Morgunblaðið - 14.05.2012, Page 22

Morgunblaðið - 14.05.2012, Page 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2012 Heildarlausnir í hreinlætisvörum Sjáum um að birgðarstaða hreinlætis- og ræstingarvara sé rétt í þínu fyrirtæki. Hagræðing og þægindi fyrir stór og lítil fyrirtæki. Við sjáum um þig! Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, Sími: 520 7700 Hafðu samband og fáðu tilboð sími 520 7700 eða sendu línu á raestivorur@raestivorur.is raestivorur.is Upphaf varnarsam- starfs við Bandaríkin var í júlí 1941 þegar hingað kom 6. herfylki landgönguliðs ameríska flotans og kunngerður var samningur um varn- ir Íslands sem hafði ver- ið í undirbúningi. Bandaríkjamenn taka þar með við vörnum Ís- lands hálfu ári áður en þeir urðu stríðsaðili. Bandaríkin eru með öðrum orðum sem hlutlaust land að vernda hagsmuni sína með hern- aðarlegri aðgerð vegna mikilvægis legu Íslands. Árið 1949 verður Ísland aðili að Atlantshafsbandalaginu og nýtur samkvæmt V. grein stofnsamnings- ins verndar aðila þess. Þá tóku Bandaríkin á sig tvíhliða skuldbind- ingu um að bregðast Íslandi til varn- ar með varnarsamningnum frá 1951 og er það eini slíki samningur þeirra við erlent ríki. Bandarískur her- styrkur var samfleytt á Íslandi frá 1951 til 2006. Herstöðin í Keflavík hefur áfram afgerandi „geostrateg- íska“ þýðingu í kalda stríðinu. Hörð andstaða gegn varnarsamvinnunni var fyrst og fremst hugsjónamál öfgaafla til vinstri, með Þjóðviljann að málgagni. Eftir fall Berlínarmúrsins 1989, sameiningu Þýskalands og aðild Pól- lands, Ungverjalands og Tékklands að NATO, hverfa þau mál sem þrætuepli úr stjórnmálaumræðu á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn hafði fullan sigur í harðri baráttu fyrir að- ild Íslands að NATO og veru Banda- ríkjahers í landinu. Á árinu 2006 verða afdrifarík kaflaskipti í varnarmálasögu Íslend- inga. Bandaríkjaher hverfur þá að fullu frá Íslandi en um árabil hafði verið dregið úr herstyrknum. Rík- isstjórnir leiddar af Sjálfstæð- isflokknum höfðu af fremsta megni reynt að fá því framgengt að haldið yrði áfram lágmarksstyrk til loft- varna. Þetta var líka talið þeim mun líklegra að Bandaríkjamenn höfðu þá lokið mjög kostnaðarsömum end- urbótum og viðhaldi á herstöðinni. En því miður var varnarmálaráð- herrann Donald Rumsfeld misvitur um fleira en stríðsreksturinn í Írak og fyrirskipaði brottför alls liðsins í Keflavík í október 2006. Eftir brottförina kom ríkisstjórn Geirs H. Haarde á fót Varn- armálastofnun. Stofnunin sá um rekstur loftvarnakerfis með fjórum öflugum ratsjám, gagnaflutnings- kerfi, sérstakri stjórnstöð í Keflavík og alla öflun og greiningu hern- aðarsamskipta við NATO og aðild- arríkin. Sömuleiðis veitti hún nauð- synlegan stuðning við loftrýmisgæslu sem aðildarríki NATO hafa fallist á halda uppi á Íslandi. Þá skyldu haldna árlegar Northern Viking- heræfingar á Íslandi en þær hafa sum árin fallið niður. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurð- ardóttur tók við 2009 var Varn- armálastofnun því miður lögð niður og verkefnum hennar dreift á ýmsar stofnanir. Varnarmálastofnun var skref í þá átt að Ísland sem fullvalda ríki leitaðist við að hafa sjálfstæð tök á öryggis- og varnarmálum. Það skref var stigið til baka, væntanlega vegna andúðar annars stjórn- arflokksins á varnarmálum. Um þau er engin almenn umræða á Íslandi svo sem tíðkast í öðrum löndum okk- ur tengdum. Stefna varðandi Norðurskauts- ráðið var mörkuð í þingsályktun- artillögu frá 2011. Svo sem þar segir m.a. að hagsmunir Íslands skulu tryggðir með að efla og styrkja ráðið sem mikilvægasta samráðsvettvang- inn um málefni norðurslóða. Ekki ber að einblína á þrönga land- fræðilega skilgreiningu heldur líta á norðurslóðir sem víðtækt svæði í vistfræðilegum, efnahagslegum, póli- tískum og öryggistengdum skilningi. Og þá myndar Hafréttarsamning- urinn hinn lagalega ramma. Áhugi Evrópusambandsins fyrir málefnum norðurslóða fer vaxandi í kjölfar aukins mikilvægis auð- linda svæðisins og opn- un þess fyrir sigl- ingum. Þannig yrði aðild að Evrópusam- bandinu líklega til þess fallin að stuðla að evr- ópskum fjárfestingum á Íslandi á sviði norð- urslóðarannsókna, í orkumálum, flutn- ingum í tengslum við auðlindanýtingu á Norður-Íshafi og opnun nýrra sigl- ingaleiða til norðurs. Ekkert bólar að sjálfsögðu á því á meðan aðildarmál okkar eru óútkljáð. Hins vegar virð- ist allt slíkt nú í boði Kínverja vegna strategískrar stöðu landsins. Kína hefur 2,3 milljónir manna undir vopnum og er Þjóðarfrelsisher- inn þar með sá stærsti í heimi. Hann styðst við öflugan flugher og strateg- ískan kjarnavopnabúnað. Vígbúnaði þeirra fleygir fram, sérstaklega að því er varðar sterkan sjóher, lang- drægari með flugvélamóðurskipum. Þessi nýja stefna að verða meirihátt- ar sjóveldi var tilkomin vegna ósættis við grannríki um lögsögu á hafinu. Kína á í deilum við Japan um lögsögu í Austur-Kínahafi og suður eftir öllu hinu víðfeðma Suður-Kínahafi við Ví- etnam, Malasíu, Filippseyjar og Bru- nei. Kínverjar segja að hafsvæði þessi varði þjóðarhagsmuni sem sigl- ingaleið og öryggissvæði. Grannþjóð- irnar hafa áhyggjur af að Kínverjar reynist ekki viljugir að leysa deilu- mál friðsamlega. Velji Kínverjar þá leið að sýna styrk sinn með flotaæf- ingum í Suður-Kínahafi er eins víst að þar byrji vígbúnaðarkapphlaup. Þar hafa Bandaríkjamenn aukið sína viðveru vegna samningsbundinna varnarskuldbindinga við þjóðir á svæðinu og óttast er að ekki beri að útiloka árekstra. Nýtt áhersluatriði Kínverja snert- ir norðurskautið vegna opnunar nýrra siglingaleiða og jarðgass- og olíuauðæfa á hafsbotni á svæðinu. Í nýafstaðinni heimsókn forsætisráð- herra Kína, Wen Jiabo, kom hann fyrst til Íslands á leið sinni til Evr- ópulanda. Kínverjar virðast líta svo á að aðild að Norðurskautsráðinu skipi smáríkinu Íslandi í flokk með hinum stærri. Þeir reyna sem ákafast fyrir tilstilli Huangs Nubo að fá yfirráð yf- ir landrými á Grímsstöðum á Fjöll- um. Obama og ráðherrar hans hafa tekið undir það sjónarmið að Kyrra- hafssvæðið og Asía sé orðin þunga- miðjan (e. pivot point) í strategískum hernaðaráætlunum. Sé eitthvað til í þessu gætu vesturveldin verið að nálgast tímamót varðandi mat á eigin stöðu. Ísland og Bandaríkin hafa átt samleið síðastliðin 80 ár vegna gang- kvæmra hagsmuna og svo verður vonandi eftirleiðis. Enn sem komið er hafa Bandaríkjamenn verið tregir í taumi varðandi sameiginlega hags- munagæslu á norðurslóðum. Nú er tími til kominn að líta til nýrra verk- efna. Þar mætti nefna samstarf um mengunareftirlit og björgunarstarf- semi í Keflavík milli landhelg- isgæslna landanna. Það yrði að minnsta kosti til þess að Bandaríkin hefðu einhvern sýnileika á Íslandi annan en hlutdeild í loftrýmisgæsl- unni. Hinn kosturinn gæti verið að hægt og bítandi kæmu Kínverjar sér fyrir hér og Ísland yrði þeirra út- vörður gegn Bandaríkjunum. Hlut- verki Íslands yrði snúið við frá því sem var í kalda stríðinu. Er það ekki 99 ára draumur stuðningsaðila Hu- angs Nubo? Varnarsamstarf Eftir Einar Benediktsson Einar Benediktsson » Velji Kínverjar þá leið að sýna styrk sinn með flotaæfingum í Suður-Kínahafi er eins víst að þar byrji vígbún- aðarkapphlaup. Höfundur er fyrrverandi sendiherra. Það var grein eða tilkynning í blaðinu í vetur sem bar nafnið „Er þörf á atvinnu?“ Þvílík spurning! Við gætum eins spurt okkur hvort þörf sé á hjarta og æðakerfi í líkama okkar. Líklega hefur þetta verið orð- að svona til að koma af stað umræðu um þessi mál og ætla ég undirritaður hér með að leyfa mér að taka svo- lítinn þátt í þeirri umræðu. Allir þeir sem af alvöru skoða þessi mál hljóta að gera sér grein fyrir því hve gífurlegt alvörumál það er hverju þjóðfélagi sem þarf að reka sig með viðunandi heil- brigðisþjónustu, löggæslu, sam- göngum og annarri samfélagsþjón- ustu að atvinnulífið sé í góðu lagi. Í fyrsta lagi þá þurfa allir þegn- ar þjóðfélagsins að hafa þá af- komu að geta séð sér og sínum farborða og það án þess að lifa í stöðugum ótta um það hvort laun- in dugi fyrir eðlilegum útgjöldum fjölskyldunnar. Allt of mikið hefur verið um að fólk hafi verið að missa heimili sín hvort sem um leigu eða eigin hús- næði er að ræða og er það nokkuð sem við getum alls ekki liðið í okkar litla þjóðfélagi. Gjarnan skella menn skuldinni á verðtrygginguna, hún er jú ekki það heilbrigðasta sem völ er á fyr- ir afkomu fólksins í landinu, enda hvergi notuð í heiminum í því- líkum mæli sem hér hjá okkur. Er það leitt að heyra hvernig sumir af framámönnum þjóð- arinnar tala í umræðum um þessi mál og hvernig bæta megi fjöl- skyldum það tjón sem stjórn fjár- mála okkar hefur bakað fólkinu í landinu. Svarið er undarlegt, nefnilega allt of oft. „Það verður svo mikill kostnaður fyrir bankana (fjár- magnseigendur) að fara í þetta.“ Það var nefnilega það. Hverjir ætli hafi hagnast best og mest á hinu stóra falli gengisins í hruninu? Þeir hinir sömu ættu að reyna að setja sig í spor þeirra fjöl- skyldna sem sundr- aðar eru eftir að missa heimili sín. Hætt er við að erfitt verði að verðleggja sundraðar fjölskyldur og horfin heimili. Betra hefði verið að heyra það hjá hinum háu herrum að það sé of mikill kostnaður fyrir fjölskyldurnar í landinu að taka fjárhagslega áfallið á sig. Svo maður tali nú ekki um hið andlega áfall og vanlíðan sem þessar hörmungar framkalla hjá börnum þessa lands. Forgangsverkefni nútíðar Það verður að byggja upp líf- vænlegt samfélag þannig að unga fólkið okkar þurfi ekki að flýja landið og það gerum við með því að nota og nýta alla þá möguleika sem við höfum. Of margar svartsýnisraddir heyrast um að við séum að taka frá framtíðinni með því að nýta gæði landsins en við getum verið alveg viss um að með nýjum kyn- slóðum koma nýir siðir og nýjar aðferðir, þannig að þegar sú tækni sem við notum í dag verður úrelt taka við nýjar og endurbættar að- ferðir sem notaðar verða í fram- tíðinni, þannig hefur það verið í gegnum aldirnar og við getum al- veg treyst því að það breytist ekki. Forgangsverkefni til fram- tíðar Það verður að vera forgangs- verkefni stjórnvalda að tryggja það að blóðrás þjóðfélagsins virki sæmilega, þ.e. að allir hafi atvinnu og tekjur við hæfi sem nægja til framfærslu fjölskyldnanna í land- inu sem og greiðslu í kassann okk- ar sameiginlega, þannig að við getum með sæmilegri reisn rekið þjónustustofnanir okkar, löggæslu, sjúkrastofnanir o.fl. sem eðlilega byggist á því á því að atvinnulífið skili sæmilegum tekjum í kassann. Niðurskurður til sjúkraþjónustu og spítala er bein afleiðing at- vinnuleysis í landinu og ein af verri birtingarmyndum minnkandi atvinnu og flutnings á allt of mörgum vinnandi höndum út úr landinu okkar, þ.e. minnkandi tekjur ríkissjóðs. Til að þjóðfélagið geti rekið sig megum við ekki missa eina ein- ustu fjölskyldu úr landi, okkur dugir ekkert minna en að hver einasta vinnandi hönd hafi vinnu og laun við sitt hæfi Lægstu laun verða einfaldlega að vera hærri en þau eru í dag og það há að menn geti framfleytt sér og sínum sómasamlega og greitt til samfélagsins það sem því ber. Okkur leikmönnum finnst það einfaldlega blasa við að það hljóti að vera þjóðhagslega hagkvæmt að lægstu laun væru verulega hærri en þau eru í dag þannig að vinnandi fólk sjái sér hag í því að vera áfram í landinu og að við missum ekki allt of mikið af dug- miklu fólki úr landi sem við þurf- um svo nauðsynlega á að halda. Með von og ósk um að stjórn- völd vor vinni virkilega af fullum hug að því að unga fólkið okkar finni til öryggis og gleði yfir því að búa í landinu okkar góða sem fóstrað hefur okkur svo vel fram til þessa. Blóðrás þjóðfélagsins Eftir Hjálmar Magnússon » Gjarnan skella menn skuldinni á verð- trygginguna, hún er jú ekki það heilbrigðasta sem völ er á fyrir af- komu fólksins í land- inu... Hjálmar Magnússon Höfundur er fyrrv. framkvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.