Morgunblaðið - 14.05.2012, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 14.05.2012, Qupperneq 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2012 Bæjarlind 16 - Kópavogur - Sími 553 7100 - www.linan.is opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 laugardaga 11 - 16 Allegro 3ja sæta kr. 435.800 Edge tunguhornsófi 200x280 kr. 283.000 Simon e 3ja sæta kr. 20 6.000 Simon e 2ja sæta kr. 17 5.400 Avignon 3ja sæta kr. 232.800 Sófarstórir og smáir Kórdrengirnir sem settu þjóðfélagið á hliðina skýldu sér löngum á bakvið bankaleynd, sem örugglega átti stóran þátt í hruninu. Nú kallar Vilhjálmur Eg- ilsson frkv.stjóri SA eftir aukinni banka- leynd og ég get ekki orða bundist. Honum finnst „afar misráðið“ að gefið sé upp hverjir fengu af- skriftir umfram 100 millj. kr. Seg- ir það setja stimpil á fyrirtækin! Mér er óskiljanlegt hvernig SA fær út að birting upplýsinga um skuldaeftirgjafir auki tortryggni og torveldi bönkum að afskrifa skuldir hjá fyrirtækjum. Þvert á móti ættu þessar upplýsingar að vera aðhald og stuðla að jafnræði í afskriftum skulda. Væri ekki nær að hafa allt uppi á borðinu og gefa upp allar afskriftir? 50, 25 eða 5 millj. kr eru líka töluvert margar krónur t.d. fyrir þá sem eru að missa íbúðarhúsnæði sitt. Fyrst vegna stökkbreyttra gengislána bankana og nú vegna verð- tryggðra lána lífeyrissjóðanna. Reyndar er það þannig að þó allar afskriftir væru gefnar upp er hætt við að ekki kæmi allt svínarí- ið upp á yfirborðið. Ríkisbankinn hefur t.d. stundað það að breyta nafni á þekktum gamalgrónum fyrirtækjum og setja þau svo ofan í skúffu með gömlu kennitölunni og öllum skuldunum. Síðan fæðist nýtt fyrirtæki með nýja kennitölu og hreint borð en gamla fyr- irtækið og skuldirnar eru áfram læst í skúffunni. Nýja fyrirtækið er með sama nafni og gamla fyr- irtækið, í sama húsnæði, með sama vélakost og mikið til sömu eigendur og fyrir hrun. Eina breytingin er ný kennitala og ef- laust kannast bankinn ekki við að hafa afskrifað neitt hjá fyrirtæk- inu með nýju kennitöluna. Það sem verra er, ríkisbankinn er með fjölda fyrirtækja undir sínum verndarvæng og beitir sér oftar en ekki fyrir því að þau skipti hvert við annað og ekki sam- keppnisaðila. Ég þekki fyrirtæki, sem var rekið með tapi 2007 og skuldaði um milljarð í árslok 2007. Var sem sagt komið á hausinn ári fyrir hrun og var rekið af LI einka- banka 2008. Svo tók LI ríkisbanki við og í dag stundar þetta fyr- irtæki undirboð sem aldrei fyrr. Öll leynd er ávísun á spillingu og fer ekki hjá því að maður velti fyrir sér, hverja SA og SI vinna fyrir eða eru að vernda? Vita SA og SI ekki að í dag er fjöldi fyr- irtækja í harðri samkeppni við þá, sem hafa fengið nýtt líf með af- skrift skulda? Óráðsíu skussarnir eru verðlaunaðir á sama tíma og þeir, sem sýndu ráðdeild, neyðast til að stefna „bankanum sínum“ til að fá ólögleg gengislán gerð upp. Hvernig væri að SA og SI ein- hentu sér í að þrýsta á bankana að reikna upp og leiðrétta gengisl- ánin? Muni ég rétt að núverandi ríkis- stjórn ætlaði að hafa allt uppi á borðinu, þá hefur það verið svikið eins og svo margt annað. Það eina sem er uppi á borðinu eru þeir sem eru að missa eigur sínar und- ir hamarinn. Uppboð á fasteignum þeirra eru reglulega auglýst í blöðum og sagt frá, hverjir séu kröfuhaf- arnir. Oft er húsnæði selt á hálfvirði og skuldarar áfram eltir af blóðhundum banka og lífeyrissjóða. Hverjir skyldu svo kaupa þessar eignir á uppboði? Vart þeir sem eru með þrjú til fjögur hundruð þúsund krónur á mánuði. Ætli það séu ekki frekar þeir, sem eru með yfir milljón á mánuði og þurfa að fjár- festa fyrir aukakrónunar, sem ekki borgar sig að eiga í banka. Betra að kaupa fasteign og hafa leigutekjur af henni á sama tíma og húsnæði hækkar í verði. Væri ekki verðugt verkefni fyrir vinstri stjórnina að beita sér fyrir því að eins og uppboðin eru aug- lýst skuli niðurstaða þeirra kynnt? Það er hverjir kaupa og á hvaða verði! Bankaleynd Eftir Sigurð Oddsson Sigurður Oddsson » Öll leynd er ávísun á spillingu og fer ekki hjá því að maður velti fyrir sér, hverja SA og SI vinna fyrir eða eru að vernda? Höfundur er iðnrekandi. - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.