Morgunblaðið - 14.05.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.05.2012, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2012 ✝ Björg HákoníaHjartardóttir fæddist í Neðri- Rauðsdal á Barða- strönd 8. mars 1937. Hún lést á Landspítalanum Fossvogi 6. maí síð- astliðinn. Foreldrar henn- ar voru Gísli Hjört- ur Lárusson, bóndi í Neðri-Rauðsdal, f. 6.8. 1894, d. 18.7. 1964, og Bjarn- fríður Jóna Bjarnadóttir, f. 1.12. 1892, d. 4.2. 1979. Björg var yngst 11 systkina en þau eru Sig- rún Lilja, f. 17.5. 1915, d. 7.3. 1999, Halldóra, f. 7.10. 1916, d. 26.12. 2010, Fanney, f. 18.2. 1919, Sigríður, f. 6.8. 1921, d. 12.12. 1987, Jónína, f. 3.12. 1923, Inga, f. 19.1. 1925, d. 2.4. 2008, Reynir, f. 30.7. 1926, d. 7.1. 2009, Sigvaldi, f. 28.9. 1928, Lára, f. 24.4. 1930, Kristjana, f. 16.7. 1931. Árið 1954 kynntist Björg, Þór- arni Inga Jónssyni, f. 6.9. 1935, og gengu þau í hjónaband árið 1955. Foreldrar Þórarins voru Jón Guðmundsson, f. 14.3. 1911, d. 13.2. 2003, og Guðrún Ásgeirs- dóttir, f. 4.11. 1912, d. 11.7. 2000. flutti til Reykjavíkur með for- eldrum sínum. Hún gekk í Laug- arnesskólann og fór síðan í Gagnfræðaskóla verknáms þar sem hún stundaði nám í hand- mennt. Björg og Þórarinn kynntust sumarið 1954 á garðyrkjuskól- anum í Hveragerði. Fyrsta heim- ili sitt reistu þau í Hlíð, Blesu- gróf, í litlum húsakjarna sem var inni við Elliðaár beint á móti Raf- stöðinni. Seinna reistu þau sér hús í Breiðholtinu en fluttu síðar í Hvassaleitishverfið á svipuðum tíma og þau hófu rekstur blóma- búðarinnar Vors í Austurveri sem þau ráku í tæplega 20 ár. Sótti hún á þessum tíma m.a. námskeið í blómaskreytingum í Englandi. Þegar þau hættu rekstri blómabúðarinnar hóf Björg störf í mötuneyti Háskóla Íslands og starfaði þar, þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Árið 1989 fluttu Björg og Þórarinn í Kópavog og hafa búið þar síðan. Björg og Þórarinn voru einstaklega samrýmd hjón og ferðuðust mikið bæði innan- lands og utan. Þegar þau ferð- uðust um landið gistu þau æv- inlega í tjaldi en fyrir rúmlega fimm árum fengu þau sér tjald- vagn og notuðu hann óspart og var nú í vetur þegar búið að planleggja ferðalög sumarsins. Útför Bjargar verður gerð frá Lindakirkju í Kópavogi í dag, 14. maí 2012, og hefst athöfnin kl. 13. Börn Bjargar og Þórarins eru 1) Smári Þórarinsson, f. 23.5. 1955, eig- inkona hans var Þórey Einarsdóttir, d. 25.3. 2011. Börn þeirra eru a) Örvar Smárason, f. 24.6. 1977, m. Birgitta Birgisdóttir og er dóttir þeirra Alda, f. 27.9. 2008. b) Vala Smáradóttir, f. 8.2. 1984, m. Ill- ugi Torfason, dóttir þeirra er Þórey, f. 22.3. 2011. c) Adda Smáradóttir, f. 14.11. 1998. 2) Rósa Þórarinsdóttir, f. 26.11. 1956, m. Magnús Andrésson, syn- ir þeirra eru a) Nói Kristinsson, f. 14.9. 1982, m. Lena Geirlaug Ingvadóttir. b) Ívar Kristinsson, f. 12.6. 1985, m. Fany Larota Cat- unta og er dóttir þeirra Gabríela Sif, f. 5.12. 2009. Sindri Magn- ússon, f. 7.6. 1990, m. Edda Sig- ríður Freysteinsdóttir 3) Björk Þórarinsdóttir, f. 15.12. 1964, m. Kristinn Pétursson og synir þeirra eru a) Alexander Krist- insson, f. 2.12. 1989, og Þröstur Kristinsson, f. 3.12. 1995. Björg ólst upp í Neðri- Rauðsdal til 9 ára aldurs er hún Aðfaranótt 6. maí síðastliðins leið ofurtunglið yfir himinhvelf- inguna og tók hana mömmu til sín. Tunglið, tunglið taktu mig og berðu mig upp til skýja. Þar situr hún móðir mín og kembir ull nýja. Aldrei náði ég að fullþakka henni fyrir það að koma mér í gegnum barnaskólann en ég varð seint læs. Hún las oft fyrir mig m.a. landafræði- og kristnifræði- bækurnar og hlýddi mér svo yfir. Hún var ákaflega umburðarlynd við mig eins og ég gat nú verið erfiður. Ekki var hún með mikinn æsing daginn sem ég kom þrisvar hundblautur inn eftir að hafa dottið í Elliðaárnar og ekki komið nema rétt fram yfir hádegi. Ég þurfti auðvitað að vera inni það sem eftir var dags því að öll hversdagsfötin mín voru blaut. Alltaf var hún saumandi föt á mig þegar ég var krakki. Minnisstætt er mér sérstaklega þegar ég var kominn á unglingsár og orðinn áhugamaður um tísku. Pífuskyrt- ur voru í tísku og ég ákaflega spenntur fyrir þeim. Við mamma fórum í bæinn og keyptum eina skyrtu og efni í þrjár til viðbótar. Mamma gerði svo snið af nýjum skyrtum eftir fyrirmyndinni og fljótlega átti ég fjórar flottar skyrtur. Ég á eftir að sakna hennar mikið og ég veit ekki hvernig maður kemst í gegnum jólin án þess að fá hveitikökurnar hennar. Blessuð sé minning hennar. Smári Þórarinsson. Elsku mamma, það er ótrúlegt hvað þetta gerðist hratt. Það voru aðeins fimm sólarhringar frá því að þú veiktist og þar til þú varst farin frá okkur. Hugurinn reikar til bernskuáranna, það var ynd- islegt að alast upp við Elliðaárnar með mömmu heima að hugsa um okkur. Allar útilegurnar sem við fórum í, fyrst á „rúgbrauðinu“ þar sem þið notuðust við hey á gólfið fyrir dýnur. Síðar var ferðast á Trabant um landið í einni ferðinni, er mér minnis- stætt, þegar við vorum að heim- sækja pabba, sem var að vinna úti á landi. „Trabbinn“ eitthvað leið- inlegur og þú þurftir að stoppa reglulega til að hreinsa kertin, það vafðist ekki fyrir þér að skrúfa þau úr og í, þú lést þér fátt fyrir brjósti brenna. Öll fallegu fötin sem þú prjón- aðir og saumaðir. Það var bara að teikna upp eða sýna þér hvað mig langaði í og þá saumaðir þú það. Stundum nutu frænkur og vin- konur góðs af og þú saumaðir líka á þær. Seinna unnum við saman í mörg ár í blómabúðinni. Þitt þægilega fas og ljúfa skap var einstakt og auðvelt að grínast með þér og fá þig til að hlæja. Þú naust þess að aðstoða okkur börnin þín fyrir veislur og aðrar uppákomur hjá okkur, það var ekki sú afmælisveisla að ekki væru pönnukökur frá þér. Ef ein- hver þurfti aðstoð varst þú boðin og búin, sagðir aldrei nei. Aldrei kvartaðir þú og hógværari konu var vart að finna. Mamma og pabbi voru mjög samrýnd hjón, og erfitt verður að hugsa sér annað án hins. Ég mun gera mitt besta til að hugsa um pabba. Allar góðu stundirnar með þér verða perlur á bandi minning- anna sem ég geymi í hjarta mínu um ókomna tíð. Ég á eftir að sakna þín elsku mamma, að heyra ekki í þér á hverjum degi. Takk fyrir allt. Þín dóttir, Rósa. Það var síðasta dag aprílmán- aðar sem líf okkar tók algerlega óvænta stefnu og við lentum í hringiðu ótrúlegrar atburðarásar sem engan óraði fyrir. Það var í hádeginu sem ég fékk símhring- ingu um að pabbi hefði dottið nið- ur og þau mamma væru komin á bráðamótttökuna. Ég hraðaði mér á staðinn og var létt þegar ég sá að ástandið virtist ekki alvar- legt þó svo að það hefði hrist að- eins upp í þeim. Ég sat þarna fram eftir degi meðan verið var að rannsaka pabba og við spjöll- uðum saman um allt og ekki neitt. Húmorinn var á sínum stað þótt við værum kannski í þannig um- hverfi að ekki var viðeigandi að hlæja mikið en við mamma feng- um samt allavega eitt slæmt kast, eldrauðar í framan með hláturt- árin í augunum reyndum við að horfa ekki hvor á aðra meðan við reyndum að halda niðri hlátrin- um. Mikið eru þessir klukkutímar nú dýrmætir í minningunni og er ég ævinlega þakklát fyrir þessa stund sem við áttum saman því raunin varð svo að það var mamma sem aldrei átti aftur aft- urkvæmt heim því hún veiktist síðan alvarlega um kvöldið. Já mikið höfum við mamma hlegið saman í gegnum tíðina að alls kyns bulli og vitleysu en margar eru minningarnar líka um hljóðar og notalegar stundir. Ein af mínum elstu minningum snýst einmitt um hlustun þegar mamma vakti mig alltaf á morgn- ana með Morgunstund barnanna í útvarpinu. Mikið var notalegt að liggja uppi í rúmi og hlusta á sögu úr útvarpstækinu. Seinna átti ég svo eftir að hlusta á miðdegissög- ur með henni og þegar ég komst til meira vits og ára hlustuðum við saman á útvarpsleikritin á fimmtudagskvöldum og spiluðum rommý á meðan. Í mömmu bjó vestfirskt blóð sem sýndi sig í því að hún kvartaði aldrei og var ein- staklega dugleg og ósérhlífin. Fyrir örfáum árum báðum við mömmu að fara til læknis því okkur fannst hún hafa minnkað og kom þá í ljós að hún var búin að minnka um 10 cm því hryggj- arliðir voru fallnir saman á nokkrum stöðum. Húmorinn var svo sannarlega til staðar hjá mömmu því hennar viðbrögð við tíðindunum voru að spyrja lækn- inn hvort hún mætti þá ennþá sitja í framsætinu, fyrst hún væri orðin svona lítil. Mamma og pabbi voru ung að árum þegar þau felldu hugi saman og áttu þau bara eftir að verða nánari með ár- unum. Þau voru alveg einstalega samrýnd hjón. Sváfu meira að segja stærsta hlutann af sinni sambúð undir einni og sömu sænginni, drukku alltaf saman úr einni gosflösku og leiddust alltaf hönd í hönd. Elsku pabbi, missir þinn er mikill en við munum gera allt til þess að styðja þig og styrkja eftir bestu getu. Við fengum fimm daga til þess að reyna að ná áttum og þótt við séum ekki sátt þá var það besta í stöðunni eins og kom- ið var að hún fengi að kveðja. Nóttin sem mamma kvaddi var líka einstaklega falleg og tunglið hafði sjaldan verið stærra og nær jörðinni. Dagurinn sem gekk í garð var líka fagur og það reynd- ist vera alþjóðlegi hláturdagurinn svo nú reyni ég að brosa í gegnum tárin og ylja mér á minningum um mömmu sem gat hlegið. Hafðu þökk fyrir allt elsku mamma mín. Þín Björk. Hvað bindur vorn hug við heimsins glaum, sem himnaarf skulum taka? Oss dreymir í leiðslu lífsins draum, en látumst þó allir vaka, og hryllir við dauðans dökkum straum, þó dauðinn oss megi ei saka. Sem kona hún lifði í trú og tryggð; það tregandi sorg skal gjalda. Við ævinnar lok ber ást og dyggð sinn ávöxtinn þúsundfalda, og ljós þeirra skín í hjartans hryggð svo hátt yfir myrkrið kalda. (Einar Ben.) Ég kveð þig kæra tengdamóðir og geymi í hjarta mínu allar björtu og góðu minningarnar um þig. Magnús. Elsku amma, ég sem var búinn að plana að skrá þig í pönnuköku- keppni í sumar og sjá þig verða Íslandsmeistari. Ég mun alltaf minnast þín fyrir eldfasta mótið sem var alltaf fullt af nammi, frystinn sem var alltaf fullur af ís, öll andrésblöðin, tindátana, bíl- ana og allar bíómyndirnar sem við bræðurnir og frændurnir horfðum á heima ykkur afa. Helgarnar sem við Alexander gistum hjá þér og öll páska- og jólaboðin. Hlutirnir munu svo sannarlega verða öðruvísi án þín. Sindri. Blessaðir séu þeir sem gefa sér tíma til að strjúka vanga og þerra tár af kinn bara með því að faðma og vera. (Sigurbjörn Þorkelsson) Elsku amma, bestu þakkir fyr- ir að hafa alltaf verið svona hlý og góð við mig og seinna meir við elsku Þóreyju mína. Það er erfitt að sætta sig við það að Þórey fái ekki að njóta þín lengur, en hún hafði mikið yndi af því að um- gangast ykkur afa. Það var gott að geta reitt sig á ykkur þegar ég þurfti að fara í skólann í haust og ég trúði ekki öðru en að við fengj- um að njóta ykkar saman áfram. Svei mér þá hvað lífið getur verið undarlegt, stundum er það einfalt og líður bara áfram og stundum skellur það á manni og sýnir allar sínar verstu hliðar. Þá er gott að vera jákvæður og sjá það fallega í hlutunum og aðstæðunum. Það gerðir þú alltaf og man ég ekki eftir þér öðruvísi en kátri, með nóg af ís og nammi til að gleðja barnabörnin. Minningarnar eru fjölmargar og munu lifa áfram og ylja okkur öllum um hjartaræt- urnar. Ég bið að heilsa öllum sem verða á vegi þínum á leiðinni áfram. Þín Vala, Illugi og Þórey. Útvarpið í gangi, „og nú er komið að morgunleikfiminni“. Kryddstaukar ömmu hlutu að vera óhreinir. Saman tókum við þá alla niður og eyddum næsta klukkutímanum í að þrífa þá. Litla stráknum hennar ömmu datt í hug frábær saga og amma skrifaði hana niður orð fyrir orð og við bundum inn. Árin liðu og lagt var upp í ferðalag um heim- inn. Jól uppi í háfjöllunum og upp úr pakkanum komu sokkar, grænir fyrir Ívar og rauðir fyrir Fany, amma hafði haft áhyggjur af að okkur yrði kalt. Tíminn leið og við vorum hjá ömmu og afa, amma kenndi Fany að prjóna og að gera pönnukökur. Enn leið og litlar hendur föðm- uðu hrukkóttan háls, langamma og langafi komu sem bjargvættir og sátu yfir veikri lítilli stelpu meðan foreldrarnir hurfu í Há- skólann. Litla stelpan átti eftir að hlaupa með langömmu sinni um húsið og sýna henni áhugasöm heiminn. Þegar við fórum með Gabrielu Sif í pössun þá drógum við að fara út aftur. Heima hjá þeim var sannur friður, gamla gufan í útvarpinu og værð sem fannst hvergi annars staðar í borginni, líkt og heimurinn stöðv- aðist eitt andartak. Við sátum með bollann okkar, spjölluðum og nutum þess að vera til. Í öllu sem hún gerði sást aðeins ást, um- hyggja og kærleikur. Litla fjöl- skyldan var svo heppin að eiga hana að. Ívar, Fany og Gabriela Sif. Elsku amma, takk fyrir að blessa okkur með tilveru þinni. Þú varst alltaf þarna fyrir okkur þegar við þörfnuðumst þín, alltaf tilbúin að fá okkur í heimsókn, og þegar maður kom í heimsókn þá var alltaf komið fram við okkur eins og við værum konungbornir, pönnukökurnar voru á leiðinni, grjónagrauturinn var á leiðinni, kakósúpan var á leiðinni og þegar maður gat loks stunið upp að maður gæti ekki meira, þá var kominn ís og nammi í fangið og leigð spóla í tækið. Amma lét alltaf lítið fyrir sér fara og hafði alltaf meiri áhyggj- ur af öðrum en sjálfri sér, var allt- af lífleg, kát og hló mikið. Hún var alltaf til staðar þegar á reyndi. Þegar allt er tekið saman hefur amma náð því sem er markmið okkar allra, að vera yndisleg og elskuð manneskja. Takk fyrir okkur. Alexander og Þröstur. Björg Hákonía Hjartardóttir Haukur Angantýsson er einn snjallasti skákmaður Íslands fyrr og síðar. Haukur varð Ís- landsmeistari í skák árið 1976 og var oft nærri því að hampa titlinum. Hann tefldi á ólympíu- skákmótinu árið 1970. Tækifæri Haukur Angantýsson ✝ Haukur Ang-antýsson fædd- ist á Flateyri við Önundarfjörð 2. desember 1948. Hann andaðist á lungnadeild Land- spítalans í Fossvogi hinn 4. maí síðast- liðinn. Útför Hauks fór fram í Guðríð- arkirkju í Graf- arholti 11. maí 2012. og titlar Hauks hefðu örugglega orðið fleiri hefðu ekki til komið veik- indi. Ég man fyrst eftir Hauki þegar ég byrjaði að tefla um 1980. Ekki var hægt annað en að bera óttablandna virðingu fyrir þess- um brúnaþunga dökkhærða skákmeistara. Síðar keypti ég af honum skákbækur þegar hann seldi sumar gömlu bækurnar sínar. Ekki fór framhjá manni miðað við blý- antsmerkingarnar í bókunum að Haukur var ákaflega vel lesinn skákmaður. Haukur hvarf svo úr skák- samfélaginu í mörg herrans ár en hóf að tefla í Vin, athvarfi Rauða krossins, í fyrra. Haukur tefldi síðustu misseri reglulega í Vin sem og einnig með Ásum, skákfélagi eldri borgara í Ás- garði, og vann mörg mót. Skákhreyfingin hefur misst mann. Aðstandendum votta ég samúð mína. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands. Það var góður dagur, fyrir u.þ.b. ári, þegar Haukur kom við í athvarfinu Vin á mánudegi til að taka nokkrar skákir. Kappinn hafði ekki teflt að ráði í 20 ár en hann vann minni spá- menn án átaka og þegar hann lagði vin okkar Róbert Lagerm- an í hörkuskák sáu menn að þetta var fúlasta alvara. Hauk- ur skráði sig í Skákfélag Vinjar sem fagnaði gríðarlegum lið- styrk fyrir komandi Íslandsmót. Þegar ég leitaði upplýsinga hjá manni í forystusveit skák- hreyfingarinnar, varðandi grein um nýja félagann, var svarið: „Það þarf ekkert að rifja upp afrekin hans Hauks, maðurinn er legend!“ Svo fylgdu ham- ingjuóskir og menn voru afar kátir með að sjá alþjóðlega meistarann mættan að nýju. Haukur var fastagestur á æf- ingum í Vin á mánudögum og á þriðjudögum mætti hann í Ás- garð að tefla við skákstráka á besta aldri. Hann hafði sterka nærveru og það var bara miklu skemmtilegra þegar þessi mikli karakter var með. Það var rogginn liðsstjóri sem tefldi fram tveimur grjót- hörðum köppum með magnaða ferilskrá á Íslandsmótinu í haust, þeim Hauki og Birni Sig- urjónssyni, FIDE-meistara. Baráttumenn með óteljandi titla á bakinu og félagar úr TR frá því áður. Nú hafa þeir báðir kvatt okkur og söknuður Vinj- arfólks er mikill. Eftir svo langt hlé frá mótum var úthaldið ekki sem áður, það tekur á að tefla langar skákir heila helgi. Eftir maraþonskák í þriðju umferð í haust tapaði Haukur eftir að hafa haft vinn- ingsstöðu og var þungur á brún. Áhorfandi tjáði mér, nokkru áð- ur, að andstæðingurinn hefði boðið jafntefli en Haukur ekki heyrt, enda með skerta heyrn. Ég vissi ekki hvort það mætti benda pilti á þetta og spurði skákstjóra sem sagði að Hauk- ur Angantýsson hefði ekki hlustað á jafnteflisboð áður fyrr og það væri engin ástæða til að ætla að það hefði breyst! En baráttuandinn var til staðar því er Hauki var ekið heim var eins og áður sagði þungt í honum. Við ræddum um að þetta yrði bara leiðrétt, liðið væri neðarlega en nægur tími til stefnu. Eftir að hafa boðið góða nótt spurði kappinn allt í einu hvað mörg lið færu upp úr deildinni og þá sá ég að það þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur. Þetta var svo lagað í síðari hlutanum á Selfossi í vor, þótt ekki færi liðið upp þá voru neðstu sætin örugglega yfirgef- in. Haukur var bráðgreindur, efnafræðingur frá Georg Aug- ust-háskólanum í Göttingen, með skipstjórnarpróf upp á vas- ann og starfaði sem netagerð- armaður, svona m.a. Hann varð Íslandsmeistari og keppti með ólympíuliði Íslands, sigraði á World Open í Philadelphiu þar sem fleiri hundruð manns kepptu og skildi eftir fyrir neð- an sig her stórmeistara. Þetta var 1979 og Haukur ekki enn orðinn alþjóðlegur meistari. Þau veikindi sem Haukur tókst á við komu sennilega í veg fyrir enn meiri frama en ég ætla ekki að rifja frekar upp afrek þessa snillings, mér fróðari menn eiga eftir að gera það. Ég vil bara rifja upp orðin sem góður mað- ur sagði: „Maðurinn er legend.“ Fjölskyldu Hauks Angantýs- sonar votta ég dýpstu samúð. F.h. Skákfélags Vinjar, Arnar Valgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.