í Nýju lýðræði,
sagði fyrir fundinn í gær að kjósend-
ur hefðu kallað eftir samvinnu, breyt-
ingum og áframhaldandi veru á evru-
svæðinu.
Grísk stjórnmál einkennast því af
mikilli óvissu, stór hluti kjósenda
studdi flokka sem eru á móti samn-
ingum um björgunaraðgerðir sem
fyrri ríkisstjórn hefur gert. Á móti
hafa alþjóðlegir lánardrottnar sagt að
ef Grikkir standi ekki við gerða samn-
inga verði fjárframlög til þeirra
stöðvuð. Miðhægrimenn í Nýju lýð-
ræði eru stærsti flokkurinn með ein-
ungis 21% atkvæða en hinsvegar
benda kannanir til þess að ef kosið
yrði aftur myndi Syriza fá 20,5% at-
kvæða en flokkurinn hlaut 16,8% í at-
kvæða í nýafstöðnum kosningum.
Þegar eru áætlanir um upptöku
drökmu að nýju í Grikklandi og má
lesa nánar um það á bls. 18.
Stjórnarkreppa vof-
ir yfir Grikklandi
Leiðtogar flokkanna saka hver annan um óheilindi
Kosið aftur í júní ef ekki næst að mynda stjórn
AFP
Stjórnarmyndun Hér tekur Karolos Papoualis, forseti Grikklands, í hönd
Alexis Tsipras, leiðtoga gríska vinstri flokksins Syriza.
Sviptingar framundan?
» Sjö flokkar hlutu þingsæti.
Enginn þeirra fékk yfir 20% at-
kvæða.
» Vinstra bandalagið Syriza
myndi bæta við sig tæplega
5% fylgi samkvæmt könn-
unum ef kosið yrði aftur en
flokkurinn fékk 16,8% atkvæða
í kosningunum.
» Stærsti flokkurinn, Nýtt lýð-
ræði, fékk 20% atkvæða í
kosningunum.
» Sex af hverjum tíu segja
hugmyndir Syriza óraunhæfar.
» Kannanir sýna að þrír af
hverjum fimm í Grikklandi bú-
ast við nýjum kosningum í júní.
» Helmingur kjósenda segist
ánægður með úrslit kosning-
anna.
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is