Morgunblaðið - 14.05.2012, Page 40

Morgunblaðið - 14.05.2012, Page 40
MÁNUDAGUR 14. MAÍ 135. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Fannst látinn á Kanaríeyjum 2. Titillinn til Man. City eftir … 3. Norskt smábarn lést eftir umskurð 4. Slasaðist við Sodastream-gerð »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Uni og Jón Tryggvi bjóða til tón- leika á heimili sínu Merkigili á Eyr- arbakka nk. sunnudag kl. 16. Ný tón- list verður leikin í bland við gömul og góð íslensk dægurlög til að bjóða vorið velkomið. Fagna vorkomu með tónleikum í Merkigili  Markús Þór Andrésson hefur verið ráðinn list- rænn stjórnandi Sequences- hátíðarinnar 2013. Hann er sjálfstætt starfandi sýning- arstjóri með meistaragráðu í sýningarstjórnun frá Center for Cura- torial Studies við Bard College í Bandaríkjunum og hefur sett upp fjölda sýninga hér heima og erlendis. Markús Þór listrænn stjórnandi Sequences  Á næstu tónleikum djass- tónleikaraðarinnar á Kex hosteli á morgun kemur fram söngvarinn Þór Breiðfjörð, en hann fer með aðal- hlutverkið í Vesaling- unum í Þjóðleikhús- inu. Þór mun ásamt félögum sínum flytja dagskrá sem hann nefnir Inni- leika. Tónleik- arnir hefjast kl. 20:30 og er að- gangur ókeypis. Þór Breiðfjörð og Innileiki á Kex Á þriðjudag N og NV 5-13 m/s, en 13-18 austast fram eftir degi. Frost 0 til 5 stig, en hiti 1 til 6 stig að deginum syðra. Á miðvikudag og fimmtudag Hæg breytileg átt, hiti 2 til 7 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðanátt, víða 10-18 m/s en hvassara austast. Él, einkum á N- og NA-landi, en þurrt S-lands. Hiti 1 til 6 stig syðra, annars um eða undir frostmarki. VEÐUR Grétar Rafn Steinsson hef- ur nánast örugglega leikið sinn síðasta leik með enska knattspyrnuliðinu Bolton, sem féll úr úrvalsdeildinni í gær. Hann langar til að breyta um umhverfi. „Mig langar til að upplifa eitt- hvert ævintýri, fara á nýjan stað og læra framandi tungumál, en spila þó í deild þar sem ég er áfram í myndinni með landslið- inu,“ segir Grétar. »1 Grétar langar á framandi slóðir Manchester City varð í gær enskur meistari í knattspyrnu á ævintýra- legan hátt þegar liðið skoraði tvíveg- is í uppbótartíma og sigraði QPR, 3:2. Í fyrsta skipti frá stofnun úrvals- deildarinnar réðust úrslit hennar á markatölu en þar hafði City bet- ur gegn grönnum sínum í United sem virtust ætla að hirða titilinn þar til Sergio Agüero skoraði í blálokin. Nú er blái lit- urinn alls- ráðandi í Man- chester- borg. » 7 Blái liturinn allsráðandi í Manchesterborg „Nú finnst mér vera fínn tími til þess að koma aftur í Aftureldingu. Fyrir hendi eru margir efnilegir leikmenn í bland við reyndari leikmenn. Mig langar til að aðstoða liðið og leik- menn við að eflast og taka skref fram á við sem lið,“ sagði handknattleiks- maðurinn Örn Ingi Bjarkason sem er hættur í FH og genginn til liðs við sitt uppeldisfélag. »2 Tími til að fara í Aftureldingu á ný ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Það var ótrúlega áhrifamikið og skemmtilegt að hittast eftir öll þessi ár,“ segir Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimannasambands- ins og skipverji á Gísla Árna RE í byrjun áttunda áratugarins. Um 20 manna hópur gamalla skipverja á þessu aflaskipi hittist í Sjóminjasafn- inu á laugardagskvöld og rifjaði upp gamla daga. „Við höfum ekki hist áð- ur með þessum hætti og suma hafði ég ekki séð í áratugi. Í nokkrum til- vikum þurfti mikla athyglisgáfu til að átta sig á hverjir voru á ferð og stund- um varð ég að teikna hárið á þá aftur í huganum.“ Árni segir að umræðuefnin hafi ekki skort þessa kvöldstund og sann- arlega gætu þeir haldið áfram að tala um gömul afrek og ævintýri í mörg kvöld. „Það voru alls konar skemmti- leg atvik rifjuð upp bæði til sjós og lands og sum þeirra þoldu varla að sagt væri frá þeim, önnur voru menn- ingarlegri. Nokkrir stóðu upp og sögðu frá því að dvölin um borð hefði verið eins og besti skóli og komið þeim á beinu brautina í lífinu.“ Harðduglegir menn „Um borð voru harðduglegir menn og vinnan hefði ekki alltaf staðist skoðun hjá Mannréttindadóm- stólnum og þarna voru engin vökulög í gildi. Menn unnu meðan þurfti og þeir stóðu í lappirnar og það var ekk- ert kvótarugl í gangi á þessum árum. Svo minntumst við líka gamalla fé- laga okkar sem eru farnir og róa nú á önnur mið,“ segir Árni. Þessa kvöldstund í Sjóminjasafn- inu söknuðu skipverjarnir skipstjór- ans Eggerts Gíslasonar, sem á laug- ardag varð 85 ára, en komst ekki í hófið vegna lasleika. Hann var ann- álaður aflaskipstjóri, fyrst með Víði II úr Garði, tók síðan við Sigurpáli og loks Gísla Árna. Á síldarvertíðinni 1966 setti hann aflamet á Gísla Árna sem lengi stóð og oft varð hann afla- kóngur. Margir fræknir „Orðspor Eggerts reis kannski hæst þegar hann var með Víði II,“ segir Árni. „Ég man að sem polli sett- umst við saman fyrir framan útvarpið heima og fylgdumst með aflafréttum eins og nú er legið yfir úrslitum í enska boltanum. Eggert var oftar en ekki í efsta sætinu, en á tveimur ver- tíðum náði pabbi, Bjarni Jóhannes- son, að skáka honum á Snæfellinu. Í síldarsögunni held ég að Eggert hafi verið mesti aflakjafturinn þótt margir fræknir skipstjórar hafi verið með skipin á þessum árum.“ Yfirnáttúrleg sjón En hvers vegna var Eggert svona mikil aflakló? „Það var meðal þess sem við reyndum að kryfja í veislunni okkar,“ segir Árni. „Það voru ýmsar ástæður nefndar, eins og áhafnirnar, skipin og búnaðurinn, en síðan var Eggert gríðarlega kappsmikill og áhugasamur. Hann var alger reglu- maður, átti sterkt bakland í góðri fjöl- skyldu og hann hafði yfirnáttúrlega sjón. Ég upplifði það margsinnis að hann sá fuglager í fjarska þar sem aðrir sáu ekki nokkurn skapaðan hlut. Svo var stímað lengi, lengi þang- að til maður fór að sjá eitthvað.“ Árni minnist líka á að í hófinu hafi staðið upp reyndir sjómenn, kannski ekki sérlega vanir ræðuhöldum, og minnst vinargreiða Eggerts sem hafi skipt sköpum fyrir mennina persónu- lega. Það hafi verið áhrifamikið. Morgunblaðið/Eggert Á Sjóminjasafninu Það var góð stemning og glaðlegir endurfundir þegar skipverjar á aflaskipinu Gísla Árna rifjuðu upp gamla góða daga. Afrek og ævintýri rifjuð upp  Dvölin um borð í aflaskipinu Gísla Árna eins og besti skóli  Fylgdust með aflafrétt- um í útvarpinu eins og úrslitum í boltanum Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Aflakóngur Eggert Gíslason, skip- stjóri á Víði II og Gísla Árna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.