Morgunblaðið - 14.05.2012, Blaðsíða 30
30 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2012
Þetta verður mjög lágstemmt. Ég ætla að njóta dagsins meðfjölskyldunni í sumarbústaðnum mínum,“ segir Henný JúlíaHerbertsdóttir, sem fagnar 60 ára afmæli sínu í dag. „Þetta
er sannarlega dálítið stór dagur og tímamótin leggjast vel í mig,“
segir hún.
Henný er skrifstofustjóri í Hlíðaskóla í Reykjavík, þar sem hún
hefur starfað í tæpan áratug. Hún hefur einnig fengist við myndlist
og málað í frístundum. Hún segist ekki hafa farið hina formlegu leið
í gegnum myndlistarnám en hefur sótt fjölda námskeiða og nam
m.a. í Myndlistarskólanum í Reykjavík. „Ég hef farið víða og sótt
mér þekkingu hér og þar,“ segir hún. Þegar Henný varð fimmtug
hélt hún myndlistarsýningu í tilefni af tímamótunum og sýndi fjöl-
mörg olíumálverk. Hún kveðst þó ekki ætla að opna sýningu að
þessu sinni í tilefni af sextugsafmælinu. ,,Það verður kannski gert
þegar ég verð sjötug,“ segir hún. Henný hefur einnig tekið þátt í
söngstarfi um langt árabil og sungið með kórum. „Lengst af hef ég
verið í Óperukór Hafnarfjarðar en um þessar mundir syng ég með
hópi Vestmannaeyinga,“ segir Henný, sem á ættir að rekja til Eyja.
„Ég hef alveg í nógu að snúast,“ segir hún. „Eina markmiðið er
bara að vera ánægð með lífið.“
Henný er gift Reyni Sigurjónssyni viðskiptafræðingi og eiga þau
tvær dætur og barnabörnin eru orðin fjögur talsins. omfr@mbl.is
Henný Júlía Herbertsdóttir er 60 ára
Afmæli Henný ætlar að njóta dagsins í faðmi fjölskyldunnar.
Markmiðið að vera
ánægð með lífið
E
iríkur fæddist í Reykja-
vík og ólst þar upp í
Hlíðunum. Hann var
síðan búsettur í Ár-
bæjarhverfinu um
skeið en er nú aftur kominn á æsku-
slóðir í Hlíðunum.
Eiríkur fór átta ára í sveit að
Karlsstöðum á Berufjarðarströnd og
fór þá einn með strandferðaskipinu
Esjunni og var síðan í sveit á Ósi í
Breiðdal frá tíu ára aldri.
Á traktor á Korpúlfsstöðum
Á þessum árum bar Eiríkur út
Morgunblaðið í þau hús og bæi sem
stóðu við kálgarðana í Kringlumýri,
allt austur að Háaleiti.
Eiríkur var í Austurbæjarskól-
anum og Gagnfræðaskóla Austur-
bæjar, lauk síðan landsprófi og stúd-
entsprófum. Hann stundaði síðar
nám í rekstrar- og viðskiptafræði við
Eiríkur Hannesson, fyrrv. framkvæmdastjóri, 70 ára
Úti að borða Eiríkur og Ellen á Hamborgarafabrikkunni fyrir skömmu.
Frá Ölgerðinni til
Endurvinnslunnar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hjá Endurvinnslunni Eiríkur lagði áherslu á vélvæðingu þar en móttöku-
stöðvar Endurvinnslunnar eru nú sextíu talsins.
Anna Björg Reyn-
isdóttir og Ásta
Sóley Jónsdóttir
héldu tombólu og
söfnuðu 10.254 kr.
sem þær gáfu
Rauða krossi Ís-
lands.
Hlutavelta
Reykjanesbær Lísbet Sara fæddist
15. nóvember kl. 21.26. Hún vó 3.760 g
og var 52 cm löng. Foreldrar hennar
eru Auður Indíana Jóhannesdóttir og
Sigurður Snær Eiríksson.
Nýir borgarar
Reykjavík Tristan Þór fæddist 22. júlí
kl. 14.22. Hann vó 3.230 g og var 48
cm langur. Foreldrar hans Darius Dilp-
sas og Rut Jónasdóttir.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
OPNUNARTÍMI EFNALAUG
MÁN - FÖS: 8-18 • LAU: 11-13
OPNUNARTÍMI FATALEIGA
MÁN - FÖS: 13-17 • LAU: LOKAÐ
EFNALAUG OG FATALEIGA GARÐABÆJAR | GARÐATORGI 3 | GARÐABÆ | SÍMI 565 6680 | FATALEIGA.IS
Hröð og vönduð þjónusta.
Fjölskyldufyrirtæki til 27 ára.
Persónuleg þjónusta og hagstætt verð.
ALHLIÐA HREINSUN,
DÚKAÞVOTTUR OG
HEIMILISÞVOTTUR