Morgunblaðið - 14.05.2012, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 14.05.2012, Qupperneq 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú skalt alls ekki liggja á skoðunum þínum ef eftir þeim er leitað. Reyndu að greiða nokkra reikninga sem hafa safnast upp. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú finnur auðveldlega á þér hver mun hjálpa þér og hver ekki. Haltu þínu striki og varastu að ofmetnast. Stígðu í vænginn við þann/þá sem þú þráir, árangurinn gæti komið á óvart. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert með ýmsar vangaveltur í sambandi við ákveðna samstarfsmenn. Fáðu hlutlausan aðila til aðstoðar því hann sér málið öðrum augum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hið óþekkta kann stundum að virð- ast hættulegt. Reyndu að vera ekki fyrir fólki sem kann ekki mannleg samskipti. Þú færð óvænta upphringingu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér er að takast að klára visst verk- efni. Sjálfsöryggi þitt fer í taugarnar á ein- hverjum, en þú lætur það sem vind um eyru þjóta. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Annríki einkennir daginn í dag. Mundu að vinur er sá er til vamms segir. Vertu óhrædd/ur við að taka áhættu þegar ástin er annars vegar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér finnst stóru samtökin sem þú vinn- ur fyrir dularfull. Fólk fellur fyrir þínum náttúrlega sjarma, en passaðu þig að vera ekki of kumpánleg/ur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Úthaldið má ekki bresta og þess vegna þarft þú að gæta sérstaklega að því að borða næringarríkan mat. Þér finnst veröldin snúast aðeins of hratt þessa daga. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Orka þín vex og dvín í dagsins önn, allt eftir því hverjir eru í kringum þig. Haltu þeim sem þér mislíkar í hæfilegri fjar- lægð – fjarri ástvinum þínum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ert staðráðin/n í því að gera ferðaáætlun sem stenst. Ekki hvika frá henni. Einhver gerir þér gramt í geði í dag en þú hristir það fljótt af þér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er þung byrði að þurfa að gera alla hluti kórrétt. Stundum er best að leyfa fólki að vera í friði. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þetta er ekki góður dagur til verka sem krefjast mikillar einbeitingar. Glaðværð þín á sér engin takmörk. Þú fellur í stafi yfir listaverki sem þig langar að eignast. Ég hitti Kristínu dóttur BjarnaGuðmundssonar blaðafulltrúa á Klapparstíg um daginn. Talið barst að vísu föður hennar um Hót- el Heklu og segist henni svo frá: „Eftir því sem hann sagði okkur, var hann á leiðinni út úr Stjórnar- ráðinu, þegar hann sá, að byrjað var að rífa Hótel Heklu á Lækj- artorgi. Við Reykjavíkurapótek hitti hann Tómas Guðmundsson og byrjaði að fara með fyrsta vísuorð- ið: „Nú drekkum við ekki framar á Hótel Heklu.…“ Tómas svaraði að bragði eitthvað á þessa leið: „Nei, blessaður vertu, það er nú öðru nær.“ Bjarni hélt áfram: „né háttum þar alls konar kvenfólk ofan á dív- ana.…“ Tómas: „Nei, biddu fyrir þér, það er nú liðin tíð.“ Bjarni hélt þá áfram og nú áttaði Tómas sig á því, að þetta var vísa, ort í hans anda. Nú skal ég ekki fullyrða, að sam- talið hafi verið orðrétt svona, en vís-an eins og ég man hana og fékk stað-fest í gömlum plöggum pabba er svona: Nú drekkum við ekki framar á Hótel Heklu né háttum þar alls konar kvenfólk ofan á dívana. Það stafar þó hvorki af kvenfólks- né áfengiseklu, heldur einungis af því að það er verið að ríf’ana. Ástæðan til þess að ég er að bauka þetta er að ég hef verið að heyra og sjá vitlaust farið með þessa vísu. Ég set hér tvö dæmi fyr- ir neðan: Þessi útgáfa er fengin hjá Jóni Stefánssyni kórstjóra: Menn gist-ekki lengur né drekka á Hótel Heklu eða hátta þar allskonar kvenfólk ofaní dívana. En það er nú hreint ekkı́ af kvenfólks- né áfengiseklu heldur einungis af því að það er búið að ríf’ana. Síðan segist Kristín hafa fundið í vísnaþættinum „Mælt af munni fram“ í Bændablaðinu þessa útgáfu: Nú drekka menn ekki framar á Hótel Heklu né hátta þar lengur konur niður á dívana. Það stafar þó hvorki af kvenfólks- né áfengiseklu aðeins af því að það er búið að ríf́’ana. Umsjón hafði Sigurdór Sig- urdórsson. Kristín lýkur bréfinu með þess- um orðum: „Nú ræður þú alveg, hvað þú gerir með þetta, en ég er að minnsta kosti búin að skrifa mig frá gremj-unni yfir vitleysunni.“ Ég þakka Kristínu gott bréf, sem sannarlega átti erindi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ekki drukkið á Hótel Heklu G æ sa m am m a o g G rí m ur G re tt ir S m áf ól k H ró lfu r hr æ ði le gi F er di n an d ÉG HELD AÐ ÞJÓNINUM OKKAR SÉ ILLA VIÐ MIG AF HVERJU HELDURÐU ÞAÐ? HÉRNA ER BOLLAN ÞÍN! ÉG FINN ÞAÐ BARA Á MÉR TERTU? ÞAR FÓR ÞAÐ! VÍKINGAR STRANGLEGA BANNAÐIR KENNARINN OKKAR KOM EKKI Í SKÓLANN Í DAG... Í GÆR ÞURFTUM VIÐ AÐ KOMA MEÐ UMSLAG MEÐ MATARPENINGUM, UMSLAG MEÐ PENINGUM FYRIR BEKKJARMYNDINNI, UMSLAG MEÐ PENINGUM FYRIR FORELDRAFÉLAGIÐ, UMSLAG MEÐ PENINGUM FYRIR PYLSUM... ...ÞRJÁTÍU KRAKKAR KOMU MEÐ FJÖGUR UMSLÖG HVERT, ÞAÐ ERU HUNDRAÐ OG TUTTUGU UMSLÖG... AUMINGJA KENNARINN OKKAR... HÚN MISSTI BARA HREINLEGA VITIÐ... SVONA GERA MENN HEIMILDA- MYNDIR UM LÖGFRÆÐINGA Ó NEI! HÍFIÐ MIG UPP, EINN AF ÞEIM ER AÐ NÁLGAST MIG MEÐ STEFNU! Víkverji er undarlega innréttaðurþegar kemur að boltasparki, því það breytist oft á viku hvaða liði hann heldur með í ensku knattspyrnunni. x x x Á því augnabliki sem pistillinn erskrifaður heldur hann með því fornfræga liði Manchester United. Og því er ekki að neita, að dagurinn reyndi á taugarnar. Þegar flautað var til leiksloka á Old Trafford var United með pálmann í höndunum, en á Maine Road tókst Manchester City að hala inn sigur þegar 20 sekúndur voru eftir til leiksloka á undraverðan hátt. Meistaratitillinn verður eftir sem áður í Manchester en færist yfir til hinna bláklæddu. x x x Og auðvitað er ekkert nema já-kvætt við það að fleiri lið vinni titilinn en lærisveinar Fergusons. Frá því úrvalsdeildin var sett á lagg- irnar árið 1992 hefur United unnið tólf sinnum og ber höfuð og herðar yfir keppinauta sína. Arsenal og Chelsea hafa unnið þrisvar hvort, Blackburn einu sinni og nú bætist Manchester City í hópinn. x x x En það skiptir þó máli að það kom-ist ekki upp í vana hjá Mancini að stela senunni. Einu sinni er í lagi. Bara ekki aftur! x x x Víkverji var á Rauða ljóninu þegarflautað var til leiksloka á Old Trafford. Menn voru staðnir upp úr sætum sínum og biðu – á milli vonar og ótta. Allt karlmenn. Tilfinning- arnar nálægt því að bera þá ofurliði. x x x Eftirtektarvert að fylgst var meðfimm fótboltaleikjum á sjón- varpsskjám á Ljóninu, en enginn hafði áhuga á leiknum með City. Þegar þulurinn sem lýsti leik United öskraði án þess nokkuð hefði gerst á Old Trafford lögðu menn saman tvo og tvo og það kvisaðist um salinn að City væri komið yfir. Þá loks var skipt yfir á Maine Ground. Mynda- vélarnar beindust að digrum manni sem kraup á miðjunni og grét um leið og hann brosti út að eyrum. Víkverji Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. (Jóh. 13, 34.) GÆÐI, ÞJÓNUSTA OG ÁBYRGÐ -ÞAÐ ER TENGI Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15 • www. tengi.is • tengi@tengi.is Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 STURTU- OG BAÐHURÐIR með hertu öryggisgleri MIKIÐ ÚRVAL AF STURTUHORNUM OG STURTUHURÐUM STAR STURTUHORN ÁN BOTNS OASIS STURTUHURÐ ÁN BOTNS FLIPPER BAÐHURÐ 85X140 CM

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.